Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Akureyrarbær, Landsbankinn og fleiri taka þátt í aðgerðum Foldu Núverandi hlutafé um 79 millj. afskrifað að fullu GENGIÐ hefur verið frá drögum að samkomulagi um hlutafjáraukn- ingu og aðrar aðgerðir við fjárhags- lega endurskipulagningu Fpldu hf. Ásgeir Magnússon stjórnarfor- maður Foldu sem nú hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins sagði að kjölfar erfíðrar stöðu fyrirtækisins eftir töluverðan tap- rekstur á liðnu ári hefði verið unnið að því að endurskipuleggja fjárhag fyrirtækisins og þeirri vinnu væru nú að ljúka. Nýtt hlutafé Þær aðgerðir sem gripið verður til er að Framkvæmdasjóður Akur- eyrarbæjar kaupir viðbótarhlutafé í Foldu fyrir 25 milljónir króna. Skuldum Landsbanka íslands að SÉÐ yfir vinnslusal í verksmiðju Foldu. Akureyrar- og Hallgrímskirkja Helgistundir vegna HM HELGISTUNDIR verða í Akureyrarkirkju og Hallgrímskirkju í Reykjavík alla virka daga í tengslum við heimsmeistakeppnina í handknatt- leik sem hefst innan tíðar. Sr. Birgir Snæbjörnsson sóknarprestur í Akur- eyrarkirkju sagði að búist væri við að fylgjendur keppnisliða yrðu meðal þátttakenda í helgi- stundunum, en þær yrðu alla virka daga frá kl. 12.00 til 12.20. Einföld helgistund Sr. Jón Ragnarsson á fræðsluskrifstofu Biskupsstofu sagði að athafnirnar yrðu einfaldar, lesið yrði úr ritningu, leikið á orgel og þá yrði stutt bænastund. Efni á nokkrum tungumálum myndi liggja frammi í kirkjunum og ritningarlestur yrði væntanlega lesin á fleiri tungumálum en íslensku og ensku. Kirkjuþing ályktaði síðastliðið haust um nauðsyn þess að bjóða upp á kirkjulega þjónustu í tengslum við HM og með skipulögðum helgistundum í þessum tveimur kirkjum er verið að framfylgja þeirri ályktun. Þá sagði Jón að gestum á HM yrði kynnt það sem í boði yrði í kirkjum á tímabilinu, Kirkjulistavika stæði yfir í Akureyrarkirkju, Listahátíð í Hallgrímskirkju og Hjálpræðisherinn fagnaði 100 ára afmæli sínu svo eitthvað væri nefnt. fjárhæð 40 milljónir króna verður breytt í hlutafé sem verður í eigu Regins hf. Nýir aðilar munu koma inn í reksturinn með hlutafé og víkj- andi lán samtals að upphæð 22,5 milljónir króna og í tengslum við þessar aðgerðir er gert ráð fyrir að núverandi hlutafé félagsins, lið- lega 79 milljónir króna verði niður- skrifað að fullu. Vöruþróunarverkefni Eftir þessar breytingar lagast eiginfjárstaða fyrirtækisins veru- lega og verður jákvæð um 40 millj- ónir króna. Rekstraráætlun þess árs gerir ráð fyrir að reksturinn verði jákvæður og að fyrirtækinu muni takast að styrkja markaðsstöðu sína erlendis og innanlands í tengsl- um við þær breytingar sem unnið hefur verið að, en m.a hefur verið í gangi vöruþróunarverkefni og hefur félagið fjárfest í nýjum og fullkomnum vélbúnaði vegna þess. „Við teljum að með þessum að- gerðum komist reksturinn í þokka- legt horf og þær áætlanir sem við höfum gert fyrir þetta ár hafa stað- ið þannig að við erum bjartsýn á að betri tímar fari í hönd,“ sagði Ásgeir. Folda hf. var stofnuð upp úr gjaldþroti Álafoss á haustmánuðum 1991. Verulegt tap var á fyrsta heila rekstrarári félagsins, en árið 1993 gekk þokkalega. Á síðasta ári varð félagið fyrir miklu áfalli þegar einn af stærri viðskiptavinum þess, BIA A/S í Noregi varð gjaldþrota. Stærstu hluthafar í Foldu eru Framkvæmdasjóður Akureyrar, Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar, Istex og Byggðasjóður. Jörð til sölu Til sftlu cr iörðin Jarðbrú í Svarfaðardal. Eviafirði. um 5 km frá Dalvík. Jörðinni fvlqir eftirfarandi: Stórt íbúðarhús með tveimur íbúðum, 153 tm og 248 fm, hesthús 708 fm, fjárhús 321 fm, 3 hlöður samt. 1.643 fm, kálfahús 307 fm og 2 geymslur 138 fm. Ræktað land er rúml. 19 ha. Til greina kemur að selja jörðina í tvennu lagi eða selja einungis aðra íbúðina ásamt helmingi útihúsa og ræktaðs lands. Jörðin er án kvóta. Upplýsingar eru gefnar á fasteignasölunni Eignakjör Skipagötu 16, Akureyri, sími 96-26441. Starfsaðstæður ungs fólks í atvinnulífinu DR. Gerður G. Óskarsdóttir flytur opinn fyrirlestur á vegum kennara- deildar Háskólans á Akureyri, húsi skólans við Þingvallastræti, á morg- un, laugardaginn 29. apríl. í fyrirlestrinum fjallar hún um áhrif menntunar á gengi og starfsað- stæður ungs fólks í atvinnulífinu. Hvaða áhrif menntun hafí á laun, virðingarstöðu starfa og starfs- ánægju, hvaða hæfni reyni á í starfi, mun á menntunarhópum og hvers virði menntun sé við ráðningar í störf sem ekki krefjist sérstakrar starfs- menntunar. Efni fyrirlestursins byggir á niður- stöðum úr doktorsritgerð fyrirlesara sem nýlega kom út á bók. Gerður hefur doktorspróf í menntunarfræð- um frá Kaliforníuháskóla í Berkley í Bandaríkjunum, hún hefur starfað að menntunarmálum og skólaþróun um árabil. Atta söng- hópar syngja ljóð Davíðs KÓRAR og sönghópar á Akureyri og nágrenni efna til tónleika í Iþróttaskemmunni í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá fæðingu Davíðs Stef- ánssonar skálds frá Fagra- skógi. Sungin verða lög eftir ýmsa höfunda við ljóð Davíðs. Sönghóparnir sem fram koma eru Gamlir Geysisfélag- ar, Karlakór Akureyrar, Kór Akureyrarkirkju, Kór Glerár- kirkju, Kór Menntaskólans á Akureyri, Passíukórinn, Leik- húskvartettinn og Tjarnar- kvartettinn.. Tónleikarnir hefjast kl. 16.00 á sunnudag, 30. apríl og er aðgangur ókeypis. Lúðra- hljómur í Skemmunni LÚÐRASVEIT Akureyrar fær Lúðrasveit Akraness í heimsókn um helgina og munu sveitimar leika hvor í sínu lagi og sameiginlega á tónleikum í íþróttaskem- munni á Akureyri á morgun, laugardaginn 29. apríl kl. 16.00. Að auki mun Léttsveit Lúðrasveitar Akureyrar leika nokkur lög. Efnisskráin er fjölbreytt, klassísk tónlist, hefðbundin lúðrasveitarlög, dægurlög og djass. Einleikarar koma fram með sveitunum, m.a. Jón Halldór Finnsson básúnuleik- ari og Ingvi Vaclav Alfreðs- son. Stjórnendur sveitanna eru Andrés Helgason og Atli Guðlaugsson. Aðgangur er ókeypis. Sýningu að ljúka SÍÐASTA sýningarhelgi á verkum Bjama Jónssonar listmálara og Astrid Ellings- en pijónahönnuðar í Gallerí AllraHanda, Heklusalnum. Sýningin er opin frá kl. 14-19. Bjarni sýnir einnig litl- ar myndir í Blómaskálanum Vín. Lífleg laugardagskynning á morgun í Tæknivali: Gerðu það gott - á morgun! Elnstakt tilboö á laugardogi: Á dagskrá: HP DeskJet 560C lítaprentarinn. Hraðvirkur. Gæðaútprentun. Tilboð: kr. 49.900 stgr. ^^instakUtilboöjfiMaugardogi^l HP DeskJet 1200C litaprentarinn. Öflugur. Hraðvirkur. Gott minni. Hágæðaútprentun. Tilboösverð: kr. 105.900 stgr. Við bjóðum þér hágæða Hewlett-Packard litaprentara, geislaprentara og litaskanna á einstöku tilboðsverði. Takmarkað magn. Kynntu þér málið - og gerðu það gott á laugardagskynningu Tæknivals! ^9* HP DeskJet 520 prentar i svörtu. Hljóölátur. Hraðvirkur. Tilboðsverð: kr. 29.900 stgr. N H0 /TBE % i ¥ | ^nvr0 •#> Hátækni til framfara m Tæknival t HP LaserJet 4L geislaprentarinn. i Tilvalinn fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki. Tilboðsverð: r> '6U‘k kr. 59.900 stgr. Opió til 14.00 á laugardögum Skeifunni 17 • Slmi 568-1665 • Fax 568-0664

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.