Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 13 LANDIÐ Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir NEMENDUR Alþýðuskólans á Eiðum að pakka niður fatnaði og kennslugögnum ásamt kennara sínum Erni Ragnarssyni. Nemendur Alþýðuskólans á Eiðum senda gj afir til Albaníu Egilsstöðum - Nemendur Al- þýðuskólans á Eiðum hafa tekið upp vináttusamband við alb- anskan skóla. Samband þetta er liður í átaki Evrópuráðsins um eflingu menntakerfisins í Alba- níu. Mikil fátækt rikir þar og gríðarlegur skortur er á kennslugögnum. Skólinn sem Eiðakrakkar tengjast er í þorp- inu Vergo í héraðinu Delvine sem er syðst í Albaníu. Nemendur eru þessa dagana að pakka niður því sem þeir hafa safnað í fatnaði og kennslu- gögnum. Mikill áhugi er meðal nemendanna og þeir hafa lagst á eitt að verða sér úti um stílabækur, snældur, kennslubækur, fatnað o.fl. Keyrt á sendibíl til Albaníu Til þess að koma gjöfunum á leiðarenda ætlar kennari úr Al- þýðuskólanum, Örn Ragnars- son, að keyra sjálfur alla leið til Albaníu. Að sjálfsögðu munu tengslin eflast við þessa heim- sókn og hann mun kynna ísland og íslenska menningu auk þess að kynnast stöðu mála og menn- ingu Albaníu. Örn gerir ráð fyr- ir því að dvelja í 15-18 daga við störf í skólanum og stofna til kynna með frekara samstarf í huga. Sendibílinn til fararinnar hyggst Örn fá að láni en hefur enn ekki fengið bíl. Ymis fyrir- tæki og einstaklingar hafa lánað tölvur, tæki og gefið fé til að styrkja þetta verkefni. Sjálfstæðisþingmenn á Vestfjörðum ánægðir með stjórnarsáttmálann Samstarf við aðra um að gera breytingar strax ísafirði - Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum héldu fund á Isafirði á miðvikudaginn, þar kom fram að þeir hefðu haft samstarf við 6-8 þingmenn stjómarflokk- anna um hugsanlegar breytingar á fiskveiðistefnunni og með þeim komið inn í stjórnarsáttmálann við- unandi texta um breytingar. Þingmennirnir sögðust aldrei hafa lagt til kollsteypu í fiskveiði- stjómunarmálum sem skekkti gmndvöll efnahagsstefnunnar. Þeir ætla að stöðva útþenslu fiskveiði- flotans strax í sumar. Þeir sögðu að Halldór Ásgrímsson hefði í sjáv- arútvegsráðherratíð sinni tilkynnt með margra mánaða fyrirvara um stöðvun á smíði krókaleyfísbáta, sem hefði leitt til þess að milli 60 og 80 u-jám voru beygð út um allt land og kölluð kilir að nýjum bát- um, sem fóm svo beint inn í kerfíð. Á fundinum sem var vel sóttur urðu nokkrar umræður um físk- veiðimál og úrslit kosninganna. Ein- ar Kristinn Guðfínnsson alþingis- maður sagði að náðst hefði sam- komulag um aðgerðir sem verulegu máli skiptu og kæmu til fram- kvæmda strax í sumar. Hann sagði að þeir hefðu aldrei lagt til koll- steypur í sjávarútvegsmálum heldur að feta sig út úr núverandi kerfí í áföngum. Hann sagði að eitt megin- málið væri að í fískveiðiráðgjöfínni yrði að hlusta á rök sjómanna og útvegsmanna til jafns við fískifræð- inga, þar sem þekking þeirra á líf- ríki sjávarins væri ekki síður nothæf til viðmiðunnar. Hagsmunir allra Einar Oddur Kristjánsson alþing- ismaður sagði að nú væru lands- menn að sjá það betur að hinir vestfirsku hagsmunir sem þeir nafnarnir ásamt öðrum þingmönn- um hefðu verið að beijast fyrir væru ekkert síður íslenskir hags- munir. Hann sagði að eftir að hafa átt gagnlega fundi með ráðherrunum Halldóri Ásgrímssyni og Þorsteini Pálssyni hefði náðst sá samningur að þeir gætu heilshugar stutt núver- andi ríkisstjórn. í samkomulaginu er gert ráð fyr- ir að strax verði tekið á vanda minni báta sem verst hafa farið út úr skerðingu á kvótakerfi í þorski og að um tíu þúsund tonn kæmu þar til úthlutunar strax. Grunnmiðin óskýrð Flestir sem tóku til máls á fund- inum fögnuðu þeim árangri sem þingmennirnir sögðust hafa náð, þó sagði Guðmundur Halldórsson, útgerðarmaður í Bolungarvík, að þeir hefðu selt sig allt of billega og sagði að í stjórnarsáttmálanum væri ekki orð um jafnalvarlega þætti og að koma í veg fyrir að afla yrði kastað í sjóinn, að kvóti safnaðist á of fáar hendur og grund- vallarbreytingar á flotastýringu og sóknarmark í stað kvóta. Ragnheiður Hákonardóttii spurðist fyrir um skilgreiningu á hugtakinu grunnmið, en mikið hef- ur verið rætt um að flytja afkasta- mestu fiskiskipin af grunnmiðun- um. í ljós kom að enginn á fund- inum gat upplýst hvað átt væri við með þessu orði og fullyrt var að enginn á Alþingi gæti gefíð full- nægjandi skíringu á um hvaða haf- svæði væri verið að tala. I fyrirspurn frá Kristjáni Guð- jónssyni útgerðarmanni um fjölda veiðidaga krókaleyfísbáta eftir þetta fiskveiðiár sagðist Einar Kristinn telja raunhæft að miða við 100-130 daga á ári, en það kæmi líklega ekki í ljós fyrr en eftir 2-3 vikur hvað ráðuneytið legði til í þeim málum. Þar væri ekki gert ráð fyrir aflaaukningu krókaleyfísbáta heldur einhverri tilfærslu innan þeirrar greinar. Gifstrefjaplötur til notkunar á veqqi, loft oq qólf ...... h K S ■Jy-A'' * ELDTRAUSTAR * HLJÓÐEINANGRANDI * NIJÖG G0n SKRÚFUHALD * UMHVEFISVÆNAR PLÖTUR VIÐURKENNDAR AF BRUNAMÁLASTOFNUN RÍKISINS Þ. Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 • Reykjavík • sími 38640 o.' HYUnDOI FYRIRÞA sem kjósa fallegan, kraftmikinn og rúmgóðan bíl með frábæra aksturseiginleika og á góðu verði 9 Vökva- og veltistýri 9 Rafdrifnar rúður og speglar • SamLzsing ® Tölvustýrt útvarp, segulband 4 hdtalarar Verðfrá 1.389.000 kr. á götuna! Frábærir aksturseiginleikar Elantra hafa komið mönnum á óvart í reynsluakstri. Líttu við, taktu einn hring í rólegheitum og feildu þinn eigin dóm. líM1^ BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR ÁRMÚLA13 • SÍMI: 568 12 00 • BEINN SÍMI: 553 12 36 126 hestöfl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.