Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU FRÉTTIR: EVRÓPA „Greiðum stórfé fyrir að skemma fiskinn“ Fiskkaup hætta að kaupa fisk á mörkuðum á Snæfellsnesi FISKKAUP hf„ fyrirtæki Jóns Ás- björnssonar, í Olafsvík hefur ákveðið að hætta kaupum á fiski á Fiskmörk- uðum á Snæfellsnesi og hefja þess í stað bein viðskipti við útgerð- armenn á Nesinu og greiða fast verð fyrir fiskinn. Skýringin á þessari breytingu er sú, að stjórnendur Fisk- kaupa telja gæði fisksins af fisk- mörkuðum mjög mismunandi og ör- uggt að hann verði fyrir mikilli gæðarýrnun frá því hann kemur úr bátum og þar til hann fer í vinnslu hjá fyrirtækinu. „Við greiðum því stórfé fyrir að skemma fiskinn," segir meðal annars í bréfí frá Fisk- kaupum til útgerðarmanna á Snæ- fellsnesi. Jón Ásbjörnsson, stjórnarformað- ur Fiskkaupa, segir í samtali við Morgunblaðið, að brögð séu að því að óslægðum fiski sé sturtað milli kara á mörkuðunum og hann síðan látinn standa óísaður þar til hann sé seldur. Þetta fari illa með fiskinn og fyrir vikið hafi gæði saltfiskfram- leiðslu hans fallið mikið. Þesari þró- un verði að snúa við og því sé leiðin að fara í bein viðskipti og kaupa fiskinn af bátum, sem gangi vel frá aflanum um borð og færa fiskinn síðan til vinnslu í sömu ílátum og hann komi að landi. Til stórskammar fyrir fiskmarkaðskerfið „Þetta er verulegt vandamál og til stórskammar fyrir þetta fisk- markaðskerfi, sem nú er við lýði. Það má alls ekki skylda menn með lögum til að setja allan fisk á mark- að, eins og margir stjórnmálamenn hafa verið að tala um. Menn verða að ráða því sjálfír hvernig þeir selja sinn físk og markaðrnir verða að gera betur eigi fískurinn að fara um þá. Ég er ekki að segja mörkuðunum stríð á hendur með þessu, enda fæ ég mikið af góðum fiski á mörkuðun- um, ísuðum, slægðum og vel frá gengnum. Hins vegar er staðreyndin sú, að mikil samkeppni er um þor- skinn á mörkuðunum og algengt að frystihús norður í landi spenni upp verðið á fiskmörkuðunum og geri ekki nægar kröfur um frágang og gæði þess fisk sem þau eru að kaupa. Það vantar aðhald til að bæta með- ferð fisksins um borð og á mörkuð- unum,“ segir Jón Ásbjörnsson. Bjóða fast verð í beinutn viðskiptum Fiskkaup bjóða útgerðarmönnum sem vilja fara í bein viðskipti við fyrirtækið, 90 krónur fyrir kíló af slægðum þorski yfír 70 sentímetra að lengd og 75 krónur fyrir smærri þorsk. Þá eru boðnar 60 krónur fyr- ir slægðan ufsa yfír 70 sentímetrum og 40 fyrir smærri ufsa. Einnig er boðinn frír ís og löndun og afsláttur af veiðarfærum sem fyrirtækið sel- ur, öðrum en þeim sem eru frá Hampiðjunni. Tryggvi Leifur Óttarsson framkvæmdastjóri FMB Þættir sem snúa að öðrum en mörkuðunum „ÞAÐ er út í hött að við séum að skemma fiskinn á Fiskmarkaði Breiðafjarðar. Það er rétt að gæðum á saltfiski hjá Fiskkaupum í Ólafs- vík hefur hrakað, en það er ekki við okkur að sakast. í bréfí sínu telur Jón Ásbjörnsson, eigandi fyrirtækis- ins, upp þá þætti, sem hann telur ábótavant, en þeir þættir snúa að sjómönnum en ekki fískmörkuðum," segir Tryggvi Leifur Óttarsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Breiðafjarðar, í samtali við Morgun- blaðið. „Þetta eru allt þættir, sem fískm- aðarnir hafa verið að reyna að fá sjómenn til að kippa í lag, svo sem blóðgun, þvottur og ísun. Þetta eru hlutir sem eiga að skila sér í hærra verði fyrir fiskinn og það er þá fyrst og fremst kaupandinn, sem hefur það í hendi sér, hvort hann umbunar mönnum sem ganga vel frá fiskinum með því að greiða þeim hærra en hinum, sem miður fara með fiskinn. Kúvending í afstöðunni til fiskmarkaða í dreifibréfí Fiskkaupa segir enn fremur, að skýring þess að gæði saltfískvinnslu fyrirtækisins í Reykjavík séu mun meiri en í Ólafs- vík sé sú, að fískurinn sé keyptur af bátum með línubeitingarvélar í föstum viðskiptum. þar sé allur frá- gangur til fyrirmyndar. Þetta er ekki alls kostar rétt, því stór hlúti þess fisks, sem Fiskkaup vinnur í Reykjavík, er keyptur á Fiskmarkaði Breiðafjarðar, Fiskmarkaði Snæ- fellsness og mörkuðum suður með sjó. Jón Ásbjörnsson er að leita ódýrra skýringa á kúvendingu sinni í afstöðunni til fiskmarkaða, en hann hefur til þessa verið ötull stuðnings- maður þess, að allur fiskur fari á markaði. Mér er einnig kunnugt um að ýmislegt er að í verkuninni hjá honum hér á staðnum, meðal afínars óvenjumiklir flatningsgallar. Þeir eru ekki sök fiskmarkaðanna," segir Leifur. Er þá ekkert til í því að þið farið illa með fiskinn. Sturtið óslægðum físki milli kara og fleira í þeim dúr? Getum ekki treyst frágangi „Fiskkaup hafa verið að kaupa hér físk af trillum með fjarskiptum. Þann físk getur fyrirtækið fengið allan í þeim körum, sem þeim er landað í. Fiskkaup hefur aldrei leitað eftir því að fá fiskinn þannig. Ástæð- an fyrir því að við höfum fært þenn- an físk á milli íláta er sú, að við getum ekki treyst frágangi hans um borð í bátunum. Eigi þessi fískur að fara í geymslu, hefur þurft að ísa hann upp. Jóni Ásbjörnssyni, eig- anda Fiskkaupa, virðst því helzt ganga það til, að fá fiskinn fyrir lægra verð en á mörkuðunum og gefa ekki öðrum kost á því að bjóða í hann,“ segir Tryggvi Leifur Óttars- son. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1983- 2.fl. 1984- 3.fl. 01.05.95 - 01.11.95 12.05.95 - 12.1 1.95 kr. 66.031,40 kr. 81.133,90 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 28. apríl 1995 SEÐLABANKIÍSLANDS Eftirlitsnefnd ESA í heimsókn Athugasemdir við áfengisverzlun og vörugjöld BJÖRN Friðfínnsson, eftirlitsfulltrúi hjá Eft- irlitsstofnun EFTA (ESA) segir að veiga- mestu athugasemdir eftirlitsnefndar stofn- unarinnar, sem er stödd hér á landi, varðandi framkvæmd EES- samningsins, varði fyr- irkomulag áfengis- verzlunar og álagningu vörugjalda. Þá sé ljóst að afnám aukagjalds á erlendan bjór, sem á að afleggja næstkomandi þriðjudag, hafí verið alltof lengi _ í gildi og veiki stöðu íslands gagnvart öðrum EES-ríkjum. í eftirlitsnefndinni eru tíu menn, undir forystu Björns og Pekka Sáila, eftirlitsfulltrúa. Að sögn Björns hafa þeir farið yfir íslenzka löggjöf, sem sett hefur verið í samræmi við EES- samninginn. Sums staðar sé mis- ræmi og gloppur eða lagfæringa þörf, og sé þá farið yfír það með viðkomandi ráðuneytum. Eins sé farið yfir þau mál, sem kvartanir hafi bonzt um til ESA. Einkaréttur afnuminn í Noregi í vor Björn segir nefndina hafa gert athugasemdir við fyrirkomulag áfengissölu, en Alþingi hefur, nærri hálfu öðru ári eftir gildistöku EES- samningsins, enn ekki afnumið einkarétt Áfengis- ogtóbaksverzlun- ar ríkisins á innflutningi og heild- sölu áfengis, sem ESA telur brjóta í bága við samninginn. ESA hefur hótað að draga ísland fyrir EFTA-dómstólinn, verði ekki gerð bragarbót í þessu máii. „Málið er komið á það stig að næsta skref er að vísa því til dómstólsins," sagði Bjöm. Hann sagði að ekki hefðu fengizt ákveðin svör frá íslenzku ríkisstjórninni um úrbætur, en ESA myndi bíða þar til vor- þing kæmi saman. Björn segir að í Noregi, þaðan sem nefndin er nýkomin, sé gert ráð fyrir að Stórþingið af- nemi einkarétt ríkisins á áfengisinnflutningi í vor. Björn segir að jafn- framt hafi verið gerð athugasemd við framkvæmd 'innheimtu vöru- gjalda. Verzlunarráð hefur kært framkvæmd innheimtunnar til ESA og Félag stórkaupmanna hefur kært álagningu vörugjalda á ijósmynda- vörur. Björn segir mestu skipta í því tilfelli að erlendum og innlendum aðilum sé ekki mismunað. Bjórgaldið veikir stöðu Islands Loks segir Björn að athugasemdir hafi verið gerðar við seinagang við að afnema 35% aukagjald á innflutt- an bjór, sem á að afnema 1. maí. Björn segir jákvætt að gjaldið verði afnumið, en það hafi verið í gildi í sextán mánuði, sem sé alltof langur tími. Það geti veikt stöðu íslands, ef til dæmis kæmi til nýrrar deilu um innflutning físks til Frakklands. „Frakkar gætu Iagt 35% aukatoll á íslenzkan fisk. Islendingar myndu andmæla því og reyna að fá höml- urnar afnumdar eins og síðast, en þeir gætu þá vísað til þess að ísland hefði látið slíkt viðgangast varðandi bjórinn," sagði Björn. Björn Friðfinnsson Tyrkjum og Evrópu- ráðinu lendir saman ÞING Evrópuráðsins samþykkti á miðvikudag ályktun með 12 atkvæða meirihluta, þar sem skorað er á ráð- herranefnd ráðsins að víkja Tyrk- landi tímabundið úr ráðinu, bæti stjórnvöld þar í landi ekki ráð sitt í mannréttindamálum fyrir 26. júní. Tyrkir hafa mótmælt harðiega og ætla nú að hunza allt starf Evrópu- ráðsins. Mikið uppnám er í höfuð- stöðvum Evrópuráðsins í Strassborg. í ályktun þings Evrópuráðsins, þar sem sitja fulltrúar frá 34 ríkjum, er skorað á tyrknesk stjórnvöld að kalla hersveitir sínar heim frá írak, þar sem þær hafa heijað á kúrdíska skæruliða úr hinum marxísku sam- tökum PKK. Jafnframt er þess kraf- izt að ofsóknum á hendur Kúrdum verði hætt og fundin friðsamleg lausn á „Kúrdavandamálinu". Þá er krafízt stjórnarskrárbreytinga og annarra umbóta í mannréttindamál- um fyrir 26. júní, en þá verður hald- inn leiðtogafundur Evrópusam- bandsins. Lára Margrét flutti breytingartillögu Tveir íslenzkir þingmenn sitja á þingi Evrópuráðsins, þær Kristín Ástgeirsdóttir og Lára Margrét Ragnarsdóttir. Kristín greiddi álykt- uninni atkvæði, en Lára Margrét, sem er formaður fastane'fndar ráðs- ins, sem fjallar meðal annars um lýðræði og mannréttindamál, sat hjá. Lára Margrét flutti, ásamt norska þingmanninum Hallgrim Berg, breytingartillögu við ályktun- ina, þar sem fram kom að taka yrði tillit til þeirra sjónarmiða að hernað- ur Tyrkja í írak væri sjálfsvörn gegn vopnuðum skæruliðasamtökum. Lára Margrét sagði í samtali við Morgunblaðið að greinilegt hefði verið á mörgum þingfulltrúum að þeir teldu að ekki væri hægt að hafa biðlund gagnvart Tyrkjum öllu lengur' Hins vegar hefðu ýmsir, meðal annars úr sínum hópi, talið að fara bæri varlega í sakirnar. Lára Margrét sagði að annars vegar færi ekki á milli mála að pottur væri brotinn í mannréttindamálum í Tyrklandi. Hins vegar hefði hún efasemdir um að hægt væri að setja samasemmerki á milli hagsmuna Kúrda og PKK. Þá hefði hún bent á að þing Evrópuráðsins hefðj ekki sent nefnd til að afla nógu ýtarlegra upplýsinga um málið. Rangt að setja tímamörk Varaforsætisráðherra Tyrklands, Hikmet Cetin, andmælti ályktuninni harðlega í gær. í samtali við tyrk- neska sjónvarpsstöð sagði hann að stjórnvöld hefðu umbætur í mann- réttindamálum á stefnuskrá sinni, en það væri þeirra mál. „Það er al- rangt af þingmönnum að setja tíma- mörk af þessu tagi,“ sagði hann og benti á að ekki væri hægt að setja þjóðþingum slík skilyrði. Kemal Miramoglu, varaformaður tyrkneska stjórnarflokksins, til- kynnti síðdegis í gær að Tyrkland myndi hætta þátttöku í starfi Evr- ópuráðsins og hafna öllu samstarfi. „Tyrkneska sendinefndin á þingi Evrópuráðsins hefur ákveðið að hætta samskiptum við ráðið þar til það skiptir um skoðun,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.