Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 19 ERLENT FRÁ rannsóknarstofu í Toronto í Kanada, þar sem banvænar veirur eru rannsakaðar. Veira breytir líffærum í vökva Segja gas- leiðslur öruggar RÚSSNESKA gasfélagið Gazprom varði í gær öryggis- mál við gasleiðslur félagsins eftir að gífurleg sprenging varð vegna leka í leiðslum í norðurhluta landsins. Eldar kviknuðu í skóglendi og íbúar á nærliggjandi svæðum urðu að flýja heimili sín. Sögðu full- trúar félagsins að þetta væri aðeins annað slysið á öldinni í gasiðnaðinum. Lyfgegn áhrifum geislunar TILRAUNIR standa nú yfir á vegum bandaríska vamar- málaráðuneytisins á tveimur lyfjum, sem gætu gert her- mönnum er lentu í kjarnorkuá- rás, kleift að beijast lengur og ljúka ætlunarverkum sín- um. Lyfin eru nú þegar á markaði og ætluð til að slá á ógleði sjúklinga í geisla- og lyfjameðferð. PLO reiðist Israelum PALESTÍNUMENN reiddust ísraelum mjög í gær vegna yfirlýsingar þeirra um að þeir myndu gera land araba upp- tækt fyrir íbúðabyggð gyðinga og ísraelska lögreglustöð í Austur-Jerúsalem. Sakaði Yasser Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínumanna, ísraela um að bijóta gegn frið- arsamningi þjóðanna frá 1993. Neita að gef- ast upp UM 500 hútúar eru enn í flótta- mannabúðum í suð-vesturhluta Rúanda, þar sem þúsundir manna voru myrtar um síðustu helgi. Neita þeir að gefast upp fyrir stjórnvöldum. Forseti landsins, Pasteur Bizimungu, og stjórnarherinn eru komnir til búðanna til að reyna að finna friðsamlega lausn á umsáturs- ástandi sem þar hefur skapast. Wright látinn BRESKI njósnarinn Peter Wright, sem vakti heimsat- hygli er hann hélt því fram að yfirmaður bresku leyniþjón- ustunnar væri svikari, lést í gær, 78 ára að aldri. Hann átti þá ólokið við bók, sem sagt er að hafi átt að afhjúpa fleiri leyndarmál. Vilja Tróju- gull TYRKIR sögðu í gær að þeir leituðu leiða til að endurheimta dýrgripi frá fomleifaupp- greftrinum í Tróju sem Rússar hafa undir höndum. Útiloka Tyrkir ekki að þeir leiti til dómstóla í þessum tilgangi. Ráðstefna um salerni HALDIN verður fjölmenn ráð- stefna um salerni í Hong Kong í næsta mánuði. Er gert ráð fyrir ýmis konar uppákomum og ferðum til að gleðja ráð- stefnugesti, m.a. skoðunarferð á nokkur opinber salerni. London. The Daily Telegraph. EIN illskeyttasta veira sem mann- kynið hefur komist í kynni við, eboia-veiran, hefur stungið upp koll- inum að nýju í Afríku eftir tæplega 20 ára hlé. Ebola ræðst á líffæri manna og veldur því að þau breyt- ast í vökva. Vísindamenn standa ráðþrota frammi fyrir vandanum, lítið sem ekkert er vitað um uppruna veirannar, sem er talin mun hættu- legri en alnæmisveiran. Síðustu tilfellin sem vitað er um, komu upp í Zaire og Súdan árið 1976 en þá létust hundrað manna skelfilegum dauðdaga. Frá því hefur ekkert ból- að á ebola-veirunni þar til nú fyrir skemmstu, að hún skaut upp kollin- um á Fílabeinsströndinni. Fyrstu einkennin eru höfuðverkur og hiti. Er veiran fjölgar sér í líkama manna, ræðst hún á öll líffæri. Blóð storknar í þeim, þau leysast upp og miklar blæðingar verða í vefnum sem umlykur líffærin. í smásjá virð- ist vefurinn vatns- eða hlaupkennd- ur. Meirihluti þeirra sem veikast deyr innan örfárra daga. Misjafnt hvernig veiran leggst á menn og því eiga sér sumir sér lífsvon þó að eng- in sérhæfð meðferð eða varnarmeð- ferð sé til. Vísindamenn telja veiruna svo hættulega að hún er skráð á hættu- stigi 4 en til samanburðar er alnæm- isveiran á hættustigi 3. Samkvæmt fréttum frá veirusér- fræðingum hefur ebcla-veirannar nú orðið vart á afskekktu svæði á Fíla- beinsströndinni. Svissnesk vísinda- kona, sem rannsakaði dularfullan dauðdaga simpansa, veiktist skömmu eftir að hún krufði dýrin. Þóttu einkennin benda til þess að hún hefði sýkst af ebola-veirunni og sýni sem send voru Pasteur-stofnun- inni í París staðfestu það. Læknum tókst að bjarga lífi konunnar og er hún nú á batavegi. Breskir, bandarískir og franskir vísindamenn, auk sérfræðinga frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, rann- saka nú sýnin úr konunni. Telja þeir að verið geti um nýtt afbrigði af ebola-veiranni að ræða. Enn sem komið er eru aðeins þijú afbrigði þekkt. Ebola Zaire er talin þeirra hættulegust en um 90% þeirra sem smitast deyja. Ebola Súdan er ekki eins banvæn en báðar fundust veir- urnar á áttunda áratugnum. Árið 1989 uppgötvaðist þriðja afbrigðið, ebola Reston, í rannsóknarstöð í Washington, þar sem apar voru til rannsóknar. Sumir veirufræðingar telja að nýtt afbrigði ebola-veirunnar kunni að hafa þróast, afbrigði sem líkt og alnæmisveiran nái hraðri útbreiðslu með því að leyna smiti í nokkurn tíma. Þá eru vísbendingar um það að ebola geti smitast með andar- drætti. Það sem vísindamenn furða sig þó mest á, er hvar ebola-veiran held- ur sig svo árum skiptir. Þar sem hún drepur apa, hlýtur hýsill hennar að vera önnur dýrategund sem er ónæm fyrir veirunni en breiðir hana út. Þrátt fyrir að fjöldi fugla-, nag- dýra-, skordýra- og spendýrateg- unda hafí verið athugaður, hefur ekkert komið í ljós. Kvikmynd um veirufaraldur Svo kaldhæðnislega vill til að á sama tíma og ebola-veiran stingur upp kollinum að nýju er verið að frumsýna nýja kvikmynd um ban- væna veiru víða um heim. Myndin „Outbreak" (í bráðri hættu), byggir á sönnum atburðum er urðu árið 1992 en þá braust út veirufaraldur í rannsóknarstöð á prímötum í Was- hington. í kjölfarið urðu mikil blaða- skrif þar sem það var gagnrýnt hversu mikið magn banvænna veira væri geymt nærri þéttbýlisstöðum. VINNUVELASYNING Félag íslenskra vinnuvélainnflytjenda heldur stórsýningu á vinnuvélum á Þróttarplaninu, Borgartúni 33, helgina 29. og 30. apríl nk. og er hún opin báða dagana frá kl. 10-18. Komið og sjáið það nýjasta frá öllum helstu vinnuvélaframleiðendum heims. Sjón er sögu ríkari! FÉLAG ÍSLENSKRA VINNUVÉLAINNFLYTJENDA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.