Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR EG FÓR ekki í söngnám vegna raddarinnar heldur vegna þess að ég þrái að gefa af mér. Röddin er bara miðill - túlkur hjartans - og ef hann er ekki hæfur þá er ég heft. Ég fór því út í mikið tækninám til að geta gert nákvæmlega það sem hjartað er að segja mér,“ segir Halla Margrét Árnadótt- ir sópran sem er í þann mund að ljúka löngu og ströngu söngnámi á ítal- íu. Hennar bíður nú harður heimur óperunn- ar. Halla Margrét hefur dvalið á Ítalíu í fímm ár. Hún leiddi hið tæknilega söngnám til lykta á liðnu ári en sækir nú einka- tíma hjá kennara sínum Rinu Malatrasi í Rovigo sem er lítil borg í ná- grenni Feneyja. Söng- konan fer sér að engu óðslega en vinnur mark- visst að því að hasla sér völl sem atvinnusöngvari á Ítalíu. „Mér liggur ekk- ert á enda er þetta spurning um að bíða átekta eftir sjálfri sér og rétta tækifærinu. Ég hef þó á tilfinningunni að þetta ár eigi eftir að verða tíma- mótaár hjá mér.“ Tónleikar í Bologna Halla Margrét leitar gaum- gæfilega að réttum aðilum til að koma sér á framfæri. Hún hefur þegið fjölmörg boð umboðsaðila um að syngja á tónleikum en hafnað öðrum og kveðst finna fyrir sterkum meðbyr. Þeirri full- yrðingu til fulltingis má nefna frábæran árangur hennar í söng- keppninni Leon d’Oro í Bologna í nóvember síðastliðnum en þar hreppti hún annað sætið ásamt tveimur öðrum söngvurum. í kjölfarið var henni boðið að syngja á tónleikum þar í borg og standa þeir nú fyrir dyrum. „Þetta bendir til þess að ég eigi kannski pínulítið erindi inn í óperuheiminn á Ítalíu ef ég held rétt á spöðunum og verð dugleg. Þess vegna er ég þarna enn. Italir eru búnir að ala mig upp síðastliðin fimm ár og hafa farið vel með mig. Þess vegna vil ég láta á það reyna hvort þeir vilji ekki að ég vinni á Ítalíu í framtíðinni.“ Halla Margrét tekur hins veg- ar skýrt fram að hún sé og verði aldrei annað en íslendingur þótt hún kjósi að starfa á erlendri grund. Að hennar mati er mjög gott framboð af snjöllum söng- konum hér heima og þar sem markaðurinn sé smár hyggist hún eftirláta þeim hituna - um sinn að minnsta kosti. Röddin þykir sérstök Halla Margrét hefur ekki farið varhluta af því að gríðarlegar kröfur eru gerðar til söngvara á Röddin er túlkur hjartans Halla Margrét Áma- dóttir sópran hefur leyst hjarta sitt úr íjötrum og Orri Páll Ormarsson komst að því að hún er hvergi smeyk við að reyna fyrir sér í hinum harða heimi óperunnar ---------j------------ á Italíu. Ítalíu. Það getur því komið sér vel að hafa eitthvað sérstakt fram að færa. „Röddin mín spannar mjög vítt raddsvið og gagnrýn- endum þykir hún mjög sérstök. Um þetta hefur verið talað í blöð- um og það hefur fleytt mér áfram. Þegar ítalir tala svona vel um mig fýllist ég sjálfstrausti og það skiptir miklu máli á þessum tímapunkti enda trúir enginn á mig ef ég geri það ekki sjálf.“ Söngkonan segir að tækn- inámið hafi reynt mjög á þolrifín í sér. „Ég eyddi tveimur og hálfu ári í æfingar og var að ganga af vitinu þar sem ég fékk ekki að sleppa fram af mér beislinu.“ Hún lýkur hins vegar lofsorði á kennara sinn í dag og er henni ákaflega þakklát fyrir þolinmæð- ina. „Rina gerir miklar kröfur til mín þar sem hún veit að ég hef burði til að standa undir þeim. Maður verður að gefa sér tíma til að bíða eftir framförunum. Það er erfitt verk að þjálfa mikla rödd.“ Þótt Halla Margrét sé flogin úr hreiðrinu er hún í stöðugu- sambandi við lærimeistara sinn. Hún segir að það sé afar mikil- vægt að hafa þriðja eyrað til að benda sér á villurnar sem láti á sér kræla í hita leiksins. „Mér er alveg sama hversu góð ég verð, ég mun alltaf láta tékka á mér.“ Dyggur hópur aðdáenda Að sögn Höllu Margr- étar eru talsverð brögð að því að söngkonur stytti sér leið upp á svið á ítal- íu. Viðkomur í vel völdum bólum hafi með öðrum orðum þótt vænlegar til árangurs. Slíkir siðir eru hins vegar á skjön við sjálfsvirðingu hennar og sakir þess hefur hún sko- rast undan slíkum tilboð- um. „Ég gæti ekki gert þetta eftir að hafa lagt á mig alla þessa vinnu. Björninn vinnst ekki með svona skammtímalausn- um því áhorfendur hafa endanlegt dómsvald og kröfurnar sem þeir gera eru geysimiklar.“ Halla Margrét á dygg- an hóp aðdáenda og velunnara hér á landi. Má þar nefna Bjarna Árnason og Ingva Hrafn Jónsson sem á síðasta ári beittu sér fyrir stofnun styrktarhóps sem verða mun fjárhagslegur bakhjarl hennar meðan hún er að koma ár sinni fyrir borð í óperuheimin- um ytra. Um er að ræða framtak án fordæmis sem Halla Margrét fullyrðir að hafi ekki síður styrkt sig andlega en fjárhagslega. „Hópurinn fer sífellt stækkandi en hann samanstendur af úrvals- mönnum sem styrkja mig af því að þeir hafa trú á mér. Þetta traust hefur veitt mér styrk og ég æíla mér að borga þeim til baka.“ Þorir að vera mjúk Halla Margrét segir að fimm ára söngnám á framandi slóðum sé strembið og kostnaðarsamt. Hún er því reynslunni ríkari og telur að hún sé vel í stakk búin til að standast álagið sem fylgi því að starfa í óperuheiminum. Hún kvartar því ekki. „Mér finnst allt í lagi að við listamenn höfum fyrir listinni og beijumst fyrir okkar þrá. Það styrkir okkur.“ Halla Margrét segist hafa sterkari bein eftir dvölina á Ítalíu en neitar staðfastlega að vera orðin hörð. „Fólk skilur ekki hvernig ég hef haldið þetta út svona mjúk, blíð og brosmild. Minn styrkur felst hins vegar í því að ég þori að vera mjúk. Ég hef alltaf reynt að vera ég sjálf, leyft kærleikanum að streyma í gegnum mig og þorað að horfast í augu við mína veikleika. Maður getur aldrei vitað hversu sterkur maður er ef maður þekkir ekki veikasta hlekkinn i keðjunni sinni." Morgunblaðið/Þorkell HALLA Margrét Árnadóttir segir að styrkur sinn felist í því að hún þori að vera mjúk. VERK eftir Sigrúnu Eldjárn. Norræna húsið Olíumálverk eftir Sigrúnu Eldjárn SÝNING á olíumálverkum eftir Sig- rúnu Eldjárn verður opnuð í Nor- ræna húsinu á morgun laugardag kl. 15. Þetta eru um það bil 30 verk máluð á síðustu þremur árum. Hluti myndanna er samsettur, þ.e. þijú eða fleiri málverk eru fest saman svo þau myndi éina heild. Þessar samsettu myndir minna sumar á altaristöflur en aðrar jafn- vel á teikniseríur, segir í kynningu. Þetta er 14. einkasýning Sigrún- ar, en hún hefur auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga, heima og erlendis. Sigrún fæst einnig við rit- störf og hafa á undanförnum árum komið út margar barnabækur sem hún hefur skrifað og myndskreytt. Sýningin stendur til 14 maí og verður opin daglega frá kl. 14-19. Mótettukór Hallgrímskirkju Sálmalög eftir Askel Jónsson MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju heldur tónleika í Glerárkirkju á morgun laugardag kl. 15. Á efnis- skránni eru verk eftir þá feðga Áskel Jónsson og Jón Hlöðver Áskelsson, messuþættir eftir Palestrina og mót- ettur eftir Schútz og Bruckner. Þetta er í þriðja sinn sem Mótettukórinn heimsækir Akureyri. Stjórnandi kórsins er Hörður Áskelsson. Efnisskráin er tvískipt. Kjarni -------------- Lúðrasveit- artónleikar LÚÐRASVEIT Hafnarfjarðar held- ur sína árlegu vortónleika í Hafnar- borg á morgun, laugardag, kl. 17. Á efnisskránni eru meðal annars vek eftir Wagner, Mancini, Glen Miller, Gluck og fleiri. Lúðrasveitin er um þessar mundir að ljúka sínu 45. starsfári og félagar í sveitinni eru um 35 talsins. Stjórnandi Lúðrasveitarinnar er Stefán Ómar Jakobsson. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. fyrri hlutarins eru tveir þættir úr hinni þekktu messu „Missa Papae Marcelli" eftir Palestrina, en með þeim eru tvær úrvals mótettur frá byijun 17. aldar eftir Heinrich Schúts. Síðari hlutinn er samansett- ur úr mótettum og sálmalögum eftir feðgana Áskel Jónsson og Jón Hlöð- ver Áskelsson, ásamt kunnum söng- lögum eftir Ánton Bruckner. Eftir Áskel flytur kórinn þijú sálmalög við texta Sverris Pálssonar og Kristj- áns frá Djúpalæk. Einsöngvari með kórnum er Guðrún Finnbjarnardóttir en auk hennar syngur Kirstin Erna Blöndal Maríubæn eftir Áskel. Eftir Jón Hlöðver syngur kórinn mótett- una „Upp, upp mín sál“ sem var samin fyrir Kór Akureyrarkirkju til minningar um Pál Bergsson. Hún er byggð á fyrsta versi Passíusál- manna við íslenskt þjóðlag. Mótettan var frumflutt af Kór Akureyrar- kirkju í fyrravor. Þá syngur Mótettu- kórinn líka nokkrar Passíusálmaút- setningar Jóns Hlöðvers, m.a. tvær úr röðinni „Sjö orð Krists á krossin- um“, sem kórinn frumflutti 2. apríl sl. _ Á tónleikunum í Glerárkirkju syngur kórinn í fyrsta skipti tónlist eftir Áskel Jónsson opinberlega. REYKVIKINGAR! NÚ ERKOMINN NAGLADEKKIN FYRIR SUMARDEKKIN SUMARDEKKIN Á GATNAMÁLASTJÓRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.