Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 23 LISTIR Henson með yfir- litssýningu HALLDÓR Einarsson iðnrek- andi (Henson) efnir um helg- ina til yfirlitssýningar á verk- um sínum í viðhafnarsal Vals að Hlíð- arenda. Sýn- ingin verðir opnuð með skemmti- kvöldi klukk- an 17 í dag þar sem verða ýmsar uppákomur og er samkoman öllum opin. Á morgun laugar- dag yerður sýningin opin klukkan 10-16. Sýningu Önnu Jóa að ljúka SÝNINGU Önnu Jóa í Gallerí Greip lýkur á sunnudag. Á sýningunni eru olíumyndir til- einkaðar Esjunni. Anna út- skrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands 1993 og er í framhaldsnámi í París Þetta er hennar önnur einkasýning. Teiknimynd fyrir börn DANSKA teiknimyndin „Fuglekrigen í Kanofleskogen" verður sýnd í Norræna húsinu á sunnudag kl. 14. Myndin fjallar um fuglalíf í stórum skógi. Þar er friðnum í sífellu ógnað af ránfuglinum Fagin. Tveir Iitlir fuglar í skóg- inum Óliver og Ólafía vilja betj- ast á móti Fagin, en engin vill hjálpa þeim. Allir eru velkomnir og að- gangur er ókeypis. Ingiríður Óðinsdóttir textilhðnnuður Textíl- kynning í Sneglu í GLUGGUM Sneglu listhúss stendur nú yfir kynning á verk- um eftir Ingiríði Óðinsdóttur textílhönnuð. Ingiríður lauk námi frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1986. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. I glugganum gefur að líta dúk og púða þrykkta á hör. Snegla listhús er til.húsa að Grettisgötu 7 og er opið virka daga frá kl. 12-18 og laugar- dagafrákl. 10-14. Halldór Einarsson. SKAGFIRSKA söngsveitin heldur vortónleika á sunnudag. Burtfarar- próf í Lista- safni Sigurjóns TÓNLEIKAR verða haldnir á vegum Tón- listarskólans í Reykjavík í Listasafni Siguijóns Ól- afssonar sunnudaginn 30. apríl kl. 17. Tónleik- arnir eru burtfararpróf Guðmundar Haf- steinssonar trompetleikara frá skójanum. Á efnisskrá eru Sónata eftir Paul Hindemith, Military Septet, og Konsert fyrir trompet eftir Jo- hann Nepomuk Hummel. Við píanóið er Kristinn Örn Kristins- son og nemendur í skólanum leika með í septet eftir Hummel. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Burtfarar- tónleikar í > Islensku óperunni TÓNSKÓLI Sigursveins D. Kristins- sonar gengst fyrir tónleik- um í íslensku óperunni á morgun, laug- ardag 29. apríl, kl. 17. Einsöngvari á tónleikunum er Finnur Bjarnason baritónsöngvari og eru þetta burtfarartónleikar hans frá skólanum. Finnur Bjamason er fæddur 1973. Hann hóf söngnám við Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar árið 1992 þar sem John Speight hefur verið kennari hans frá upp- hafi. Finnur lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 1993, en þar söng hann m.a. í kór skólans undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Hann hefur sungið með Kór íslensku óperunnar frá því vorið 1994. Á tónleikunum mun Finnur flytja sönglög og óperuaríur eftir Henry Purcell, Franz Schubert, Richard Strauss, Gabriel Faure, Francis Poulenc, Peter I. Tsjajkovskíj og Gaétano Donnizetti. Auk þess verður frumflutt nýtt verk fyrir baritón, selló og píanó eftir John Speight við ljóð Snorra Hjartar- sonar. Píanóleikari á tónleikunum er Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir og sellóleikari Ólöf Sigursveinsdóttir. Allir eru velkomnir á tónleik- ana. Burtfarar- próf í söng TÓNLEIKAR verða haldnir í Víðistaða- kirkju í Hafn- arfirði á morgun, laug- ardag, kl. 16 þar sem Díana Ivarsdóttir sópransöng- kona lýkur burtfararprófi frá Tónlistarskóla Garðabæjar. Á efnisskránni eru ljóð og aríur eftir Gluck, Schumann, Dvorák, Mozart, Grieg, Saint-Saéns, Britt- en, Atla Heimi Sveinsson, Jórunni Viðar og Karl Ottó Runólfsson. Síðustu sex ár hefur Díana stundað nám við Tónlistarskóla Garðabæjar undir handleiðlsu Snæbjargar Snæbjarnardóttur söngkennara. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Finnur Bjarnason baritónsöngvari Skagfirska söngsveitin Syrpa með Sigvalda Kaldalóns SKAGFIRSKA söngsveitin i Reykjavík heldur vortónleika í samkomuhúsinu Hvoli á Hvolsvelli á sunnudag kl. 16 og í kirkjunni í Þorlákshöfn að kvöldi sama dags kl. 20.30. Efnisskráin er fjölbreytt og má nefna íslensk lög eftir Sigfús Ein- arsson, Emil Thoroddsen, Sigurð Þórðarson, Björgvin Þ. Valdimars- son og Sigvalda Kaldalóns, en söngstjóri hefúr sett nokkur lög hans saman í eina syrpy. Einnig eru á efnisskránni lög eftir Georg Bizet, A. Bruckner, L. van Beethoven, G.F. Handel o.fl. Einsöngvarar með kórnum að þessu sinni eru Svanhildur Svein- björnsdóttir, Ásgeir Eiríksson, Guðmundur Gíslason og Guð- mundur Sigurðsson. Píanóleikari er Vilhelmína Ólafsdóttir og stjórnandi er Björgvin Þ. Valdi- marsson. AUSTURLENSK TEPPI OG SKRAUTMUNIR EWÍRf: ZSSpr Hringbraut 121, sími 552 3690 Raðgreiðslur til 36 mán. Ellefu dagar G.R. Lúðvíksson og Jón Garðar Henrysson opna myndlistarsýn- ingu í Listhúsi 39, Strandgötu 39, Hafnarfirði, á morgun, 1. maí, klf 15. Hér er á ferðinni nýtt sýningarrými inn af List- húsi 39. Á sýningunni er G.R. Lúðvíks- son með þrjú olíumálkverk sem heita ísland og voru unnin í Hollandi á þessu og síðasta ári. Jón Garðar sýnir fimm smá- myndir, unnar úr pennateikn- ingum, ljósmyndum og olíulit. Báðist listamennirnir útskrifuð- ust frá MHÍ 1991. G.R. Lúðvíks- son hefur stundað framhalds- nám í Hollandi og Þýskalandi sl. tvö ár. Engin boðskort eru send út og allir eru velkomnir. Sýningin stendurtil 11. maí. Dröfn H. Farestveit, hússtjórnarkennari, kynnir nýju EL-GENNEL brauðvélina í verslun okkar í dag, föstudag, kl. 16-18 og laugardag kl. 11-14. Kynnist hvernig hægt er að spara meira en 35.000 krónur á ári í heimilisrekstrinum og töfra fram ótrúlegan fjölda brauðtegunda án nokkurrar fyrirhafnar. EL-GENNEL brauðvélin hnoðar, hefar og bakar algjörlega sjálfvirkt og hún hentar alls staðar: Á heimilið, vinnustaðinn eða sumar- bústaðinn. EL-GENNEL brauðvélin kostar kr. 26.980 stgr. en er næu boðin með sérstökum afslætti þessa 2 daga meðan á kynningunni stendur. ÆF Einar Farestveit&Cohf KYNNING Borgartúni 28, símar 562-2901 og 562-2900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.