Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR AÐSEIMDAR GREIIMAR LISTAKONURNAR sem standa að sýningnnni í Sneglu. Styrkir Hag- þenkis LOKIÐ er veitingu helstu styrkja og þóknana sem Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslu- gagna, úthlutar í ár. Starfsstyrkir til ritstarfa voru veittir 14 höfund- um, samtals 2.280.000 kr. en um- sóknir bárust frá 23 höfundum um tæplega fimm milljónir kr. Há- marksstyrkur að þessu sinni var 225 þúsund kr. og hlutu hann eftir- taldir höfundar: Arni Sigutjónsson, Gestur Guðmundsson, Ingi Rúnar Eðvarðsson, Jóhanna Sveinsdóttir, Jón Hjaltason, Símon Jón Jóhanns- son og Örnólfur Thorsson. Aðrir styrkir til ritstarfa námu 50-150 þúsund kr. í ár veitti Hagþenkir í annað sinn styrki til að vinna að gerð fræðslu- og heimildamynda. Hæsta styrk í þess konar verkefni hlaut Anna Kristjánsdóttir til að gera myndbönd um stærðfræði, 250 þúsund kr. Þá hefur féíagið greitt 32 höf- undum þóknun vegna ljósritunar úr verkum þeirra í opinberum skól- um. Hámark árlegrar þóknunar er 25 þúsund kr. og eru greiddar þeim sem senda stjóm félagsins rök- studdar umsóknir vegna ljósritunar úr verkum sínum. Fjórir höfundar fengu greidda þóknum vegna höf- undaréttar á fræðslu- og heimildar- myndum sem sýndar voru í sjón- varpi 1993 og 1994. Þær tekjur sem Hagþenkir notar til þess að greiða höfundum þókn- anir og veita þeim styrki, fær félag- ið einkum vegna aðildar sinnar að samningum um vissa heimild opin- berra skóla til ljósritunar úr útgefn- um verkum. félagið á einnig auka- aðild að Innheimtumiðstöð gjalda, sem hefur tekjur samkvæmt höf- undalögum af gjaldi sem lagt er á myndbönd og hljóðbönd. Tekjum vegna þeirrar aðildar var varið til þóknana og starfsstyrkja til höf- unda fræðslu- og heimildarmynda. Hagþenkir veitir árlega a.m.k. 20 höfundum ferða- og menntunar- styrki. Fyrri úthlutun ársins fór fram í apríl og hlutu þá 14 höfund- ar slíkan styrk. Úthlutunarnefnd skipuð þremur félögum í Hagþenki annaðist út- hlutun starfsstyrkjanna en stjóm félagsins úthlutar þóknunum og ferða- og menntunarstyrkjum. Félagar í Hagþenki eru nú 290. Formaður er Hjalti Hugason. Leirvasar í Sneglu SÝNING á handgerðum Ieirvös- um verður opnuð í Sneglu List- húsi við Klapparstíg, laugardag- inn 29. apríl kl. 15. Að sýningunni standa sex af fimmtán listakonum Sneglu list- húss, þær Arnfríður Lára Guðna- dóttir, Elín Guðmundsdóttir', Ing- unn Erna Stefánsdóttir, Jóna Thors, Sigríður Erla og Vilborg Guðjónsdóttir. Sýningin stendur til 13. maí og er opin virka daga frá 12-18 og laugardaga 10-14. MYND eftir Birgi Snæbjörn. Birg’ir Snæbjörn við Ham- arinn MÁLVERKASÝNINGU Birgis Snæ- bjamar Birgissonar í sýningarsaln- um Við Hamarinn, Strandgötu 50, Hafnarfirði, lýkur nú á sunnudag. * í kynningu segir að „verk Birgis séu óður til sakleysislegrar hc-ims- myndar bama. Verkin lýsi þó miklu sakleysi og alvöru í senn, því lífið sé nú þannig gert að á endanum hrynji þessi sakleysislega heimsmynd og alvaran taki við“. Þetta er fimmta einkasýning hans, en hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Sýningin er opin frá kl. 14-18. Fj árhagsvan di sveitarfélaganna NÝ RÍKISSTJÓRN Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks hefur birt stefnuyfirlýsingu sína. Þar er vikið að stöðu' ríkisfjármála og fjár- hagsstöðu sveitarfé- laga með sérkennileg- um og ólíkum hætti. Ekki er minnst á, að hallarekstur ríkissjóðs með tilheyrandi skulda- söfnun, sem áætla má að nemi tæplega 60 milljörðum króna, á verðlagi hvers árs, á árunum 1991 til 1995, sé kominn á alvarlegt stig með tilheyrandi áhrifum á vaxtastigið í landinu. Á hinn bóginn er ráð fyrir því gert að „teknar verði upp viðræður við sveit- arfélögin um alvarlegan hallarekstur þeirra og leiðir til að bregðast við þeim vanda". Umhyggja nýrrar ríkisstjórnar fyrir fjárhag sveitarfélaganna er allrar virðingar verð þótt nærtækara hefði verið að ný ríkisstjórn hefði fyrst beint atorku sinni að fjárhags- vanda ríkissjóðs, sem út af fyrir sig er mjög alvarlegur. Þessi óvænta umhyggjusemi er mjög athyglisverð í ljósi þess að fráfarandi ríkisstjóm sá sérstaka ástæðu til að skatt- leggja sveitarfélögin með svokölluð- um lögregluskatti á sínum tíma, sem síðan var breytt í framlag til At- vinnuleysistryggingasjóðs. Svo sem kunnugt er hugðist fráfarandi ríkis- stjórn halda þeirri 600 millj.kr. skattlagningu áfram í ár þrátt fyrir þá staðreynd, sem öllum mátti vera ljós, að fjárhagsstaða sveitarfélag- anna væri afar erfið og þurfti harð- fylgni sveitarstjórnarmanna til að koma í veg fyrir þá gjaldtöku ríkis- ins af sveitarfélögunum. Auknar álögur á sveitarfélögin Ýmsar aðrar aðgerðir og auknar skyldur sem ríkisvaldið hefur lagt á sveitarfélögin á undanförnum árum eiga einnig sinn þátt í fjárhagslegum erfiðleikum þeirra. I því sambandi má t.d. nefna auknar greiðslur Jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga vegna hækk- unar barnsmeðlaga, sem enn er ekki fundin lausn á. Þess er þó skylt að geta að á slðasta kjörtímabili náðust fram nokkrar lagfæringar á fjár- málalegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Má þar nefna stuðning ríkis vegna aukinna krafna um frá- veituframkvæmdir sveitarfélaga er nema mun samsvarandi fjárhæð og virðisaukaskatti af tilteknum fram- kvæmdum við fráveitur. í þessu sambandi má einnig halda því til haga, að þáttur rikisvaldsins í ný- gerðum kjarasamningum leiðir til þess að sveitarfélögin verða af um 600 millj. kr. tekjum árlega þegar lífeyrissjóðsiðgjöld launþega verða með öllu skattfijáls. Vegna atvinnuleysisins, minnk- andi atvinnutekna og fjárhagsvanda heimilanna hefur kostnaður vegna félagsþjónusu sveitarfélaganna einnig stóraukist á undanfömum árum. Þá má einnig nefna að kröfur á hendur sveitarfélaganna hafa ver- ið auknar á undanförnum árum, ekki síst fyrir tilstuðlan ríkisvaldsins með margvíslegum reglugerðum hinna ýmsu ráðuneyta, einkum í sambandi við umhverfis- og velferð- armál og félagslega húsnæðiskerfið, án þess að fjárhagslegum möguleik- um til að uppfylla slíkar kröfur hafi verið fullnægt. Á árunum fyrir 1990 hafði hagur sveitarfélaganna farið mjög versn- andi. Eftir breytinguna á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga á því ári batnaði fjárhagsstaða þeirra og það ár höfðu þau rekstrarafgang í fyrsta skipti frá árinu 1984. A árinu 1992 sígur strax á ógæfuhlið- ina en þá eru sveitarfé- lögin í fyrsta skipti skattlögð af ríkissjóði með svokölluðum lög- regiuskatti. Viðbrögð sveitarfélaganna við atvinnuleysinu Stóran þátt í skulda- söfnun sveitarfélag- anna má rekja til hins mikla atvinnuleysis á undanförnum árum, sem sveitarfélögin hafa nauðug viljug brugðist við með ýmsum hætti á sama tíma og tekjur þeirra drógust saman vegna atvinnuleysisins. Þau voru lögskylduð til að leggja Atvinnuleys- istryggingasjóði fé og réðust í átaks- verkefni fyrir atvinnulausa en þessar aðgerðir hafa kostað milljarða króna. Auk þess hafa mörg sveitar- félög, sérstaklega þar sem atvinnu- lífið hefur verið veikast, ráðist í björgunaraðgerðir fyrir atvinnulífið með beinum fjárframlögum til at- vinnufyrirtækja og ábyrgðum, sem Það er góðs viti, segir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, að ný ríkis- stjórn sýnist hafa skiln- ing á fjárhagsstöðu sveitarfélaga og vilji sýna það í verki. á þau hafa fallið. í mörgum tilfellum hafa sveitarfélögin neyðst til að fara þær leiðir vegna þrýstings frá aðilum atvinnulífsins, ríkisbönkum, opinber- um sjóðum og stjórnvöldum. Þau sveitarfélög, flest við sjávarsíðuna, hafa mörg hver reist sér hurðarás um öxl, sem vandséð er hvernig þau ráða við. Þessi umræddu sveitarfélög eiga nú við erfiðastan fjárhagsvanda að etja. Enn eina ástæðuna fyrir aukinni skuldasöfnun sveitarfélaganna má rekja til mikilla framkvæmda þeirra á undanförnum árum. í hinu mikla atvinnuleysi seinustu ára leituðust mörg sveitarfélög við að draga ekki úr framkvæmdum eins og ríkissjóður gerði, til að halda uppi atvinnustig- inu í landinu. Flestar þessara fram- kvæmda voru brýnar eins og bygg- ingar skóla, íþróttahúsa og leikskóla og mestar voru þessar framkvæmdir hjá sveitarfélögum með tiltölulega góða fjárhagsstöðu, sem þau eiga nokkuð auðvelt með að rétta af með því að draga úr framkvæmdum. Hins vegar er ekki hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd, að nokkur sveitarfélög hafa á undanfömum árum ráðist i verulega miklar fram- kvæmdir og stofnað til mikilla skulda í því sambandi. Það segir sig sjálft, að þannig er ekki hægt að standa að framkvæmdum nema í skamman tíma. Minni framkvæmdir Fjárhagslegt svigrúm sveitarfé- laganna almennt til að auka þjón- ustu og ráðast í dýrar framkvæmdir er ekki fyrir hendi um þessar mund- ir. Engir gera sér betur grein fyrir þeirri staðreynd en sveitarstjórnar- menn. Ný ríkisstjórn virðist jafn-' framt gera sér grein fyrir þessari stöðu og væntanlega kemur það fram í fjármunalegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga á næstu miss- erum. Samdráttur í þjónustu og framkvæmdum sveitarfélaganna getur verið sársaukafullur í bili og búast má við að afleiðingamar auki á atvinnuleysi og dragi úr þjónustu við íbúana. Samdráttaraðgerðir af því tagi eru þó vænlegastar til að bæta fjárhag sveitarfélaganna til lengri tíma og mörg sveitarfélög geta á tíltölulega stuttum tíma bætt fjárhagsstöðu sína mikið með þeim hætti. Ýmis sveitarfélög hafa þegar gripið til þess konar aðgerða og geta tæpast gengið lengra og ein- stök sveitarfélög búa við það stóran vanda, einkum vegna skuldbindinga vegna atvinnulífsins, að þau eiga mjög óhægt um vik. Af stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar má ráða, að nýrri ríkisstjórn er fullljóst að sveitarfélögin geta ekki tekið þátt í að leysa fjárhags- vanda ríkissjóðs og að of langt hefur verið gengið í því af hálfu ríkisins að auka útgjöld þeirra á undanförn- um árum. Jafnframt virðist sem ný ríkisstjórn sé nú tilbúin til að láta ganga til baka þá fjármunatilfærslu, sem orðið hefur frá sveitarfélögum til ríkis, til að greiða úr fjárhags- vanda þeirra. Því hljóta sveitar- stjórnarmenn að fagna. I þeim við- ræðum, sem framundan eru, þarf að taka til sérstakrar athugunar stöðu þeirra sveitarfélaga sem orðið hafa fyrir mestum fjárútlátum vegna samdráttar og áfalla í atvinnulífi auk þess sem öll fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga verða væntan- lega skoðuð. Heildarskuldir lækka milli 1994 og 1995 Sveitarstjómarmenn tóku fjármál sveitarfélaganna og þróun þeirra á síðustu árum til rækilegrar umfjöll- unar á fjármálaráðstefnu sambands- ins, sem haldin var í nóvember sl. Svo virðist sem fulltrúar ríkisstjórn- arinnar hafi lítið fylgst með þeirri umræðu sem þar fór fram og þeim aðgerðum sem fjölmörg sveitarfélög hafa gripið til á undanförnum mán- uðum til að draga úr skuldasöfnun og koma á betri skipan í fjármálum sínum. Sveitarstjórnarmenn almennt gera sér fulla grein fyrir þeim vanda sem við er að stríða í ijármálum sveitarfélaganna og við afgreiðslu fjárhagsáætlana þeirra fyrir árið 1995 er víðast tekið á því máli með markvissum hætti. Miðað við fjár- hagsáætlanir 30 stærstu sveitarfé- laganna fyrir árið 1995 má ætla að skuldir þeirra lækki um 325 m.kr. á þessu ári, sem er allnokkur árang- ur-. Ýmsar sveitarstjórnir hafa mögu- leika til að hækka skatta, bæði út- svör og fasteignaskatta, en sveitar- stjórnarmenn veigra sér við að nýta sér þær heimildir, einkum vegna þess að skattar ríkisins hafa hækkað að undanförnu og mörgum finnst hæpið að ganga lengra á þeirri braut. Ætla má að ónýttir tekju- stofnar sveitarfélaganna á árinu 1995 nemi um 2,9 milljörðum kr. Þegar litið er til fjárhagsáætlana sveitarfélaganna vegna ársins 1995 kemur í ljós að sveitarfélögin gæta almennt ýtrasta aðhalds í rekstri og fjárfestingu og leita leiða til að lækka fjármagnskostnað. Nýjar lán- tökur sveitarfélaganna eru í fjöl- mörgum tilvikum ætlaðar til skuld- breytinga eldri og óhagkvæmari lána. Reynslan sýnir að tímabundið aukið aðhald getur auðveldlega bætt stöðuna á tiltölulega stuttum tíma. Áframhaldandi keyrsla á braut skuldasöfnunar og vaxandi rekstrar- gjalda skerðir hins vegar svigrúm sveitarfélaganna til að sinna verk- efnum sínum og glíma við ný verk- efni. Það er góðs viti, að ný ríkis- stjórn skuli, við upphaf ferils síns, hafa ríkan skilning á erfíðri fjár- hagsstöðu ýmissa sveitarfélaganna og væntir Samband íslenskra sveit- arfélga þess að sá skilningur komi fram í fjármunalegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga á næstu árum. Höfundur cr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.