Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 25 AÐSENDAR GREINAR „Qj“ í Þjóðleikhúsinu FYRIR nokkru fór ég í Þjóðleikhús- ið að sjá söngleikinn West Side Story, með mér voru tvær ungar stúlkur (10 og 14 ára). Við skemmt- un okkur vel og nutum þess að hlusta á það sem fram fór á leiksvið- inu. í stóru hlutverki var sá ágæti leikari Gunnar Eyjólfsson fyrrver- andi skátahöfðingi. Þegar hann birtist á sviðinu reykjandi vindil barst tóbaksreykurinn yfir til okkar en við sátum á tíunda bekk. Heyrð- ist þá sagt við hliðina á mér „oj“ og stúlkurnar ungu sem sátu hjá mér héldu báðar fyrir nefið. í sjónvarpsfréttum í vikunni sá ég að leikhópurinn Erlendur var að frumsýna Kertalog eftir Jökul Jak- obsson. Þessi hópur leikara átti það sameiginlegt að hafa lært leiklist erlendis. Það sem sýnt var í kvöld- fréttum sjónvarpsins úr leikritinu iofaði góðu nema að ungur og greinilega efnilegur leikari hélt á vindli á meðan hann söng léttilega. Þar sem ég starfaði við að hjálpa fólki að hætta að reykja, bæði ung- um og gömlum, og að fræða um skaðsemi tóbaksreykinga þá finnst mér sorglegt að sjá leikara fara svona með atvinnutækin sín, það er röddina og lungun, en án þess- Á sama tíma og fréttir berast um auknar reyk- ingar unglinga, segir Ingileif Olafsdóttir, auglýsa leikarar reyk- ingar á sýningum. ara líffæra væri leikari hvorki leik- ari né söngvari. Nokkra færa leik- ara hef ég hitt í starfi mínu sem hafa þjáðst af tóbakssjúkdómum og þurft að leita sér hjáípar vegna þessa. Ég get ekki nefnt þá en þeir gerðu kollegum sínum mikinn greiða með því að stíga fram og miðla ungum leikurum af reynslu sinni. Á sama tíma og fjallað er um það í fjölmiðlum að tóbaksreykingar séu að aukast meðal unglinga og fólk veltir vöngum yfir því hvort að, tóbaksfræðsla Krabbameinsfé- lagsins sé ekki eins góð og áður, þá auglýsa leikarar reykingar eins óg þeim sé borgað sérstaklega fyrir það. Pálmi Gestsson leikari hefur komið fram í sjónvarpi og lýst því yfir að hann sé hættur að reykja, þess vegna skil ég ekki alveg hvers vegna þeir félagar í Imbakassanum halda áfram að vegsama tób- akspúkann í þáttum sínum en ef eitthvað er þá aukat reykingar í þáttunum. Suöurveri, Sligahlíö 45, sími 34852 > Frí rílrriíi a Afolúihirkort a Frí ■jiíokkíin ] Ljósmyndastofa Gunnars Ingimarssonar Foreldrar leita tölu- vert til Krabbameinsfé- lagsins eftir aðstoð þegar þeir komast að því að unglingurinn þeirra _er farinn að reykja. Ég hef ekki enn hitt foreldri sem telur það æskilegt að börn og unglingar reyki og virðast allir vera sam- mála um að það að koma verði í veg fyrir að börn og unglingar byrji að reykja og að hjálpa þurfi þeim sem hafa ánetjast tóbakinu. Ingileif Ólafsdóttir Spurningin er: „Hveijir eiga að sjá um að“? Eru það foreldrarnir og þeir sem standa að bömunum eða Krabba- meinsfélagið? Ég tel að samvinna allra þeirra sem bera hag barna og unglinga fyrir bijósti beri mest- an árangur. Gott væri ef fólk spyrði sjálft sig: „Hvað get ég gert til þess að koma í veg fýr- ir að börn og unglingar byrji að reykja"? Ábyrgð alþingismanna er ekki minni en okkar hinna. Það var erfitt að þurfa að sætta sig við að til væru svo illa upplýstir alþing- ismenn eins og raun bar vitni þegar Guðrún Helgadóttir barnabókarit- höfundur og Ingi Björn Albertsson margra barna faðir og íþróttaþj álf- ari sáu ástæðu til að tjá sig opinber- lega um tóbaksmál. Við sem störf- um við tóbaksvarnir þurfum á stuðningi og hvatningu að halda og ég tala ekki um þegar ljóst er að reykingar barna og unglinga virðast fara vaxandi. Lesendur hnjóta sjálfsagt um að ég tala um börn en ég hef nokkrum sinnum verið kölluð til vegna reykinga ell- efu ára barna. Tóbaksvarnarnefnd hvetur til reyklauss dags 4. maí og undanfar- in ár hafa landsmenn virkilega sýnt vilja í verki og virt þennan dag og hafa sumir ekki byijað að reykja aftur að honum loknum. Fyrir Al- þingi liggur enn tóbaksvarnarfrum- varpið, sem við, sem vinnum við tóbaksvarnir, þurfum virkilega á að halda að verði að lögum. Um leið og ég óska nýjum heilbrigðis- ráðherra til hamingju með embætt- ið og ég geri mér grein fyrir þeim mörgu og erfiðu málum sem bíða hennar, þá bind ég vonir um meiri skilning frá henni en forverum hennar vegna þess að hún er hjúkr- unarfræðingur og vel upplýst um skaðsemi tóbaks. Virðum 4. maf sem reyklausan dag, leikarar, sem og aðrir lands- menn. Höldum reykleysi alla daga! Höfundur er hjúkrunarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur. dagar Allt að 70% afsláttur Mikið úrval af vönduðum skíðabúnaði, útivistarfatnaði, viðlegubúnaði, skíðasamfestingum og mörgu öðru. Það munar um minna þessa dagana. Verið velkomin á bílskúrsdagana 27. apríl - 10. maí SKATABUÐIN StfmK fWMMK tr ... *Gegn staðgreioslu. Póstsendum samdægurs Snorrabraut 60 • Sími 561 2045 (Peningareða Debetkon.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.