Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. YIÐRÆÐUR UM SMUGUNA Ifyrradag slitnaði upp úr viðræðum Islendinga, Norðmanna og Rússa um þorskveiðar íslenzkra fiskiskipa í Smugunni svo- nefndu. Á fundinum náðist þó sá árangur, sem telja verður nokk- urs virði, að samningamenn Norðmanna og Rússa voru tilbúnir til að semja um veiðar íslendinga á þessu hafsvæði sennilega í námunda við tíu þúsund tonn. Þetta var hins vegar mun minna aflamagn, en íslenzku samningamennirnir höfðu gert ráð fyrir, að rætt yrði um á þessum fundi. Fyrst eftir að íslenzk fiskiskip hófu veiðar í Smugunni neituðu Norðmenn með öllu að eiga nokkrar viðræður við okkur um veið- ar íslenzkra fiskiskipa þar. Það verður þess vegna að teljast nokk- ur árangur, að þeir hafa nú rætt ákveðið aflamagn í samvinnu við Rússa, þótt íslenzku samningamennirnir telji boðið ekki viðun- andi. í þessu sambandi má ekki gleyma því, að við teljum okkur hafa fullan rétt til veiða á þessu svæði, sem sé alþjóðlegt haf- svæði og af þeim sökum þurfi ekki að semja við Norðmenn og Rússa um veiðarnar, þótt það geti hins vegar verið hyggilegt út frá almennum hagsmunum okkar. Morgunblaðið skýrði frá því sl. þriðjudag, að norsk og rússnesk stjórnvöld hefðu viðrað hugmyndir við íslenzka embættismenn og stjórnmálamenn um 15 þúsund tonna veiði. Raunar höfðu íslenzk stjórnvöld ástæðu til að ætla, að hugsanlegar hugmyndir þeirra gætu jafngilt allt að 20 þúsund tonnum. Þótt norsk og rússnesk stjórnvöld hafi ekki viljað ganga lengra en nefna tölu í námunda við 10 þúsund tonn telur Jóhann A. Jóns- son, framkvæmdastjóri á Þórshöfn, sem er einn af frumkvöðlum Smuguveiðanna, að 15-20 þúsund tonn væri alltof lítið. Jóhann telur, að íslendingar geti veitt allt að 60 þúsund tonn í fq'álsum veiðum á þessu svæði og þess vegna sé það þjóðinni ekki til hags- bóta að semja um aflamagn sem er þó helmingi meira en Norð- menn og Rússar reyndust tilbúnir til að ræða á Oslóarfundinum. Á síðasta ári veiddu íslenzk fiskiskip tæplega 40 þúsund tonn í Barentshafi. í spá Þjóðhagsstofnunar fyrir yfirstandandi ár er gert ráð fyrir sama aflamagni og á þeim grundvelli spáir Þjóðhags- stofnun um 3% hagvexti á þessu ári. Ef samið yrði um 20 þúsund tonna veiði í Smugunni mundi sá hagvöxtur verða um 2,7% og þjóðartekjur verða einum og hálfum milljarði minni en reiknað hefur verið með. Þetta sýnir glöggt hvað Smuguveiðarnar skipta þjóðarbúskap okkar miklu máli. Raunar er ljóst, að úthafsveiðar hafa ráðið úrslitum um afkomubatann í þjóðarbúskapnum. Hér eru því miklir hagsmunir í veði. En það skiptir líka miklu máli, að við íslendingar getum stundað þessar veiðar í sátt við Norðmenn og Rússa. Hvað eftir annað hafa komið fram vísbending- ar um, að við gætum átt ábatasamari viðskipti við Rússa með fisk, ef Smugudeilan væri ekki til staðar. Þess vegna á að leggja mikla áherzlu á að ná samningum. Það er auðvitað ljóst, að samningar takast ekki um það afla- magn, sem þeir sem mestar kröfur gera sætta sig við. Hins vegar benda óformlegar viðræður stjórnvalda í þessum þremur löndum undanfarna mánuði til þess, að samningar eigi að geta tekizt um aflamagn, sem við Islendingar getum fallizt á, þótt meira þurfi til að koma en boðið var í Osló í fyrradag. Þótt árangur hafi ekki náðst að þessu sinni er nauðsynlegt að nýta tímann vel og leiða þessar samningaviðræður til jákvæðrar niðurstöðu fyrir alla aðila áður en Smuguveiðar íslenzku fiskiskip- anna hefjast á nýjan leik. STAÐA ALÞINGIS Síðustu daga hafa nokkrar umræður orðið um stöðu forseta Alþingis í tengslum við þær sviptingar, sem urðu um ráð- herraval í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. í þessum umræðum hefur m.a. verið bent á, að staða forseta Alþingis væri a.m.k. ígildi ráðherrastöðu. Þetta er auðvitað alveg rétt. Forseti Alþingis er æðsti embættismaður löggjafarsamkomunnar og í því felst að sjálfsögðu, að hann búi við ekki síðri starfsskilyrði en ráðherrar. í þessu sambandi er hins vegar ástæða til að vekja athygli á því, að áratugum saman þróuðust samskipti Iöggjafarvalds og framkvæmdavalds á þann veg, að það var löggjafarvaldinu mjög í óhag. Á margan hátt má segja, að handhafar framkvæmdavalds hverju sinni, þ.e. ríkisstjórn og einstakir ráðherrar hafi um of getað ráðskast með málefni, sem að réttu er þingsins að ákveða. Smátt og smátt hefur orðið breyting á þessu viðhorfi og þing- menn sjálfir hafa vaknað til vitundar um stöðu sína og hlutverk. Nú er tímabært, að Alþingi taki af skarið og jafni stöðu sína gagnvart framkvæmdavaldinu. Æðstu embættismenn Alþingis hljóta að búa við starfsskilyrði, sem eru ekki síðri starfsskilyrðurn ráðherra. Þingmennirnir sjálfir geta með réttu gert kröfu til þess að starfsskilyrði þeirra séu ekki verri en æðstu embættismanna í ráðuneytum. Aðalatriðið er hins vegar, að Alþingi endurheimti húsbóndavald sitt yfir framkvæmdavaldinu. Til þingsins sækir framkvæmdavald- ið umboð sitt og til þingsins sækir framkvæmdavaldið heimildir til fjárráðstöfunar. Löggjafarvaldið er Alþingis og það er einfald- lega röng hugsun í því, að langmestur undirbúningur að nýrri löggjöf fari fram á vegum framkvæmdavaldsins. HÚS þeirra hjóna stendur enn uppi en hefur verið dæmt 73% ónýtt. í nánd við húsið st sem snjóflóðið sópaði burt og heimilisbíllinn þeirra er samanpressaður i snjónu Súðvíkingar bjari á nýja uppbyggi ALLIR Súðvíkingar standa í dag á krossgötum. Við erum í biðstöðu vegna þess að framtíð gamla þorpsins er ekki endanlega ráðin en þó er ljóst að menn vilja byggja upp á nýjum stað og halda áfram venju- legu lífi í bænum. En atburðirnir í vetur hafa sýnt að þjóðin er eins og ein stór fjölskylda og Súðvikingar munu aldrei gleyma þéim samhug og þeirri hjálp sem landsmenn hafa veitt bæði félagslegri og fjárhags- legri. Það hafði mikið að segja að koma sumarbústöðunum upp þetta fljótt og var raunar hreint þrekvirki að það skyldi takast við þessar að- stæður.‘‘ Þetta segja þau hjónin Helen Hjalta'dóttir og Steinn Ingi Kjartansson á Súðavík og undir- strika vonir um að Súðavík verði áfram það góða þorp með öruggri atvinnu og blómlegu mannlífi eins og verið hafi. „Nýja skipulagið á Eyrardalsland- inu lítur vel út og er hentugt bygg- ingarland og þar verður örugglega hægt að koma upp skemmtilegri byggð. Þangað vilja líka flestir bæj- arbúar flytja því enginn vill upplifa annan eins vetur í núverandi bæjar- stæði. Það gildir um alla því um leið og snjó kyngir niður í norðanáttinni kemur sá ótti yfír menn að illa geti farið og við þær aðstæður sofa menn ekki rólegir. Heimili á að vera skjól þar sem er öryggi og athvarf og ef menn finna það ekki er það^ekki heimili. Þetta búa Súðvíkingar við,“ segja þau Helen og Steinn Ingi og segja að sennilega geti enginn ímyndað sér þá vanlíðan Súðvíkinga sem kemur upp á slíkum stundum. Færa verður alla byggð Súðvíkingar eru bjartsýnir á að hægt verði að byggja upp á ný eftir snjóflóðið sem féll á bæinn í vetur. I umgöllun Jóhannesar Tómassonar kemur fram að engin uppgjöf er í íbúunum þrátt fyrir erfiðleikana HJÓNIN Helen Hjaltadóttir og Steinn Ingi Kjartansson segja afrek að hafa komið sumarbústöðunum svo fljótt upp í Súðavík til að leysa húsnæðisvandann eftir flóðin. „Fólki finnst það einfaldlega ekki öruggt á þessu svæði og það gildir bæði um okkur sem bjuggum á snjó- flóðasvæðinu og hina sem -------------------- búa bæði utarlega og inn- Heimili á að arlega í þorpinu. Þess vegna verður að færa byggðina, flytja þau hús hægt vera oryggi og athvarf sem hægt er að taka af grunni sínum en yfirgefa hin og reisa ný á hinu nýja skipulagða svæði. En þetta fer auðvitað alveg eftir því hvort þorpið allt verður skilgreint sem hættusvæði og hvort ofanflóða- sjóður kaupir þá nánast allt íbúðar- húsnæði.“ Helen og Steinn bjuggu í Túngötu 9 og hjá þeim gekk lífið sinn vana- gang eins og hjá öðrum landsmönn- um fram að flóðinu. Þau rugluðu saman reytum sínum fyrir 25 árum, bjuggu fyrst um tíma í Reykjavík þar sem Steinn var loftskeytamaður hjá BÚR. Helen er fædd og uppalin á Dvergasteini í Álftafírði til sjö ára aldurs en foreldrar Steins ráku bú- skap á Eyrardal allt fram á síðasta ár svo þau eru bæði innfæddir Álft- firðingar. Árið 1974 fluttust þau til Súðavík- ur og keyptu þá eina húsið sem fáan- legt var í þorpinu og var þá í smíðum. Það er 100 fermetra einbýlishús rétt ofan við fiskvinnsluhús Frosta en þar hafa þau bæði starfað lengst af. --------- Steinn var fyrst háseti á Bessa en síðan við ýmis störf í landi hjá Frosta og er nú skrifstofustjóri fyrir- tækisins. Þá ,var hann sveitarstjóri Súðavíkur árin 1982 til 1987. Helen hefur starf- að við fiskverkun þar til í fyrra er hún varð að hætta af heilsufarsá- stæðum. Börn þeirra eru fjögur og búa tvö þau yngstu í foreldrahúsum en tveir elstu synirnir stunda nám í Reykjavík. ar og útlendingar hafa sett skemmti- legan svip á tilveruna hjá okkur og kynnt okkur land sitt og menningu. Þá hafa börn og unglingar alltaf farið að vinna mjög snemma. Þau eru vön því í þessum litlu plássum að vera að þvælast á bryggjunum og innan um bátana og alast upp með sjávarútveginum og vita á hverju við byggjum afkomu okkar. Þannig hefur mannlífið hér verið mjög fjöl- breytt og skemmtilegt, sumir koma og fara en aðrir hafa búið --------- hér alla ævi og vilja ekki annars staðar vera. Þess vegna má segja að við séum miklu meira en ná- grannar. Hér þekkja allir Hlýl lands ómeta Góður félagsskapur í Frosta „Mér finnst verst að hafa þurft að hætta því það er ekki leiðinlegt að vinna í fiski. Það hefur alltaf ríkt góður félagsskapur í Frosta, ákveðinn léttleiki, fólkið ólíkt, allir aldursflokk- alla og missir eins er missir allra.“ Hús þeirra Helenar og Steins, sem er í jaðri snjóflóðsins, stórskemmdist þegar snjórinn ruddist gegnum hluta þess. Húsið er meira og minna sprungið, bæði veggir og þak og stór hluti af innbúi þeirra ónýtt og fjöl- skyldubíllinn sömuleiðis en hann pressaðist saman undan snjóþungan- um utan við húsið. Húsið er óíbúðar- hæft og verður vart lagfært og hefur verið metið 73% skemmt. Þau urðu því fyrir umtalsverðu eignatjóni og nánir ættingjar Helenar fórust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.