Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 39 Kanadísk herskip í heimsókn ÞRJÚ herskip kanadíska flotans munu heimsækja Reykjavík um næstkomandi helgi á leið sinni til annarra Evrópulanda í tilefni þess að hálf öld er liðin frá lokum síðari heimsstyijaldarinnar. Skipin þijú HMCS (kanadísk skip hennar hátignar) Terra Nova, HMCS Halifax, og HMCS Toronto, munu leggjast að bryggju í Sundahöfn þar sem Terra Nova, sem er tundurspill- ir af endurbættri Restigouche-gerð, og Halifax, sem er fyrsta freigáta kanádíska flotans af samnefndri gerð, verða almenningi til sýnis frá kl. 1 til 5 e.h. á föstudag og laugar- dag. Kanadíski flotinn vann mikið starf við vamir skipalesta og gagnkaf- bátaherma á Norður-Atlantshafi í heimsstyijöldinni. Höfðu kanadísk fylgdarskip reglulega viðkomu í Reykjavík og Hvalfirði og kanadísk flugsveit er annaðist vamir gegn kafbátum starfaði á Reykjavíkur- flugvelli á ámnum 1944 og 1945. Þá dvaldi um 2.650 manna kanadískt herlið hér á landi sumarið og haustið 1940 til styrktar breska herliðinu er hingað kom í maí og júní sama ár. Þann 24. október 1944 strandaði kanadíski tundurspillirinn HMCS Skeena í Viðey í suðaustan áhlaupi •með þeim afleiðingum að skipið eyði- lagðist og 15 sjóliðar fórust. Skeena átti að baki glæstan feril við fylgd fjölmargra skipalesta á Atlanshafí auk þess að taka þátt í innrásinni í Normandí. Minningarathöfn verður haldin í Fossvogskirkjugarði kl. 10 f.h. á laugardag þar sem lagður verður blómsveigur að gröfum 47 kana- dískra hermanna og sjóliða er þar liggja grafnir. Þá verður og plantað kanadískum hlyn þeim til heiðurs. SANOTAK 'sandbUstur HJOLBAUOAR Nýtt hjólbarðaverk- stæði í Hafnarfirði OPNAÐ hefur verið nýtt hjóla- barðaverkstæði í Dalshrauni 1, Hafnarfirði, og nefnist það Sand- tak. Viðskiptavinum er boðið að bíða í notalegri biðstofu og einnig er séraðstaða með myndbandshomi fyrir börnin. Fyrirtækið býður upp á endurunnar felgur undir flestar gerðir fólksbíla og er athygli vakin á því að gamlar felgur eru teknar upp í nýjar. Einnig er boðið upp á nýjar ál- og stálfelgur. Sóluð og ný dekk eru til sölu á verkstæðinu fyrir fólks- og sendibíla s.s. Gislaved, Roadstone og Michelin dekk og einnig ný dekk undir jeppa- og sendibíla General, Dick Cepek og BS Goodrich. Af tilefni opnuninni er boðin 20% afsláttur út mánuðinn ef menn kaupa dekk og felgur undir fólks- bíla. Einnig eru til sölu sumardekk á sama verði og sóluð dekk. Á sama stað er útleiga á körfu- lyftum og athygli er vakin á því að sandblástursdeild fyrirtækisins er áfram á Dalvegi 2. Hjólbarðaverkstæðið er opið frá kl. 8-18 virka daga og á laugardög- um frá kl. 9-15 og er sent um allt land. FRÉTTIR Nýr prestur Oháða safn- aðarins SR. ÞÓRSTEINN Ragnarsson kveður sunnudaginn 30. apríl kl. 14 söfnuðinn við guðsþjónustu og Pétur Þorsteinsson cand. the- ol. tekur við. Sr. Þórsteinn hefur verið safn- aðarprestur sl. níu ár. Hann sagði starfmu við söfnuðinn lausu er hann var ráðinn forstjóri Kirkju- garða Reykjavíkurprófastsdæma um síðustu áramót. Alls sóttu sex um starf safnaðarprests en Pétur Þor- steinsson, cand. theol., hefur verið ráðinn til starfa frá og með 1. rtiaí nk. Pétur Pétur Þor- Þorst«insson steinsson er fæddur 5. maí 1955. Hann lauk guðfræðiprófí frá Háskóla íslands árið 1983 og hefur frá þeim tíma starfað við útgáfumál og félags- störf á Elliheimilinu Grund ásamt því að sinna æskulýðsmálum inn- an kirkjunnar. Sambýliskona hans er Helga Briem, kennari í MR. Biskup íslands mun á næstunni vígja Pétur til prestsstarfa hjá Óháða söfnuðinum. Tvö námskeið um málefni þroskaheftra FFA, fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur, sem Landssamtök- in Þroskahjálp, Sjálfsbjörg, lands- samband fatlaðra, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Styrktar- félag vangefinna eiga aðild, að standa fyrir tveimur námskeiðum laugardagana 6. og 13. maí nk. Námskeiðið 6. maí ber heitið Að flytja að heiman. Námskeiðið er ætlað þroskaheftum einstakl- ingum, 18 ára og eldri, og foreldr- um þroskaheftra. Þetta er í fyrsta sinn sem haldið er sameiginlegt námskeið fyrir þroskahefta og foreldra á Stór-Reykjavíkursvæð- inu. Námskeiðið er ætlað til að koma til móts við þarfir þeirra einstaklinga sem búa enn í heima- húsum eða í sambýlum og vilja búa öðruvísi. Á námskeiðinu verður m.a. gefíð yfirlit yfir búsetuúrræði á Stór-Reykjavíkursvæðinu, fjallað um umsóknir og meðferð þeirra, útskýrð mismunandi búsetuform, kostir þeirra og gallar, gefið yfir- lit yfir þá þjónustu sem stendur til boða eins og heimaþjónustu, heimahjúkrun, frekari liðveislu. Kostnaður við mismunandi bú- setu skýrður svo og félagsleg réttindi og tryggingarbótum gerð skil. Námskeiðið laugardaginn 13. maí ber heitið Að eiga fatlað barn. Námskeiðið er ætlað for- eldrum fatlaðra barna á aldrinum 6-12 ára. Námskeiðið er unnið í samvinnu við foreldra fatlaðra barna á þessum aldri og í sam- ræmi við óskir þeirra um hvað þeir vilji helst sjá á námskeiði sem þessu. Boðið verður upp á barna- gæslu meðan á námskeiðinu stendur. Þema námskeiðsins verður hið þroskahefta barn og fjölskylda þess. Fjallað verður m.a. um almenn og sértæk úr- ræði, félagsþroska, systkini og vini. Ýmsum þáttum stoðþjón- ustunnar verður gerð skil svo sem: umönnunarbótum, trygg- ingarbótum, stuðningsfjölskyld- um, skammtímavistunum, heima- þjónustu, heimahjúkrun, liðveislu og tómstund og sumardvalartil- boðum. Fagfólk og foreldrar munu vera með erindi á nám- skeiðinu. Þess á milli verða málin rædd í litlum hópum út frá þe- manu réttur fatlaðra barna til heilsdagsþjónustu. Frekari upplýsingar eru veittar hjá Landssamtökunum Þroska- hjálp. Málþing um Björn í Sauð- lauksdal MÁLÞING um séra Bjöm Hall- dórsson í Sauðlauksdal verður haldið laugardaginn 29. apríl nk. í stofu 101 í Odda, húsi Háskóla íslands og hefst kl. 13. Séra Björn Halldórsson í Sauð- lauksdal (1724-1794) var einn þeirra íslensku upplýsingar- manna sem mörkuðu spor á ýms- um sviðum þjóðlífs og menning- ar. Á síðasta ári var tvö hundruð- asta ártíð hans. Ævistarf sr. Björns var býsna fjölþætt. Auk prestskapar var hann frumkvöð- ull í garðyrkju og landvernd, höf- undur vinsælla rita þar sem m.a. var fjallað um búskap, uppeldis- mál og störf húsfreyju, orðabók- arhöfundur, annálaritari og eitt helsta skáld sinnar tíðar. Eftirtalin erindi verða flutt: Jón Aðalsteinn Jónsson, fyrrv. for- stöðumaður Orðabókar Háskól- ans flytur erindið Orðabókarstörf, Erla Hulda Halldórsdóttir, sagn- fræðingur: Þær dyggðir sem kon- ur mest prýða. Kvenímynd í Arn- björgu og Átla, dr. Jón Torfi Jón- asson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla ís- lands: Hugmyndir um uppeldi og menntun og dr. Sturla Friðriks- son, erfðafræðingur flytur erindið Garðyrkjustörf og landbúnaður. Fundarstjóri verður Kári Bjarnason handritavörður. Veit- ingar verða á boðstólum í kaffi- stofu á 2. hæð í Odda. Ferming í Hofsóskirkju á laugardag FERMING í Hofsóskirkju laug- ardaginn 29. apríl kl. 14. Prest- ur sr. Bragi J. Ingibergsson. Fermdar verða: Sigríður Selma Magnúsdótt- ir, Hrauni, Sléttuhlíð- Unnur Berglind Reynisdóttir Mýrarkoti, Höfðaströnd. Hringir leika á Jazzbarnum SVEIFLUBANDIÐ Hringir, sem smíðuð er úr hljómsveitinni Júpít- ers, leikur föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöíd á Jazz- bamum. Basar og kaffisala í Sunnuhlíð VORBASAR verður haldinn í Dagdvöl Sunnuhlíðar í Kópavogi laugardaginn 29. apríl kl. 14. Verða þar seldir ýmsir munir af fólki í Dagdvöl og einnig heima- bakaðar kökur og lukkupokar. Kaffísala verður í matsal þjón- ustukjama og verða þar nýbakað- ar vöfflur á boðstólum. Allur ágóði rennur til styrktar starfsemi Dagdvalar þar sem eldra fólk dvelur daglangt og nýt- ur ýmissar þjónustu. ■ LEIKSKÓLARNIR í Grafar- vogi hafa opið hús laugardaginn 29. apríl frá kl. 10.30-12.30. Þá gefst fólki tækifæri til að skoða leikskólana og kynna sér starf- semi þeirra. Sltlá auglýsingar FÉLAGSÚF Frá Guöspeki- félaginu Ingótfsstrteti 22 Áskriftarsími Ganglera er 989-62070 Föstudaginn 28. april 1995: ( kvöld kl. 21.00 heldur Einar Aöalsteinsson erindi „Kærleikur í verki" í húsi félagsins, Ingólfs- stræti 22. Á laugardag er opið hús frá kl. 15 til kl. 17 með fræðslu og umræðum í umsjá Jóns Ellerts Benediktssonar. Fimmtudaginn 4. maí kl. 20 hefst 5 daga námskeið í verk- stæðisformi um „leyndardóma sjálfs-innsýnar". Leiðbeinandi verður Helen Gething frá Bret- landi, en námskeiðsgögn, skýr- ingar og niðurstöður verða þýddar. Námskeiðið er einkum ætlað félagsmönnum. Skráning hjá Einari í síma 561 2773 eða við innganginn. I.O.O.F. 12 = 1774288’A = G.H. I.O.O.F. 1 = 1774288 '/, =9.0* í fyrsta skipti á íslandi Bandarískur miðill, geð- læknir og sál- fræðingur, dr. Nicholas Demetry og brasilískur huglæknir Morena Costa, starfa í Pýramídanum dagana 28. april- 5. maí að báðum dögum með- töldum. Þau verða með einka- tíma og námskeið. Tímapantanir: Pýramídinn, Dugguvogi 2, símar 588 1415 og 588 2526. Dalvegi 24, Kópavogi Laugardaginn 29. apríl: Almenn samkoma kl. 14.00. Drottinn er hinn sanni Guð. Erlingur Níelsson predikar. Allir hjartanlega velkomnir. Innanfélagsmót «1995 jlnnanfélagsmót f Skíðadeildar ÍR verð- ur haldið sem hér segir: Sunnudagur 30. apríl; stórsvig 12 ára og yngri kl. 11.00. Mánudagur 1. maí, stórsvig 13-14 ára, 15-16 ára, karla og kvenna kl. 11.00. Sunnudagur 7. maí, svig allir flokkar kl. 10.00. Verðlaunaafhending og kaffi eft- ir mót. Félagsmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti. FEIWAFÉLAG @ ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Sunnud. 30. apríl kl. 13 Náttúruminjagangan, 2. áfangi Valhúsahæð - Foss- vogsbakkar I fyrsta áfanga frá Suðurnesi að Valhúsahæð komu 200 manns. I öðrum áfanga er gengið frá Valhúsahæð inn í Fossvog. Fossvogsbakkar með fornum setlögum eru á náttúruminja- skrá. í boði verður styttri fjölskyldu- ganga. Náttúruminjagangan er raðganga í 8 ferðum í tilefni náttúruverndarráðs Evrópu, en göngunni lýkur á Selatöngum 25. júní. Brottför með rútum frá Ferðafélagshúsinu, Mörkinni 6, og BSÍ, austanmegin kl. 13.00. Ath. að það verður ekki ferð kl. 10.30. Þátttökuseðill gildir sem happdrættismiði. Fjölmennið! Mánudagur 1. mai. 1. Kl. 10.30 Hengill, göngu- og skíðaferð. 2. Kl. 13.00 Krossfjöll - Dimmi- dalur, ný gönguleið í Ölfusi. Helgarferðir: 1. Snæfellsnes - Snæfellsjökull 12.-13./5. 2. Hekluhelgi (árbókarferð) að Leirubakka 20.-21.15. 3. Fjölskylduhelgi i Þórsmörk 30/6.- 2/7. Feröafélag íslands. Aðalfundur MG-félags íslands MG-félag Islands heldur aðal- fund laugardaginn 29. apríl nk. kl. 14.00 í Gerðubergi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Þóra Másdóttir, talmeina- fræðingur, talar um kyng- ingaörðugleika. MG-félag íslands er félag sjúkl- inga með Myasthenia Gravis (vöðvaslensfár) sjúkdóminn svo og þeirra, sem vilja leggja mál- efninu lið. Stjórnin. Hallveigarstíg 1 • sími 614330 Dagsferð sunnud. 30.4. Kl. 10.30 Blákollur. Létt fjall- ganga. Gott útsýni yfir upptök Leita- og Eldborgarhraun. Verð kr. 1.200/1.400. Brottför frá BSÍ bensínsölu, miðar viö rútu. Helgarferð 29. apríl-1. maf Gengið á Snæfellsjökul og um Snæfellsnes. Nánari uppl. og miöasala á skrifstofunni. Útivist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.