Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ ' ! f>At> EK EN6INN • V nema uie • A-ffajt'ju ertu ftéasi 'rkuseJhs o<? _ - hann tnenalcp/nn' Ljóska Smáfólk DID VOU 6ET MV VALENTINE ? I 5I6NEDIT "FROM YOUR 5WEET BA8BOOETTE" 'TQ IVE NEVER MEARDOFA 'BABB00ETTE'1 V~1 ANDIF I EVER 60T A VALENTINE FROM ONE, l'D THROU) ITIN THE UUA5TEBA5KET.. TC mvbrotherdidn't makeittdschool TODAV..APPARENTLY 50MEBOPV HIT HIM UllTH A LUNCM BOX Fékkstu Valentín- usarkortið frá mér? Ég skrifaði „frá sætakrúttakrúttinu þínu“ undir. Eg hef aldrei Og ef ég fengi einhvem heyrt um „sæta- tíma Valentínusarkort krúttakrútt". frá slíku, myndi ég henda þvi í ruslakörf- una. Bróðir minn komst ekki í skólann i dag, það lamdi hann aug- sýnilega einhver með nestisboxi. BREF HL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavik • Sími 5691100 • Simbréf 5691329 Er trúfrelsi „óknstilegt"? Frá Þorvaldi Erni Arnasyni: ÞÓRDÍS Pétursdóttir hefur í tvígang hér á lesendasíðunni veist ósmekk- lega að borgaralegri fermingu og opinberað þar fáfræði og fordóma. í tilefni fyrri skrifa hennar reyndi ég 7. apríl að upplýsa hana og lesend- ur um hvað borgaraleg ferming væri og hvemig síðasta athöfn hefði farið fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. En 20. apríl birtist pistill frá Þórdísi sem ber þess merki að boðskapurinn minn hafi komist illa til skila. Það virðist fara fyrir brjóstið á Þórdísi að leyfð sé hátíðleg athöfn í Ráðhúsinu, sameigin allra borg- arbúa, sem ekki er kristileg. Ég vil benda Þórdísi á að Ráðhúsið er ráð- hús, ekki kirkja. Ég býst við að kristi- legar samkomur heyri til algjörrar undantekningar í ráðhúsinu. þar á sér alla dag stað borgaraleg starf- semi, þ.e. stjómsýsla, stjómmála- fundir og ýmiss konar hátíðarsam- komur, svo eitthvað sé nefnt. Við höfum byggt fyrir almannafé fyöl- mörg hús fyrir kristilegar athafnir, nefnilega kirkjur. Þó Ráðhúsið hafí verið alltof dýr bygging þykir mér líklegt að miklu meira af almannafé hafí mnnið til kirknanna gegnum árin en til Ráðhússins. Ingibjörg Sólrún borgarstjóri flutti ágætt ávarp á borgaralegu ferming- arathöfninni. En það er ekki þar með sagt að hún hafí verið í „aðalhlut- verki“, eins og Þórdís fullyrðir og ber mig fyrir. Það voru nefnilega fermingarbömin sjálf og foreldrar þeirra sem voru í aðahiutverki. Ég get skilið að þeim sem aðeins hafa séð kirkjulegar fermingarathafnir veitist erfitt að skilja þetta. í krikjun- um fer sjaldan á milli mála hver er í aðahlutverkinu, nefnilega prestur- inn. En ég get huggað Þórdísi og aðra sem kunna að hugsa eins og hún, að borgarstjórinn var þama ekki í hlutverki prests. Það var engu slíku hlutverki til að dreifa! Það er nefnilega töluverður munur á borg- aralegri fermingu og kirkjulegri fermingu. Þórdís tönnlast á því, m.a. í fyrir- sögn, að Ingibjörg hafí lagt bömun- um „ókristilegar lífsreglur". Hvað átt þú við með því, Þórdís? Varla veist þú mikið um það hvað Ingi- björg Sólrún sagði, því mér vitanlega hefur ávarp hennar hvergi birst. Áttu við að ávarpið hafi verið ókristi- legt vegna þess að það var ekki mælt úr munni prests? Eða vegna þess að það var ekki hluti af kirkju- legri athöfn? Ef þú átt við það, þá eru þessi greinarskrif okkar á síðum Morgunblaðsins ekki síður ókristileg — og Morgunblaðið í heild sinni ókristilegt, því kirkjan gefur það ekki út, heldur borgaralegt hlutafélag. En fínnst nokkrum neitt athugavert við það? Ef þú værir sjálfri þér sam- kvæm, Þórdís, ættir þú að birta les- endabréfin þín í kirkjuritinu Víðförla en ekki í þessu „ókristilega" blaði! Þórdís segir með nokkrum þjósti að Ingibjörg Sólrún eigi ekkert með það að nota stöðu sína og Ráðhúsið til að efla trúleysi. Þér væri nær, Þórdís, að þiggja boð okkar og sjá með eigin augum borgaralegu ferm- ingu áður en þú berð fáfræði þína á torg með þessum hætti. Eða lesa betur það sem ég skrifa. Tókstu ekki eftir að það stendur skýmm stöfum í fyrri grein minni: „Borgaraleg ferming snýst lítið um trúarbrögð og ekkert er tekið fyrir sem er and- stætt kristinni trú eða öðrum trúar- brögðum. Leitast er við að virða trú- frelsi allra.“ Við í Siðmennt vinnum í anda trú- frelsis. í Siðmennt eru margir trú- leysingjar en þó tilheyrir líklega meirihlutinn einhverju trúfélagi og þá líklega flestir þjóðkirkjunni. Ég tel líklegt að svipað gildi um þá for- eldra og fermingarbörn sem hafa fermt böm sín borgaralega. Um þetta get ég þó ekki fullyrt, því við spytjum fólk ekki um trúarbrögð ef það vill gerast félagar í Siðmennt, né heldur þá sem vilja nýta sér þjón- ustu sem Siðmennt býður upp á. Mér fellur ekki að nota orðið „ókristilegt" yfír það sem ekki er á vegum kirkjunnar. Borgaraleg hjónavígsla hefur tíðkast í áratugi án þess að vera kölluð „ókristilegt“ athæfi. Þær athafnir fara yfírleitt fram í opinberu húsnæði sem er sam- eign allra landsmanna. Guðfræðing- ar hafa látið í ljós óánægju með það að fólki, sem ekki er sátt við kirkj- una og athafnir hennar, sé leiðbeint um borgaralega fermingu, nafngjöf eða greftrun. Siðmennt er fátækt, húsnæðislaust félag án ríkisstyrkja og erum við upp á aðra komin með húsnæði fyrir námskeið okkar og hátíðlegar athafnir. Ég vil nota tæki- færið og þakka því ágæta fólki sem hefur skotið skjólshúsi yfír borgara- lega starfsemi okkar sem öll er í anda trúfrelsis, óháð trúarbrögðum. ÞORVALDUR ÖRN ÁRNASON, formaður Siðmenntar, félags áhuga- fólks um borgaralegar athafnir. Fór að eigin ósk Frá Jóni Á. Gissurarsyni: ÞANN 22. þ.m. sendi Eggert Hauk- dal fyrrverandi samþingmönnum sín- um, Þorsteini Pálssyni og Árna John- sen, kveðjur sínar í Mbl., enda skilj- ast nú leiðir - þeir á þingi en hann ekki. Að dómi Eggerts drýgði Þorsteinn höfuðsynd „að reka Albert Guð- mundsson fyrir litlar sakir...“ Hér ýjar Eggert að því er Albert baðst lausnar sem fjármálaráðherra, þegar bert var að hann hafði vantal- ið tekjur sínar til skatts, en Þorsteinn Pálsson var þá formaður Sjálfstæðis- flokksins. Þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins samþykkti lausnarbeiðni Alberts einróma. Það er því rangt hjá Eggert að Albert hafí verið rek- inn - hann fór að eigin ósk. Margir feta enn í fótspor Alberts, vantelja tekjur sínar til skatts. Ríks- sjóður verður af lögmætum tekjum svo milljörðum skiptir, jafnvel talið að hann stæði í jámum, ef öll kurl kæmu þartil grafar. Nú mætti spyija: Telur Éggert Haukdal reikningsskil þessara framteljenda „litlar sakir?" JÓN Á. GISSURARSON, fyrrv. skólastjóri. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.