Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(S>CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Árni Sæberg Á kajak á Elliðaánum GAMLA rafstöðin við EUiðaárn- ar verður í dag keyrð í síðasta skipti á þessum vetri en hún er notuð frá því í október og út apríl. Eftir þann tíma er vatninu hleypt í árfarveginn. Að sögn Þorsteins Inga Kragh stöðvar- stjóra er stöðin keyrð frá klukk- an átta á morgnana til átta á kvöldin. Alagið er mest í tvo til þrjá tíma eftir klukkan fimm og nær þá vatnsflæði úr stöðinni hámarki. Þetta hafa félagar í Kajakaklúbbi Reykjavíkur not- fært sér og farið með fley sín á Elliðaárnar. ♦ ♦ ♦ Samskip Afkorna batnaði um 567 millj. AFKOMA Samskipa batnaði um 567 milljónir króna milli áranna 1993 og 1994. Hagnaður af rekstri félagsins í fyrra var tæpar 82 millj- ónir króna, sem eru mikil umskipti frá árunum 1992 og 1993 þegar tap ^__félagsins var tæpar 500 milljónir króna hvort ár. Rekstrartekjur Samskipa í fyrra námu 3.750 milljónum króna, sem er 12,5% aukning frá árinu áður. í ársskýrslu félagsins segir að um- skipti í rekstrinum megi einkum rekja til endurskipulagningar sem félagið hafi gengið í gegnum og árangurinn sjáist best þegar hlut- fall rekstrargjalda af rekstratekjum sé skoðað, en það lækkaði úr 96,2% árið 1992 í 89,8% í fyrra. Muni þar mestu að fastur kostnaður við sjó- flutninga hafi lækkað úr 20,5% af " tekjum í 13,6%. Heildareignir námu 2.726 millj- ónum króna í árslok, skuldir voru 1.936 milljónir króna og eigið fé 790 milljónir og eiginfjárhlutfallið er 29%. Nýtt hlutafé sem kom inn í félagið í fyrra var notað til að greiða niður skuldir og lækkuðu þær um tæpar 600 milljónir króna milli 1993 og 1994. Enn harðnar slagur fisksölufyrirtækjanna um Fiskið j usamlag Húsavíkur SH vill kaupa hlutabréf fyrir 125 milljónir kr. Húsavík. Morgunblaðið. SÖLUMIÐSTÖÐ Hraðfiystihús- anna bauðst í gær til þess að kaupa hlutabréf í Fiskiðjusamlagi Húsa- víkur að nafnverði 100 milljónir króna á genginu 1,25, en íslenskar sjávarafurðir hf. höfðu áður boðist til að leggja fram 75 milljónir króna í aukið hlutafé á genginu 1. Stjóm- endur SH áttu í gærkvöldi fund með Einari Njálssyni, bæjarstjóra á Húsavík, þar sem þeir kynntu tilboð SH. Fundur viðræðunefndar Fisk- iðjusamlagsins og stjómenda ÍS verður haldinn á Húsavík næstkom- andi þriðjudag. Bæjarráð Húsavíkur sendi í gær- morgun stjórnendum SH svar við bréfí þeirra frá 19. apríl, en í því lýsir fýrirtækið yfir áhuga á að kaupa hlut bæjarins í Fiskiðjusam- laginu. í svarinu óskar bæjarráð eftir nánari upplýsingum um hug- myndir SH. Stuttu seinna sendi Jón Ingvarsson, stjórnarformaður SH, bæjarstjóra Húsavíkur bréf þar sem óskað er eftir fundi með stjómend- um bæjarfélagsins. Jón lýsti sig til- búinn til að koma til fundar ásamt Friðriki Pálssyni, forstjóra SH, strax um kvöldið, en þeir komu í gær til Akureyrar þar sem þeir áttu erindum að sinna. í bréfinu lýsti SH sig tilbúið til að ganga til samninga um kaup á hlutabréfum fyrir þær 100 milljón- ir, sem búið er að bjóða út, á geng- inu 1,25. Jafnframt er óskað eftir að SH fái umboð til að selja afurð- ir bæði Fiskiðjusamlagsins og út- gerðarfyrirtækjanna Höfða og ís- hafs, en þau eru í eigu sömu aðila og Fiskiðjusamlagið. Fundur stjórnenda SH með Ein- ari Njálssyni fór fram á heimili hans í gærkvöldi. Einar vildi ekkert segja um árangur fundarins. Niður- staða hans yrði kynnt á bæjarráðs- fundi nk. sunnudag. Meirihluti bæjarstjórnar Húsa- víkur, sem Framsóknarflokkur og EINAR Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík, heilsar Jóni Ingvarssyni, stjórnarformanni SH, Friðriki Pálssyni, forstjóra SH, og Bjama Lúðvíkssyni framkvæmdastjóra við komu þeirra til viðræðna á Húsavík í gærkvöldi. Alþýðubandalag og óháðir skipa, á í formlegum viðræðum við ÍS um að IS eða fyrirtæki því tengd leggi aukið hlutafé í Fiskiðjusamlagið. Búið var að ákveða viðræðufund nk. þriðjudag, og hafði Benedikt Sveinsson, forstjóri ÍS, boðað komu sína á hann. Stefán Haraldsson, oddviti Framsóknarflokksins í bæj- arstjóm, sagði áður en fréttist af tilboði SH í gær, að hann gerði sér vonir um að á fundinum á þriðju- daginn myndi skýrast að hvers kon- ar samningum Fiskiðjusamlagið gæti komist í viðræðum við ÍS. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að innan meirihluta bæjar- stjórnar hafí verið uppi það sjónar- mið að rétt væri að ganga frá samn- ingum við ÍS á fundinum á þriðju- dag, en tilboð SH kann að breyta því. Kröfu um skyndifund bæjarráðs hafnað Meirihluti bæjarstjórnar hefur mótað þá afstöðu að ekki skuli stað- ið í viðræðum við báða aðila á sama tíma. Formlega séð standa því eng- ar viðræður yfír milli bæjarins og SH. Sigurjón Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sem er í minnihluta í bæjarstjóm, vill að teknar verði upp formlegar viðræð- ur við SH samhliða viðræðum við ÍS. Hann krafðist þess í gær að stjórn Fiskiðjusamlagsins ræddi við stjómendur SH í gær. Meirihlutinn hafnaði því og einnig þeirri kröfu Siguijóns að bæjarráð yrði kallað saman til skyndifundar áður en fundurinn með SH hæfíst. Bæjar- fulltrúar minnihlutans áttu hins vegar formlegan fund með stjórn- endum SH í gærkvöldi eftir fund þeirra með bæjarstjóra. Jón Ingvarsson sagði að SH setti það ekki sem skilyrði fyrir hlutafjár- kaupum að fyrirtækin Jþrjú, Fisk- iðjusamlagið, Höfði og Ishaf, sam- einuðust. Sameining er hins vegar forsenda fyrir tilboði ÍS, og hefur meirihluti bæjarstjórnar markað þá stefnu að fyrirtækin verði samein- uð. Kristján Ásgeirsson, oddviti Alþýðubandalagsins í bæjarstjórn og framkvæmdastjóri íshafs og Höfða, er hins vegar andvígur sam- einingu Fiskiðjusamlagsins og út- gerðarfyrirtækj anna. Jan Henry T. Olsen sjávarútvegsráðherra Noregs um Smugrideiluna Bjóðum Islandi kvóta og aðild að sljómun veiða Síldarviðræður komnar á rekspöl og íslenzk skip fá afla í Síldarsmugunni JAN Henry T. Olsen, sjávarútvegs- ráðherra Noregs, lýsir því opinber- lega yfír fyrstur norskra ráðamanna að Noregur og Rússland vilji bjóða íslandi „umtalsverðan kvóta“ í Smugunni í Barentshafi og koma þar á „fullri fískveiðistjórnun sem Island eigi aðild að.“ Þetta kemur fram í viðtaii Morg- unblaðsins við Olsen. Hann segir þar jafnframt að hann skilji ekki þá ákvörðun íslendinga að slíta viðræð- unum, sem hafnar voru í Ósló um lausn Smugudeilunnar og segir að nú verði að nota tækifærið til við- ræðna. „Annars verða afleiðingarn- ar, ekki bara varðandi Smuguna, heldur einnig önnur hafsvæði þar sem ísland og Noregur eiga hags- muna að gæta, mjög alvarlegar," segir Olsen. Góður andi í síldarviðræðum Þrátt fyrir slit viðræðna um Smuguna eru viðræður íslands, Nor- egs, Færeyja og Rússlands um stjórnun síldarstofnsins í Síldar- smugunni svokölluðu komnar á rek- spöl. Viðræðurnar hófust í Ósló í gær og segir Helgi Ágústsson sendi- herra, sem fer fyrir íslenzku við- ræðunefndinni, að góður andi sé í þeim og sjónarmið landanna, um að hindra beri rányrkju úr síldarstofnin- um, fari saman. Rætt hafi verið um skammtímaaðgerðir til verndar stofninum og jafnframt um lang- tímasjónarmið. Viðræðum um Síldarsmuguna verður haldið áfram í dag. Það þrýst- ir á samningamennina í Ósló að síld- in er nú gengin inn á alþjóðlega hafsvæðið og veiðar hafnar úr henni, sem óttazt er að geti orðið stjórn- lausar ef löndin fjögur koma sér ekki saman um aðgerðir. íslenzk skip fá síld I gær fundu íslenzku síldveiðiskip- in, sem eru í Síldarsmugunni, veið- anlega síld syðst á svæðinu. Júpíter fékk 200 tonn. Hins vegar rifnaði nótin hjá Guðrúnu Þorkelsdóttur þegar hún náði stóru kasti. Ijögur íslenzk skip eru nú komin í Síldar- smuguna. ■ Viðræður um úthafsveiðar/4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.