Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 1
FOSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 B BIÐRAÐIR verða líklegra styttri í Leifsstöð í framtíðinni. Innritun í flug í gegnum síma FARÞEGAR Flugleiða í millilandaflugi geta nú innritað sig í flug í gegnum síma, allt að 23 klukkustundum fyrir brottfðr. „Um miðjan maí verður bætt við þessa þjónustu og þá verður hægt að innrita sig á Scandic-hótelunum í Reykjavík," segir Gunnar Olsen forstöðumaður stöðvareksturs Flugleiða. „Á Scandic-Hótel Loftleiðum verður innritun við afgreiðsluborð Kynnisferða frá kl. 18-22 fyrir flug næsta dag. Á Scandic-Hótel Esju verður innritun í gestamóttöku hót- elsins á sama tíma. Þangað mætir fólk án farangurs, með farseðla sí- na og fær brottfararspjöld með sætisnúmeri. Gefa þarf upp hversu margar ferðatöskur verða meðferðis og fær far- þegi jafnmarka töskumiða, sem hann festir sjálfur á töskur sínar. Mun hraðari afgreiðsla Fastlega má gera ráð fýrir að afgreiðsla verði mun hraðari, hjá þeim sem nýta sér símainnrit- un og enn hraðari hjá þeim sem innrita sig á hót- elum þegar þar að kemur. Á há- annatíma hafa - stundum myndast mjög langar biðraðir í flugstöðinni og við mætum vandamálinu með þessari auknu þjónustu." Innritun gegnum síma gengur þannig fyrír sig að farþegi hringir í síma 690555 til 3. júní og eftir þann tíma í síma 5050555. Starfs- fólk Flugleiða í Keflavík annast innritun gegnum síma allan sólar- hringinn, úthlutar sætum og útbýr brottfararspjöld og töskumiða. „Þegar farþegar koma í Leifsstöð fara þeir beint að borði sem merkt er Síma- og hótelinnrítun. Þar býð- ur þeirra brottfararspjald ásamt töskumiðum. Þeir sem ferðast eingöngu með handfarangur þurfa ekki að fara í almenna innritun flugstöðvarinnar. Þeir geta farið beint í gegnum vega- bréfsskoðun að þjónustuborði i bið- sal, þar sem þeir fá afgreiðslu. Ein- hverra hluta vegna hefur þessi þjón- usta ekki náð fótfestu, þótt hún geti sparað fólki talsverðan tíma." Breyttur mætingatíml Á háannatíma, í júní, júlí og ágúst verður mætingatími fyrir flug færður fram um 15 mínútur. Rútur fara frá Kynnisferðum 2 klst. og 15 mínútum fyrir brottför vélar og mæting í flugstöð verður 75 mínútum fyrir FARÞEGAR geta hringt og inn- ritað sig allt að 23 tímum fyrir brottför. flug. Það er til að mæta miklu álagi í flugstöð, en innritunarborð eru of fá til að mæta miklu áíagi á háanna- tíma. — Værí ekki nær að leysa vandánn innanhúss, í flugstöð? „Flugleiðir hafa leitað til ráða- manna flugstöðvarinnar til að finna lausn á þessum vanda. Varnarmála- skrifstofa hefur málið nú til skoðun- ar og vonast menn til að hægt verði að stækka brottfararsal og fjölga innritunarborðum. Endanlegar nið- urstöður liggja enn ekki fyrir. Ef lausn finnst, vonumst við til að breytingarframkvæmdir hefjist næsta vetur, svo innritunarþjónusta verði orðin ferðaþjónustu til sóma sumarið 1996." ¦ I Naflaskoðun á norrænni ráðstefnu VIÐHORF karla til húsverka, ólétti pabb- inn, árásarhvöt, styrjaldir, kynvald karl- mannsins og hugmyndaflug skynseminnar. ¦JP Þetta eru yfirskriftir á nokkrum í p þeirra fjölmörgu málstofa sem eru í \ £ gangi á tveggja daga karlaráðstefnu í SStokkhólmi sem lýkur síðdegis í dag, föstudag. ¦rf Á fjórða tug íslenskra karlmanna ¦¦ft og nokkrar íslenskar konur sitja ráð- ^m stefnuna og það er athyglisvert hversu ðS íslenski aldurshópurinn er breiður, tví- tugir menn og karlar langt fram á sjötugsald- ur lögðu leið sína til Stokk-hólms. ís- lensku þátttakendurnir eru . hlutfalls- lega margir en nálægt ,, ^?^ 500 norrænir karlmenn sitja ráðstefnuna, Finnar eru til dæmis færri en íslendingar en Svíar í miklum meirihluta. Mttf| a^. M I I WSmm éhw asi' k=i MIKILVÆGT er að karlmenn haldi sérkennum sínum en reyni ekki að líkja eftir konum. Spurningar fleiri en svörin Sænski varaforsætis- og jafnréttisráðherr- ann Mona Sahlin, sem setti ráðstefnuna, sagði í ávarp sínu að í jafnréttisbaráttunni mætti ekki gleymast að fyrst og fremst værum við öll manneskjur svo kæmi kynið. Hún talaði um hversu mikilvægt væri að karlmenn héldu sérkennum sínum og reyndu ekki að líkjast konum og öfugt. Það eru margar spurningar sem norrænir karlmenn spyrja sig hér á ráðstefnunni, hvernig eru norrænir karlmenn, hvar standa þeir, hvernig vilja þeir að framtíðin sé, hverj- ar eru þeirra óskir og kröfur f jafnréttisbar- áttunni, hvernig geta norrænir karlmenn átt þátt í að skapa betra þjóðfélag og eins og finnski sjónvarpsmaðurinn og ráðstefnustjór- inn Stefan Randstrom sagði: „Við fáum hér einstakt tækifæri til að setjast niður og skipt- ast á skoðunum og svara því hversvegna spurningarnar sem við höfum eru miklu fleiri en svörin." Islenskir fyrirlesarar eru 3, í gær talaði Ástþór Ragnarsson um hagi karla á Norð- urlöndum og sr. Bragi Skúlason um það þegar strákar verða menn. Einar Kárason rithöfundur las úr verkum sínum í skemmti- dagskrá í gærkvöldi og í dag er Margrét Pála Ólafsdóttir með erindi um stráka á dagvistarstofnunum. Karlaráðstefna á íslandi '96 Á ráðstefnunni var tilkynnt að sumar- ið 1996 yrði haldin karlaráðstefnan Men For Men á íslandi. Það er breska stofn- unin Spectrum sem stendur fyrir henni en áður hafa verið haldin tvö karla- námskeið á íslandi á vegum stofnunar- innar. Að sögn Axels Guðmundssonar, sem er að kynna þessa ráðstefnu, verð- ur nálgunin á málefnum karla með öðru sniði en hér í Stokkhólmi. Meira verður unn- ið með tilfínningar karlmanna. fj Hvers vegna byrja unglingarnir að reykja REYKSKY af völdum tóbaks ættu víða að þynnast fimmtudaginn 4. maí. Tóbaksvarnanefnd hefur ákveðið að sá dagur verði reyklaus og núna helgaður spurningunni hvers vegna unglingar byrji að reykja. Allir unglingar 15 til 18 ára eiga að fá blaðið Skýlaust sem Tóbaksvarnanefnd og Krabba- meinsfélagið gefa út. Þar eru upplýsingar um skað- semi reykinga, viðtöl og ráð til þess að hætta að reykja. „Reyk- laus á tíu' dögum" segir á baksíðu og fylgja hagnýt og einföld atriði til _að hætta reykingum. í apótekum og hjá Krabba- meinsfélaginu fæst ókeypis smárit „Ekki fórn - heldur frelsun" með fróðleik um reykingar og leiðbein- ingar til að láta af þeim. í ritinu eru kaflar um undirbúning þess að hætta reykingum, sjálfskönnun og ábendingar og ráð um fyrstu 14 dagana eftir að drepið er í. Reyklausi dagurinn er haldinn árlega til að hvetja fólk til að láta af tóbaksnotkun. Ljósinu er nú beint að'unglingum, enda hefur aukning aftur orðið á reykingum í aldurshópnum 15-16 ára. í bréfí Tóbaksvarnanefndar til fjölmiðla er bent á tískuna, sem virðist kalla á auknar reykingar, og jafnframt sagt að notkun svokallaðs snuffs fyrir nef og munn hafi aukist. Það leiði oftar en ekki til reykinga. Þá segir að sígarettuauglýsing- ar í erlendum blöðum og bíómynd- um virðist skila sér, þótt óheimilt sé að auglýsa tóbak hér. Auk þess virðist banni við sölu tóbaks til yngri en 16 ára ekki vera fram- fylgt. Fyrirmyndir skipti miklu og fullorðnir ættu að láta tóbak vera í návist unglinga og barna. ¦ Haraldur Ólafsson, 19 éira n«ml í Plmaborgt Hvorki ég né lungun hafa ctni á að reyk|a. SKYLAUSAR skoðanir ungs fólks á skaðsemi og tilgangs- leysi reykinga koma fram í blaði sem allir 15-18 ára eiga að fá núna í tilefni reyklausa dagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.