Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 B 3 DAGLEGT LÍF ÞESSIR kínversku hnokkar eiga á hættu að þurfa að slást um kvonfang í framtiðinni. BARNUNGAR brúðir, eins og stúlkan á miðri mynd, gætu orð- ið algengar á Indlandi. þeijn verði rænt í sama tilgangi. í Asiaweek er varpað ljósi á þjóð- félagslegar og sögulegar ástæður þess að karlar eru í meiri metum en konur. „í Kína, S-Kóreu og á Indlandi hafa verðleikar kvenna löngum verið mældir í fjölda sona þeirra. Þessi viðhorf koma skýrt fram í tungumálum þjóðanna. í kín- versku er tákn fyrir orðið gott sett saman _úr táknum orðanna kona og sonur. í hindí er bókstafleg merking ófrjósemi: sá/sú sem ekki á son. I brúðkaupi á Indlandi er hefð fyrir því að sagt sé við brúðina: megir þú eignast átta syni. Framtíð konu sem ekki eignast son er ekki björt. Eiginmaðurinn skammar hana fyrir að eyðileggja framtíð fjölskyldunnar og komið er fram við hana eins og annars flokks þjóðfélagsþegn. í verstu tilvikum er henni varpað á dyr og I rannsókn sem gerð var á hjónaskilnuðum í Kína, kom í ljós að þriðja hvern skilnað mátti rekja til þess að karlar höfðu ekki áhuga á konu sem alið hafði dóttur. Þessir fordómar eru algengastir til sveita, þar sem 74% kínversku þjóðarinnar búa.“ Betrl er heimskur sonur en dóttlr Haft er eftir 35 ára gömlum fjár- málaráðgjafa að sonur sé besta íjár- festing kínverskra bænda. „Það er jafn dýrt að ala upp stúlku og dreng, en þegar drengurinn eldist og fer að vinna fyrir sér, sendir hann foreldrum sínum peninga. St.úlkan giftist og samkvæmt hefð- inni, styður hún ekki fjárhagslega við bak foreldra sinna. Þá hafa margir enn í heiðri spakmæli Konf- úsíusar, en eitt þeirra segir: „Til eru þijár leiðir til að bregðast for- feðrum sínum. Sú alvarlegasta er að ijúfa keðju fjölskyldunnar." Sú ábyrgð að ala börn er alfarið sett á herðar kvenna. Þar sem fáfræðin ríkir segir fólk að jafnvel heimskur sonur sé betri-en dóttir." Meðal hindúa, sem eru um 80% Indveija er hefð fýrir því, eins og í Kína, að fullorðnir og útivinnandi synir sendi foreldrum sínum pen- inga. Að því leyti verður róður þeirra sem eignast dætur enn þyngri, því auk þess að missa af „lífeyri“, þurfa foreldrar að greiða heimanmund með dætrum sínum. Kýr eða gull fyrir konu í Asiaweek kemur fram að sam- fara auknum hagvexti á Indlandi hafi kröfur um heimanmund auk- ist. „Sumar fjölskyldur hafa þess vegna ekki efni á að eignast dætur og enn eru stúlkubörn stundum drepin strax eftir fæðingu. Þótt indversk lög geri ekki ráð fyrir heimanmundi, er hefðin sterk. Sá sem ekki vill greiða heimanmund getur ekki vænst þess að finna marga eiginmenn fyrir dóttur sína. Heimanmundur getur verið ein kýr eða tvær, gull eða peningar, sem nema mörgum milljónum Banda- ríkjadala." I löndum þar sem menntun og velferð er meiri en í Kína, Ind- landi og Kóreu, hefur smám saman dregið úr karladýrkun og kynj- asmisrétti. Augu manna hafa á síðustu árum beinst að Suðaustur Asíu, enda er því spáð að hagvöxt- ur þar muni aukast verulega. Svæðið hefur verið nefnt „markaður framtíðar“ og hafa ófáir spákaup- menn fjárfest á þessum slóðum. Ef svo fer, sem spáð er, má fastlega gera ráð fyrir að gamlar hefðir, sem mismuna kynj- unum alvarlega, víki. Þá fækkar væntanlega fréttum af útburði meybarna og gengdarlausum fóst- ureyðingum fram eftir allri með- göngu. Ef ekki, munu þjóðirnar reka sig illþyrmilega á og þannig læra af reynslunni, að það borgar sig ekki að fikta við móður nátt- úru. ■ Brynja Tomer Meistarakokkarnir Óskar og Ingvar Fyrsti grill- matur sumarsins essi marinering er mjög einföld og eingöngu löguð úr því hrá- efni sem flestir eiga í ísskáp og kryddhillum. Marineraóur svinahnakki 1.200 g svínahnakki í sneiðum __________Vi laukur_______ 1 lítil gulrót 1 lítill hvitlauksgeiri _________1 dl ólífuolía__ % bolli tómatsósa 2 msk. sætt sinnep 2 msk. sojasósa 1 msk. Worchester-sósa 1 lórviðarlauf _________1 tsk. timian____ 1 msk. piparmix safi úr Vi sítrónu 1 tsk. poprikuduft Saxið laukinn og gulrótina fínt niður og steikið í smá af olíunni í þykkbotna potti. Fínsaxið hvít- lauksgeirann og bætið I ásamt öllu sem er upptalið í uppskriftinni og restinni af ólífuolíunni, látið sjóða í u.þ.b. 10 mín. Kælið. Hellið marin- eringunni á stórt fat eða ofnskúffu og leggið kjötsneiðarnar í og veltið upp úr marineringunni. Látið kjötið marinerast við stofuhita í u.þ.b. 4 tíma, snúið öðru hvoru. Takið kjöt- ið upp og þerrið marineringuna af áður en það fer á grillið. Borið fram með bakaðri kartöflu, salati og grilluðu grænmetisspjóti. Sonur er f jár- festing, en dóttir baggi. u krónur," segir Hermann. Hann segir að Þjóðverjar sem aðallega kaupa dún af Islendingum séu •ekki með sambærilegar sængur og við hér á Islandi. Þær eru alsettar litlum hólfum svo dúnninn sé ekki á fleygiferð og haldist jafn um alla sæng. A meginlandinu eru nánast allar sængur framleiddar núna með þessum hætti. Þá eru um það bil 9 g í hveiju hólfi en hólfin eru 70-80 í hverri sæng. „Kannski ættu íslendingar að tileinka sér þessa aðferð. Svona sængur eru miklu betri en þær sem eru með einu og upp í fjögur hólf.“ Hermann segir að það sé gott að búa í Lúxemborg og þau hjónin séu ekki á leiðinni heim í bráð. Eini gallinn við að búa þarna er sá, að mjög dýrt er að koma sér upp húsnæði. Meðalstórt einbýlis- hús kostar 20-30 milljónir. Um 400 íslendingar eru búsettir í Lúx- emborg og núna eru þeir að velta fyrir sér að byggja eða kaupa fé- lagsheimili fyrir blómlega starf- semi sem er í gangi og ýmsar reglulegar uppákomur. ■ m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.