Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 B £ DAGLEGT LÍF Morgunblaðið/Sverrir ÞORUNN Birna Þorvaldsdóttir vinnur núna á bensínstöð í Reykjavík og hlakkar til að byrja í óvenju- legum skóla næsta haust. GRÍSKIR smástrákar sem Þórunn Birna hitti SKÓGARLÍF í San Diego í Panama. í fyrrasumar fá sér vatnsmelónu í hitanum. ferðina árið eftir ’92. Hana fórum við vinkona mín með næstum eng- um fyrirvara og 5.000 kall í vasan- um. Erindið var vinna sem var auglýst hér heima og virtist mjög freistandi. Hún fólst í því að lokka ferðamenn af götunni til að skoða íbúðir sem fyrirtækið hafði til sölu. Fólk átti að hafa aðgang að þeim vissan part úr ári. Þetta var ólög- legt og allt hálfgert svindl og rugl og fólkið sem við sáum þarna var alveg ótrúlegt. Sumt af því eiturly- fjaneytendur sem höfðu unnið við þetta árum saman og farið borg úr borg. Við vorum eins blankar og hægt er að vera en ég hélt samt út í tvo og hálfan mánuð og þótti í raun gaman að upplifa þetta. Þegar ég kom heim höfðu vinir mínir safnað fyrir miðanum og ég man hvað ég skammaðist mín á flugvellinum.“ Sumarið 1993 ætlaði Þórunn Birna svo til Ástralíu en varð að fresta þeirri ferð af því hún náði ekki að safna fyrir henni. í fyrra- sumar skellti hún sér hins vegar með fjórum vinum til Aþenu, án þess að hafa nánari áætlun. „Fyrstu nóttina sváfum við í garði sem reyndist þegar birti daginn eftir vera við hóruhús. Þar höfðum ekki lengri viðdvöl og fórum fljótt úr mengunni í borginni. Við sváf- um oft úti og hittum fullt af fólki á sams konar þvælingi. Fólk sem hafði sumt yfirgefið fyrra líf, selt fyrirtæki og hús og bíl, og lagt af stað í leit að ævintýrum. Það er þetta sem mér finnst svo frá- bært — að láta drauminn rætast.“ Bátur, lest og subbulegur spítali . Á Rhodos kynntist Þórunn Birna og félagar breskum rithöfundi sem JÓLAKJÚKLINGUR á leið oní pott langt frá siðmenningu og stríðsátökum í landinu. bauð þeim í siglingu á skútunni sinni milli grísku eyjanna. Tvö úr hópnum urðu eftir nálægt Tyrk- landi og hin héldu áfram norður til Búlgaríu. „Þar fannst mér allt hálfömurlegt og létti við að koma yfir landamærin til Rúmeníu. Við kynntumst sígaunum þar, enda eru þeir geysilega fjölmennir, tvær og hálf milljón í Búkarest einni og mikil plága vegna þjófnaða og brasks. í Ungveijalandi var ég orðin þreytt á strákunum, ferðafé- lögunum, og langaði mest að vera ein í Búdapest. Auðvitað gleymdi ég hvar farfuglaheimilið var og rammvilltist með fuglshjartað á miklum slætti. í lestinni til Tékkóslóvakíu varð ég síðan veik og fór beint á spít- ala þegar við komum til Prag. Þeir héldu að ég væri ófrísk og komu með ýmsar kenningar þar til ég útskrifaði mig sjálf. En auð- vitað hneig ég niður á klóinu næstu nótt og Kínveijarnir sem fundu mig sendu mig aftur á spítala. Nú var ég greind með salmonellu og send á sýkingardeild, sem var al- skítugasti staður sem ég hef kom- ið á. Ef ég hafði ekki sýkinguna fyrir gat ég bókað að næla mér í hana þarna. Aftur yfirgaf ég spít- alann, ef spítala skyldi kalla, og var nú ákveðin í að sjá eitthvað af Prag. Það gekk auðvitað mátt- leysislega og ég er enn með við- kvæman maga. Við fórum fljótt til Þýskalands og þaðan heim, en sem betur fer ekki í sjúkraflugi eins og mamma vildi.“ Ferðasögur Þórunnar Birnu enda þar með nokkurn veginn, en einungis í bili, því hún sér fram á nýja og spennandi landvinninga á næstu árum. Ég er að minnsta kosti sannfærð um að þessi kona sest ekki í helgan stein alveg í bráðina. ■ Þ.Þ. X 1M | Glæsilegur salur, góð þjónusta og vegleg veisiuföng. Tilboð. AFMÆUS VEISLAN Veislusalur Lágmúla 4, sími 588-6040 Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÞÓRÐUR tekur nokkur grip á gítarinn fyrir Stellu, eiginkonu sína. „Þar sem minnið bregst mér stundum á ég erfitt með að muna gripin og þarf að spila sama lagið aftur og aftur til að það síist inn. Kennarinn minn, Torfi Ólafsson, sinnir mér af stakri þolinmæði og ég reyni að æfa mig heima á hveij- um degi.“ Auk þess að semja sönglaga- texta, fæst Þórður töluvert við að yrkja ljóð. Sem unglingur hafði hann gaman af slíku, en hætti snögglega þegar hann var 17 ára. Þá hafði hann nýlega ort ljóð um heimasætuna og mjólkurbílstjór- ann, þar sem hann var í sveit og kveðskapurinn hvorki vakið kátínu né aðdáun hlutaðeigandi. „Tiltækið hafði ekki alvarlegan eftirmála, en daman varð hálffýld, og ég vildi alls ekki að ljóðið bærist til eyrna móður hennar.“ Þórður viðurkennir að ljóðið hafi farið svolítið út fyrir velsæmismörkin og ekki verið ort samkvæmt ströngustu formúlum í ljóðagerð. Síðan þetta var segist hann lítið hafa þorað að spreyta sig á þessu sviði fyrr en nú að hann styttir sér stundir við kveðskap og ljóðalestur. Tómstundagaman Þórður hefur fengið kunningja sinn, Jón Sig- urðsson, til að útsetja flest lögin sín. Fyrir skömmu fengu þeir félagar Jó- hönnu Linnet til að syngja átta af lögum sínum inn á snældu. „Þetta var aðal- lega til gamans gert, en við vorum ánægðir með útkomuna, enda syngur Jóhanna einstaklega vel. Eitt lagið var leikið í út- varpsþætti Hermanns R. Stefánssonar, en hin lögin hafa ekki verið flutt opin- berlega." Þórður segist ekkert vera að reyna að koma sér á framfæri, enda sé áhugi hans á kveðskap og tónlist bara tóm- stundagaman. Hann varð þó afar glaður þegar Selfosskórinn flutti lagið hans „Rís upp“, á tón- leikum í Selfosskirkju nýverið. Stella segir stundina í kirkjunni hafi yljað sér um hjartarætur bg hún hafi verið stolt af bónda sínum. Þórður ætlar ekki að láta deigan síga því næsta vetur hyggst hann fara í tónlistarskóla til að öðlast innsýn í hvernig eigi að útsetja lög. Hann segist aldrei vera í vandræð- um með að drepa tímann, alltaf hafa nóg fyrir stafni, ef ekki við tónlistina þá við málaralistina. ■ vþj Láttu Ijós þitt skína! HUGURINN starfar best þegar likaminn er vel hvíldur og fullur af náttúrulegri orku. GINSANA G 115 styrkir þessa þætti; eykur úthald og eflir andlegt og líkamlegt þrek GinSdnö n sem gerir þér betui kleift að standast álag. ^ GINSANA G 115 inniheldur visindalega prófað ginseng þykkni úr cms m völdum ginseng rótum. Efldu huga og hold með GINSANA G 115! r eilsuhúsið Skólavöiðustig & Kringlunnl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.