Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Kastali, sígaunar og gúllasveisla d — Hvað viltu sjá? — Kastala og sígauna, asvara ég. — Ekkert mál og svo býð ég til veislu á eftir, segir J2 bæjarstjórinn í Hiögysh, ung- j versku þorpi. Hann gæti verið ^ íslenskur hreppstjóri, blátt áfram en valdsmannlegur. 2 Þegar stjómmálabreytingar urðu 1989 voru 99% embætt- ismanna rekin. Páll Imre bæjarstjóri í Högysh hélt starfinu, svo ætla má að stjóm- kænskan sé honum í blóð borin. í Högysh og litlu sveitaþorpunum í kring er hægt að fá að gista. Gist- ing og matur í Ungverjalandi er með eindæmum ódýrt. Góð máltíð getur kostað 300-500 kr. og gist- ing helmingi meira. Þá hefur mörg- um kastölum landsins verið breytt í gistihús og mér finnst það heill- andi tilhugsun að fá að gista í kastala, herbergi prinsessunnar. Þetta þorp geymir kastala sem er einsog risavaxið eyðibýli. Salimir að grotna niður, skreytingar að flagna af, marmaragólfín ekki ver- ið bónuð í háa herrans tíð, glugga- syllur að molna. Ár og dagar síðan aðalsmaðurinn sem réð ríkjum fór sína leið og síðan hefur kastalinn verið notaður sem munaðarleys- ingjahæli fyrir grísk, rúmensk og ungversk böm. Hér áttu særðir hermenn athvarf í seinni heims- styijöld. Kastalinn er til sölu. í Ungveijalandi má kaupa kastala á spottprís og hús fyrir enn lægra verð og útlenskir milljónarmæring- ar hafa séð sér leik á borði. í Nygerhaza í austurhluta landsins var mér boðið sjö herbergja hús, fullbúið antíkhúsgögnum á litlar 280 þúsund ísl. kr. Eg er að hugsa málið. Þó kastalinn sé í niðurníðslu er hann töfrandi, tilkomumikil byggingin andar frá sér sögum. í kastalagarðinum birtist Iboya, hnellin táta, sem brosir útað eyram og laumar hendi sinni í lófa minn. Hún býr á munaðarleysingjahæl- inu. Ég minnist þess hvað slík hæli í enskum bamabókum settu að mér hroll þegar ég var lítil. Mér fannst þau væru full af Maríl- ínum Monróum. Það ætti bara eft- ir að uppgötva öll þessi böm ef einhver vildi vera svo vænn. Iboya fylgir okkur um kastalann en stekkur svo útí sólskinið að passa tvö yngri böm. Bæjarstjórinn og ráðskonan sýna mér hælið, það er á mörkunum að ég afberi það. — Svona, svona, segir Tibor, bilstjórinn minn, það er vel hugsað umþau. Þau brosa. — Brosið er til að gráta ekki, hugsa ég. Ráðskonan segir bæjarstjóran- um að unglingsstúlka hafi stungið af í morgun en fundist hjá sígaun- unum. Við kveðjum eftir að hafa heilsað uppá eitt elsta og stærsta tré í landinu, sem teygir úr sér í garðinum. Sígaunarnir búa við götu í út- GÚLLASVEISLAN í algleymingi. jaðri þorpsins. Flestir era löngu fluttir úr vögnunum. íslenskur sagnfræðingur kallaði sígauna eitt af undram Evrópu og það er til marks um gestrisni Ungveija að hér fá sígaunar að lifa óáreittir. Þeir halda sig samt mest fyrir sig. Bæjarstjórinn er einn fárra sem nær sambandi við þá, talar roma, tungumálið þeirra og spjallar um heima og geima við fjölskylduna sem við heimsækjum. Húsmóðirinn tekur á móti okkur, ásamt systur sinni og elsta syni. Hún er glaðleg og skrafhreifin og sýnir skrautlegt húsið, líka herbergi stóra frænd- ans, „en ekki segja honum það, hann yrði bijálaður." Frændinn gæti verið gamall hippi eftir her- berginu að dæma. Konan á þijú böm, elsti sonurinn er upprennandi fótboltastjama. Bæjarstjórinn klappar honum á koliinn og við kveðjum útá stétt þegar sígauna- kona úr næsta húsi sendir tóninn. Hún er öfundsjúk af því við heim- sóttum ekki hana og þvertekur fyrir að vera með á ljósmynd i sárabætur. Þá rennir ættarhöfð- inginn í hlað á skröltandi pikkup. Hann er ekta sígauni sem bjó einu sinni í vagni. Það er eitthvað aristó- kratískt og dýrslegt við hann. Hann gæti líka verið veiðimaður af Ströndum, snar í hreyfingum og augnaráðið kvikt. Þessi maður geymir sígauna síðustu aldirnar í andliti og hreyfingum. Hann kvart- ar yfir vatninu og bæjarstjórinn lofar að bjarga málunum. Sígauna- systurnar lofa að spá fyrir mér næst þegar ég kem. Veislan sem Páll Imre býður uppá er haldin í hvítkölkuðu sumarhúsi fyrir utan bæinn. Það er verið að halda uppá nafndag þriggja nafna. Líf og fjör í tuskun- um, gúllas í matinn og sykursætar hnallþórar í eftirrétt. Mér er tekið með kostum og kynjum, svo er drukkið og dansað, skálað og hleg- ið. Bæjarstjórinn kennir mér sí- gaunadansa og ungverska þjóð- dansa. Sólin skín brennandi heit og fólkið er haldið sömu brennandi þrá eftir að skemmta sér. Á slétt- unni fyrir neðan brana lestir hjá, þar er fólk á öðra ferðalagi. Þau sem eru að halda uppá nafndaginn sinn fá gjafir og ég fæ líka gjafir: Útsaumaða skó, postulínsdisk, bækur og blóm. Gjafir sem eiga eftir að minna mig á veislu sem ég fékk að taka þátt í einsog ekk- ert væri. Og þegar ég neyðist til að kveðja og halda áfram ferðinni er þessi glaða veisla rétt að hefj- ast í glaðasólskini. ■ Elísabet Jökulsdóttir \tannsteinia um Corega töflur haldagerlum og gervitönnum í skefji I gervitönnum leynast hvers kyns afkimar og glufur sem eru gróörarstía fyrir gerla (bakteríur). Tannsteinn hleðst upp og þegar fram líöa stundir myndast andremma. Best er aö eyða gerlum (baktenum) af gervitönnum með Corega freyðitöflu. Um leið losnar þú við óhreinindi, bletti og mislitun á tönnunum. Svona einfalt er þaðl Taktu út úr þér gervitennumar og burstaðu þær með Corega tannbursta. Leggðu þær í glas með volgu vatni og einni Corega freyðitöflu. Iðandi loftbólurnar smjúga alls staðar þar sem burstinn nær ekki til! Á meðan burstar þú góminn meö mjúkum tannbursta. Geröu þetta daglega. Þanmg kemur þú í veg fyrir aö gerlar (baktenur) nái að þn'fast og þú losnar við tannsteininn og andardrátturinn veröurfnsklegur og þægilegur. Corega freyði- töflur - frfsklegur andardráttur og þú ert áhyggju- laus í návist annarra. COREGA Mld og þægileg hótel á viðráðanlegu verði (A HÓTELGESTUM fækkaði á J2 síðasta ári í Sviss, ekki síst ^ vegna verðlagsí landinu. %/% Hingað til hefur farið heldur lítið fyrir litlum og ódýram hótelum, en það er að breytast. Eigandi fjölskylduhótels í fjallabænum Grindelwald stofnaði samtök einfaldra og þægilegra hótela, E&G Hotels (Einfach & Gemutlich), fyrir rúmum tíu áram. Hann var orðinn þreyttur á að aldrei væri minnst á ódýrari hótel í landkynningu og vildi breyta því. Nú er hægt að fá bækling E&G hótelanna á öllum upplýsingaskrifstofum í Sviss og svissneskar landkynning- arstofur út um víða veröld senda hann til viðskiptavina sem óska eftir honum. Hótelin era dreifð um allt Sviss og í bæklingnum er lítil lit- mynd af þeim öllum með upplýsingum um þjónustu og verð. Flest þeirra era í minni bæjum og aðeins tvö hótel í Zurich, stærstu borg landsins, eru í samtökun- um. Hótelin eiga það sam-eigin- legt að vera frekar lítil. Sum eru mjög einföld með kojum og vaski og önnur bjóða upp á herbergi með sjónvarpi, síma, bar og baði. Hótelin mjög misjöfn Ég skoðaði tvö E&G hótel í bænum Interlaken við rætur Alp- anna. Annað angaði af katta- hlandslykt og hafði upp á einföld en hrein herbergi að bjóða fyrir 50 franka á manninn, eða 2.750 krónur, með morgunverði. Hitt var öllu glæsilegra, á betri stað í bæn- um, með matstað og lyftu. Tveggja manna herbergi þar með morgun- verði, sturtu eða baði, sjónvarpi, bar og síma kostar 7.700 krónur til 9.900 eftir árstíma. Það er nokkuð algengt verð á miðklassa hótelum í Sviss, ■ Anna Bjarnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.