Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 B 7 IBOYA og vinir hennar í kastala- garðinum. Ljjósmynd/ekj. KASTALINN sem breytt var í munaðarleysingjahæli. BÆJARSTJÓRINN og sígauna- höfðinginn. STYTTAN sem er tákn fyrir Högysh. Saga bæjarins er skráð utan á brunninn. FERÐALÖG British Airways, Virgin og Singa- pore Airlines á toppnum BRITISH Airways er besta flugfélagið á Evrópuleiðum, Singapore Airlines til Austurlanda fjær, Virgin Atlantic fær bestan vitnisburð á flugleiðinni yfir Norður-Atlantshaf og Emirates er það flugfélag sem hugnanlegast er að fljúga með til Mið-Austurlanda. Þetta voru nið- urstöður í verðlaunaveitingu breska blaðsins Travel Weekly. Viðurkenning þess þykir mjög eftirsóknarverð og at- kvæði greiða bæði starfsmenn í ferða- þjónustu og farþegar. Segja má að fátt komi verulega á óvart þegar listi verðlaunahafa er les- inn, en hann staðfestir gengi og gæði félaga á borð við þau sem fyrst eru tal- in, en viðurkenningar hafa sópast til þeirra hvaðanæva að sl. ár. British Midland var valið enn einu sinni besta flugfélagið á innanlands- leiðum í Bretlandi, South African Airways númer eitt í Afríkuflugi og Air New Zealand var á toppnum í flugi til Kyrrahafssvæðisins. AirTo- urs var valið ferðafyrirtæki ársins, en umsvif þess hafa aukist ákaflega hratt síðustu örfá ár. Þá var Manchester-flug- völlur talinn sá besti í Bretlandi og Air2000 besta leigufiugfélagið. Besta bílaleigufyrirtækið var Avis fyrir við- skiptamenn og Suncars fyrir fólk í fríi. Stena Sealink Line varð efst sem besta ferjufyrirtækið á stutt- um leiðum og Brittany Ferries í lengri siglingum. P&C Cruises fékk flest stig skemmtisigl- ingafyrirtækja. ■ Einn bjór, takk EKKI er sama hvernig beðið er um bjórglas á írlandi. í ritinu International livingw ar nýlega bent á þetta og les- endur fræddir um tilhlýði- lega framkomu á írskum krám. Þeir sem biðja um bjór með því að segja: „a bear, please,“ fá afgreiddan hálf- pott af Guinnes-bjór. Biðji þeir um bjórglas, a glass, fá þeir um 250 ml glas. Vilji þeir annars konar mjöð, þurfa þeir að tilgreina vöru- merkið. Kráargestum er ráðlagt að reka aldrei á eftir barþjóni þegar hann afgreiðir Guin- nes-bjór. „Það tekur tíma að afgreiða hann og þótt menn séu verulega þyrstir, er biðin þess virði og þeir sem ekki vita það af eigin reynslu, ættu alla vega að ekki að auglýsa það með því að reka á eftir þjóninum." ■ 4 Dýr og dægradvöl TÍVOLÍ-garðurinn í Kaupmanna- höfn laðar að sér nærri fjórar millj- ónir ferðamanna á ári og eru skemmti- og dýragarðar í Dan- mörku áberandi vinsælli en söfn og menningarstofnanir. Tímaritið Dansk turisme, sem danska ferða- málráðið gefur út, birti nýlega töl- ur yfir vinsælustu viðkomustaði ferðamanna í Danmörku og er Tí- volí vinsælastur allra. Dyrehavsbakk- en, þar sem bæði er dýra- og fjöl- skyldugarður, laðaði að yfír tvær milljónir ferða- manna á síðasta ári. Eilítið færri, eða um 1,2 millj- ónir fóru í Lególand og álíka marg- ir í dýragarð Kaupmannahafnar, sem reyndar nýtur vaxandi vin- sælda. Til samanburðar má geta þess að það safn sem flestir skoð- uðu á síðasta ári, Louisiana, fékk til sín um 600 þúsund gesti í fyrra og innan við 400 þúsund manns fóru í þjóðminjasafn Danmerkur. Helmingi færri heimsóttu Carls- berg-bjórverskmiðjuna, um 200 þúsund manns. ■ , íJ| Island Sækjum þaðheim! ÁHERSLUM verður breytt í ljósi reynslu af átakinu á síð- asta ári. Breyttar áherslur hjá Ferðamálaráði VERIÐ er að breyta áherslum í ferðaþjónustu á íslandi í ljósi reynslu af átakinu ísland-sækjum það heim í fyrra. Frá þessu er greint í síðasta tölublaði Ferðafrétta, sem Ferða- málaráð íslands gefur út. Þriggja manna vinnuhópur hefur mótað tillögur um hvernig haga beri auglýsingum og hvatningu. í vinnu- hópnum voru Helga Haraldsdóttir, forstöðumaður skrifstofu Ferða- málaráðs á Akureyri, Páll Þór Jóns- son frá Ferðamálasamtökum íslands og Sigrún Sigurðardóttir, sem var fulltrúi Reykjavíkurborgar. Komið til mðts við fatlaða í Ferðafréttum er haft eftir þeim að í umræðu um átakið ísland-sækj- um það heim hafi meðal annars komið fram gagnrýni um of mikinn kostnað í almennar auglýsingar. Minna hafi verið gert til að vekja athygli á einstökum stöðum eða þjónustu. Segir Helga Haraldsdóttir, í samtali við blaðið, að viðræður hafi verið hafnar við Sjálfsbjörgu með það fyrir augum að finna leiðir til að koma til móts við þarfir fatl- aðra á ferð um landið. Er það nefnt sem dæmi um það hvernig stefnt er að því að nálgast nýja markhópa. Trier - skemmtiieg menningarborg DORINT-hótelið í Trier við gamla borgarhliðið Porta Nigra. BORGIN Trier á bökkum Mosel er fyrir margra hluta sakir einhver sú áhugaverðasta á þessu svæði Evr- ópu. Þegar Rómveijar hinir fornu sóttu norður á bóginn fyrir meira en tvö þúsund árum völdu þeir borg- arstæðið, hófu byggingar og svo vel völdu þeir að þar sem hinn forni kjarni Trier stendur hefir aldrei orð- ið skaði af flóðum. Vatnavextir hafa á hinn bóginn skaðað mannvirki sem seinni tíma skipuleggjendur byggðu. Borgarhliðið sem enn stendur, Porta Nigra, var um aldir eina inn- gönguleiðin til Trier. Traustir borg- armúrar lágu frá hliðinu að öðrum byggingum sem enn standa en stein- bogabrú yfir ána Mosel auðveldaði ferðalög að og frá borginni. íhaldssamlr á fornar hefðir En Trier er meira en saga og menjar þótt merkilegar séu. Borgin og næsta umhverfi er í senn fagurt og vingjamlegt. Sjálfir telja íbúar borgarinnar sig íhaldssama á fomar hefðir og lífsstíl og það sama má segja um bændurna sem rækta vín- viðinn í hlíðum hæðanna og á bökk- um Mosel. í nágrenni Trier eru vin- gjarnleg sveitaþorp þar sem fólkið stundar hefðbundinn landbúnað og smáiðnað. Trier er elsta borg Þýskalands en hefir á síðari tímum unnið sér sess sem verslunar- og ferðamanna- borg. Auk þekktra stórverslana svo sem Kaufhalle, C & A, Herte og Karstad, svo nokkrar séu nefndar, er þar mikill fjöldi smærri búða sem selja jafnt tískuvörur sem og vand: aðan fatnað í hefðbundnum stíl. í miðborginni eru fjölmargir mat- staðir og vínstaðir enda Moselvínin ljúffeng. Aldrei hefir þó sá er þetta ritar séð þar vín á nokkrum manni. Andstœður mætast í Trier eru 18 hótel sem bjóða aðstöðu til funda- og ráðstefnu- halds. Meðal þeirra er Dorint Hotel sem stendur andspænis borgarhlið- inu Porta Nigra. Þarna mætast andstæður. Dorint-hótelbyggingin er ein sú nýjasta í miðborginni en borgarhliðið tvö þúsund ára gam- alt. í hótelbyggingunni, en þó ekki á vegum Dorint-hótelsins, er spila- banki þar sem oft er mikið um að vera. Vogun vinnur, vogun tapar og fyrir þá sem lítt þekkja til er fróðlegt að fylgjast með rúllettu og Black Jack. . Margir íslendingar sækja Trier heim og sumir þeirra þekkja án efa hótelstjórann á Dorint-hótelinu, Karel H. Hilkhuijsen, sem stjórnaði í áratugi Holliday Inn og síðan Hotel Pullman í Lúxemborg. Hann hefir nú söðlað um og ráðist til Doriant-hótelhringsins sem er sá næststærsti í Þýskalandi. Starfræk- ir einnig hótel í öðrum löndum Evr- ópu og Ameríku. Trier á það sammerkt með mörg- um minni borgum (íbúar eru um ein milljón) að verðlag er þar sýnu lægra en í stórborgunum. Það er máski þess vegna sem fólk t.d. frá Hoilandi og Belgíu sameinast í lang- ferðabíla og fer í verslunarferðir til þessa svæðis. Enda þótt þýska markið standi hátt gagnvart ís- lensku krónunni þá eru flestir hlut- ir þar tiltölulega ódýrir. Sama er um mat og gistingu. íslenskar ferðaskrifstofur hafa náð góðum samningum við hótel í Trier og sem dæmi má nefna að íþróttahópar frá íslandi dvöldu á Dorint Hotel í Tri- er um páskana. í Trier sameinast saga, verslun, skemmtun og menning. Og ekki er að spyrja að matargerð borgarbúa sem á sér langa hefð - svipað og vínræktin á bökkum Mosel og í hlíð- unum þar fyrir ofan. Sveinn Sæmundsson. Höfundur er fyrrum blaðafulltrúi Flugleiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.