Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Sagahará Benedorm ÞAÐ var mikið um íslendinga á Benidorm á Spáni um páskana. Og flestir hafa sjálfsagt komið við hjá henni Hörpu á SAGA BAR í miðjum bænum upp af Levante-ströndinni. Þarna rekur Harpa Heimisdóttir veitingastað með mat og drykk og þar þykir mörgum gott að geta komið og hitt aðra landa. Harpa segir það mest hafa verið af ævintýraþrá eða til að uppfylla draum að hún 1. september 1993 keypti þennan veitingastað. Hún hafði aldrei komið til Spánar, en sá auglýsingu um staðinn, sem ís- lensk stúlka hafði aðeins byijað með. Móðir hennar, Edda Scheving, danskennari, hjálpaði henni að komast af stað. Og hún var þama komin nú til að aðstoða dóttur sína strax og danskólanum og danssýn- ingunum var lokið heima 9. apríl. Harpa kvaðst ekki hafa varað sig á því að ekki voru eftir nema tveir mánuðir af háannatímanum 1993. En hann hefst á Benidorm um páskana, hvenær sem þeir era. Þá streyma að Spánveijar frá Madrid, Englendingar, Hollending- ar, Þjóðveijar og íslendingar og fleiri norðan að. Yfirleitt er allt lokað á vetuma, en þó opna sumir um jólin fyrir Spánveijana. Harpa sagði að líklega væra um 360 íslendingar á Alicante-svæðinu um páskana. Þijár ferðaskrifstofur gerðu þangað ferð, Heimsferðir, Ferðaskrifstofa Reykjavíkur og Samvinnuferðir Landsýn, auk þess sem margir íslendingar eiga eigin hús, einkum á tveimur stöðum í 60-100 km fjarlægð, og leggja stundum leið sína á staðinn til að fá sér drykk eða að borða. En opið er frá kl. 17 og fram eftir meðan viðskiptavinir endast. íslenskir kokkar Harpa kvaðst gera út á Islend- ingana, hefur íslenskan mat og fær físk að heiman með flugvélunum. A páskadag var hamborgarhrygg- ur fyrir þá sem vildu íslenska páskamáltíð og lambalæri á annan. Og þessar fínu heimalöguðu fiski- bollur vora á boðstólum eitt kvöld- ið. Auk þess sem þarna era að sjálf- sögðu aðrir réttir. í sumar leigir Harpa út eldhúsið. íslenskur kokk- ur, Fríða Gunnarsdóttir, og maður hennar Már Elísson, sem margir þekkja úr hljómsveitinni Upplyft- ingu, tóku eldhúsið á leigu og sjá alveg um matinn og innkaupin á hráefninu. Era upp á hlut. Matur- inn er allur nýlagaður á staðnum, en Harpa kvaðst hafa komist að raun um að flestir litlu staðirnir þarna fá verksmiðjulagaða rétti og hita upp eins og í flugvélum. Hún segir að Spánveijar séu rétt að byija að koma, en það taki að sjálf- sögðu tíma að kynna sig og láta vitnast hvað boðið er upp á. Þau hafa verið með hrefnukjöt í for- rétt, sem Spánveijunum fínnst mjög spennandi. Einnig íslenskur fískur. Á staðnum er alltaf íslensk tónlist af diskum, en Már Elísson tók með sér hljómborðið og getur boðið upp á lifandi tónlist í sumar. Harpa er útskrifaður þjónn, lærði á veitingastaðnum Við_ Sjávarsíð- una, starfaði svo í Ósló og á skemmtiferðaskipi í Karabíska haf- inu áður en hún kom heim og vann hjá Hótel Loftleiðum, þar til öllu starfsfólkinu var sagt þar upp. Hún kveðst ekki hafa kunnað neina spönsku þegar hún kom þama og því var hún úti í fyrravetur og er nú farin að tala málið. Þá er hún með spánskan þjón vegna spænsku gestanna, auk þess sem atvinnu- leysi er í landinu og það er ekki vel séð ef atvinnurekandi, sem hefur fengið rekstrarleyfi, ræður ekki eitt- hvert fólk af staðnum. Þá er þama starfandi íslenskur þjónn og í júní, júlí og ágúst þarf hún 3-4 við af- greiðsluna. Sjálf er Harpa alltaf á staðnum meðan opið er, enda þykir Islendingunum gott að leita til henn- ar um upplýsingar og ráð. Ekki kannski síst eldra fólkið, en væntan- „ Morgunblaðið/EPá Á BENIDORM eru langar sandstrendur, þar sem fólk liggur gjarnan daginn langan í sólinni og röltir um strandgötuna á kvöldin. HARPA Heimisdóttir ásamt móður sinni Eddu Scheving danskennara. KOKKARNIR Fríða Einars- dóttir og Már Elísson. legur var frá Islandi stór hópur eldri borgara eftir páskana. Ferðaskrif- stofa Reykjavíkur og Heimsferðir hafa sína kynningarfundi á SAGA BAR, svo ókunnugir á staðnum læra strax að rata þangað. Yndislegur strandbær Benidorm er yndislegur strand- staður með góðum, löngum sand- ströndum, göngugötum meðfram sjónum og mikið af alls konar veit- ingastöðum þar upp af. í kring og uppi í fjöllunum eru margir skemmtilegir bæir. Sólskin og ágætlega hlýtt var um páskana, um 23 stig á daginn og fór niður í 16 stig á nóttunni. En sveiflurn- ar geta orðið meiri. Sl. sumar var mjög heitt, næstum ólíft um miðj- an daginn þegar hitastigið fór í 38-40 stig með 80-90% raka. Á þeim tíma er mest af ungum ís- lendingum á ferð, sem vaka á nóttunni og sofa yfir heitasta tím- ann á daginn, eins og Harpa orð- aði það. Hún kvaðst sjálf kunna mjög vel við sig. Þarna væri mjög indælt að vera á sumrin. Hún kvaðst verða þarna áfrain meðan þetta gengur vel, eins og það gerði í fýrra, fyrsta heila sumarið hennar þama. Hún hefur verið að lagfæra og gera heilmikið fyrir staðinn til að gera hann notalegan. ^ Elín Pálmadóttir Lítið grætt á gðmlum vændiskonum YFIRVÖLD í Búdapest lýstu ný- lega áhuga á að setja upp löglegt vændishús, en skiptar skoðanir eru um ágæti hugmyndarinnar. Reut- er-fréttastofan hefur eftir lög- regluþjóni í borginni að óhjá- kvæmilega yrði mikill halli á rekstri slíkrar aðstöðu. Ungverskar vændiskonur væru ekki nógu lokk- andi til að laða að viðskiptavini, sem reiðubúnir væru að borga vel fyrir greiðann. Götuvændi í borginni mun vera all algengt og var hugmynd yfír- valda sú að hreinsa göturnar og komá starfsemi vændiskvenna undir löglegan vemdarvæng. Nýlega fjall- aði ungverska fréttastofan MTI um hugmyndir yfirvalda' og var þá m.a. rætt við IstVan Vital, lögreglustjóra, sem sagði: „Vændishús með þeim konum sem nú selja blíðu sína myndi aldrei bera sig. Til þess er aldur þeirra og útlit of óspennandi." MTI- fréttastofan segir einnig að fjöl- margir borgarbúar hafí lýst sig mótfallna hugmyndinni. ■ Morgunblaðið/Sverrir BRYNDÍS Torfadóttir, framkvæmdastjóri SAS á íslandi óskaði fyrstu farþegum sumarsins góðrar ferðar. SAS-aætlun í sumar SUMARÁÆTLUNARFLUG SAS hófst 11. apríl síðastliðinn, þegar flogið var til Kaup- mannahafnar. Sumaráætlun gildir til september og verður flogið tvisvar í viku, á þriðju- dögum og föstudögum, nema á tímabilinu 3. júní til 19. ágúst, þegar þriðja fluginu verður bætt við á laugardögum. Þjón- ustunet SAS nær til yfir 100 borga í Evrópu, Bandaríkj- anna, suður-Ameríku og Asíu. Félagið er í samstarfi við fjölda flugfélaga, sem gerir mögulegt að halda uppi þjónustu á um 350 áætlunarstöðum um allan heim. ■ FERÐIR UM HELGINA Ferðafélag íslands Kl. 18 í dag verður lagt af stað í helgar- ferð á Öræfajökul, sem er 2.119 metra hár. Gist verður í svefnpokaplássi að hofi. Ganga á jökul- inn fram og til baka tekur um 14 klukkustundir. Nauðsynlegt er að hafa brodda og ísaxir. Fararstjórar verða Anna Lára Friðriksdóttir og Torfi Hjaltason. Á morgun, laugardag, verður farið á Fimmvörðuháls. Gist verð- ur í skála Útivistar á Fimmvörðu- hálsi og komið til baka frá Þórs- mörk mánudaginn 1. maí. Á sunnudag verður farinn ann- ar áfangi náttúruminjagöngunn- ar, frá Valhúsarhæð. Leiðin ligg- ur um Ægissíðu að Fossvogs- bökkum vestan Kringlumýrar- brautar. Brottför er kl. 13 frá Mörkinni 6 og komið við á Um- ferðarmiðstöð', austanmegin. Þetta er kjörin gönguferð fyrir alla fjölskylduna. Útivist Á sunnudag verð- ur farin dagsferð á Blákoll austan Vífíls- fells. Þetta er létt fjallganga. Gott út- sýni er yfir upptök Leita- og Eldborgar- hrauns. Farið er frá BSÍ, bensínsölu og rútan stansar við Árbæjarsafn. Helgarferð Útivistar er á Snæ- fellsnes. Gengið verður á Snæfells- jökul og áhugaverðir staðir á Snæ- fellsnesi skoðaðir. Gist verður í svefnpokaplássi á Arnarstapa. I dag, föstudag, verður lagt af stað í 10 daga skíðaferð um Suður- jökla, í aldarminningu Guðmundar Einarssonar frá Miðdal. Ferðin hefst í Fljótshlíð. Þaðan liggur leið um Tindafjallajökul, Álftavatn, Hrafntinnusker, Kaldaklofsfjöll, Torfajökul, Stútslaug, Mælifells- sand, Mýrdalsjökul og Fimm- vörðuháls. Komið verður í Bása 6. maí þar sem slegið verður upp íjallamannaveislu. Gist verður í tjöldum og skálum. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.