Morgunblaðið - 28.04.1995, Page 1

Morgunblaðið - 28.04.1995, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1995 fUtfrgttitblðfót) ■ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL BLAD Sí .y'/$ý-iá f ^ V 1 ’’ 1* 1 ■ Morgunblaðið/Kristinn Guðmundur í viðræðum við Framara „ÉG hef verið í viðræðum við Fram að undan- förnu þess efnis að ég taki að mér þjálfun þeirra næsta vetur. Hvað kemur út úr þeim skýrist væntanlega á næstu dögum," sagði Guðmundur Guðmtmdsson, fyrrum þjálfari Aftureldingar í gærkvöldi, en orðrómur hefur verið í gangi síð- ustu daga um að hann ætti í viðræðum við for- ráðamenn Fram þess efnis að taka við þjálfun 2. deildar liðs félagsins næsta keppnistímabil. Guðmundur staðfesti ennfremur að hann hefði gefið stjórn Víkings afsvar við tilboði þeirra um að taka að sér þjálfun Víkinga næsta vetur. Tveir fóru holuíhöggi ARNAR Már Ólafsson, golfkennari og Sigurður Hafsteinsson kylfingur hjá Golfklúbbi Reykja- víkur fóru báðir holu i höggi á Vila Moura golf- völlunum í Portúgal. Þeir voru þar á ferð í æf- ingaferð landsliðsins sem nýkomið er heim eftir tiu daga æfingaferð. Arnar Már fór holu i höggi i fyrsta sinn á ævinni á Vila Moura velli númer þrjú þegar hann lék 133 metra holu á einu höggi. Mikili mótvindur var og Arnar notaði járnkylfu númer fimm. Sigurður náði sinu höggi sl. þriðju- dag áVila Moura I þegar hann notaði járnkylfu númer þijú á tiundu holu vallarins, 160 metra holu. Það högg var einnig í mótvindi en nokkuð hvasst var flesta dagana i Portúgal. Svíar treysta nú á íslendinga S VÍ AR verða nú að treysta alfarið á íslendinga ætli þeir sér að komast í úrslitakeppni Evrópu- móts landsliða i knattspyrnu. Eftir tapið gegn Ungveijum í Búdapest í fyrra kvöidi minnkuðu möguieikar þeirra til muna. Sænskir fjöimiðlar sögðu í gær að nú væru það aðeins íslendingar sem gætu bjargað heiðri bronsverðlaunahafanna frá HM því þeir kæmust ekki til Englands af eigin afli. „Islendingar verða að taka stig af Svisslendingum og Tyrkjum á Laugardalsvelli og við treystum þeim vel til þess,“ var sagt í sænska sjónvarpinu eftii- ieikinn. „Eins er það ljóst að Sviar verða að vinna alla þijá leiki sina sem eftir eru og þar á meðal Islendinga í Stokk- hólmi eftir rúman mánuð.“ Strákarnir lágu gegn Austurríki Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, segir línur hafa skýrst Gott að hafa skapað okkur svona mörg færi MAGNÚS A. Magnússon, línu- maður úr KR, er hér kominn í dauðafæri í æfingaleik landsliðs íslands skipað leikmönnum 21s árs og yngri gegn A — landsliði Austurríkis í Víkinni í gær- kvöldi. Þrátt fyrir að íslenska Iiðið léki oft á tíðum lipurlega saman í leiknum í gærkvöldi dugði það ekki gegn gestunum sem fóru með sigur af hólmi, 19:25. íslenska liðið hefur á und- anförnum lagt hart að sér við æfingar fyrir undankeppni HM sem fram fer í Portúgal 9. — 12. júní.. I kvöld leikur síðan A — lið Islands gegn Austurríkismönn- um í Kaplakrika og hefst viður- eign þeirra kl. 20. Islendingar léku við Pólveþa í Bikuben mótinu í Danmörku í gærkvöldi og sigrðu með tveggja marka mun, 23:21. Þorbergur Aðal- steinsson, landsliðsþjálfari, var ánægður með leikinn gegn Pólveij- um og sigurinn. „Við komumst í 17:10 og sköpuð- um okkur færi allan tímann sem ég er ánægður með. Hins vegar lentum við í því að það er þrisvar dæmd lína á Gústa í opnum færum, tvisvar á Valda og auk þess fáum við tvisv- ar dæmdan á okkur ruðning. Þetta gerði útslagið um að við sigruðum ekki með meiri mun.“ Þjálfarinn sagðist aldrei tjá sig um dómara en leikmennirnir væru sannfærðir um að í fyrrnefndum atriðum hafi rangt verið dæmt. „Það er líka alltaf erfitt að „mótivera" lið til að keyra á fullu gegn liði sem hefur verið að tapa með miklum mun. Því vantaði okkur neista en Pólveijarnir börðust vel og spiluðu mun betur en í hinum leikjunum." Þjálfarinn sagði að mótið hefði verið mjög mikilvægt. „Það eru komnar skýrari línur í leik liðsins og við skorum nóg. Leikirnir hafa sýnt okkur að ef við viljum spila góðan handbolta þá getum við það en þetta er vinna og aftur vinna." Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska liðsins, var eins og aðrir ánægður með sigurinn en sætti sig ekki við miðkaflann í seinni hálfleik. „Mótspyrna Pólveijanna kom í sjálfu sér ekki á óvart því þeir geta meira en þeir sýndu í tveimur fyrstu leikjunum og eru ekki eins slakir og margi halda. Ég sagði fyrir leikinn að allt tal um 10 eða 15 marka sig- ur værl vitleysa því ég vissi að Pól- veijarnir gætu ýmislegt sem kom á daginn. En það er alvarlegt mál að missa 17:10 niður í ekkert og í lok- in var þetta spurning um hvort við næðum stigunum eða ekki. Þetta sýnir okkur að við erum bestir þegar við einbeitum okkur á fullu og allir gefa allt. Við erum ekki með lið sem getur leyft sér að slaka á.“ Mönnum var tíðrætt um dómar- ana og Geir sagði að þeir hefðu ver- ið slakir. „Ég veit um fjölmarga ranga dóma í leiknum og boltinn var oft ranglega dæmdur af okkur í dauðafærum. Þeir dæmdu mjög illa og kom það niður á báðum liðum en við vorum heldur ekki nógu ein- beittir." ■ Mörg færi / C2 KARATE: HJALTISTÓD SIG VEL Á MÓTI í ÞÝSKALANDI / C4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.