Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 4
PtrgmlMtelitö SKVASS Kim Magnús Nielsen tók þátt.í Opna breska meistaramótinu Algjört ævintýri KIM Magnús Nielsen tók á dögunum fyrstur íslendinga þátt íOpna breska meistara- mótinu í skvassi, en þetta er stærsta og sterkasta mót sem haldið er í íþróttinni og því mikil upplifun fyrir Kim að taka þátt í mótinu að hans sögn. Þetta var algjört ævintýri fyrir mig, bæði að keppa og ekki síður að fá að fylgjast með, æfa og ræða við allt fólkið sem teng- ist mótinu, bæði skipuleggjendur og keppendur," sagði Kim Magn- ús í samtali við Morgunblaðið. Mótið fór fram í Cardiff og voru keppendur um 200 talsins. „Undankeppnin var leikin í fjöl- nota íþróttahúsi en þegar komið var í 32ja manna úrslit var farið í stóra íþróttahöll og þar voru settir upp tveir vellir með gler- veggjum þannig að áhorfendur gátu fylgst vel með. Það var rosalega gaman að fylgjast með keppninni og þarna sá maður marga góða leiki. Úr- slitaleikurinn sjálfur var samt ekkert sérstakur, undanúrslita- leikirnir voru miklu betri. Jansher Khan frá Pakistan sigraði fjórða árið í röð, en hann hefur orðið heimsmeistari síðustu sex árin. Hann rúllaði yfir Englendinginn Peter Marshall. Marshall er nokk- uð sérstakur skvassspilari því hann leikur með báðum höndum, svipað og í tennis, og ástæðan er að hann var svo lítill þegar hann byrjaði að hann réði ekki við spað- ann. Khan vann Rodney Eylees frá Ástaralíu, sem er númer þrjú á heimslistanum, í undanúrslitum 3:1 en hinum megin vann Mars- hall, sem er númer tvö á listanum, Brett Martin frá Ástraiíu, en hann er númer fjögur á listanum. Mart- in þessi tapaði fyrir Khan í undan- úrslitum í fyrra. í kvennaflokki rúllaði Michelle Martin, systir Brett, yfír Liz Iarw- in og var þetta þriðji sigur hennar KEPPT var á tvelmur vðllum með glerveggjum þannlg að fjöldi áhorfenda gat fylgst vel með gangl mála. í röð á þessu móti. Bróðir þeirra varð heimsmeistari árið 1989 en er nú númar átta á heimslistan- um," segir Kim Magnús þegar hann rifjar upp gang mála á mót- inu sjálfu. En æfingarpar voru einnig mjög skemmmtilegar og það kom honum á óvart að hann fékk að æfa í keppnissölunum, áður en keppnin hófst á daginn. „Ég var KIM Magnús sagðl að það hefðl verlð rosalega gaman að fylgjast með keppnlnnl. ur að koma hingað og einnig Chris Walker, sem er númer sex á heimslistanum. Norman varð frægur þegar hann varð heims- meistari 1986, en þá vann hann Jahangir Khan sem hafði sigrað í 550 leikjum í röð. Það yrði rosa- lega gaman að fá þessa spilara hingað. Jansher Khan kom hingað árið 1992 sem heimsmeistari og það var alveg ótrúlegt, við lifum ennþá á þeirri heimsókn. Salirnir í Veggsporti eru mjög góðir og standast samanburð við þá sali sem ég hef séð eriendis. Við þurfum því ekki að kvarta undan aðstöðunni og ég held að við ættum að geta fengið fræga spilara til að koma hingað. Marg- ir hafa heyrt um Norðurljósamót- ið sem við héldum í febrúar og hafa áhuga á að koma. Vonandi verður af því," sagði Kim Magnús. íslandsmótið um heigina íslandsmótið í skvassi fer fram í Veggsporti að Stórhöfða 17 um helgina og hefst í kvöld kl. 20. Keppt verður í átta flokkum, þar af fimm unglingaflokkum en aldr- ei áður hefur veriðkeppt í svo mörgum flokkum á íslandsmóti í skvassi. Keppni í unglingaflokki fer fram á sunnudag og hefst kl. 11.00. Keppni í meistaraflokkum mun væntanlega ljúka um kl. 16 á laugardag. að ræða við menn í alþjóðanefnd- inni þegar þeir buðu mér að æfa í sölunum og það J>urfti ekki að suða neitt í mér. Eg æfði meðal annars með Paul Johnson frá Englandi sem er 1 23. sæti á heimslistanum. Ég hitti marga þarna og ræddi við þá, meðal annars um að koma hingað til lands og keppa. Ross Norman frá Nýja Sjálandi er volg- KARATE FOLK ¦ JIMMY White tryggði sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramóts- ins í snóker með því að vinna John Parrott 13:11 í 8-manna úrslitum. Hann mætir heimsmeistaranum Stephen Hendry, sem vann Ronnie O'Sullivan, í undanúrslitum. í hinum undanúrslitaleiknum mætast Nigel Bond og Andy Hicks. ¦ STEPHEN Hendry hóf að leika við Jinnny White í undanúrslitunum í gær og náði þá m.a. 147 í einu stuði og fékk fyrir það 14,8 milljónir í verðlaun. Hann er aðeins þriðji spil- arinn sem nær svo háu stuði í 19 ára sögu heimsmeistarakeppninnar í Sheffield og það tók hann aðeins 11 mínútur og 48 sekúndur að hreinsa borðið. Hendry hafði yfír, 8:7, er hlé var gert á leiknum en þeir halda áfram í dag. ¦ STÖÐ 2 verður með beinar út- sendingar frá úrslitakeppni NBA- deildarinnar eins og í fyrra. Fyrri hluta maí mánaðar verða sýndir vik- ugamlir leikir á sunnudögum og síð- an beinar útsendingar síðari hluta maí mánaðar. Allir úrslitaleikirnir, sem áætlað er að hefjist 7. júní, verða í beinni útsendingu. ¦ ANDONI Zubizarreta, mark- vörður Spánverja, lék 100. íandsleik sinn í fyrra kvöld er Spánverjarsigr- uðu Armena 2:0 í undankeppni Evr- ópumótsins. ¦ PAUL Warhurst, sem Black- burn Rovers keypti frá Sheffield Wednesday á 2,7 milljónir punda fyrir tveimur árum, fótbrotnaði í annað sinn á 18 mánuðum á æfíngu á þriðjudag og leikur ekki meira með Blackburn á þessu tímabili. PILUKAST NM hér á landi um helgina Norðurlandamótið í pílukasti verður haldið hér á landi um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem Norðurlandamót^ í þessari íþrótta- grein fer fram á íslandi. Mótið verð- ur haldið í stóra ráðstefnusalnum á Scandic Hótel Loftleiðum og eru keppendur 80 talsins og koma frá Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku auk íslands. í beinu framhaldi af Norður- landamótinu verður haldið annað mót, Opna Norðurlandamótið og fer sú keppni fram á sama stað á mánu- daginn. Hjalti Ólafsson bestur á þýsku móti Hjalti Ólafsson karatemaður, sem keppir í -80 kg flokki, stóð sig vel á alþjóðlegu móti í Þýskalandi um síðustu helgi. Hann keppti þar með þýska karatefélag- inu Bad Bramstedt, sem lenti í öðru sæti á mótinu, næst á eftir ensku liði. Hjalti vann allar viðureignir sín- ar og var sá eini sem gerði það í mótinu og var í lokin útnefndur maður mótsins. Hjalti sagði að þýska félagið hefði boðið sér að vera með í þessu móti eftir góða frammistöðu hans á opna danska meistaramótinu í janúar. „Ég vann Þjóðverja í úrslitum í Danmörku og það vakti athygli og í framhaldi að því buðu þeir mér til Þýskalands og ég æfði með félaginu í hálfan mánuð fyrir mótið um síð- ustu helgi. Það var mjög gaman að taka þátt í þessu móti og ég vann alla andstæðinga mína nokkuð ör- ugglega," sagði Hjalti. Þjóðverjarnir voru svo ánægðir með Hjalta að þeir gáfu honum bik- arinn sem félagið fékk fyrir annað sætið. Þeir sögðu að það væri honum að þakka að liðið næði þe^ssum ár- angri. Hjalti stefnir nú að þátttöku í Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Finnlándi 5. - 7. maí. Halldór Svavarsson, sem er við nám í Finn- landi, verður einnig meðal keppenda þar. „Ég ætla að standa mig vel á Evrópumótinu og ætla mér á verð- launapall," sagði Hjalti sem er í karatefélaginu Þórshamri. Morgunblaðið/Þorkell HJALTI Ólafsson er hér með blkarlnn sem þýska félagið Bad Bramstedt gaf honum í þakklætisskyni fyrir góðan árangur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.