Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 1
72 SIÐUR LESBOK/C/D STOFNAÐ 1913 96. TBL. 83. ARG. LAUGARDAGUR 29. APRIL1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Mikið mann- tjón í gas- sprengingu SUÐUR-kóreskur karlmaður virðir fyrir sér leifar strætis- vagns sem brann í gasspreng- ingunni í borginni Taegu í suð- urhluta landsins í gær. Um- hverfis bifreiðina og allt í kring liggja sundurtætt bílflök og málmstykki sem þeyttust í allar áttir í sprengingunni með þeim afleiðingum að yfir 100 manns biðu bana, rúmlega helmingur- inn unglingar á leið í skóla. Flestir létust er þeir urðu fyrir skæðadrífu fljúgandi málm- stykkja. Skæðadrífa málmstykkja dró flesta til dauða/19 • • Reuter Bandaríkin Hægirá hagvexti Washington. Reuter. MINNI neysla olli því, að hag- vöxtur í Bandaríkjunum minnk- aði verulega á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Vegna þess hafa óseldar birgðir hlaðist upp hraðar en í meira en áratug. Hagvöxtur/á fyrsta fjórðungi þessa árs var 2,8% en var 5,1% á síðustu þremur mánuðum 1994. Er þetta minnsti ársfjórð- ungsvöxtur í hálft annað ár og allnokkru minni en spáð hafði verið. Þá er birgðasöfnun talin valda því, að enn dragi úr hag- vexti á öðrum ársfjórðungi. Auk minni hagvaxtar eru ýmis merki um, að verðbólga sé að aukast en hún mældist 3,1% á fyrstu mánuðum ársins. Ovíst að vonir Jeltsíns um vopnahlé í Tsjetsjmju 9. maí rætist Vilja að Clinton mót- mæli „grimmd" Rússa Moskvu. Reuter. VOPNAHLÉIÐ, sem Rússar lýstu yfir í Tsjetsjníju í fyrradag, fór út um þúfur eftir að hafa staðið að- eins í nokkrar klukkustundir. Kváð- ust Rússar hafa neyðst til að svara tveimur árásum tsjetsjenskra að- skilnaðarsinna en töldu ekki útilok- að, að um hefði verið að ræða ein- angraða atburði. Mannréttinda- samtök í Bandaríkjunum hafa skor- að á Bill Clinton, forseta Bandaríkj- anna, að mótmæla „grimmdarverk- um" Rússa í Tsjetsjníju. Pavel Gratsjov, varnarmálaráð- herra Rússlands, sagði í viðtali við rússnesku fréttastofuna Interfax, að tilkynning Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, um vopnahléið hefði augljóslega farið framhjá einhverj- um. Hann kvaðst vona, að það yrði virt en það á að standa til 12. maí. Gestkvæmt í Moskvu 9. maí Jeltsín ákvað vopnahléið í von um, að bardagar lægju niðri meðan á hátíðahöldunum stendur 9. maí en þá munu Rússar minnast þess, að hálf öld er liðin frá sigri banda- manna á Þjóðvérjum í síðari heims- styrjöld. Um 50 þjóðhöfðingjar víðs vegar að munu þá verða í Moskvu. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch í New York skoruðu í gær á Clinton Bandaríkjaforseta að nota Moskvuheimsóknina 9. maí til að mótmæla „grimmdarverkum" rússneskra hermanna í Tsjetsjníju og hóta Moskvustjórninni efna- hagslegum refsiaðgerðum yrði þeim haldið áfram. Segja þau, að Tsjetsjníjustríðið eigi sér varla hlið- stæðu á síðari tímum fyrir grimmd enda meti „rússneskir hermenn líf óbreyttra borgara einskis". „Orðug- leikar" hjá EES Brussel. Reuter. AÐEINS ein ákvörðun var tekin á fundi sameiginlegu EES- nefndarinnar í Brussel í gær og var borið við áframhaldandi „tæknilegum örðugleikum". Olli það vonbrigðum meðal fulltrúa EFTA-ríkjanna en þeim hefur helst skilist, að um sé að ræða einhver þýðingavandamál hjá framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, ESB. í sameiginlegu EES-nefndinni sitja fulltrúar framkvæmdastjórn- arinnar, ESB-ríkja og EFTA-ríkj- anna og er það verkefni hennar að sjá til þess að ESB-reglur komi til framkvæmda innan EES, Evr- ópska efnahagssvæðisins. EFTA- ríkm eru nú aðeins tvö, Noregur og ísland, og verða þjóðþing þeirra ávallt að samþykkja viðkomandi ESB-reglur. Málin hrannast upp Að sögn eins embættismanns EFTA hafa óafgreidd mál varð- andi EES hrannast upp að undan- förnu en hann vildi ekki tjá sig um þýðingarvandann, sem emb- ættismenn ESB bera fyrir sig. Að þeirra sögn eru það þýðingar á Evrópusambandsskjölum yfir á finnsku og sænsku sem hafa tafið fyrir störfum í sameiginlegu nefndinni. Eivinn Berg, sendiherra Noregs hjá ESB, hefur rætt þetta mál við fulltrúa Finna í framkvæmda- stjórninni, Erkki Liikanen, og hann segir, að betur verði að ganga á næsta fundi nefndarinnar 19. maí. Eina málið, sem fékkst afgreitt í gær, var um einkaleyfis- skráningu. Evrópskir pappírsframleiðendur Asakanir um hringamyndun Helsinki, Brussel. Reuter. GERÐ var húsleit í gær hjá nokkr- um pappírsframleiðendum í Finn- landi en Evrópusambandið, ESB, hefur hafíð rannsókn á því hvort evrópskir pappírsframleiðendur hafi sammælst um að hækka verð á dagblaðapappír umfram það, sem eðlilegt getur talist. Nær rannsókn- in til 40 fyrirtækja í sjö löndum. Starfsmenn finnsku sam- keppnisstofnunarinnar skoðuðu bókhald þriggja fyrirtækja og einn- ig samtaka finnskra pappírsfram- leiðenda og sams konar rannsókn hefur farið fram hjá fyrirtækjum í Svíþjóð. Talsmenn fyrirtækjanna vísa hins vegar á bug ásökunum um hringamyndun og segjast raun- ar fagna rannsókninni. Segja þeir, að verðhækkunin stafi eingöngu af aukinni eftirspurn og benda á, að þrátt fyrir hana sé verðið enn lægra en það var 1991. Segir rannsóknina byggða á gögnum Karel Van Miert, sem fer með samkeppnismál í framkvæmda- stjórn ESB, skýrði frá rannsókninni fyrr í vikunni og sagði, að hún byggðist á gögnum, sem komið hefðu í ljós við athugun á nokkrum fyfirtækjum. Sagði hann, að ábend- ingar hefðu komið fram um „svik- samlegt athæfi" sumra pappírs- framleiðenda og grunsemdir um hringamyndun. Fyrrnefnd 40 fyrir- tæki eru í Bretlandi, Svíþjóð, Finn- landi, Frakklandi, Austurríki, ítalíu og Þýskalandi. Reuter Saddam Hussein 58 ára SADDAM Hussein, forseti íraks, átti 58 ára afmæli í gær og var mikið um dýrðir víða um landið af því tilef ni. Um 100.000 manns söfnuðust saman í fæðingarbæ hans og hétu að fórna lífinu fyrir afmælis- barnið ef með þyrfti. Allir fjölmiðlar í landinu sungu Saddam lof og prís, fæðing- ardagur leiðtogans væri hátiðlegur öllum írökum, hann væri hin eilífa uppspretta landsins og milli atriða í sjónvarpinu söng barnakór um „föður Saddam". Almenn- ingur í írak þjáist af hungri og vannær- ingu, meðal annars vegna refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna, en Saddam hefur hafnað boði um takmarkaða olíusölu til að bæta úr skortinum. Saddam lagði í gær hornstein að tveimur moskum í Bagdad og önnur sögð sú stærsta í sögu íslams.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.