Morgunblaðið - 29.04.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 29.04.1995, Síða 1
72 SIÐUR LESBOK/C/D 96. TBL. 83. ÁRG. LAUGARDAGUR 29. APRÍL1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Mikið mann- tjón í gas- sprengingu SUÐUR-kóreskur karlmaður virðir fyrir sér leifar strætis- vagns sem brann í gasspreng- ingunni í borginni Taegu í suð- urhluta landsins í gær. Um- hverfis bifreiðina og allt í kring liggja sundurtætt bílflök og málmstykki sem þeyttust í allar áttir í sprengingunni með þeim afleiðingum að yfir 100 manns biðu bana, rúmlega helmingur- inn unglingar á leið í skóla. Flestir létust er þeir urðu fyrir skæðadrífu fljúgandi málm- stykkja. ■ Skæðadrífa málmstykkja dró flesta til dauða/19 Bandaríkin Hægir á hagvexti Washington. Reuter. MINNI neysla olli því, að hag- vöxtur í Bandaríkjunum minnk- aði verulega á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Vegna þess hafa óseldar birgðir hlaðist upp hraðar en í meira en áratug. Hagvöxtur á fyrsta fjórðungi þessa árs var 2,8% en var 5,1% á síðustu þremur mánuðum 1994. Er þetta minnsti ársfjórð- ungsvöxtur í hálft annað ár og allnokkru minni en spáð hafði verið. Þá er birgðasöfnun talin valda því, að enn dragi úr hag- vexti á öðrum ársfjórðungi. Auk minni hagvaxtar eru ýmis merki um, að verðbólga sé að aukast en hún mældist 3,1% á fyrstu mánuðum ársins. Reuter Óvíst að vonir Jeltsíns um vopnahlé í Tsjetsjmju 9. maí rætist Vilja að Clinton mót- mæli „arrimmd“ Rússa Moskvu. Reuter. VOPNAHLÉIÐ, sem Rússar lýstu yfir í Tsjetsjníju í fyrradag, fór út um þúfur eftir að hafa staðið að- eins í nokkrar klukkustundir. Kváð- ust Rússar hafa neyðst til að svara tveimur árásum tsjetsjenskra að- skilnaðarsinna en töldu ekki útilok- að, að um hefði verið að ræða ein- angraða atburði. Mannréttinda- samtök í Bandaríkjunum hafa skor- að á Bill Clinton, forseta Bandaríkj- anna, að mótmæla „grimmdarverk- um“ Rússa í Tsjetsjníju. Pavel Gratsjov, varnarmálaráð- herra Rússlands, sagði í viðtali við rússnesku fréttastofuna Interfax, að tilkynning Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, um vopnahléið hefði augljóslega farið framhjá einhverj- um. Hann kvaðst vona, að það yrði virt en það á að standa til 12. maí. Gestkvæmt í Moskvu 9. maí Jeltsín ákvað vopnahléið í von um, að bardagar lægju niðri meðan á hátíðahöldunum stendur 9. mai en þá munu Rússar minnast þess, að hálf öld er liðin frá sigri banda- manna á Þjóðvéijum í síðari heims- styrjöld. Um 50 þjóðhöfðingjar víðs vegar að munu þá verða í Moskvu. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch í New York skoruðu í gær á Clinton Bandaríkjaforseta að nota Moskvuheimsóknina 9. maí til að mótmæla „grimmdarverkum" rússneskra hermanna í Tsjetsjníju og hóta Moskvustjórninni efna- hagslegum refsiaðgerðum yrði þeim haldið áfram. Segja þau, að Tsjetsjníjustríðið eigi sér varla hlið- stæðu á síðari tímum fyrir grimmd enda meti „rússneskir hermenn líf óbreyttra borgara einskis". „Orðug- Ieikar“ hjá EES Brussel. Reuter. AÐEINS ein ákvörðun var tekin á fundi sameiginlegu EES- nefndarinnar í Brussel í gær og var borið við áframhaldandi „tæknilegum örðugleikum". Olli það vonbrigðum meðal fulltrúa EFTA-ríkjanna en þeim hefur helst skilist, að um sé að ræða einhver þýðingavandamál hjá framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, ESB. I sameiginlegu EES-nefndinni sitja fulltrúar framkvæmdastjórn- arinnar, ESB-ríkja og EFTA-ríkj- anna og er það verkefni hennar að sjá til þess að ESB-reglur komi til framkvæmda innan EES, Evr- ópska efnahagssvæðisins. EFTA- ríkin eru nú aðeins tvö, Noregur og ísland, og verða þjóðþing þeirra ávallt að samþykkja viðkomandi ESB-reglur. Málin hrannast upp Að sögn eins embættismanns EFTA hafa óafgreidd mál varð- andi EES hrannast upp að undan- förnu en hann vildi ekki tjá sig um þýðingarvandann, sem emb- ættismenn ESB bera fyrir sig. Að þeirra sögn eru það þýðingar á Evrópusambandsskjölum yfir á finnsku og sænsku sem hafa tafið fyrir störfum í sameiginlegu nefndinni. Eivinn Berg, sendiherra Noregs hjá ESB, hefur rætt þetta mál við fulltrúa Finna í framkvæmda- stjórninni, Erkki Liikanen, og hann segir, að betur verði að ganga á næsta fundi nefndarinnar 19. maí. Eina málið, sem fékkst afgreitt í gær, var um einkaleyfis- skráningu. Evrópskir pappírsframleiðendur Asakanirum hringamyndun Helsinki, Brussel. Reuter. GERÐ var húsleit í gær hjá nokkr- um pappírsframleiðendum í Finn- landi en Evrópusambandið, ESB, hefur hafið rannsókn á því hvort evrópskir pappírsframleiðendur hafi sammælst um að hækka verð af aukinni eftirspurn og benda á, að þrátt fyrir hana sé verðið enn lægra en það var 1991. Segir rannsóknina byggða á gögnum á dagblaðapappír umfram það, sem eðlilegt getur talist. Nær rannsókn- in til 40 fyrirtækja í sjö löndum. Starfsmenn fínnsku sam- keppnisstofnunarinnar skoðuðu bókhald þriggja fyrirtækja og einn- ig samtaka fínnskra pappírsfram- leiðenda og sams konar rannsókn hefur farið fram hjá fyrirtækjum í Svíþjóð. Talsmenn fyrirtækjanna vísa hins vegar á bug ásökunum um hringamyndun og segjast raun- ar fagna rannsókninni. Segja þeir, að verðhækkunin stafi eingöngu Karel Van Miert, sem fer með samkeppnismál í framkvæmda- stjórn ESB, skýrði frá rannsókninni fyrr í vikunni og sagði, að hún byggðist á gögnum, sem komið hefðu í ljós við athugun á nokkrum fyfirtækjum. Sagði hann, að ábend- ingar hefðu komið fram um „svik- samlegt athæfi“ sumra pappírs- framleiðenda og grunsemdir um hringamyndun. Fyrrnefnd 40 fyrir- tæki eru í Bretlandi, Svíþjóð, Finn- landi, Frakklandi, Austurríki, Ítalíu og Þýskalandi. Reuter Saddam Hussein 58 ára SADDAM Hussein, forseti íraks, átti 58 ára afmæli í gær og var mikið um dýrðir víða um landið af því tilefni. Um 100.000 manns söfnuðust saman í fæðingarbæ hans og hétu að fórna lífinu fyrir afmælis- barnið ef með þyrfti. Allir fjölmiðlar í landinu sungu Saddam lof og prís, fæðing- ardagur leiðtogans væri hátíðlegur öllum Irökum, hann væri hin eilífa uppspretta landsins og milli atriða i sjónvarpinu söng barnakór um „föður Saddam“. Almenn- ingur í írak þjáist af hungri og vannær- ingu, meðal annars vegna refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna, en Saddam hefur hafnað boði um takmarkaða olíusölu til að bæta úr skortinum. Saddam lagði í gær hornstein að tveimur moskum í Bagdad og önnur sögð sú stærsta í sögu íslams.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.