Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ I FRÉTTIR Hryssa datt og braut höfuðbein á fimm stöðum A skurðar- borðinu í 2 tíma ELLEFU vetra hryssu, sem datt og braut höfuðbein að kvöldi skírdags, heilsast nú eftir atvikum. „Það kom hlaupandi laus hestur og fólk á eftir. Hryssan er vi\jug og tók sprettinn, við það lendir hún í holu á reiðgötunni og steypist niður,“ segir Sigurður Sigurðsson eigandi Freyju, sem er undan Gusti frá Höfða. Tók eng- inn eftir því í fyrstu að hryssan hefði brotið sig. „Hún var með blóðnasir og það vorum við að hugsa um,“ segir Sig- urður en áverkinn var falinn undir ennistoppnum. Daginn eftir kom í ljós að brotnað höfðu höfuðbein og því brugðið áþað ráð að reyna aðgerð á skepnunni á páskadag. „Það var ekki um annað að ræða en að reyna þessa aðgerð eða leyfa henni að hvíla sig fyrir fullt og allt. Þetta var opið inn undir húð og gekk hún til eins og fýsibelgur þegar hryssan andaði,“ segir Þorvaldur Hlíðdal Þórð- arson dýralæknir sem spengdi brotið ásamt kollega sínum Katrínu Harðar- dóttur. Frekar erfið aðgerð Telur hann að höfuð Freyju hafi rek- ist í steinnybbu eða eitthvað álíka hart en bein hryssunnar brotnuðu yfir ennis- holum, rétt ofan við og til hliðar við Morgunblaðið/Anna FREYJA var á skurðarborðinu í 2‘/2 tíma. hægra auga, á fimm stöðum. Þorvaldur hefur ekki gert slíka aðgerð áður. „Ég myndi segja að þetta hafi verið frekar erfið aðgerð. Freyja var hjá okk- ur á skurðarborðinu í 2'/2 tima og ég myndi segja sem svo að aðgerðin hafi tekist vel eftir atvikum. Yið reyndum að átta okkur á því hvemig brotin vom því nokkur þeirra höfðu fallið alveg inn í ennisholuna og önnur lágu laus og spengdum þetta með þremur járnplötum og skrúfum,“ segir hann. Læknirinn telur hugsanlegt að hryss- an geti orðið fyrir óþægindum. „Það verður bara að koma í ljós. Þessi bein eru lengi að gróa og ég reikna með tveimur til þremur mánuðum þar til ég sé endanlega hvemig þetta fer. Ástand- ið er eins gott og hægt er að hugsa sér, ég hef heimsótt merina annan til þriðja hvem dag og hefur hún hresst á þeim tíma. Það varð eftir örlítil hola sem á eftir að fyllast en þetta horfir vel,“ seg- ir Þorvaldur en hann býst ekki við að Freyja verði notuð til útreiða framan af sumri. Verðtryggðir útlánsvext- ir hækka um 0,35-0,7% BANKAR og sparisjóðir hækka verð- tryggða útlánsvexti sína á vaxta- breytingardegi 1. maí um 0,35%- 0,70% í kjölfar þeirrar hækkunar sem orðið hefur á ávöxtunarkröfu spari- skírteina í útboði í vikunni og á eftir- markaði eftir að Seðlabanki íslandi hækkaði kauptilboð sín í spariskír- teini um allt að 0,55 prósentustig. íslandsbanki hækkar vextina mést, um 0,70 prósentustig, Landsbanki og Búnaðarbanki hækka um 0,35 prósentustig og sparisjóðimir um 0,45 prósentustig. Að auki hækkar íslandsbanki óverðtryggða vexti sína á skuldabréfum, víxlum og yfirdrátt- Bjór lækkar á þriðjudag NÝTT verð á bjór tekur gildi á út- sölustöðum ÁTVR á þriðjudag vegna niðurfellingar 35% innflutn- ingsgjálds frá og með 1. maí. Sex dósa kippa af Budweiser-bjór lækkar úr 960 í 860 krónur eða um 10,42%. Kippan af Heineken-bjór (50 cl dósir) lækkar úr 1.270 í 1.140 kr. eða um 10,24%. Kippan af Beck’s-bjór (50 cl dósir) lækkar úr 1.130 í 1.040 kr. eða um 7,95%. Holstein-bjór (50 cl dósir) lækkar úr 1.140 í 1.050 kr. eða 7,89%. Egils gull (50 cl dósir) lækkar úr 1.020 í 950 kr. eða um 6,86%. Löw- enbráu-kippa (33 cl dósir) lækkar úr 820 í 790 kr. eða um 3,66%. Egils gull-bjórkútur (19 lítra) lækkar úr 6.380 í 6.200 krónur eða um 2,82%. Löwenbráu-kútur (30 lítra) lækkar úr 10.200 í 9.860 kr. eða um 3,33%. Bitburger-kútur (50 Bjórinn lækkar Kippa Verðið Verðið Lækkun (6x0,51) var verður % Budweiser 960 860 10,42 Heineken 1.270 1.140 10,24 Beck’s 1.130 1.040 7,95 Holstein 1.140 1.050 7,89 Eqils qull 1.020 950 6,86 Löwenbráu m 820 790 3,66 Bjórkútar Bitburger (501)17.470 15.620 10,59 Beck’s (50 o 16.110 15.180 5,77 Löwen (301) 10.200 9.860 3,33 Egils gull (i9tj 6.380 6.200 2,82 lítra) lækkar úr 17.470 í 15.620 krónur eða um 10,59%. Beck’s-kút- ur (50 lítra) lækkar úr 16.110 í 15.180 krónur eða um 5,77%. arlánum um 0,70 prósentustig. Þá hækka einnig verðtryggðir innláns- vextir um 0,1-0,5 prósentustig, mis- munandi eftir bönkum og hvað innl- ánin eru bundin lengi. Eftir breytingarnar eru kjörvextir verðtryggðra útlána hæstir í íslands- banka, 6,20%, og hæstu vextir eru 10,95%. Kjörvextir eru lægstir í Landsbanka, 5,80%, og hæstu vextir eru 10,55%. Kjörvextir í Búnaðar- banka eru 5,85% og hæstu vextir 10,60%. Kjörvextir sparisjóða verða 5,95% og hæstu vextir eru 10,70%. Aðlögun að markaðsvöxtum Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri í Landsbanka íslands, sagði að breytingar á vöxtum bank- ans væru aðlögun að markaðsvöxt- um. Hækkun á vöxtum verðtryggðra útlána um 0,35% þýddi að kjörvextir færu úr 5,45% í 5,80%. „Við erum á sama tíma að hækka Landsbækur, sem eru verðtryggð innlánsform með 1-5 ára binditíma, um 0,1%. Það má bæta því við að 1. febrúar hækkuðum við þriggja og fimm ára Landsbækur um 0,25% og 1. mars hækkuðum við 5 ára Landsbækur um 0,15%, þannig að þær hafa hækkað um samtals 0,5% þegar þetta tvennt er lagt sam- an. Á sama tíma hækkum við útláns- vexti lítillega og fyrst og fremst í samræmi við þær breytingar sem hafa verið á markaði að undanfömu, sem þýðir að við erum ekki að hækka vaxtamun á árinu,“ sagði Brynjólfur. Valur Valsson, bankastjóri ís- landsbanka, sagði að markaðsvextir hefðu farið hækkandi og vextir á skuldbindingum til langs tíma hefðu hækkað um 0,7-0,9% á undanfömum mánuðum. „Við teljum að við þurfum að fylgja markaðsvöxtum eins og Seðlabankinn og ríkissjóður hafa einnig gert réttilega," sagði Valur. Hann sagði aðspurður að þessar vaxtabreytingar endurspegluðu það sem hefði verið að gerast. íslands- banki seldi mikið af bankavíxlum og bankabréfum og því hefði þróunin á markaðnum mikil áhrif á starfsem- ina. Það fé sem þeir tækju að láni endurlánuðu þeir til viðskiptavina bankans þannig að það væri óumflýj- anlegt að vextimir tækju mið af því sem gerðist á markaðnum. Merki um uppsveiflu Sú breyting sem hefði orðið á vöxt- unum væri að hans mati öruggt merki um það að uppsveifla væri hafin í efnahagslífinu, en nákvæm- lega það sama hefði gerst í ná- grannalöndum fyrir ári þegar upp- sveifla hefði hafíst þar. „Það kemur mér ekki á óvart að markaðsvextir hafi farið hækkandi þegar eftirspum fer vaxandi í þjóðfélaginu. Ég þori ekki að spá um framhaldið, en fyrstu vísbendingar um þróunina á lang- tímavöxtum eru þær að vextimir þar ættu frekar að fara lækkandi en hækkandi," sagði hann ennfremur. Framhaldsaðalfundi íslenska útvarpsfélagsins frestað til maíloka Mínníhlutínn vill gera at- hugasemdir við ársreikninga FRAMHALDSAÐALFUNDI íslenska útvarpsfé- lagsins hf., sem haldinn var í gær, var frestað til maíloka vegna þess að ekki var hægt að afgreiða ársreikninga félagsins fyrir síðasta ár. Að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar, stjómarformanns fé- lagsins, var það vegna kröfu minnihlutans í stjóm félagsins um aö fá að gera athugasemdir við árs- reikningana. Ástæða frestunarinnar mun samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins m.a. vera sú að utanaðkom- andi endurskoðandi, sem stjóm félagsins fékk til að fara yfir ýmis málefni félagsins, t.d. fríbirting- arsamninga um auglýsingar, skilar ekki niðurstöðu sinni fyrr en um miðjan maí. Þá mun það einnig hafa ráðið frestuninni að nú fer fram hjá RLR rannsókn á hluta af viðskipt- um Jóns Ólafssonar, eins stjómarmanna íslenska útvarpsfélagsins, við félagið á reikningsárinu. Niðurstöðu þeirrar rannsóknar mun einnig að vænta um miðjan maí. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kærði Einar S. Hálfdánarson, einn stjórnarmanna í ís- lenska útvarpsfélaginu, í febrúar síðastliðnum við- skipti Jóns Ölafssonar, eiganda SWfunnar og kvik- myndahússins Regnbogans, við Islenska útvarps- félagið á tímabilinu október til desember á síðasta ári. í kærunni mun vísað til meintra bókhaldslaga- brota og skattalagabrota vegna birtingar auglýs- inga frá Skífunni um kvikmyndir sem sýndar voru í Regnboganum en bókfærðar eins og um eigin auglýsingar íslenska útvarpsfélagsins væri að ræða, þ.e. án gjaldfærðs kostnaðar. Samtals sé um að ræða auglýsingar fyrir tæplega sex milljón- ir króna. Sigurður G. Guðjónsson, stjómarformaður Is- lenska útvarpsfélagsins, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að löggiltur endurskoð- andi hefði verið fenginn til að svara ákveðnum spurningum stjórnar félagsins um málefni þess, m.a. fríbirtingar auglýsinga. Hann segir hins veg- ar að aðalfundi félagsins hafi ekki verið frestað þess vegna heldur vegna kröfu minnihlutans sem vildi gera athugasemdir við ársreikninga félagsins. „Þeir hafa sagt okkur að þeir myndu vilja gera athugasemdir við ársreikninginn. Okkur er í sjálfu sér alveg sama hvaða athugasemdir þeir gera við ársreikninginn, en við viljum hins vegar ekki vera að ýfa sár þessara manna meira en þörf er vegna þess að við vitum alveg hvemig fjárhagsstaða félagsins er. Það hefur ekki skert lánstraust okk- ar og fyrirtækið hefur gengið mjög vel og miklu betur en menn þorðu að vona með svona lík í lest- inni,“ sagði Sigurður. Viðskiptaráðherra Ósátt- ur við vaxta- hækkun Nýi vaxtamálaráð- herrann talar eins og flón um vaxta- mál, segir Sverrir Hermannsson FINNUR Ingólfsson, viðskiptaráð- herra, gagnrýndi bankana fyrir áform þeirra um að hækka vexti eftir helgina á Iðnþingi í gær og sagði þá þegar hafa hækkað vexti til samræmis við hækkun á verð- bréfamarkaði. „Þeir bera fyrir sig hækkun á vöxtum spariskírteina,” sagði við- skiptaráðherra í ræðu sinni. „En töl- ur Seðlabankans sýna að meðalút- lánsvextir banka og sparisjóða hafa hækkað um 0,7% á síðustu tólf mán- uðum. Bankarnir hafa því þegar hækkað vexti til samræmis við hækkun á verðbréfamarkaði. Þetta hefur verið gert með því að fjölga kjörvaxtaflokkum og jafnvel auka álag í tilteknum flokkum án þess að grunnurinn, kjörvextimir hafi hækk- að. Ég er ósáttur við þessa fyrirhug- uðu vaxtahækkun bankanna. Hvað útlánin varðar eiga þeir nú í harðri samkeppni við verðbréfamarkaðinn og hafa reyndar verið að missa þang- að viðskiptavini. Vaxtahækkun mun varla bæta samkeppnisstöðu bank- anna að þessu leyti. Vaxtahækkun mun einnig leiða til verri afkomu fyrirtækja og gera þeim og skuldug- um ' heimilum landsins erfiðara að standa við skuldbindingar sínar. Ekki mun það draga úr afskriftar- þörf bankanna. Ég viðurkenni fús- lega að hinn gullni meðalvegur vaxtamálanna er vandrataður, en ég tel að í þessum efnum verði bankam- ir að gæta þess að slátra ekki mjólk- urkúnni." „Talar eins og flón um vaxtamál“ „Það er gróflega dapurlegt að þessi nýi vaxtamálaráðherra Fram- sóknar, arftaki Steingríms Her- mannssonar, skuli grípa öll tækifæri til að tala eins og flón um vaxta- mál. Ég hlýt að verða smeykur um hann Davíð minn,“ sagði Sverrir Hermannsson, bankastjóri Lands- bankans, í samtali við Morgunblaðið. - I I [ I B I I í I I I í \ I t I t I i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.