Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR UNNIÐ við malbikun bílastæða fyrir kirkjugesti. Vídalínskirkja vígð VÍDALÍNSKIRKJA í Garðabæ verður vígð við hátíðlega athöfn á morgun, sunnudag, kl. 14. Biskup íslands. hr. Ólafur Skúlason, vígir kirkjuna, en kór kirkjunnar og Skólakór Garðabæjar syngja við athöfnina. Rúm fjögur ár eru frá því að bygging Vídalínskirkju hófst, en forsaga byggingarinnar er mun lengri. Skúli H. Norðdahl arkitekt lagði fram frumtillögur sínar að kirkjumiðstöð á Hofsstaðahæð f júní 1971, en þá hafði Bræðrafélag Garðakirkju ákveðið að byggja safnaðarheimili. Fyrsta skóflu- stungan að safnaðarheimilinu var tekin í júní 1972 og hlaut það nafn- ið Kirkjuhvoll. Tæpum tólf árum síðar var húsið formlega tekið í notkun og aðalsalur þessJielgaður. Framkvæmdir hófust 1991 Skömmu eftir að safnaðarheimil- ið var fullbúið, árið 1984, sam- þykkti sóknamefndin að fela Skúla H. Norðdal að hanna kirkjuna. í mars 1991 samþykkti aðalsafnað- arfundur að heíja framkvæmdir við byggingu kirkjunnar og skömmu síðar var fyrsta skóflustungan tek- in. Á þessum sama safnaðarfundi var einnig samþykkt samróma að nefna kirkjuna Vídalínskirkju, til minningar um Jón biskup Vídalín. Fyrsta skóflustungan var tekin 23. mars 1991 og gerður var samn- ingur við Markholt hf. um bygging- arframkvæmdir. Um áramótin 1991-1992 var kirkjan að mestu uppsteypt og búið að koma fyrir bitum undir þakið. Homstein kirkj- unnar lagði sr. Bragi Friðriksson í maí 1992. Verki utan húss var að FRÁGANGUR í kirkjuskipinu fyrir vígsluna. mestu lokið fyrir tveimur árum. Sérstök nefnd lagði á ráð um skipulag og framkvæmd mála og var hún skipuð þeim Benedikt Bjömssyni, Pétri Stefánssyni og Sverri Hallgrímssyni, en Benedikt, sem er formaður sóknarnefndar. hafði einnig með höndum eftirlit af hálfu sóknarnefndarinnar. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, vígir kirkjuna á morgun. Auk hans þjóna sr. Bragi Friðriks- son sóknarprestur, sr. Bjarni Þór Bjarnason héraðsprestur og sr. Öm Bárður Jónsson fræðslustjóri. Kór kirkjunnar syngur, undir stjórn Ferene Utassy, sem jafnframt er organisti. Auk þess syngur Skóla- kór Garðabæjar, undir stjóm Guð- finnu Dóru Olafsdóttur. Kirkja í heimabyggð Jóns Vídalíns VÍDALÍNSKIRKJA heitir svo til minningar um Jón Vídalín, biskup í Skálholti. Kirkjan stendur í heimabyggð hans, því hann fæddist að Görðum á Álftanesi þann 21. mars 1666. Jón fór til náms í Skál- holtsskóla 13 ára gamall og lauk þaðan stúdentsprófi þremur árum síðar. Hann hélt áfram bóknámi jafnhliða ýms- um störfum, til dæmis reri hann tvær vertíðir frá Vest- mannaeyjum. 1685 fékk Jón predikunar- leyfi frá biskupi og fór 1687 til náms í háskólanum í Kaup- mannahöfn, eftir „frábærlega góðan vitnisburð“ frá rektor Skálholtsskóla og biskupnum, eins og segir I ís- lenskum æviskrám Jón lauk prófi í heimspeki og guð- fræði, en næstu tvö ár var hann sjóliðs- maður. Heim kom hann 1691 og varð kirkjuprestur í Skálholti 1693, að- stoðaði Skálholts- biskup um tíma, og biskup í Skáiholti 1698. Ári síðar kvæntist hann Sig- ríði Jónsdóttur, biskups á Hóium, Vigfússonar. Svo aftur sé vísað til ís- lenskra æviskráa þá segir þar um Jón Vídalín: „Hann var sljórnsamur og þó mildur, örlyndur og því kappsamur og hafði það til að vera nokkuð óvæg- inn í orðum. Hann var talinn manna lærðastur, há- gáfaður, hið bezta latinuskáld sinnar tíðar, nokkuð hneigður til drykkju." Jón stundaði ritstörf og er frægast rita hans Vídalínspostilla, eða Húspostilla, sem var fyrst gef- in útáHóIum 1718-1720. Hann lést 30. ágúst árið 1720. Ár umburðarlyndis hjá SÞ Islendingar í ungmennalest Halldór G. Jónasson ISLENSKUM ung- mennum, 18-22 ára, gefst í sumar kostur á að taka þátt í verkefninu Evrópska ungmennalest- in. Ungmenni á Norður- löndum ferðast þá saman í lest, einni af sex lestum, sem aka um meginland' Evrópu. Ferðin endar í Strassborg, þar sem hald- in verður Evrópsk ung- mennavika. 28 Islending- ar verða valdir til farar- innar og er allur kostnað- ur greiddur af norrænni framkvæmdanefnd verk- efnisins. Umsóknarfrest- ur rennur út eftir tæpa viku, föstudaginn 5. maí. Hvers konar verkefni er Evrópska ungmenna- lestin? „Forsaga þessa er sú, að Sameinuðu þjóðimar útnefndu árið 1995 Ár umburðarlyndis og er tilgangurinn sá að vekja at- hygli á og beijastgegn mismunun og fordómum gegn ýmsum minni- hlutahópum, til dæmis kynþátta- misrétti. í framhaldi af því kvikn- aði sú hugmynd að Evrópuráðið héldi Evrópska ungmennaviku dagana 9.-16. júlí, þar sem vakin yrði athygli á ýmsu, sem betur mætti fara í þessum málum. Áður en sú vika hefst fara sex ung- mennalestir um Evrópu, en enda- stöð allra er Strassborg. Norður- löndin eru saman um eina lest og leggur hún af stað frá Kaup- mannahöfn 5. júlí, með 300 ung- menni og fjölmiðlafólk. Hún hefur viðkomu í Magdeburg í Þýska- landi, Prag í Tékklandi og Lúxemborg." Hvað gera þeir, sem ferðast með ungmennalestunum? „Þeir þurfa að Ieggja mikla vinnu af mörkum. Þegar lestin stoppar þá er til dæmis ætlast til að ungmennin standi fyrir tón- leikum, dansi og verði með fleiri uppákomur til að vekja athygli á Ári umburðarlyndis. Um borð í lestinni verður líka góður tækjabúnaður, til dæmis verður hægt að setja allar upplýs- ingar um starfsemina inn á Inter- net. í Prag er verið að skipu- leggja málþing, þar sem vonast er eftir þátttöku Vaclavs Havels forseta Tékklands og Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs. Þá eru einnig uppi hug- myndir um að Nelson Mandela, forseti Suður Afríku, komi fram á málþinginu með sjónvarpsteng- ingu.“ Hvað tekur við þegar lestirnar koma til Strassborgar í Frakk- landi? „í Strassborg verður meðal annars sett upp ung- mennaþing, líkt þingi Evrópur- áðsins. Auk þess verða tónleikar og fleiri uppákomur. MTV í Evr- ópu mun segja frá Evrópskri ung- mennaviku, eins og fjölmargir aðrir fjölmiðlar, enda verður lögð mikil áhersla á að kynna þetta stóra verkefni sem víðast." Hvert eiga fslensk ungmenni að snúa sér, hafi þau áhuga á þátttöku og hver eru þátttöku- skilyrðin? „Umsóknareyðublöð eru í Hinu húsinu við Ingólfstorg og í Mið- stöð nýbúa, Faxafeni 12, en um- sóknarfrestur rennur út föstu- daginn 5. maí. í raun eru skilyrð- in fá, fyrir utan að viðkomandi verður að vera 18-22 ára. Þó er ætlast til að þátttakendur séu ► Halldór G. Jónasson fæddist 29. október árið 1967 í Reykja- vík. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands árið 1988 og stundaði nám í hljóð- upptöku í Vín 1990-1992. Hall- dór starfaði í félagsmiðstöðinni Árseli 1988-1990 og frá 1992- 1993, en frá þeim tíma hefur hann starfað í Hinu húsinu, þar sem hann sér um upplýsinga- miðstöð ungs fólks. Halldór er starfsmaður verkefnisins Evr- ópska ungmennalestin. enskumælandi og auðvitað er gott ef þeir tala fleiri tungumál. Við erum að leita að fólki sem er tilbúið til að leggja á sig mikla og skapandi vinnu. Best er ef þátttakendur hafa listræna hæfi- leika og reynslu af félagsmálum." Hver er kostnaður við þátt- töku? „AÍlur kostnaður við ferðir frá Islandi, lestarferð og dvöl í Strassborg, ásamt máltíðum, er greiddur af norrænu fram- kvæmdanefndinni. Þátttakendur þurfa því aðeins að leggja til ein- hveija vasapeninga." Hefur þú orðið var við mikinn áhuga íslenskra ungmenna á þessari ferð? „Áhuginn er vissulega til stað- ar, en við fórum að vísu seint af stað með kynningu, þar sem ekki var ákveðið fyrr en fyrir stuttu að hafa ungmennavikuna í Strassborg. Hins vegar höfum við þegar sent kynningu á verkefninu til ýmissa samtaka ungs fólks, til dæmis námsmannasamtaka, ungmennafélaga og fleiri. Þetta verkefni er alls ekki bundið við ungmenni í Reykjavík, heldur geta allir sótt um. Einnig leggjum við áherslu á að ná til erlendra ungmenna, sem búsett eru á ís- landi.“ Hvenær leggja íslensku þátt- takendurnir af stað? „Áður en lagt er af stað verður undirbúningshelgi, þar sem ferðin verður kynnt vel fyrir væntanleg- um þátttakendum. Héðan verður svo flogið þann 4. júlí til Kaup- mannahafnar, þar sem Danir halda mótttöku um kvöldið. Dag- inn eftir leggur lestin af stað og eins og áður sagði fer hún til þriggja borga, áður en hún stöðv- ar i Strassborg 9. júlí. Þar tekur ungmennavikan við og henni lýk- ur 16. júlí. Ef fólk hefur tök á að fara í tveggja vikna ferð í sumar, þá er þetta spennandi og afar verkefni." Spennandi og skemmtilegf verkefni I ) i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.