Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 15 VIÐSKIPTI Verulegur afkomubati hjá Samskipum Morgunblaðið/Þorkell ÓLAFUR Ólafsson í ræðustól á aðalfundi Samskipa í gær. Til hægri sitja Óskar Magnússon fundarstjóri og Gunnar Jóhanns- son stjórnarformaður Samskipa. AFKOMA Samskipa batnaði um 567 m.kr. milli áranna 1993 og 1994. Má hana að mestu leyti rekja til þess að kostnaður við flutta ein- ingu lækkaði verulega milli - ára. Telur Ólafur Ólafsson forstjóri að einnig skipti miklu þær viðhorfs- breytingar til félagsins sem urðu með tilkomu nýrra öflugra hluthafa á árinu. Verulegu máli hafi skipt að íjármagnsgjöld lækkuðu um 110 m.kr. milli áranna og að allur rekstrarkostnaður fyrirtækisins hafði verið lækkaður verulega árið áður. Hlutafé Samskipa var aukið um 700 m.kr. á árinu og var heildar- hlutafé í árslok 900 m.kr. „Með nýjum hluthöfum snerust öll hjól með okkur. Ennfremur byggðum við á þeim grunni, sem hafði verið lagður í endurskipulagningu síðasta árs. Tekjur félagsins jukust um 15% eða um.517 m.kr. hjá félaginu og dótturfyrirtækjum þess, sem er umtalsverð aukning. Á sama tíma jukust rekstrargjöld um 8,4% eða 276 m.kr.“ sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið á vel sóttum aðal- fundi félagsins í gær. Endurskipulagning tók til flestra þátta í starfseminni. Þannig var siglingakerfum breytt, skipum í áætlunarsiglingum var fækkað úr níu í þijú og stjómskipulag var aðlagað að breyttum áherslum í Að mati stjórnar- manna fyrirtækis- ins er tímábili óvissu og tap- rekstrar lokið og uppbygging blasir við framundan rekstri. „Við höfum náð okkar markmiðum og raunar gott betur. Tímabil óvissu og taprekstrar er lokið og við erum nú að byggja upp,“ sagði Ólafur. Uppbyggingin felst í samhæfðum flutningum á landi og sjó, ýmist með flutningabílum eða skipum. Tengist landið þannig í eitt allsheij- ar flutningakerfí. „Upphafíð var stofnun Flutningamiðstöðvar Norð- urlands á Akureyri og síðan stofnun Flutningamiðstöðvar Vestmanna- eyja, sem hafa hvort tveggja geng- ið vel. Við munum halda áfram á þessari braut í samvinnu við heima- menn og má búast við þó nokkurri aukningu á þessu ári.“ Nýjar skrifstofur opnaðar Starfsemin erlendis hefur ekki farið varhluta af breytingum og hafa verið byggðar upp skrifstofur í Árósum og Kaupmannahöfn. Ný skrifstofa verður opnuð í Rotterdam 1. júlí nk. og í Hull 1. ágúst nk. „Tekjur félagsins af þessari starf- semi hafa aukist og bindum við ákveðnar vonir við hana áfram. Við hófum t.d. samstarf við Bruno BiSc- hof í Þýskalandi, sem á stóran hlut í Samskipum. Það fyrirtæki mun einnig koma með starfsemi sína inn í skrifstofu okkar í Hull. í Rotter- dam munum við mjög líklega starfa með öðrum aðila sem hefur áhuga á að verða hluthafi." Ólafur sagði að stefna fýrirtækis- ins væri að leita enn frekari sam- starfs við erlenda aðila. „Við sigrum ekki heiminn einir og sér,“ sagði hann. Framtíðarhorfur - Á þessu ári verður lögð áhersla á áframhaldi uppbyggingu fyrir- tækisins. „Við munum vinna sam- kvæmt þeirri stefnumörkun að lækka rekstrarkostnað hverrar ein- ingar verulega og síðan verður hægfara, skynsamleg uppbygging á flutningakerfum og annarri flutn- ingatengdri starfsemi, annars vegar hér innanlands og hins vegar á er- lendu skrifstofunum." Þá verður haldið áfram á sömu braut og verið hefur í sambandi við aðgreindar rekstrareiningar eins og BM flutninga, sem vgitir alhliða flutningaráðgjöf og rekur vöru- dreifíngamiðstöð. „Þetta er vaxandi þáttur, sem við munum byggja upp áfram," sagði Ólafur. „Við höfum alfarið markað okkur þá stefnu að vera eingöngu í flutningum og starfsemi þeim tengdum." Framkvæmdastjóri Skagstrendings hf. Vill sameiningu við Hólanes ÓSKAR Þórðarson, framkvæmda- stjóri Skagstrendings hf., telur að fyrirtækið eigi að hafa frumkvæði að því nú þegar að ná samstöðu meðal eigenda Hólaness um að sameinast í einu félagi. Þessi félög myndu skapa sem ein heild öflugt útgerðar- og rækjuvinnslufyrir- tæki sem hefði mun meiri stöðug- leika sameinað en félögin ein sér. Félagið yrði með 1,5 milljarða veltu og a.m.k. 20% eiginfjárhlutfall. Á aðalfundi Skagstrendings á fimmtudag kom fram að fyrirtæk- ið hefur tapað um 426 milljónum á síðastliðnum þremur árum og eigið fé fallið úr 51% í 12,7%. A síðasta ári nam tapið 82 milljónum. Miklar fjárfestingar hafa skilað sér að litlu leyti í rekstrinum og íþyngja félaginu nú verulega. Til að félagið gæti staðið undir núver- andi fjárfestingum þyrfti að bæta afkomuna um a.m.k. 100 milljónir króna frá síðasta ári. Grípa þyrfti til fjölþættra aðgerða sem gætu falist í því að losa um eignir til að minnka skuldir og fjármagns- kostnað, frekari lækkun rekstrar- kostnaðar, breytt sóknarmynstur, breyttri uppbyggingu félagsins o.fl. Óskar greindi hluthöfum frá þeim aðgerðum sem þegar hafa verið ákveðnar. Arnar til úthafsveiða Fyrirhugað er að frystitogarinn Arnar verði fyrst og fremst gerður út fyrir heilfrystingu _ á karfa og grálúðu á ís- landsmiðum en áhersla verður lögð á að nýta skipið sem mest utan landhelginnar og er þá horft til úthafsveiða. Verður þannig reynt að nýta þá kosti sem felast í stærð skipsins og afkastagetu. Örvar mun einbeita sér að ýsu-, ufsa- og þorskveiðum. Lögð verður áhersla á flakafrystingu eins og verið hef- ur og er sérstaklega horft til auk- ins ýsuafla en skip félagsins hafa náð yfir eitt þúsund tonnum af ýsu á þessu kvótaári sem er um 50% meira magn en á síðasta ári. í mars sl. var ákveðið að kaupa veiðileyfi í íslenskri landhelgi fyrir þriðja skip félagsins, Amar HU- 101, til að skapa skipinu rekstrar- gmndvöll. Ætlunin er að gera skip- ið út á heilfrystingu og verður aðaláhersla lögð á rækjuveiðar. Félagið mun einnig stefna að því að auka loðnufrystingu á næsta ári en í febrúar voru skipin í fryst- ingu í eina viku og framleiddu 220 tonn af loðnu. Þá er stefnt að því að bjóða einkaaðilum að yfirtaka þjónustu- einingar eins og netaverkstæði og löndunarþjónustu og standa samn- ingar yfír um þau mál. Þá er jafn- framt stefnt að því að draga fyrir- tækið út úr ótengdum rekstri og eignarhaldi. „Það er spurning hvort ekki eigi að breyta uppbyggingu félagsins, úr því að vera eingöngu útgerðar- félag í að vera alhliða sjávarút- vegsfyrirtæki sem tekur mið af staðsetningu sinni hér norðan- lands," sagði Óskar á aðalfundin- um. Markmiðið yfir 300 m.kr. hagnaður „Markmiðið er að rekstur fé- lagsins skili yfir 300 milljóna hagn- aði fyrir afskriftir og fjármagnsliði á ársgrundvelli og að veltufé frá rekstri verði ekki undir 200 millj- ónum,“ sagði Óskar ennfremur. Áætlanir þessa árs gera ráð fyr- ir að reksturinn skili 10 milljóna króna hagnaði og að hagnaður næsta árs verði um 50 milljónir. Veltufé frá rekstri er áætlað 170 milljónir á þessu ári og tæplega 200 milljónir á því næsta. „Eg vil leggja áherslu á að stjórnendur Skag- strendings munu grípa til þeirra aðgerða sem þeir telja nauðsynleg- ar til að snúa við þeim hallarekstri sem verið hefur í félaginu síðustu ár og markmiðið er að að ná fyrri sess sem framsækið og arðbært fyrirtæki,“ sagði Óskar Þórðarson. í stjórn voru endurkjörnir þeir Gylfí Sigurðsson, Lárus Ægir Guð- mundsson, Róbert Guðfinnsson, Adolf H. Berndsen og Magnús Jónsson. Reksturinn stokkaður upp til að bregðast við erfiðri afkomu undanfarin ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.