Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 29. APRÍL1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VALFRELSIILIF- EYRISSPARNAÐI Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins kveður á um breytingar á lífeyriskerfinu. Meðal annars segir í sáttmálanum: „Tryggja þarf aukið yal- frelsi í lífeyrissparnaði og innleiða samkeppni milli lífeyris- sjóða. Sett verða almenn lög um starfsemi lífeyrissjóða þar sem meðal annars verða tryggð bein áhrif sjóðsfélaga á stefnumörk- un og stjórn sjóðanna. Einnig verða sett lög um stöðu og hlut- verk séreignasjóða lífeyrisréttinda." Það er löngu tímabært að tekið verði á því óréttlæti, sem skylduaðild að lífeyrissjóðum felur í sér. Langstærstur hluti launþega er skyldaður til að greiða í lífeyrissjóð, sem bundinn er við stéttarfélag eða landsvæði. Flestir eru þessir sjóðir sam- eignarsjóðir, en rekstur þeirra er með mjög mismunandi hætti. Sumir standa vel, en aðrir eiga í erfiðleikum og gætu þurft að hækka iðgjöld eða skerða réttindi sjóðsfélaga. Sjóðsfélagar eiga þess hins vegar ekki kost að færa réttindi sín þangað, sem þeir telja að fé þeirra sé bezt borgið. Rök hafa verið færð fyr- ir því að skyldugreiðslur, rétt eins og skylduaðild að stéttarfé- lögum, brjóti í bága við alþjóðlega mannréttindasáttmála og jafnvel stjórnarskrána. Mjög fámennur hópur, einkum stjórnendur og sjálfstæðir atvinnurekendur, ræður því sjálfur í hvaða lífeyrissjóð hann greiðir, og hefur byggt upp nokkra séreignarsjóði. Það er því ljóst að frelsi manna til að ráða því sjálfir með hvaða hætti þeir leggja fyrir til elliáranna eða tryggja sig gegn slysum og veikindum er mjög misskipt. Ekki er ósennilegt að við núverandi aðstæður fjölgi tilraunum til að gera smábreyting- ar á kerfinu í kjarasamningum, eins og nýtt samkomulag flug- freyja við Flugleiðir gerir ráð fyrir. Þar er miðað við að hluti lífeyrissparnaðar, sem greiddur er af ábata vegna hagræðingar hjá vinnuveitandanum, verði lagður inn á séreignarreikning. Engin ástæða er hins vegar til annars en að stíga skrefið til fulls og koma á fullu valfrelsi um sparnaðarform. Fram- sóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn ættu að eiga auð- velt með að ná saman um slíkar umbætur, með tilliti til þess að þingmenn úr báðum flokkum beittu sér fyrir því á Alþingi fyrir tveimur árum að skyldugreiðslur í lífeyrissjóði yrðu afn- umdar. Þar var um að ræða þingsályktunartillögu Árna M. Mathiesen og Vilhjálms Egilssonar úr Sjálfstæðisflokki og frum- varp Finns Ingólfssonar, nú viðskiptaráðherra, og Guðna Ág- ústssonar úr Framsóknarflokki. Í tillögum þingmannanna var gert ráð fyrir að menn gætu sjálfir valið um það hjá hvaða lífeyrissjóði eða stofnun þeir keyptu sér lífeyristryggingu, þótt skyida til að kaupa slíka tryggingu yrði ekki afnumin. Þá yrði tryggingafélögum, bönk- um, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum heimilað að veita þjónustu, sem samsvarar starfsemi lífeyrissjóða. Þess verður vænzt af nýrri ríkisstjórn að hún komi málum í þann farveg, sem þingmenn hennar hafa þegar stungið upp á. VIÐSKIPTARÁÐHERRA OG V AXT AHÆKK ANIR Finnur Ingólfsson, viðskiptaráðherra, gagnrýndi fyrirhugaða vaxtahækkun bankanna á Iðnþingi í gær og taldi að bank- arnir hefðu þegar hækkað vexti á móti þeirri hækkun vaxta á spariskírteinum, sem nú er komin fram. Það er að vísu rétt hjá viðskiptaráðherra, að frá því að vaxtalækkunin varð í nóv- embermánuði 1993 hafa meðalvextir banka hækkað um 0,7 prósentustig, en sú hækkun var orðin að veruleika fyrir tæpu ári. Vaxtamálin eru komin í þann farveg, að vextir lækka ekki þótt viðskiptaráðherra gagnrýni vaxtastigið í ræðum. U.þ.b., sem hin nýja ríkisstjórn var að taka við, sagði Halldór Ásgríms- son, utanríkisráðherra, að ríkisstjórnin hefði yfir að ráða stýri- tækjum til þess að tryggja vaxtalækkun. Hver eru þau stýritæki? Sannleikurinn er auðvitað sá, að eftir að öll höft voru afnum- in á fjármagnsflutningum á milli landa er staðan í vaxtamálum gjörbreytt. Ef lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar geta keypt ríkis- verðbréf í nálægum löndum, sem tryggja þeim hærri ávöxtun en ríkisverðbréf hér, kaupa þeir verðbréfin í öðrum löndum. Eina leiðin til þess að ná fram vaxtalækkun hér er að draga stórlega úr eftirspurn opinberra aðila eftir lánsfé. í því felst að minnka ríkissjóðshallann, svo nemur milljörðum, og sömu- leiðis að draga úr lántökum sveitarfélaga á hinum opna fjár- magnsmarkaði. Þetta eru þau stýritæki, sem ríkisstjórnin hefur yfír að ráða. Ríkisstjórnin þarf ekki að bíða haustsins og fjárlagagerðar fyrir næsta ár til þess að beita þessum stýritækjum. Hún get- ur að sjálfsögðu hafízt handa um niðurskurð á áður ákveðnum ljárveitingum þessa árs og lagt tillögur um þær fyrir Alþingi, þegar það kemur saman um miðjan maí. Tekist á um hlutafé og sölumál Fiskiðjusamlags Húsavíkur Meiríhlutinn er í hættu verði sölumálum breytt Átök um sölu á afurðum Fiskiðjusamlags Húsavíkur eru ekki bara á milli SH og IS. Forystumenn innan bæjarfélagsins beijast einnig um völd og áhrif. Egill Olafsson var á Húsavík og kynnti sér baráttuna um Fisk- iðjusamlagið. að leggja fram aukið hlutafé og erfiðlega gekk að fá aðra til að leggja fjármuni í það. Stjórn FH hefur heimild til að auka hlutaféð um 200 milljónir. Hún hefur þegar ákveðið að bjóða út 100 milljónir. Frestur hluthafa til að nýta sér forkaupsrétt rennur út 19. maí. Óvíst er hvort bærinn nýtir sér forkaupsrétt að sínum hlut. Bæjar- sjóður hefur lánað FH 25 milljónir á síðasta ári til kvótakaupa og lán- aði því þar að auki 15 milljónir ný- lega til að kaupa rækjuskipið Snæ- fell frá ísafirði. Rætt hefur verið að breyta hluta af þessum fjármun- um í hlutafé. Tilboð á mismunandi gengi ÍS hefur boðist til að leggja fram 75 milljónir í FH á genginu 1. Þau skilyrði eru sett að núverandi af- urðasölusamningur haldist óbreytt- ur, að FH og útgerðarfyrirtækin Höfði og íshaf sameinist í eitt fýrir- tæki, að ekki verði greiddur arður á yfirstandandi ári en væntanlegur hagnaður verði notaður til að styrkja efnahag félagsins og að ekki verði nýtt meira af heimildum félaganna til hlutafjáraukningar fyrr en hinir nýju hluthafar hafa fengið menn í stjórn. SH hefur aftur á móti boðist til tryggja að keypt verði fýrir allt að 100 milljónir af fyrirhugaðri hluta- fjárútgáfu í félaginu á genginu 1,25. Jafnframt fer SH fram á að nýjum hluthöfum verði tryggður forkaups- réttur að hlutabréfum bæjarins komi til þess að þau verði seld. Það skil- yrði er sett að gerður verði afurðasö- lusamningur á milli FH og SH eða að FH fái aðild að SH sem fullgild- ur félagi. Þá er þess krafíst að bæjarstjórn tryggi að afurðir fiski- skipa útgerðarfyrirtækjanna íshafs og Höfða, verði seldar í gegnum sölukerfi SH. Viðræður við ÍS halda áfram Meirihluti bæjarstjórnar Húsavík- ur, sem Framsóknai-flokkur og Al- þýðubandalag skipa, hefur fyrir allnokkru markað þá stefnu að gengið verði til viðræðna við ÍS. Stjórnendur FH og bæjarins hafa átt einn fund með fulltrúum ÍS. Hugmyndir að samkomulagi liggja á borðinu. Stefán Haraldsson, odd- viti Framsóknarflokksins í bæjar- stjórn, segir að þessari stefnumörk- un verði ekki breytt þó að SH hafi lagt fram hugmyndir um kaup á hlutafé. Viðræður við ÍS haldi áfram. Hann segist hins vegar gera ráð fyrir að tilboð SH hafi áhrif á viðræðurnar við ÍS. Kristján Ásgeirsson, oddviti Al- þýðubandalags og óháðra í bæjar- stjórn, segist ekki telja rétt að standa í viðræðum við báða aðila í einu. Hann útilokar hins vegar alls ekki að samið verði við SH ef ekki náist samningar við ÍS. Það gera fulltrúar Framsóknarflokksins í bæjarstjórn ekki heldur, en það ligg- ur þó fyrir að þeir telja ekki rétt að skipta um söluaðila. Siguijón Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, vill aftur á HÖRÐ átök eru á milli Söl- umiðstöðvar hraðfrysti- húsanna og íslenskra sjávarafurða hf. um kaup á hlutafé í Fiskiðjusamlagi Húsavík- ur hf. Flest bendir til að það ráðist á fundi stjómenda FH og ÍS nk. þriðjudag hvort fýrirtækið verður áfram í viðskiptum við ÍS eða hvort SH verður falið að sjá um sölumál þess. Margt bendir til að meirihluti bæjarstjórnar á Húsavík muni ekki lifa það af ef ákveðið verður að skipta um söluaðila. Átökin um FH eru að mörgu Ieyti spegilmynd af átökunum _um Ut- gerðarfélag Akureyringa. Á Akur- eyri gerði IS tilraun til að ná til sín viðskiptum stærsta framleiðandans innan SH, en nú gerir SH tilraun til að ná til sín framleiðanda sem lengst af hefur verið stærsti ein- staki framleiðandinn innan ÍS. Það virðist vera að gerast, _sem ýmsir spáðu, að með kaupum ÍS á hluta- bréfum -í Vinnslustöðinni í Vest- mannaeyjum hæfíst hatröm barátta milli fyrirtækjanna um framleiðend- ur. SH vill styrlqa sig á Norðurlandi Það liggur alveg fyrir að SH er ekki að „stríða“ ÍS með því að gera tilboð í Fiskiðjusamlagið. Á bak við tilboð SH liggur full alvara. Jón Ingvarsson, stjórnarformaður SH, segir að fyrirtækið sé að koma með aukna starfsemi til Akureyrar og vilji gjaman reyna að nýta þá fjár- festingu sem best. ÍS hefur verið mjög sterkt á Norð- urlandi. Það sér um sölumál stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna á Sauðárkróki, Dalvík, Hrísey, Húsa- vík, Þórshöfn og Vopnafírði. SH selur hins vegar lyrir sjávarútvegs- fyrirtækin á Siglufirði, Raufarhöfn og Ólafsfirði, auk ÚA á Akureyri. Skuldugt en traust fyrirtæki Staða Fiskiðjusamlags Húsavíkur er svipuð og margra annarra sjávar- útvegsfyrirtækja á íslandi. Það hef- ur átt í fjárhagserfiðleikum og er skuldsett. Afkoma þess hefur hins vegar batnað á síðustu tveimur árum og að flestra mati er framtíð þess nokkuð björt. Fjárfestar hafa ekki alltaf beðið í röðum eftir tækifæri til að leggja hlutafé í FH. Fyrirtækið átti í mikl- um erfiðleikum fyrir fáum árum. Segja má að á þessu erfiðleikatíma- bili hafí bæjarsjóður Húsavíkur haldið fyrirtækinu á floti. Hann hef- ur smátt og smátt eignast meiri- hluta í fyrirtækinu. Kaupfélag Þing- eyinga, sem var áður stærsti hlut- hafinn í FH, hafði ekki bolmagn til Morgunblaðið/Rúnar Þór Skuldug en nokkuð traust fyrirtæki FJÁRHAGSSTAÐA Fiskiðjusam- Iags Húsavíkur hf. hefur farið batnandi á síðustu tveimur árum og framtíð þess er að flestra mati nokkuð björt. Staða Höfða hf. hefur jafnframt batnað mikið. Stjórnendur íshafs hf. gera sér einnig vonir um að staða þess fari batnandi nú þegar búið er að breyta Kolbeinsey í frystitog- ara. Eigið fé útgerðarfyrirtækj- anna er þó enn neikvætt og eig- infjárhlutfall FH er aðeins 6,45. FH var rekið með tapi 1990- 1992, en síðustu tvö ár hefur það verið rekið með hagnaði. Hagnaðurinn á síðasta ári var um 50 milljónir króna. Eigið fé nam 37,5 milljónum 1. september 1994, en fyrirtækið hefur und- anfarin ár verið með neikvæða eiginfjárstöðu. Velta FH á síðasta ári var um 1.200-1.300 miiyónir og velta út- gerðarfyrirtækjanna Ishafs og Höfða var samtals um 550 milljónir. FH hefur verið í hefðbundinni botnfisksvinnslu, en á seinni árum hefur rækjuvinnsla orðið æ stærri þáttur í rekstrinum. Það rekur nú eina stærstu rælquverk- smiðju á landinu. Vegna hráefn- isskorts hefur saltfiskvinnslu hjá fyrirtækinu verið hætt. Eftir að Kolbeinsey var breytt í frystitog- ara hefur FH orðið að treysta á hráefni annars staðar frá. Hrá- efnið kemur frá bátum, fisk- mörkuðum og Rússlandi. Ætlun- in er að gera Kolbeinseyna út á úthafsveiðar bæði í Smugu og Reykjaneshrygg og þess vegna hafa aðrir verið fengnir til að veiða hluta af kvóta skipsins. Sá fiskur er unninn í Fiskiðjusam- laginu. Rekstur Höfða, sem gerir út rækjutogarann Júlíus Havsteen, hefur batnað ár frá ári. Eigið fé fyrirtækisins var neikvætt um 100 milljónir árið 1990, en var 1. september 1994 neikvætt um 17 milljónir. Rekstur íshafs, sem gerir Kolbejnseyna út, hefur ver- ið erfiðari. í fyrra var Kolbeinsey breytt úr ísfiskstogara í frysti- togara. Talið er að þetta muni breyta rekstri skipsins til betri vegar. Stefnt er að því að færa rækju- vinnslu FH í saltfiskshús fyrir- tækisins og endurnýja um leið hluta af tækjum. Rækjuvinnslan er I dag í húsi sem staðsett er inni í bænum. Flytja verður allt hráefni frá höfninni í gegnum bæinn, en það hefur umtalsvert óhagræði í för með sér. Áætlað er að flutningur rækjuvinnslunn- ar kosti 110-120 milljónir. Inn í þeirri tölu er bygging nýrra fry- stiklefa, en það er talið mjög aðkallandi. Fyrirhugað er að hefja byggingu frystiklefanna strax í maí. Sú hlutafjáraukning sem nú stendur fyrir dyrum er tilkomin vegna þessara fjárfest- inga. 4“ móti að þegar í stað verði teknar upp formlegar viðræður við SH. Hann telur rétt að óháður aðili verði fenginn til að meta tilboðin líkt og gert var þegar SH og IS bitust um sölusamninga við ÚA. Sigurjón er mjög gagnrýninn á hvernig meiri- hluti bæjarstjórnar hefur haldið á málum og bendir á að minnihlutinn eigi engan fulltrúa í viðræðunefnd- inni við ÍS. Hann fullyrðir að meiri- hlutinn sé ekki í viðræðum við ÍS á viðskiptalegum grunni eingöngu heldur blandi hann pólitík í málið. Stefán vísar því algerlega á bug. Viðskiptaleg sjónarmið ráði alfarið ferðinni. Átak að skípta um söluaðila Tryggvi Finnsson, framkvæmda- stjóri FH, segir að það muni hafa mikla breytingu í för með sér fyrir FH ef skipt verði urn söluaðila. Hann bendir á að sömu sjónarmið gildi um þetta og giltu á Ákureyri. Eins og Gunnar Ragnars, fram- kvæmdastjóri ÚA, hafi bent á hljót- ist mikil röskun af því að skipta um sölufyrirtæki. Tryggvi segir að FH hafi náð langt í að framleiða í neytenda- pakkningar fyrir einstaka kaupend- ur í Evrópu. Þessi sérvinnslusamn- ingar hefðu verið fyrirtækinu mjög hagstæð. Einnig sé samstarf við þróunarsetur ÍS mjög gott og fyrir- tækinu dýrmætt. „Söludeildin er mikilvægasta deildin í fyrirtæki sem selur 100% af framleiðslu sinni til útlanda. Breytingar á henni má ekki gera í skyndi og að óathuguðu máli,“ sagði Tryggvi. Andstaða við að bærinn selji SH býðst til að kaupa hlut bæjar- ins í FH, en'verðmæti hans er a.m.k. 100 milljónir króna. Innan meiri- hluta bæjarstjómar ríkir það viðhorf að bærinn eigi ekki að selja sinn hlut. Einar Njálsson, bæjarstjóri og stjórnarformaður FH, segir að menn telji ekki tímabært að selja á þessu stigi. Það komi hins vegar vei til greina síðar þegar búið verði að sameina FH, Höfða og íshaf og fjár- hagsleg staða nýja fyrirtækisins verði orðin sterkari. Ef áætlanir bæjarstjórnar gangi eftir megi gera ráð fyrir að á árinu 1997 verði sá tímapunktur kominn að rétt sé fyrir bæinn að draga sig út úr rekstrin- um. Einar og Kristján leggja áherslu á að heimamenn eigi áfram meiri- hluta í fyrirtækinu. Siguijón Benediktsson vill hins vegar að bærinn dragi sig strax út úr rekstrinum. Hann segir að menn eigi ekki að vera hræddir við að fá nýja aðila inn í fyrirtækið. Það skipti ekki máli þó að meirihluti eigenda búi utan Húsavíkur. Hann segir hugsanlegt að stofna eignarhaldsfé- lag um kvótann til að tryggja að hann verði ekki fluttur frá bæjarfé- laginu. Siguijón bendir á að bæjarsjóður skuldi samtals um 430 milljónir, sem séu miklir fjármunir fyrir bæjarfélag með 470 milljón króna ársveltu. Hann bendir á að bærinn standi frammi fyrir fjárfrekum verkefnum, byggingu grunnskóla, holræsafram- kvæmdum og endurbótum í sorpeyð- ingarmálum. Einar segir að fjár- hagsstaða bæjarins sé traust, en viðurkennir að fjárfrek verkefni séu framundan. Ágreiningur um sameiningu sjávarútvegsfyrirtækjanna Meirihluti bæjarstjómar hefur markað þá stefnu að sameina FH og útgerðarfyrirtækin Höfða og ís- haf, en sömu aðilar eiga öll fyrirtæk- in. Samkvæmt vinnuplaggi sem báð- ir meirihlutaflokkarnir, Fram- sóknarflokkur og Alþýðubandalag, hafa undirritað, verða íshaf og Höfði sameinuð 1. september 1995 og það fyrirtæki og FH munu síðan samein- ast 1. september 1996. Bæjarstjórnarkosningarnar á síð- asta ári snérust að hluta til um hvað ætti að gera í atvinnumálum bæjar- ins. Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur, sem voru í meiri- hlutasamstarfi á síðasta kjörtíma- bili, lýstu því yfir að sameina ætti fyrirtækin. Alþýðubandalag og Al- þýðuflokkur vildu hins vegar fara KRISTJÁN Ásgeirsson er oddviti Alþýðubandalagsins og óháðra í bæjarstjórn og framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækjanna íshafs og Höfða. STEFÁN Haraldsson (t.v.) og Siguijón Benediktsson reka saman tannlæknastofu á Húsavík. Stefán er oddviti framsóknarmanna í bæjarsljórn og Siguijón oddviti sjálfstæðismanna. Óeining innan bæjar- stjórnar um stefnu ÓEINING er innan bæjarsljómar um hvernig eigi að halda á mál- efnum Fiskiðjusamlags Húsavík- ur. Harkan í bæjarpólitíkinni er tilkomin m.a. vegna þess að bæj- arstjórnarmenn eru sjálfir að takast á um völd og áhrif í at- vinnulífinu á staðnum. í bæjarsljórn Húsavíkur sitja níu bæjarfulltrúar. Meirihluta skipa þrír framsóknarmenn og þrír fulltrúar Alþýðubandalags og óháðra. í minnihluta era tveir sjálfstæðismenn og einn frá Al- þýðuflokki. Átökin í bæjarstjóra era ekki síst á milli Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks. Oddvitar flokkanna, Sigurjón Benediktsson og Stefán Haralds- son, era báðir tannlæknar og reka saman tannlæknastofu á Húsavík. Andrúmsloftið á tann- læknastofunni er af þessum sök- um dálítið sérstakt. Efsti maður á lista Alþýðu- bandalagsins er Kristján Ásgeirs- son, en hann er jafnframt fram- kvæmdastjóri útgerðarfyrirtælq- anna íshafs og Höfða. Hann er hluthafi í báðum fyrirtækjunum og rekur einnig vélaverkstæðið Grím, sem m.a. sinnir viðgerðar- þjónustu við skip og útgerðir á Húsavík. Einar Njálsson bæjarstjóri er jafnframt sljórnarformaður Fiskiðjusamlagsins, sem fulltrúi bæjarins, stærsta hluthafa í fyr- irtækinu. Bæjarsjóður Húsavíkur hefur á seinni áram tekið æ meiri þátt í atvinnulífi bæjarfélagsins. Framtíð Fiskiðjusamlagsins og útgerðarfyrirtækjanna er því að stórum hluta í höndum bæjarfull- trúa. Þeir eru í þeirri stöðu að verða að gæta hagsmuna fyrir- tæka bæjarins, en jafnframt stunda þeir pólitískar skylming- ar. Talið er liklegt að verði fyrir- tækin þijú sameinuð og leggi nýir aðilar fram hlutafé komi nýir stjórnendur að fyrirtækjun- um. Hlutabréfaeign Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. Höfði hf. íshaf hf. Millj. % Millj. % Millj. % Bæjarsjóður Húsavíkur 102.813 54,54 33.177 48,11 11.250 21,12 Kaupfélag Þingeyinga 49.100 26,05 1.753 2,54 9.250 17,37 Olíufélagið hf. 5.555 2,95 3.588 5,20 1.000 1,88 Trygging hf. 3.560 1,89 1.500 2,18 1.000 1,88 Fiskiðjusaml. Húsav. hf. 23.999 34,80 23.750 44,60 Utgerðarfél. Samvinnum. 15.000 7,96 Verkalýðsfél. Húsavíkur 4.625 8,68 Aðrir 12.468 6,61 4.948 7,17 2.386 4,47 SAMTALS: 188.496 100 68.965 100 53.261 100 Fjárhagsleg staða 1. sept. ’94 Skuldir Eigið fé Eiginfjárhlutfall Fiskiðjusamlag 544 mil(j. 37,5 mil(j. 6,45% íshaf 294 mil(j. +58,6 mil(j. ■f24 :,9% Höfði 255 mil(j. +17,2 mil(j. ,2% varlega í að sameina fyrirtækin. Það fór engu að síður svo að Alþýðu- bandalag og Framsóknarflokkur tóku upp samstarf að loknum kosn- ingum. Kristján Ásgeirsson, oddviti Al- fyðubandalags og óháðra, en hann er jafnframt framkvæmdastjóri Höfða og íshafs, hefur miklar efa- semdir um að rétt sé að sameina útgerðarfyrirtækin Fiskiðjusamlag- inu. Hann gerir þó ekki athuga- semdir við að íshaf og Höfði samein- ist. Afstaða Kristjáns er að það sé tryggara að reka útgerð og físk- vinnslu í tveimur fyrirtækjum eins og alla tíð hafi verið gert á Húsa- vík. Hann bendir á að ef erfiðleikar steðji að og gengið verði að eignum verði skipin seld frá staðnum, en ekki fiskvinnsluhúsin. Stefán Haraldsson segist gera ráö fyrir ' að bæjarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins standi við þá stefnu- mörkun meirihluta bæjarstjórnar að fyrirtækin sameinist. Hann segist vera sannfærður um að fyrirtækin standi sterkari sameinuð heldur en aðskilin. Stefán staðfesti að Lands- banki íslands, viðskiptabanki fyrir- tækjanna, hefði hvatt til þess að þau yrðu sameinuð. Ekki væri þó um neinar hótanir að ræða af hálfu bankans. Hvað gerir Alþýðubandalagið? Ágreiningurinn um hvort eigi að sameina útgerðarfyrirtækin og FH blandast inn í átökin um hlutafjár- aukninguna í FH. Framsóknarmenn óttast að Kristján Ásgeirsson og aðrir bæjarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins taki þá afstöðu að styðja samninga við SH til að koma í veg fyrir sameiningu. Sá ótti virðist ekki að öllu leyti ástæðulaus því að Krist- ján samdi fyrir hönd Ishafs fyrir skömmu við SH um sölu afurða Kolbeinseyjar. Fyrirtækið íspólar hafði áður séð um sölumál fyrirtækisins. Kristján gerði þennan samning án samráðs við stjórn íshafs. Þegar stjórnin frétti af honum tók hún ákvörðun um að segja samningnum upp, en hann átti raunar ekki að gilda nema í sex mánuði. Stjómendur íshafs þurfa því að taka ákvörðun um hveijum verður falin sala afurða fyrirtækisins þegar samningurinn við SH rennur út síðar á þessu ári. í forsendum fyrir tilboði ÍS er gert ráð fyrir að fyrirtækin verði sameinuð í samræmi við þá áætlun sem meirihluti bæjarstjórnar hefur markað. í hugmyndum SH er aftur á móti ekkert minnst á sameiningu. Hins vegar er óskað eftir að bæjar- stjórn tryggi að afurðir fískiskip- anna verði seldar í gegnum sölu- kerfí SH. Jón Ingvarsson, stjórnar- formaður SH, segist líta svo á að það geti verið verkefni nýrrar stjórn- ar FH að taka ákvörðun um hvemig samstarfi fyrirtækisins og útgerðar- fyrirtækjanna verði hagað. Kristján vill engu svara um hvem- ig honum líst á tilboð SH. Hann leggur áherslu á að sú stefna hafi verið mörkuð af meirihluta bæjar- stjórnar að ganga til viðræðna við ÍS. Þeim viðræðum verði haldið áfram og það verði síðan að meta það á næstu dögum hvort FH kemst að viðunandi samningum við ÍS. Forystumenn bæði Framsóknar- flokks og Alþýðubandalags telja ekki hættu á að meirihlutasamstarfi springi þrátt fyrir að flokkarnir séu ekki fyllilega sammála í þessu máli. Þeir viðurkenna þó að ekki hafí fylli- lega reynt á samstöðu flokkanna. Á hana muni reyna á næstu dögum þegar ákvarðanir um hlutafjáraukn- inguna og sölumál verði teknar. Að flestra mati verður ekki skipt um söluaðila hjá FH nema að nýr meirihluti verði myndaður í bæjar- stjóm. Það mun að öllum líkindúin ráðast af afstöðu Alþýðubandalags- ins hvort breyting verður gerð á sölumálunum og þar með hvort nú- verandi meirihluti fellur eða heldur velli. Boðað hefur verið til bæjarstjórn- arfundar í dag að kröfu minnihluta bæjarstjórnar til að ræða um samn- inga bæjarins -við ÍS og tilboð SH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.