Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ BJARNI GUÐMUNDSSON Bjarni Guð- mundsson fæddist að Holti í Kálfshamarsvík á Skaga 17. júní 1919. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Suður- lands á Selfossi 21. apríl sl. Foreldrar Bjarna voru Mar- grét Benediktsdótt- ir og Guðmundur Einarsson. Bjarni var annar í röðinni af systkinahópnum og lifa átta systkini hann. Þau eru: Björgvin, Guðbjörg, Arnfríður, Sigurbjörg, Einar, Hreinn, Þor- gerður og Sigurborg, en látnir eru Benedikt, Bogi og Björn. Bjarni kvæntist árið 1944 eftir- lifandi eiginkonu sinni, Bjarn- fríði Einarsdóttur. Bjuggu þau á Drangsnesi í 25 ár en fluttust OKKUR systkinin langar með þess- um orðum að minnast elskulegs afa okkar sem lést 21. apríl sl. eftir erfið veikindi. Við kjósum að minnast hans, þegar hann hraustur og heilbrigður tók á móti okkur, en við komum í heimsókn í Garðinn til hans og ömmu. Alltaf var jafnmikill spenningur að skreppa suður með sjó, enda ekkert til sparað af hálfu afa og ömmu. Það sem okkur þótti hvað mest skrítið var að afi sá nær allt- af um eldamennskuna, en það er óvenjulegt af karlmanni af hans kynslóð að vera. Og það sem meira var, hann var bráðsnjall kokkur og alveg með á hreinu hvað krökkum á okkar aldri þótt gott.. .já, og einnig gaman, því ekki var nú setið auðum höndum. Afi hafði alltaf nóg af hugmyndum um hvað gera mætti skernmtilegt. Ófáar ferðir fór hann með okkur niður á biyggju til að veiða mar- hnúta. Hann var ekki lengi að sann- færa okkur krakkana um að við værum hinir snjöllustu veiðimenn og sýndum ótrúlega fæmi við veiði- mennskuna. Oftar en ekki snerum við því frá bryggjunni sæl og ánægð síðan að Garði í Gerðum og bjuggu þar í 24 ár. Vorið 1994 fluttust þau til Selfoss. Bjarni og Bjarnfríður eignuð- ust 9 börn, en þau eru: Helga Soffía, f. 22.6. 1943, Mar- grét Björg, f. 14.7. 1949, drengur, f. 7.10. 1950, d. 7.10. 1950, ívar Egill, f. 20.3. 1952, Einar f. 11.7. 1953, Hanna Birna, f. 30.11. 1955, Krisljana, f. 30.11.1955, d. 30.11.1955, Ingi- björg Anna, f. 13.6. 1958, og Arnheiður Húnbjörg, f. 13.6. 1958. Barnabörn þeirra eru 23 og barnabarnabörnin eru tvö. Útför Bjarna fer fram frá Selfosskirkju í dag, 29. apríl, og hefst athöfnin kl. 13.30. með mikla trú á okkur sjálfum, þó svo að aflinn færi alltaf aftur í sjó- inn sprækari en nokkru sinni. Mikill spenningur greip oft um sig þegar allir settust inn í bíl hjá afa og ömmu á leið í hinn sama góða bíltúr sem yfirleitt var farinn í hverri heimsókn. Fyrst út á Garð- skagavita, svo í Sandgerði, yfir Miðnesheiði, í Keflavík og heim aftur. í hverri ferð var alltaf eitt- hvað nýtt að sjá - eða svo fannst okkur krökkunum. Ætli ástæðan fyrir því hafi ekki verið sú að afi sagði svo skemmtilega' frá, og kryddaði frásagnimar með sínu skemmtilega skopskyni svo og öll- um vísunum sem hann kastaði fram fyrirvaralaust. Þessar ferðir suður í Garð til þeirra afa og ömmu voru frábærar og ógleymanlegar. Fyrst minnst er á skemmtilegar frásagnir afa, minnumst við frá- sagna hans um fíngraleysi sitt en ungur að árum missti hann tvo fing- ur í sög. Svör afa við spumingum krakkanna út í þetta voru ávallt í takt við umræðuna hveiju sinni. Ef maður sýndi mótþróa við að nota vettlinga var það jú einmitt það sem kom fyrir hann, fíngumir duttu af í kuldanum, eða fuku af í t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eíginmanns míns, KARLS KRISTJÁNSSONAR, Höfðavegi 12, Húsavík. Guð blessi ykkur öll. Hrefna Steingrímsdóttir og fjölskylda. t Ástkær fósturfaðir okkar, ÞRÁINN SIGURBJÖRNSSON frá Baugaseli íHörgárdal, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 14. apríl síðastliðinn. Útförin hefur faríð fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hjartans þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát hans og útför. Kristófer Óskar Baldursson, Kjartan Kristófersson. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÓSKARS EINARSSONAR, Stangarholti 4. Guðrún A. Jónsdóttir, Jón Óskarsson, Hafdís H. Sigurbjörnsdóttir, Björn Jónsson, Sigrún Waage, Óskar Örn Jónsson, Gerður Rikharðsdóttir, Sigmar Jóngson og langafabörn. MINNINGAR rokinu. Einnig áttu þeir að hafa farið af í stríðinu og þannig fram eftir götunum. Þessara frásagna minnumst við oft, þau sem komin eru með böm, því afa varð heldur ekki svarafátt við spurningum þeirra. Já, hann afi var mikill barnakarl og hafði unun af sínum stóra barna- hóp. Við höfðum ekki síður unun af að umgangast elsku afa okkar. Hann kenndi okkur svo margt sem aldrei gleymist. Sl. ár var afa mjög erfitt. Meiri- hluta þess dvaldi hann á sjúkra- húsi, var bundinn hjólastól og veik- indin gengu sífellt nær honum. Þrátt fyrir alla erfiðleikana var afi oftast kátur og hress þegar við komum í heimsókn til hans og oft kom hann í heimsókn til dætra sinna, hér á Selfossi, þegar ástand hans leyfði, með hjálp skyldmenna sinna. Þessar stundir voru honum og okkur afar dýrmætar því þar rifjuðum við upp liðna tíma og frá- sagnir hans sem fýrr alveg frábær- ar. Já, elsku afi, þetta var erfiður tími sem aldrei gleymist. En núna hefur þú fengið hvfldina og við trú- um því að núna líði þér vel, laus við þjáningar og orðinn fijáls ferða þinna á ný. Þetta er huggun okkar í sorginni. Við höfum misst mikið og ekki síst hún amma sem syrgir nú eigin- mann sinn. En minningin um þig, elsku afi okkar, lifir. Við þökkum þér fýrir allt sem þú kenndir okkur og við munum svo sannarlega beina því áfram til litlu langafastrákanna þinna, þeirra Fannars Freys og Magnúsar Yngva, sem voru svo heppnir að fá að kynnast þér. Við munum halda minningu þinni á lofti, því þeir eru enn of ungir til að skilja gang lífsins. Við biðjum þig, góði Guð, að styrkja ömmu okkar í þessari miklu sorg. Elsku afi, hvíl þú í friði. Systkinin Stekkholti 3, Selfossi. Anna Margrét, Einar Ingi, Bjarni Már og Þórunn Gróa. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Mig langar til að minnast afa . míns, Bjarna Guðmundssonar, sem nú hefur horfið yfir móðuna miklu. Ég man það vel þegar ég var smá- pjakkur, þá fór ég stundum til afa og ömmu í Garðinum. Stundum fór afí með mig niður að sjó í fjöruferð- ir og sagði sögur af sjálfum sér þegar hann var ungur. Afi hafði dvalist á Sjúkrahúsi Suðurlands að mestu leyti síðasta ár, þangað heim- sótti ég hann seinast 20. apríl sl. og þá var hann mjög hress. Barst þá í tal að þijú af okkur bamabörn- unum ættu að syngja saman á tón- leikum í Selfosskirkju tvéimur dög- um síðar. Þetta fannst afa mjög spennandi og langaði að hlusta á okkur, en afi fylgdist ávallt vel með. Élsku afí, í hvert skipti héðan af sem ég syng, þá syng ég fyrir þig. Ömmu sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Þinn, Björgvin Jóhann. Mig langar til að minnast afa míns, Bjarna Guðmundssonar. Kvöldið áður en ég var skírð, töluðu mamma og afí í síma, og vildi afi vita hvað ég ætti að heita. Fátt var um svör og sagði hann að ef mamma væri óákveðin þá skyldi hún skíra mig Eygló. En það nafn var honum mjög kært, hann hafði átt lítinn bát sem bar það nafn. Eftir þetta símtal var ákveðið að ég skyldi heita Eygló Dögg. Afi kallaði mig alltaf nöfnu sína og fylgdist með öllu því sem ég tók mér fýrir hendur með miklum áhuga. Þegar afí hrósaði mér var ég ánægð og fannst mér ég hafa gert vel. Síðasta ár var afi á Sjúkra- húsi Suðurlands, bundinn hjólastól. Oftast þegar ég kom sat afi í stól frammi í setustofu og bauð hann mér alltaf sæti í hjólastólnum sínum sem var gegnt honum. Elsku afí, nú veit ég að þér líður betur, þegar þú ert laus við allar þjáningarnar og ég mun núna geyma sæti fyrir þig sem næst mér. Kærar þakkir fyrir allt, ömmu sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Þín nafna, Eygló Dögg. Hinn 20. aprfl, sumardaginn fyrsta, fórum ég og Bjöggi frændi minn að heimsækja afa okkar á sjúkrahúsið eftir kóræfíngu. Þá sat afí frammi í dagstofu hress og kát- ur eftir að hafa verið mikið veikur í nokkra daga. Þegar ég kyssti afa minn á kinnina og óskaði honum gleðilegs sumars sagði afí: „Já, þetta er búinn að vera langur og erfiður vetur.“ Kvöldið eftir kvaddi afi okkur. Afi var í senn mjög þijóskur en ljúfur og góður maður sem hefur seinustu fjögur árin tek- ist á við dauðann með lífsviljann einan að vopni því líkaminn var búinn eftir vinnustrit áranna. Frá því ég man eftir mér áttu afi og amma heima í Garðinum sem fyrir lítilli stelpu var heljarlangt ferðalag, heill einn og hálfur tími í bíl en það var fljótt að gleymast þegar á stað- inn var komið. Þegar Siggi litli bróðir minn fæddist var hann sjötti strákurinn hans afa og þó nokkur hafi barnabömin fæðst síðan og eru Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasfðum. Það pru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sfn en ekki stuttnefni undir greinunum. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÞÓRS HELGASONAR fyrrv. verkstjóra, Sæunnargötu 1, Borgarnesi. Margrét Sigurþórsdóttir og fjölskylda, Vignir Helgi Sigurþórsson og fjölskylda. í dag 23 eru bara sex strákar svo afi sagði alltaf við bróður minn „litli strákurinn minn“ sem er þó ekkert lítill lengur. Litli strákurinn saknar afa sárt í dag. Fyrir rúmu ári fluttu síðan afi og amma á Selfoss til okkar, mest af þeim tíma var þó afi á sjúkrahúsi. Alltaf þegar ég kom í heimsókn og settist við hlið hans tók hann í hendurnar mínar og hlýjaði ísklumpunum mínum eins og hann sagði. Hendumar eru kald- ar núna og söknuðurinn mikill. Elsku amma okkar, guð geymi þig og styrki í sorg þinni svo og okkur öll. Guðrún og Sigurður Svanur. Afi og amma voru búin að eiga heima í Garðinum alveg frá því að ég fæddist, en svo fyrir um ári flutt- ust þau hingað á Selfoss. Þá fyrst fór ég að kynnast afa mínum og ömmu. En nú er afi farinn til for- feðra sinna. Ég minnist þess þegar ég fór með afa og ömmu í bíltúr síðastliðið sumar, þegar ég spurði afa hvert við ættum að fara svar- aði hann eins og skot: „Mig langar til þess að sjá sjóinn." Og við keyrð- um af stað sem leið lá til Þorláks- hafnar og út á bryggju. Þar skrúf- aði afí niður rúðuna og hlustaði á sjóinn og kríurnar, hann var í sínum eigin heimi og á meðan töluðum ég og amma saman, því við vissum báðar að ekkert gat truflað hann. Svo allt í einu rankaði hann við sér og fór að segja okkur sögur af því þegar hann var á sjónum, mér leist nú ekkert á sumar sögumar hans, því að ég verð hálf sjóveik bara af því að horfa á sjóinn og þar að auki alveg skíthrædd við kríur. Að þessu hló afi dátt og sagði svo: „Ertu hálfgerður landkrabbi, yndið mitt“ og bætti svo við „kríumar eru nú ekki svo hættulegar". Því næst lá leið okkar í næstu sjoppu, til að kaupa kók og súkkulaði „því maður verður alltaf svo svangur af því að ferðast". Elsku afi minn, ég vona að þú getir haldið áfram að horfa á sjóinn þinn og fuglana þína. Ég veit að þú verður alltaf í huga mínum og ég mun minnast orða þinna í hvert skipti sem ég fer út á sjó. Elsku amma mín, guð geymi þig og styrki á þessum erfiðu tímum. Kristjana. Okkur langar til að minnast elsku afa, Bjama Guðmundssonar, með hlýju og þakklæti fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Við vorum ekki gamlar þegar við fórum með rútunni frá Selfossi, til afa og ömmu í Garðinum, og dvöldum helgi og helgi á sumrin. Okkur þótti þetta langt ferðalag þá og vomm við yfir- leitt hálfþreyttar þegar komið var á leiðarenda. Alltaf tók afi eins á móti okkur, hann steikti fyrir okkur egg og beikon, hafði gaman af því hvað við gátum borðað mikið. Ógleymanlegar em líka stundirnar þegar hann fór með okkur í bíltúr, þá lá leiðin ávallt út á bryggju, því við sjóinn leið afa alltaf vel. I þess- um ferðum okkar kom í ljós þolin- mæðin sem hann hafði þegar við vomm nálægt. Aldrei kom fyrir að hann hastaði á okkur þegar við áttum að fara að sofa á kvöldin, þó að hávaðinn og gauragangurinn heyrðist um næsta nágrenni. Báðar nutum við þess að búa hjá afa og ömmu um nokkurt skeið og fylgdist afi vel með okkur, hvort sem um störf eða tómstundir var að ræða. Fyrir um ári fluttust afi og amma til okkar á Selfoss og þó hann væri á sjúkrahúsi, bundinn hjólastól, þá fengum við tækifæri til að umgang- ast hann frekar. Alltaf var sama hlýja og góða viðmótið þegar hann sá okkur koma. Afi fylgdist vel með öllum afkomendum sínum og gladd- ist yfir öllu sem vel gekk. Við gleðj- umst yfir því að þú ert laus við allar þjánin'gar og höft og kominn til annarra heima þar sem við vitum að vel hefur verið tekið á móti þér. Hafðu þökk fyrir allt, ömmu send- um við innilegar samúðarkveðjur og biðjum guð að styrkja hana. Sigrún og Hanna Fríða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.