Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAÚGARDAGUR 29. APRÍL 1995 33 + Hilmar Gunn- þórsson fædd- ist 17. október 1943. Hann lést 24. apríl. sl. Foreldrar hans eru , hjónin Sigurbjörg Guð- mundsdóttir, f. 23.11. 1923, og Gunnþór Guðjóns- son, f. 17.2. 1924. Hilmar var elstur níu systkina. Þau eru: Kristín Arn- leif, f. 6.8. 1946, Guðmundur Þór, f. 22.9. 1949, Guðjón, f. 22.5.1951, Eygló, f. 3.6.1952, Rut, f. 19.10. 1958, Rakel, f. 19.10. 1958, Þorgils Garðar, f. 16.10.1963, og Rebekka, f. 31.7. 1965. Eftirlifandi _ eiginkona Hilmars er Þórunn Ólafsdóttir, f. 1. febrúar 1948. Þau eignuð- ust fjögur börn: Ólaf Amar, f. 23. september 1964, Sigurbjörg Jóhönnu, f. 2. september 1966, Berglindi, f. 22. febrúar 1970, og Bryndísi, f. 28. janúar 1975. Hilmar verður jarðsunginn frá Fáskrúðsfjarðarkirkju í dag, 29. apríl, og hefst athöfnin kl. 13. í DAG vil ég kveðja ástkæran bróður minn, Hilmar Gunnþórsson frá Fáskrúðsfirði. Hilmar hafði legið inni á Borgar- spítalanum í tvær vik- ur og átti hann að fara í aðgerð fljótlega, en sorgin gerir ekki boð á undan sér. Og oft er stutt á milli gráts og hláturs. Daginn áður var fjölskyldan saman komin við fermingu systurdóttur minnar og hafði engan órað fyrir þessum sorgart- íðindum. Daginn eftir var bænastund í kap- ellu Borgarspítalans. Hilmar var góður drengur, frekar dulur og fór sínar eigin leiðir. Hann var svo heppinn að eiga yndislega konu. Og stóð Þórunn eins og klettur við hlið hans alveg sama hvað á gekk. Þau hjónin höfðu eignast þrjú bamabörn og eru tvö á leiðinni sem hann lifði ekki að sjá. Hans ánægja var að spila brids og var hann mjög góður spilamað- ur. Hans bestu félagar höfðu mikla ánægju af að koma til Hilla að spila þégar ekki gaf á sjó. Alltaf var opið hús hjá þeim hjónum og tekið vel á móti öllum. Hilli var einnig góður taflmaður og gleymi ég því seint þegar þeir feðgar allir voru að tefla og spila. Mér er minnisstætt þegar Hilli kom af sinni fyrstu vertíð og færði móður okkar saumavél, þetta lýsir honum best. Oft átti hann til að MINNINGAR rétta að manni þegar illa stóð á. Síðustu mánuði var Hilmar á línu- bát í Hafnarfirði. Megi Guð geyma góðan dreng og styrkja konu hans og böm, for- eldra og systkini. Eygló Gunnþórsdóttir. Hversu óvænt kom ekki hin hörmulega helfregn míns kæra vin- ar og trúfasta félaga. Svo nístandi köld var sú staðreynd að sá væni og vaski drengur, Hilmar Gunn- þórsson, væri allur og enn einu sinni dvaldi hugurinn við miskunnarleysi örlaganna, þegar þeim er í burt kippt sem á bezta aldri á svo ótal- margt framundan á ævinnar vegi. Hugur leitar til löngu horfinna daga austur á Fáskrúðsfirði, þegar ungur kennari steig hikandi og óreyndur sín fyrstu spor á kennslu- braut. Um auðnu hans í því starfí skipti sköpum sú hlýja og vinsemd sem mætti honum hjá fólkinu þar, nemendum sem aðstandendum, því fólki sem jafnan síðan hefur átt sinn sérstaka sess í huga hans. Þar vom mörg vináttubönd bundin. í nemendahópnum var hressileg- ur hnokki fríður sýnum og fjörmik- ill, skapríkur nokkuð, en afar hlýr innst inni, drenglyndur og duglegur til náms. Hann átti við kennarann unga tal um ýmislegt það sem helzt i huga kom og það duldist engum að þessi horski hnokki var íhugull vel og vildi fá við sem flestu svör. Mætar minningar þyrpast um mun- ans hljóðu borg frá þessum ámm og einmitt nú er mynd Hilmars svo skýr og kær í senn. Árin liðu og alltaf vissi ég allvel HILMAR GUNNÞÓRSSON JONA REBEKKA INGIBERGSDÓTTIR + Jóna Rebekka Ingibergsdóttir fæddist í Reykjavík 16. febrúar 1911. Hún lést 24. mars sl. Jóna var næst elst tólf barna þeirra hjóna Mál- fríðar Jónsdóttur og Ingibergs Jóns- sonar skósmiðs í Reykjavík. Jóna ólst upp í Reykja- vík og bjó þar alla ævi. Hún var ógift og barnlaus. Hún var jarðsett 31. mars sl. ÆVI Jónu Rebekku Ingibergs- dóttur var ekki alltaf dans á rósum. Hún var aðeins sextán ára gömul þegar í ljós kom meinsemd í hrygg, sem hún hlaut eftir fall í stiga þar sem hún var að burðast með barn í fanginu. Þetta kostaði hana fjög- urra ára samfellda sjúkrahúsdvöl þar sem hún gekkst undir margar hryggaðgerðir og mestan hluta þessara ára varð hún að liggja í gifsi. Jóna lá ekki aðgerðarlaus í rúm- inu, þótt vinnustellingar væru ekki handavinnu á þessu tímaskeiði. Eins og gefur að skilja þá setti sjúkdóm- urinn mark sitt. á Jónu, en þrátt fyrir líkamlega hömlun vann hún alla sína ævi, fyrst lengi vel við kjólasaum, sem hún lærði eftir að sjúkra- húsdvölinni lauk, síðar margskonar erfiða vinnu við eldhússtörf á matsölustöðum, var forstöðukona Bláa bandsins um tíma og mörg ár var hún við störf í Þjóna- og veitingaskólanum. Það var Jónu mikið metnaðarmál að vera fjárhagslega sjálfstæð og ekki upp á aðra komin með neitt, enda var hún alla sína ævi veitandi en ekki þiggjandi. Aldrei sótti hún um örorkubæt- ur, þótt hún hefði átt fullan rétt á slíku. Það kom í hlut Jónu, sem alla tíð var einhleyp, að annast aldraða móður sína síðustu árin sem hún lifði. Jóna var mikil matmóðir og höfð- ingi. Þegar hún bauð til veislu, bar hún jafnan fram mat sem nægt hefði að minnsta kosti helmingi fleiri gestum en boðið var. Raunar var alltaf veisluborð hjá henni hve- nær sem mann bar að garði. Jóna áttj ekki því láni að fagna á yngri árum að læra það sem hug- ur hennar stóð til. Hún var haldin brennandi þrá eftir að læra allt sem laut að listum og varð sér síðar á lífsleiðinni úti um allskonar nám- skeið, þar sem hún gat svalað þeirri þrá sinni að nokkru. Með henni bjó mikið listamanns- eðli sem aldrei fékk eðlilega útrás vegna hins daglega brauðstrits. Það má segja að listgáfan hafí komið best fram í málverkum henn- ar og þrátt fyrir mjög litla tilsögn sýndu þau glöggt að hæfíleikarnir voru fyrir hendi, svo ekki var um villst. Jóna hafði mikið yndi af ferðalög- um og gat veitt sér þann munað nokkrum sinnum á ævinni. En hún fór ekki til útlanda til þess að flat- maga á sólarströndum, heldur til þess að kynnast framandi þjóðlönd- um og siðum. Tvö síðustu árin sem Jóna lifði dvaldi hún á Hrafnistu í Reykjavík. Heilsa hennar var þá alveg þrotin en vinnukergjan var óbilandi. Hún fór margar ferðirnar á sjúkrahús vegna hjartabilunar en strax og upp stytti var hún komin með eitthvert verkefni á milli handanna. Það var hennar líf. Þannig minnumst við, hennar frændfólk og vinir, sívinn- andi, síveitandi konu, sem bar höf- uðið hátt hvað sem að höndum bar. Ólöf Ríkarðsdóttir. ERFKDRYKKJUR Glæsilegir salir, gott verb oggóðþjónusta.^ VELSLUELDHUSIÐ SPÖ^ÁLFHEIMUM 74 - S. 568-6220 t Móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÍÐUR ÁRNÝ ÞÓRARINSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Hjallavegi 1, Reykjavik, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðju- daginn 2. maí kl. 13.30. Þórunn Klemensdóttir, Þröstur Ólafsson, Þórarinn Klemensson, Ásdís Sigurgestsdóttir, Ólöf Inga Klemensdóttir, Grétar Hjartarson og barnabörn. um framgang þessa fríða drengs, sem varð hraustur vel og hörkudug- legur, gekk ótrauður til allra verka, en sjórinn fangaði hug hans framar öðru og kom þeim ekki á óvart sem átti við hann tal ungan um drauma hans og langanir. Hann eignaðist mikinn ágætislífsförunaut úr gamla nemendahópnum mínum og saman hófu þau lífsbaráttuna af bjartsýni og dugnaði og búnaðist vel. Ævistarf Hilmars var öðru frem- ur hafinu bundið, þar naut vaskleiki hans sín vel að hveiju sem unnið var, vökull og ötull verkmaður sem var sómi sinnar stéttar, vinsæll af félögum og vel látinn, enda hlý glettnin góður fylginautur hans. En kennarinn reri á önnur mið og til Fáskrúðsfjarðar var farið til að freista þess að fá fylgi enn fleiri til ferða á Alþing og átti róttækni þó löngum röska liðsmenn þar. Þá var ekki ónýtt að eiga tryggan fé- laga og traustan bandamann í Hilmari, sem alltaf var tilbúinn til sóknar og vamar þeim málstað er við áttum sameiginlegan. Hilmar er í mínum huga einhver bezti og traustasti fylgismaðurinn sem ég átti þar meðal svo mikils fyölda ágætisfólks er fylgdi okkur að mál- um. Hann var ófeiminn að tala um það sem honum þótti miður fara, gerði það á sinn rökvísa hátt sem sýndi glögga hugsun að baki og umhyggju allra helzt, umhyggju fyrir málstaðnum og ekki síður fyr- ir mér og mínu gengi. En hann kunni líka manna bezt að fagna og gleðjast, þegar vel gekk og óspar á ábendingar um það hvað unnt yrði að gera þegar okkar yrði aflið nóg til aðgerða. Góð vinátta hans var mér mikils virði, því slíka vini^_ og félaga er ómetanlegt að eiga. Mér er því sannur harmur í hug við þau leiðarlok sem urðu svo allt- of, alltof fljótt. Efst er í huga hlýjan sem stafaði frá Hilmari vini mínum, glettnin í svipnum á góðum stundum, ákefðin að fylgja eftir þeim málum sem mættu vísa veg til betra lífs þeim til handa sem helzt þurftu á að halda. Hilmar bjó við góða gæfu í einka- lífí öllu, átti hið ágætasta bemsku- og æskuheimili góðra foreldra, . eignaðist mikla prýðiskonu sem lífs- förunaut, greinda, verkhaga og vel gerða sem honum stóð vjð hlið í stríðu og blíðu, böm þeirra fólk góðrar farsældar, mannkostafólk sem foreldrar þeirra. Svo skyndilega er hann allur og eftir sitjum við með söknuði eftir góðan dreng. Sárust er eftirsjá • þeirra er hann áttu nánastan, eigin- konu hans, barna og barnabama og foreldra sem annarra náinna. Þeim sendum við Hanna einlægar samúðarkveðjur og vonum að björt minningamergð um mætan dreng megi sefa sorgina. Eg kveð minn kæra vin og knáa félaga með söknuði en ekki síður í ■« ofurgóðri þökk fyrir alla samfylgd. Minning hans er heiðríkjunni samslungin. Helgi Seljan. t Bróöir minn, KÁRI GUÐBRANDSSON vélstjóri, Hjarðarhaga 40, Reykjavik, lést á Grensásdeild Borgarspítalans 27. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Bára Guðbrandsdóttir. t Systir okkar, HANNA ÞORLÁKSDÓTTIR frá Siglufirði, Hátúni 12, andaðist í Borgarspítalanum 25. aprfl. Fyrir hönd ættingja, Valbjörn Þorláksson, Stella Þorláksdóttir. t Ástkær móðir okkar, dóttir, stjúpdóttir og systir, ÞÓRDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR, Trönuhjalla 1, Kópavogi, lést á heimili sínu 25. apríl. Valgerður Dís Valdimarsdóttir, Benedikt Karl Valdimarsson, Valgerður Einarsdóttir, Haraldur Gfslason og systkini. t Áskær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTBJÖRG BJARNADÓTTIR frá Gerðistekk í Norðfirði, til heimilis íViðimýri 8, Neskaupstað, verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 29. april kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á Fjórð- ungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Sigurður Önundarson, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.