Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni ... og svo lamdi þessi heimska systir þín mig með Tók hann málið að sér? Nei, hann át allar samlok- nestisboxinu sínu... samlokur flugu út um allt... og urnar! þá birtist lögfræðingurinn minn ... ' BRÉF ITL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Karlakór Bólstaðarhlíðar- hrepps sjötugur sunnudaginn fyrsta í sumri 1995 Frá Inga Heiðmar Jónssyni: SUNNUDAGINN fyrsta í sumri 1925 hélt Karlakór Bólstaðarhlíðar- hrepps sína fyrstu tónleika, en þeim stjórnaði Guðmunda Jónsdóttir frá Eyvindarstöðum systir Gísla Jóns- sonar, en hann var söngstjóri þennan fyrsta vetur, meðan bróðir hans Þorsteinn sinnti námi sínu við Hóla- skóla. Var söngnum mjög vel tekið og endurtekin mörg lög, en söng- skráin var að vísu aðeins 8 lög og flest útlend. Þorsteinn bróðir þeirra var síðan söngstjóri kórsins ásamt Gísla fyrstu 20 árin. Þessi söngnu systkini voru börn Eyvindarstaða- hjóna, en Ósk Gísladóttir móðir þeirra ólst líka upp í söngglöðum og fjölmennum systkinahópi þar á Eyvindarstöðum. Hún var föðursyst- ir Ágústar Andréssonar, eins af stofnendum kórsins. Fyrsta jarðarför, sem kórinn söng við var útför sr. Stefáns M. Jónsson- ar á Auðkúlu 1930. Kórinn æfði vandlega útfararsálma, sem hann flutti síðan og þótti söngur hans takast vel. Síðan hefur kórinn sung- ið við nær allar jarðarfarir í sinni heimasveit og í Svínavatnshreppi eftir að Svínvetningar fóru að taka þátt í kórstarfínu, en það gerðist eftir að Blöndubrúin var byggð 1952. Stundum hefur hann farið í önnur héruð til að syngja yfir göml- um félögum eða fólki tengdu kórn- um. Einhver lengsta ferð þeirra var fyrir miðja öldina til að syngja yfir Margréti frá Kolviðarnesi, móður Tryggva í Finnstungu. Hún var jörð- uð frá Rauðamelskirkju og kórmenn komu í bíl að austan til athafnarinn- ar og fóru síðan heim um nóttina svo þetta hefur verið erfið ferð. Þessi þáttur í starfsemi kórsins hefur oft lagt á herðar söngfélag- anna erfið ferðalög til æfinga og jarðarfara, en einmitt hefur þessi skylda eflt samhug og samheldni og kannske hefur einmitt þetta hlutverk kórsins orðið tii að skapa honum sinn háa aldur. Tungubræður, þeir Jónas og Jón í Ártúnum Tryggvasynir, tóku við stjórn kórsins 1945, er Þorsteinn Jónsson flutti til Blönduóss. Jónas stjórnaði kórnum í 5 ár en Jón var söngstjóri í alls 35 ár. Faðir þeirra, Tryggvi í Finnstungu, var einn stofnenda kórsins og fyrsti formaður og gegndi því starfi í meira en tvo áratugi. Gestur Guðmundsson rafvirki og söngvari á Blönduósi var söngstjóri kórsins um langt árabil ásamt Jóni og síðan, er Jón hætti, eini söng- stjóri hans. Síðastliðin 2 ár hefur Sveinn Árnason tónlistarkennari og organ- isti á Víðimel verið söngstjóri kórsins og stjórnaði hann kórnum á söng- skemmtun í Víðistaðakirkju 21. apríl sl., sem var fyrsti föstudagur í sumri og þá voru einmitt nær 70 ár liðin frá þeirra fyrsta samgöng. Kórinn hóf söngskrána á sama lagi sem þá, þ.e. Heill þér fold eftir Wetterling. Söngur kórsins í Víðistaðakirkju bar engin ellimerki, margt kórfélaga eru ungir menn, tenór er fjölmennari bössum, söngurinn öruggur og líf- legur, en einsöngur Svavars Jó- hannssonar í Litladal og Jónu Fan- neyjar, dóttur hans, tókst með ágæt- um. Sigurður Ingvi og Sigfús Guð- mundsson sungu líka ágætlega sinn einsöng. Söngstjórinn Sveinn og kórinn glöddu hjörtu margra norðan- manna og annarra sem hlýddu á sönginn þar í kirkjunni og þeim fylgja norður hlýjar afmælisóskir. Fyrstu söngstjórar karlakórsins, þeir Gísli, Þorsteinn, Jónas og fleiri hafa samið margt sönglaga fyrir kórinn, og mörg þessara laga eru varðveitt í afmælisritinu Tónar í tómstundum frá 35 ára afmæli kórs- ins. Þar rekur sr. Gunnar Árnason frá Æsustöðum sögu kórsins og þar eru varðveittar ítarlegar upplýsingar um sögu kórsins. Rökkurkórinn hélt tónleikana í Víðistaðakirkju ásamt karlakórnum en Sveinn er söngstjóri beggja kór- anna. Sömuleiðis hafa báðir kórarnir sama undirleikarann, traustan og góðan, sem er Thomas Higgerson, tónlistarkennari í Varmahlíð. Söngur Rökkurkórsins var góður og þar komu fram ágætir einsöngv- arar. Formaður Rökkurkórsins, Ar- dís á Vatnsleysu, átti stóran þátt í skipulagi þessarar ferðar, sem tókst glæsilega. Skrifað á Flúðum sunnudaginn fyrsta í sumri 1995. INGIHEIÐMAR JÓNSSON. Allt efni sem birtist 1 Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.