Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Veitingastaður og söluturn Til sölu af sérsökum ástæðum vel staðsettur Austurlenskur matsölustaður með fullt vínveitinga leyfi og söluturn með Lottókassa. Upplýsingar aðeins veittar á skrifstofu Ársala hf., Sigtúni 9, Reykjavík. Höfum ýmis önnur áhugaverð fyrirtæki á söluskrá. „Heildrænn lífsstíll“ Kynning í dag, laugardag 29. apríl kl. 13. Allir velkomnir. ó G A 4 Hvers ve9na er erfitt að breyta um venjur til V T O, XI ?)) -y 'Z frambúðar? Hvað nærir mig og færir mér gleði? Raunhæf markmið o.fl. 1. maí, opinn tími kl. 7.30-8.30. JÓGASTÖÐIN HEIMSLJÓS Ármúla 15, s. 588 9181 og 588 4200 - Einnig símsvari. STEINAR WAAGE Póstsendum samdægurs 0 5% staðgreiðsluafsláttur Teg. 941001. Verð 1.495,- Heilsuskór Litur: Hvitur. Stærðir: 36-41. STEINAR WAAGE # SKÓVERSLUN J? EGILSGÖTU 3 SÍMI 18519 <F Ioppskórinn VEITUSUNDI ■ SÍMI: 21212 VIÐ IMGÓLfSTORG STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN J KRINGLAN 8-12 SÍMI 689212 # I DAG HÖGNIHREKKVÍSI ©1995 Tribune Media Senricej, Inc. Ah Rights Reserved. VELVAKANDI Farsi 74777.3301 ©compuserve.com „ UjonoJbcuvsliÍ er boiLl vegna. þess ai ég \/ar uits^rt pegar 'eg giflkisb haruJ/rv." Pennavinir TVÍTUGUR sænskur piltur með margvísleg áhugamál. Vill skrifast á við 18-22 ára stúlku: Dennis Áhning, Box 15129, S 75015 Uppsala, Sverige. SEXTÁN ára þýsk stúlka með áhuga á dýrum og náttúrulífi: Julia Schwager, Beriiner Allee 51, 13088 Berlin, » Germany. NÍTJÁN ára Ghanapiltur með áhuga á fótbolta, borð- tennis, ljósmyndun o.fl.: Ibrahim Sunday, P.O. Box 982, Oguaa City, Ghana. Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tekur við fötum og dóti sem fólk vill losna við GUÐBJÖRG Jónsdóttir hringdi til Velvakanda til að vekja athygli á því að hún sé reiðubúin til að taka við fötum og öðru dóti sem fólk getur hugsað sér að gefa, en hún hefur til margra ára komið því til bágstaddra bæði innanlands og utan. Kona sem hét Helga hafði samband við Guðbjörgu í vetur og vildi koma til hennar töluverðu magni af sængurfötum en hefur líklega týnt símanúmeri Guðbjargar svo hún hvetur hana til að hafa samband og alla þá sem vilja gefa í síma 35901. mm-imm Gylltur eyrnalokkur tapaðist GYLLTUR víravirkis- eyrnalokkur tapaðist sl. sunnudag annaðhvort við Fella- og Hólakirkju eða Æsufell. Skilvís finnandi hringi í síma 92-37584. Rauður poki með skóm tapaðist RAUÐUR nælonpoki með svörtum inniskóm í tapaðist fyrir stuttu, en ekki er vitað hvar. Hafi einhver fundið hann vinsamlega hring- ið í síma 33997. SKÁK Umsj&n Margeir Pétursson Sjá stöðumynd óverjandi mát) 21. Hg3! — g6 (Eftir 21. - Dxd3 22. Hxg7+ verður svartur mát í þriðja leik) 22. Ddl — exf5 23. Hxf5 - Hb6 24. Dxh5 og Lettinn gaf þessa gersamlega vonlausu stöðu. Hvítur leikur og vinnur ÞESSI staða kom upp á minningar- mótinu um Mik- hail Tal í Riga í Lettllandi sem lauk á sunnudag- inn. Sjálfur PCA- heimsmeistarinn, Gary Kasparov (2.805) hafði hvítt og átti leik gegn heima- manninum Ed- • 1 vins Kengis (2.575). Svartur var að enda við að stutthróka, en fór þá úr öskunni í eldinn: 20. Bf6! - Db5 (Eftir 20. - gxf6 21. Hg3+ er svartur feni 12. íslandsmót barnaskóla- sveita hefst í dag, laugar- daginn 29. apríl 1995, kl. 13 í Skákmiðstöðinni Faxa- Víkverji skrifar... LOKSINS hefur fjármálaráðu- neytið ákveðið að afnema 35% aukagjald, sem lagt hefur verið á verð innflutts bjórs í Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins. íslenzkir bjórdrykkjumenn ættu að fagna þessu, en því miður kemur þessi ákvörðun alltof seint. Eins og Björn Friðfínnsson, eftirlitsfulltrúi hjá Eftirlitsstofnun EFTA, bendir á í blaðinu í gær, getur sú langa töf, sem varð á að afnema þetta gjald, sem brýtur tvímælalaust í bága við EES-samninginn, skaðað hagsmuni íslands ef til viðskiptadeilu við önn- ur EES-ríki kemur. íslenzk stjórn- völd virðast oft ekki átta sig á því, að í flestum öðrum Evrópuríkjum líta menn á verzlun með áfenga drykki eins og hverja aðra verzlun með neyzluvöru. Vín- og bjór- drykkja er þar líka víðast hluti af árþúsundagamalli siðmenningar- hefð. Sá hugsunarháttur, sem enn - ríkir hér á landi og á sumum hinum Norðurlöndunum, að áfengi sé hættulegt eiturefni og þess vegna eigi að selja það við okurverði í fáum, Ijótum og óaðgengilegum rík- isverzlunum, þar sem starfsfólkið er í einkennisbúningum, er löngu úreltur og óskiljanlegur í huga meginlandsbúa. Viðskiptahömlur íslendinga í áfengisverzlun geta því komið þeim í koll síðar meir, til dæmis í viðskiptum með fisk. Mörg önnur EES-ríki gera engan greinar- mun á þessu tvennu. xxx Ú VERÐUR forvitnilegt að sjá hvaða áhrif afnám innflutn- ingsgjaldsins hefur á bjórverðið. Reiknað hefur verið með að útsölu- verð á innfluttum bjór ætti að geta lækkað um a.m.k. 12%. Spurningin er hvort innlendir framleiðendur lækka sína vöru til jafns við erlenda bjórinn. Jafnframt hlýtur sú spurn- ing nú að koma upp hvort Islenzkar bruggverksmiðjur, sem fengið hafa leyfi til að brugga bjór undir er- lendu merki, til dæmis Löwenbráu og Tuborg, geta boðið samkeppnis- hæft verð, miðað við það sem væri ef bjórinn væri fluttur inn milliliða- laust. Hvað sem því líður er ljóst að neytendur munu fylgjast grannt með verðbreytingum á bjór. xxx VERÐLAGNING á áfengi hér á landi er raunar svo gjörsam- lega fráleit, að þrýstingur hlýtur að fara að aukast á að henni verði breytt. Ljóst er að neyzluvenjur hafa breytzt og léttvínsdrykkja með mat er þannig orðin útbreidd. Jafn- framt hefur bjórneyzla færzt til þess horfs, sem víða er í nágranna- löndunum. Hvorugt þykir óhóf eða ofdrykkja, heldur hluti af venjulegu neyzlumynztri. Þegar kostnaðurinn við þessar hófsömu venjur er hins vegar skoðaður, er ljóst að pottur er brotinn. Ef gert er ráð fyrir að fjölskylda kaupi t.d. tvær rauðvíns- flöskur á viku, hvora um sig á 1.000 krónur, og eina bjórkippu vikulega, á u.þ.b. 900 krónur, er mánaðarleg- ur kostnaður 11.600 krónur! Það er dijúgur skerfur af t.d. 100.000 króna ráðstöfunartekjum. Það er tæplega nema hátekjufólk, sem getur leyft sér að drekka í hófi á Islandi, en á meginlandinu er létt- víns- og bjórneyzla hluti af neyzlu- mynztri allra stétta. XXX JÓHANN Siguijónsson bæjar- stjóri í Mosfellsbæ hafði sam- band við Víkveija vegna pistils sl. fimmtudag. Upplýsti Jóhann að á þessu ári næmi styrkur bæjarfé- lagsins til Aftureldingar 4 milljón- um króna. Þar af færi ein milljón til að greiða skuldir knattspyrnu- deildar en þremur milljónum skal varið til unglingastarfs samkvæmt ákvörðun félagsstjórnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.