Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 1
ff^gmM$^tí> iWhitney tvíæringurinn/4 iStjörnurnar á himninum/6 iLifandi og mennsk auðn/7 MENNING LISTIR BLAÐ\_y PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 29. APRIL 1995 1 Morgunblaðið/Júlíus. CHARLES Czarny ásamt Birgittu Heide og Hany Hadya við æfíngar á Adagietto. George Czarny vinnur með Islenska dansflokknum Kona úr fortíð BIRGITTA Heide dansar aðalhlutverkið í verki eftir Bandaríkjamanninn Char- les Czarny, sem flutt verð- ur á sýningu íslenska dansflokksins í Þjóðleikhúsinu, þann 17. maí, „Heitir dansar". Verk Czarnys, Adagietto er nokkurs konar kveðju- dans Birgittu með dansflokkinum en hann mun þó fá að njóta krafta henn áfram. Adagietto er samið við samnefndan þátt 5. sinfóníu Mahlers og var upphaflega sýnt í ísrael. Auk þessa Adagietto verða sýnd verkin Carmen, danshöfundur Sveinbjörg Alexanders, Til Láru eftir Per Jons- son og Sólardansar eftir Lambros Lambrou. Czarny hefur áður starfað hér- lendis. Arið 1992 setti hann upp verkið Concerto Grosso sem byggt var á íþróttum. Hann hafði hins vegar ekki unnið með Birgittu en hafði séð hana dansa og taldi að Adagietto myndi henta henni vel. „Þetta er allt mikið tilfínningafólk hér. Ég lét þau leiða mig áfram með dansinn, við breytum lit og áferð verksins þó að ekki verði hróflað við sjálfum skrefunum. Þetta er skap- andi og gefandi vinna." Auk Birgittu koma fram Hany Hadaya og Lára Stefánsdóttir. Hany og Birgitta eru í hlutverkum pars en hugsunin um konu úr fortíð mannsins kemur upp á milli þeirra. Hann hittir hana aldrei en tilfinning- in fyrir henni er enn til staðar. „Þetta er alls ekki ástarþríhyrningur," seg- ir Czarny. Stórhrifinn af að vinna hér Czarny segir samstarfið með þre- menningunum hafa gengið að ósk- um. „Þau hrífa mig, ég get slakað þegar ég vinn með þeim. Fólk hér á þessari einangruðu eyju hefur knýjandi þörf fyrir að tjá sig, allir rithöfundarnir, leikararnir, dansar- arnir. Ég er stórhrifinn af því að vinna hér og tók boðinu um að koma aftur fegins hendi." Czarny hefur búið í Hollandi frá árinu 1959 þar sem hann dansaði lengst af með Netherlands Dance Theater. Eftir að hann lagði dans- skóna á hilluna starfaði hann sem dansahöfundur en segist nú hættur því, málar á milli þess sem hann setur upp eldri verk sín. Það er er lítið um ballett og dans í myndum mínum, ég mála fólk á hjólum, túlíp- ana, kýr og vindmyllur. Ég er naí- visti í myndlist, myndir mínar eru litríkar og sýna vel hrifningu mína á Hollandi. Eg furða mig enn á því að einhver vilji kaupa verkin mín en það gleður mig ekki siður og ég læt þau af hendi án eftirsjár." Jóns Leifs hólkarnir í Berlín Lögín sungin eins og fólkið söng þau ARNI Björnsson þjóðhátta- fræðingur var fyrir skömmu í Berlín. Hann ¦ hitti Susönnu Ziegler, yfirmann Tónlistardeildar Þjóð- fræðisafnsins í Berlín, að máli, þar sem þau báru saman bækTir sínar. En eins og alkunna er fundust hólk- ar í geymslum í Austur-Berlín eftir sameiningu Þýska- Jands, sem höfðu m.a. að geyma upptökur Jóns Leifs frá því á þriðja áratugnum af íslenskum þjóðlögum. Þessar upptökur höfðu týnst eftir seinni heimsstyrjöldina, þar sem Rússar höfðu tekið alla hólkana þegar þeir hernámu Berlín og flutt þá með leynd til Len- íngrad þar sem þeir voru til margra ára. Til er skrá hvað er á meiri- hluta þeirra hólka sem eru eignaðir Jóni Leifs og jafnyel til afrit af þeim á íslandi. En engin afrit eru til af tíu þessara hólka og hvergi finnst neitt skráð um hvað sé á þeim, hvorki á íslandi né í Berlín. „Mér hafði ekki verið ljóst fyrr að þessi tíu hólkar eru frumhólkar og hvergi hefur fundist neitt um hvað sé á þeim," segir Árni Björns- son. „Það er samt fullvíst að það eru íslensk þjóðlög, en hvaða lög veit enginn." Það sem er merkileg- ast við fundinn er ekki endilega að þarna sé að finna lög sem enginn hafi kunnað áður, heldur að þarna munu lögin sungin í einhverri ann- arri tóntegund heldur en gert hefur verið í seinni tíð. Þarna eru lögin sungin eins og fólkið söng þau, áður en farið var að skrifa þau nið- ur. Því þegar lögunum var safnað saman og þau skrifuð niður, voru þau oft lagfærð eftir klassfsku að- ferðinni. Þeir sem skrásettu lögin héldu jafnvel að fólkið hefði sungið lögin vitlaust og færðu þau í klass- ískar tóntegundir. í upptökum Jóns Leifs er að finna þessi lög óbrengluð af klassísku viðhorfi, sem er kannski hin upp- runalega gerð laganna. „Upptökur Jóns Leifs eru aðeins smáhluti þessa stóra safns sem fannst við sameining- una. Það er samt ljóst að hingað þarf íslensk- ur sérfræðingur að koma til aðstoðar ef, og þá þegar hægt verð- ur að afspila þau." Ekki er enn ljóst með styrkveitingu til verkefnisins, en safnið Jón Leifs hefur sótt um styrk til nokkurra sjóða m.a. hjá Evrópusambandinu. Áætlaður kostnaður við verkefnið í heild sinni, þ.e. afspilun allra 29.000 hólkanna sem eru með lögum hvaðanæva úr heiminum, er um 100 milljónir ís- lenskra króna. Hólkar með upptök- um eftir Jón Leifs eru aðeins 76 af öllu safninu. „Aðalmálið er að hólkarnir eru nú í góðum höndum. En líklegast munum við í fyrsta lagi geta hlustað á þessar upptökur uppúr aldamótum," sagði Árni Björnsson sem hélt frá Berlín í Greifswald í Norður-Þýskalandi að halda tvo fyrirlestra á norrænum menningardögum sem þar eru haldnir. Rokkdraumar japansks gests FLEIRI þekkja til Salmans Rushdies vegna dauðadóms klerkaveldisins í Iran yfir honum en vegna rit- verka hans. Rithöfundurinn Mart- in Amis er ekki síður þekktur fyrir þjark við útgefendur en bækur sínar. Þeir sem vita hver Kazuo Ishiguro er, þekkja hann hins vegar fyrst og fremst af verkum hans. Hann hefur látið lítið á sér bera en er engu að síður sá rithöfundur breskur sem hefur átt einna mestri velgengni að fagna að undanförnu. Ishiguro hefur sent frá sér fjórar skáld- sögur á fimmtán árum. Þekktust þeirra er „Remains of the Day (Dreggjar dagsins) 8. maí kemur út nýj- asta verk Kazuos Is- higuros, sem þekkt- astur er fyrir bók sína ,Dreggjar dagsins" W' sem kvikmynd var gerð eftir og komið hef- ur út á íslensku. Nýjasta bók hans „The Unconsoled" (Þeir sem ekki voru hughreyst- ir) kemur út í næsta mánuði. Af því tilefni féllst Ishiguro á viðtal við blaðamann Fin- ancial Times en hann hefur haldið sig fj'arri sviðsljósinu. Ishiguro býr í London, með skoskri eiginkonu sinni, Lornu og dóttur- inni Naomi. Ætlaði að verða rokkstjarna Á unglingsárunum var draumur rithöf- undarins að verða rokkstjarna. Hann leikur á píanó og gítar og ætlaði sér að verða nýr Bob Dylan. Ishiguro samdi yfir 100 lög og kom fram í klúbbum í Guildford, þar sem hann stundaði nám. Hann kynntist því fljótt hvað það er að vera hafnað eftir að hann reyndi að koma tónlist sinni á framfæri við útgefendur. Auk tónlistarinnar eiga kvik- myndir og knattspyrna upp á pallborðið hjá Ishiguro. Á síðasta ári var hann í dómnefnd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, sem valdi „Reyfara" Quentins Tarantinos bestu myndina.. Rithöfundarferillinn er tilviljun, segir Is- higuro. Hannhafi reynt að skrifa, rétt eins og hann hafi prófað ótal önnur störf. „Ég veit að þetta hljómar ekki vel, þúsundir manna eru að reyna að fá bækur sínar gefnar út." Faber-útgáfan uppgötvaði hæfileika Is- higuros er hann sótti námskeið í skapandi skrifum í Austur-Anglia-háskólanum. Hann SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.