Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Á ÞESSARI mynd sést vel hve miklum breytingum freskur Miche- langelos tóku við hreinsunina. Deilt um hreinsun gamalla listaverka SVO hart er deilt um réttmæti þess að hreinsa gömul listaverk að sjónarmið forvarða annars vegar og málara og sagnfræð- inga hins vegar virðast oft á tíð- um ósamrýmanleg. Þekktasta dæmið um þetta er líklega gríð- arlega umfangsmikil hreinsun sem staðið hefur yfir á verkum Michelangelos í Sixtusarkapell- unni í Róm. Á nýlegri ráðstefnu um hreinsun á gömlum lista- verkum voru menn sammála um nauðsyn þess að forverðir og safnverðir ynnu saman að hreinsun, hinir fyrrnefndu legðu til tæknikunnáttuna og handverkið, hinir síðari vörpuðu ljósi á sögu verkanna og list- fræðilegt og sögulegt gildi þeirra. Að sögn breska tímaritsins Economist reyna æ fleiri að fara hálfa leið, að hreinsa verkin aðeins að hluta til. Kostirnir eru þeir að margt það sem aldagöm- ul óhreinindi hylja, kemur í ljós án þess að breytingin stingi í augu en hættan er jafnframt sú að verkin kunna að virðast skell- ótt. Hreinsun á Sixtusarkapell- unni, sem lauk á síðasta ári, er enn umdeild. Hafa forverðir verið sakaðir um að hafa geng- ið of hart fram í hreinsuninni. Einn harðasti gagnrýnandinn er líklega James Beck sem hef- ur gefið út bók þar sem hann færir rök fyrir máli sínu. Meðal þeirra má nefna þau að í verk- unum sjáist nú litir sem ekki hafi verið heimildir fyrir að væru til, enda hafi Michelang- elo ekki hlotið lof fyrir liti held- ur áferð. Gamlar myndir af loft- inu sýni skugga sem ekki séu lengur sýnilegir. Sótið sem fjar- Iægt var kunni að hafa sest á myndirnar er Michelangelo vann að þeim, hann hafi jafnvel notað það til að dempa liti. Efni sem notuð voru til að hreinsa myndirnar kunni að hafa gert litina skærari en þeir voru fyr- ir og að verk sem hafa um ald- ir verið undir lagi af lími séu nú óvarðar. Kvikmyndaiðnaðurinn í Frakklandi Konurnar eflast FRANSKUR kvikmyndaiðn- aður er í lægð. Þrátt fyrir að til hans renni háir styrkir frá hinu opinbera á ári hveiju og að stjórnmálamenn hafi varið franska menningu með kjafti og klóm gegn erlendum áhrif- um, fóru færrri í bíó til að sjá franskar myndir (og fleiri til að sjá bandarískar kvikmyndir) en nokkru sinni áður. Ekki er þó öll von úti og samkvæmt grein í International Herald Tribune kunna konur að verða til þess að breyting verði á en þær hafa sótt mjög í sig veðrið að undanförnu. Sú franska mynd sem hefur ver- ið undantekning frá reglunni um minni aðsókn er myndin „Gazon Maudit" en fleiri áhorfendur hafa farið á hana í mars en smelli frá draumaverksmiðjunni í Hollywood á borð við „Afhjúpun" og „Stjörnu- hlið“. Þetta er gamanmynd um ást- arþríhyrning, að þessu sinni um karl, gagnkynhneigða konu og lesb- íu. Leikstjóri og handritshöfundur er kona, Josiane Balasko. Frakkar hafa ekki haft neitt á móti konum fyrir framan kvik- myndavélamar og nægir þar að nefna Brigitte Bardot og Juliette Binoche. Framan af árum var Agn- es Varda hins vegar nær eina kon- an sem eitthvað kvað að við leik- stjórn en henni var þó langt í frá vel tekið. Meðal mynda hennar má nefna „Cléo de 5 á 7“._ Á níunda áratugn- úm fóru konur á borð við Diane Kuys, Cla- ire Denis, Aline Iss- erman og Chantal Ackerman að gera ódýrar myndir en karlarnir stýrðu áfram stórmyndun- um. Ein af fyrstu konunum til að gera metsölumynd var Coline Serreau, sem gerði „Trois Homme et un Coffin" (Þrír menn og barn) sem síðar var endurgerð í Bandaríkjunum. Nú verður hins vegar ekki þverfótað fyrir kvenkyns kvik- myndaleikstjórum. Myndir þeirra eru sýndar um heim all- ÚR myndinni „6 dagar, 6 nætur“ eftir Diane Kurys. an, nýleg dæmi eru „Mina Tannenbaum" eftir Martine Dugow- son og „Le Fils de Requin" eftir Agnés Merlet, sem sýndar eru í New York um þessar mundir og „6 dagar, 6 nætur“ sem nýlega var sýnd hér á landi. Varda, 66 ára, starfar enn af fullum krafti. Fimm af níu hálf-sj álfsævisöguleg- um kvikmyndum sem Frakkar og Þjóðverjar styrktu nýlega, voru eftir konu og þijár af fimm myndum sem útnefndar voru sem bestu byijendaverk til César- kvikmyndaverðlaunanna í Frakk- landi, voru sömuleiðis verk kvenna. Þetta er ekki árangur sérstakra áætlana um jafnrétti kynjanna í frönskum kvikmyndaiðnaði eða vegna þess að verk kvenna séu skyndilega í tísku. Þá er ekki einu sinni víst að kvenréttindabarátt- unni einni saman sé um að þakka. Að minnsta kosti vilja ijölmargar franskar menntakonur ekki láta tengja sig við herskáa baráttu kyn- systra sinna. „Ég hef alltaf þver- tekið fyrir það að tengja nafn mitt kvennakvikmyndahátíðum eða greinum um kvenleikstjóra," sagði Diane Kurys, höfundur „6 daga og 6 nótta“ er IHT óskaði eftir viðtali vegna greinarinnar. „Ég vii ekki láta brennimerkja mig sem kvenleikstjóra. Mér finnst það einangra konur. Állavega finnst mér ég ekki eiga neitt sérstaklega sameigin- legt með öðrum kven- leikstjórum. Mér finnst ég oft standa nær körlum.“ Agnés Varda segir að kyn leikstjórans skipti ekki lengur máli. Nú séu ekki gerðar kvennamyndir eða karla- myndir, aðeins kvikmyndir. Daniel Toscan du Plantier, óháður framleiðandi og framkvæmdastjóri kynningarsamtaka franska kvik- myndaiðnaðarins, tekur undir þetta. Myndir kvenna njóti meiri vinsælda en áður því konur geri ekki lengur kvennamyndir. „Hvorki áhorfendur né framleið- endur hafa áhuga á kvikmyndum þar sem hugmyndafræðin skiptir mestu. Nýju kvenleikstjórarnir gera ekki myndir vegna þess að þær séu konur. Þær reyna ekki að gera félagslega byltingu með myndum sínum og handritin falla mun betur að markaðnum en áður.“ Agnes Varda hafði skráð sig á námskeiðið til að slaka á við skriftir eftir erfíða törn í starfi sínu á gistiheimili fyrir heimilislausa. Ishiguro naut frá upphafí þeirra forréttinda að þurfa ekki að skila af sér efni fyrr en hann var reiðubú- inn til þess. Sem honum þótt gott, „því sjáðu til, ég fæ ekki margar hugmyndir." Fjórar bækur á fimmtán árum Fyrsta bók Ishiguros „A Pale View of Hills" gerist í Englandi en byggist fyrst og fremst á endurminningabrotum frá Naga- saki skömmu eftir lok heimsstyijaldarinnar síðari. Önnur bókin „An Artist of the Float- ing World“ fjallar um roskinn málara sem gerir sér smám saman grein fyrir því hvers vegna hann getur ekki ráðskast með ráða- hag dóttur sinnar. „Remains of the Day“ (Dreggjar dagsins) segir frá bryta, sem viðurkennir of seint ást sína til ráðskonu á setrinu en Ishiguro segir bókina fyrst og fremst fjalla um endurminningu, eftirsjá, bældar tilfínningar, venjur og yfirdrifíð velsæmi. Fjórða bók hans „The Unconsoled“ er einnig bók um mann sem reynir að bæta fyrir löngu liðin mistök. í henni gerir Ishiguro tilraunir með nýtt form og þykir hún þyngri aflestrar fyrir vikíð. Hann segir að sé mönnum einhver huggun í því, þá kunni ýmislegt að skýrast í bókinni sem hann er nú að skrifa. Gagnrýnendur og aðrir þeir sem hafa lesið bókina eru ekki á eitt sáttir, sumir telja hana mikið listaverk en aðrir segja það hafa verið kvalræði að komast í gegn- um hana. Það vekur athygli að Ishiguro kannar ekki þau svið sem hann hyggst skrifa'um. Honum hefur hins vegar tekist svo vel upp, t.d. í Dreggjum dagsins, að nokkrir brytar skrifuðu honum í þakklætisskyni fyrir að hafa náð að snerta strengi í bijóstum þeirra. Salman Rushdie, einn af vinum Ishiguros lýsir honum svo: „Ishiguro ber hið við- kvæma og dularfulla með sér, hann spyr spurninga. Hann þykist ekki skilja en skilur í raun fullkomlega." Rithöfundar í ólagi Er Ishiguro er spurður hvað rithöfundar eigi sameiginlegt, nefnir hann skort á and- legu jafnvægi. „Ég segi ekki að rithöfundar séu bijálaðir því mér er ekki gefið um staðl- aðar manngerðir. En svo virðist sem eitt- hvað sé í ólagi með þá sem manneskjur," segir hann og bætir því við að skriftirnar kunni að vera tilraun til að bæta það sem farið hafi úrskeiðis. Hvað hann sjálfan varðar, segir Ishiguro að hann hafi ekki átt erfítt líf. Hann hafi verið hamingjusamt barn og lifí venjulegu og heldur tilbreytingarsnauðu lífi. Gestur í Bretlandi Ishiguro er fæddur í Nagasaki árið 1954, níu árum eftir að Bandaríkjamenn vörpuðu kjamorkusprengju á borgina. Föður hans, sem var vísindamaður, var boðið að starfa við hafrannsóknir í Norðursjó og fjölskyldan fylgdi í kjölfarið, tímabundið að því er hún hélt. „Við litum aldrei á okkur sem innflytj- endur. Við vorum gestir. Ég kvaddi því VERKUM Kazuos Ishiguos hefur ver- ið líkt við hljómtæki og súmóglímu, austurlenskar veggmyndir og kirsu- berjatré í blóma. Japan aldrei almennilega. Mér fannst að heimili mitt væri í Japan og að.ég myndi halda aftur þangað." Ishiguro telur að samband hans við afa hans hafí hafi haft mest áhrif á hann í barnæsku. Faðirinn var lítið heima og því kom afinn að mörgu leyti í hans stað í lífi Kazuos litla. Miklar væntingar voru bundn- ar við hann, eins og jafnan við drengi í Japan. Nú segist hann finna til söknuðar eftir heimalandinu og ekki síður afa sínum og ömmu. „Afí minn lést þegar ég var fimmtán ára. Hann hefði ekki þekkt mig, hefði hann séð mig þá. Hann hefði ekki orðið ánægður með að sjá hvað orðið var úr barnabarninu hans. Hann hefði orðið ósáttur við að sjá mig verða að Englend- ingi.“ Brottfluttur Japani Áður fyrr dreymdi Ishiguro um heima- landið en það er liðin tíð. Ástæðuna segir hann þá að haldi menn skyndilega á brott, leggi þeir sig fremur fram um að muna smáatriðin. „Mér finnst ég finna fyrir þeirri persónu sem ég hefði getað orðið. Ég hefði getað lifað öðru lífi en ég geri. Ég tel þetta þó ekki hafa valdið mér djúpstæðri sálar- kreppu, mun alvarlegri atburðir hafa hent annað fólk. Ég er ekki einu sinni viss um að það sé neitt slæmt við það að hafa flutt burt.“ Ishiguro viðurkennir að hann sé upptek- inn af því að vera brottfluttur Japani. Um tíma hafi hann fundið fyrir sterkri þörf fyrir að skrifa um föðurlandið. Hann segist hins vegar ekki vita hvort það hafí komið honum vel eða illa við skriftirnar. Súmóglíma og kirsuberjatré Aðrir fjalla ekki síður um uppruna Ishigu- ros en hann sjálfur. Verkum hans hefur verið líkt við hljómtæki og súmóglímu, aust- urlenskar veggmyndir og kirsubeijatré í blóma. „Það ergir mig jafnmikið og ef ég væri ítalskur höfundur og söguþræði í bók minni væri líkt við spaghetti og nákvæmn- inni við leigumorðingja mafíunnar. Þetta er allt ósköp kjánalegt. Alvarlegra er þó að fólk virðist ekki geta litið fram hjá upp- runa mínum. . . Það er merki þess að það geti ekki horfst í augu við hlutina."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.