Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 8
8 C LAUGARDAGUR 29. APRIL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Margrét er hörð húsfreyja og metn- aðarfullur stjórnandi að sama skapi“. Þær stöllur segja að samstarfíð gangi vel en segja að auðvitað hafí á ýmsu gengið. „En við vinnum vel saman. Það skiptast á skin og skúr- ir og líklega vinnum við miklu meira á tilfínningalegum grunni. Og hér grátum við bæði í gleði og reiði.“ í félagsheimilinu við Ægisgötuna fer fram einkar fjölþætt starf. Kór- inn rekur kórskóla sem í fara konur sem litla tónlistarmenntun hafa og þurfa því ekki að taka inntökupróf í þann skóla. Þá starfar skemmtikór sem æfir einu sinni í viku. Söng- smugan er einsöngsdeild fyrir þá sem vilja fá einkatíma í söng, „í einsöngsdeildinni eru mjög margir kennarar og margar af okkar bestu óperusöngkonum“, segir Margrét. Innan kórsins starfar einnig kór fyrir enskumælandi konur á ís- landi. Þá er einnig 40 kvenna Gosp- elkór og lítill hópur sem heitir Vox Feminae, „í þeim hóp eru þijátíu konur sem syngja hádramatíska kirkjutónlist og í sumum tilvikum agaðri tónlist." Það hafa ailtaf verið til syngjandi konur — Hvað er kvennakóramenning gamalt fyrirbæri? „Þetta er mjög gömul menning sem meðal annars er ættuð frá Evr- ópu, til dæmis trúarleg tónlist skrifuð fyrir nunnukóra og svo kórvek eftir klassísk tónskáld rómantíska tímans eins og Brahms, Mendelsohn og Schubert. Einnig eru til mjög þekkt kórverk spunakvenna, sígauna- kvenna og þvottakvenna. Þannig voru alltaf til syngjandi konur þó lít- ið hafi borið á þeim í karlmiðuðu þjóðfélagi.“ Þær Hallveig og Ágústa taka undir orð Margrétar og segja: „Þetta hefur vitanlega breyst, en við vitum að hér í kómum eru konur sem heyja ákveðna frelsisbaráttu með því að fara að heiman tvö til þtjú kvöld í viku á kóræfingar." — En hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir Kvennakór Reykjavíkur? „Draumurinn er að hafa hér ein- hvers konar tónlistarmiðstöð fyrir konur. Okkur langar líka til að stofna telpnakór í framtíðinni. Og svo ætlum við að halda áfram með það bama- starf sem við höfum verið með í vet- ur. Þá er ein framtíðarsýnin að stofna senoritukór fyrir konur eldri en sex- tugt.“ Tónleikamir í Langholtskirkju verða fímmtudaginn 4. maí kl 20.30 og laugardaginn 6. maí kl. 17. í MIKLU félagsheimili Kvennakórs Reykjavíkur í vesturbænum koma þær Hallveig Andrésdóttir gjald- keri, Ágústa Jóhannsdóttir varafor- maður og Margrét Pálmadóttir kór- stjóri sér fyrir. Það er æfíng og mikið líf í húsinu. Kvennakór Réykjavíkur var stofnaður árið 1992 upp úr kórskóla sem Margrét Pálmadóttir var með í Kramhúsinu. „Þá sungum við á tónleikum til styrktar Kvennaathvarfínu, þeir heppnuðust vel og ekki varð aftur snúið. Inntökupróf voru haldin vor- ið 1992 og nú eru yfír hundrað konur í kórnum," segir Margrét. Eins og að dansa berfættur Tónleikarnir hafa yfirskriftina Vorsveifla, efnisskráin er fjórþætt og einsöngsstjarna tónleikanna er Signý Sæmundsdóttir. „Fyrsti hluti tónleikanna em lög úr íslenskum leikritum og það er eiginlega merki- legt hvað maður þekkir lítið tónlist- ina úr þessum leikritum,“ segir Margrét. „Sumt af þessum lögum þurftum við að færa yfir í kvenna- raddir en önnur lög hafa alltaf ver- ið sungin af konum. í lok annars þáttar og í þriðja þætti færum við okkur svo yfír í trúarlega tónlist og gospeltónlist. En gospeltónlist er í raun og veru trúartónlist færð yfír í afrískan takt. Og það er alveg eins og að dansa berfættur.“ Eftir hlé kveður við annar tónn með klassískara yfirbragði. „Þá kröftum okkur að öðrum boðskap en karlakórar og blandaðir kórar. Það liggur í raun í hlutarins eðli. Eins má segja að það verði allt annar litur á verkum sem kvenna- kór syngur." Þær Hallveig og Ágústa bæta við og segja: „Svo höfum líka heyrt frá fólki sem segir það einstaka upplifun að sjá svona margar konur samankomnar í einu. Og við leggj- um meiri áherslu á fegurðina en kraftinn í tónlistinni." Sameinast í tónlist Margrét segir að nú séu á annan tug kvennakóra í landinu. „Kvenna- kórinn er í raun afsprengi góðrar tólistarmenntunar í landinu,“ segir hún. „í kórinn koma margar konur sem búa að einhvers konar tónlist- armenntun frá sínum uppeldisárum. En veistu, það er nokkuð athyglis- vert að fólk heldur að við höfum alltaf verið til.“ — En hvernig hefur ykkur verið tekið? „Mjög vel, við erum svotil alltaf með uppbókað,“ segja þær Ágústa og Hallveig. „En svo eru líka marg- ir sem hafa svolitla fordóma gagn- vart kórnum. Sumir halda að þetta sé hálfgerður kjaftaklúbbur. En staðreyndin er hins vegar sú að hingað komum við fyrst og fremst til að sameinast í tónlist." Þær Hallveig og Ágústa segja að það fari mikill tími í kórstarfið, „og hún Hann er aðeins tveggja ára gamall en virð- ist ansi stálpaður. Þetta er Kvennakór Reylqavíkur. Hann ætlar að halda tvenna vortónleika í Langholtskirkju í næstu viku og af því tilefni ræddi Þómý Jóhannsdótt- ir við nokkrar forystukonur kórsins. Margrét syngjum við meðal annars Sígauna- ljóð frá Mið-Evrópu og Austurríki." Margrét segist leggja mikla áherslu á að setja saman heil- steypta og samfellda efnisskrá, „og við höfum fengið mjög góða umfjöll- um fyrir það. Þegar við erum að syngja viljum við hafa eitthvað að segja. Og nú í Vorsveiflunni er það Ágústa gleðin og bjartsýnin sem ræður ríkj- um.“ — En hvað er það sem kvenna- kórinn hefur umfram blandaða kóra eða karlakóra? „í fyrsta lagi er þetta annað hljóðfæri," segir Margrét.* „Þá syngjum við annars konar efni en aðrir kórar og við beinum þannig Hallveig iviurguiiuiciuiu/ ivitgiutr /vauissuii Gleði í V orsveiflunni Þjóðleikhúsið frumsýnir nýtt leikrit eftir Guðmund Steinsson 5. maí Stakkaskipti á Stundarfriði Morgunblaðið/Þorkell ÞAÐ gengur á ýmsu hjá fjölskyldunni sem sagt er frá í Stakkaskiptum. JÓÐFÉLAGIÐ er talsvert annað en það var þegar ég skrifaði Stundarfrið fyrir rúmlega fimmtán árum. Þessi breyting kallaði á mína sýn,“ segir Guðmundur Steinsson leikskáld en nýtt verk hans Stakka- skipti verður frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins þann 5. maí næst- komandi. Um er að ræða sjálfstætt framhald af hinu feikivinsæla leikriti >Stundarfriði sem sýnt var í Þjóðleik- húsinu fyrir fímmtán árum. „Ég hafði skrifað verk sem ljallaði um fjölskyldu á tímum neyslunnar. Mér fannst við hæfí að kanna hvað hefði orðið um þessa fjölskyldu og hvar hún stæði fímmtán árum síðar. Það hafa orðið stakkaskipti." Stundarfriður naut fádæma vin- sælda á árunum 1979-81 en yfír 40.000 manns sáu verkið á 84 sýning- um. Það var að auki sýnt á erlendri grund o g tekið upp fyrir ríkissjónvarp- ið. Haraldur, Ingunn og öll hin eru því íslendingum að góðu kunn. Nú snúa þau aftur og það gera sömu leikarar og aðstandendur einnig. Sömu leikendur Stefán Baldursson leikstjóri segir að það sé skemmtileg tilviljun að Þjóð- leikhúsið hafí enn aðgang að sömu leikurunum að því undanskildu að Þorsteinn Ö. Stephensen sé fallinn frá. Ámi Tryggvason tekur við hlut- verki hans. Hann hljóp reyndar í skarðið fyrir Þorstein á sýningum á Stundarfriði og ætti því að vera öllum hnútum kunnugur. Aðrir sem endurtaka leikinn frá því í Stundarfriði eru Helgi Skúlason, Kristbjörg Kjeld, Guðrún Gísladóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Sigurður Siguijónsson og Randver Þorláksson. Elva Ósk Ólafsdóttir og Edda Am- ljótsdóttir bætast hins vegar í hópinn en þær eru í hlutverkum nýrra fjöl- skyldumeðlima. Þórunn Sigríður Þor- grímsdóttir hannar leikmynd og bún- inga sem fyrr en Páll Ragnarsson sem gerir lýsingu kom ekki að fyrri sýn- ingunni. „Það hefur verið mjög óvenjulegt við þessa vinnu að maður er að hitta gamla kunningja á ný,“ segir Stefán. „Þetta er fólk sem við Guðmundur kynntumst mjög náið á sínum tíma en ég lifði með því í rúm tvö ár. Það var því um leið skemmtilegt að rifja upp kynnin við þetta fólk og sjá hvar það stendur í dag.“ Stefán segir að Stakkaskipti sé öðru fremur leikrit um íslenska nú- tímafjölskyldu sem stór hluti þjóðar- innar þekki frá fomu fari og bíði ef til vill spenntur eftir að hitta á nýjan leik. „Það hafa orðið viss stakka- skipti. Vissulega búum við enn í alls- nægtar þjóðfélagi en það eru hins vegar komnir fram voveiflegir brestir hér og þar og þessi fjölskylda er far- in að fínna fyrir þeim.“ Sérstakt leikritaskáld Að mati leikstjórans er skyldleikinn við Stundarfrið augljós. Nefnir hann formið sérstaklega. Verkið saman- standi af mörgum stuttum brotum sem raða verði gaumgæfílega saman til að þau myndi heild. „Guðmundur er mjög sérstakt leikskáld að þvi leyti að hann skrifar ekki leikrit heldur leikhúsverk. Að mínu mati er ekki tæmandi að lesa verkin hans þar sem þau eru hugsuð til leiks á leiksviði. Það er því enginn söguþráður sem rekur sig sjálfur heldur verður að skapa fyllingu fyrir utan textann. Með réttri vinnu getur textinn því fengið aukna dýpt og fleiri botna. Það er mjög gaman að vinna slík verk.“ Guðmundur hefur fylgst grannt með æfingum og segir að þær hafi gengið feikivel. Leikhúsvinnan hefur því verið lifandi fyrir höfundinn og að mati Stefáns hefur hann fylgt verkinu vel úr hlaði. Stakkaskipti er sjöunda verk Guð- mundar sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Þau fyrri eru Forsetaefnið, Lúkas, Sólarferð, Garðveisla, Brúðarmyndin og að sjálfsögðu Stundarfriður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.