Morgunblaðið - 29.04.1995, Side 1

Morgunblaðið - 29.04.1995, Side 1
t BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1995 JHérgttttfrla&ti* ■ LAUGARDAGUR 29. APRÍL BLAÐ Morgunblaðið/Ámi Sæberg GÚSTAF Bjarnason (nr.8) ógnar hér vörn Austurríkis og sendlr síðan knöttlnn á Júlíus Jónasson. Gústaf hef- ur lelkiö mjög vel í síöustu leikjum í vinstra horninu, sem af mörgum var talinn velkasti hlekkurinn í íslenska landsllðinu. Islensku strákarnlr slgruAu í leiknum í gær, 25:24, eftir að Ólafur Stefánsson skoraAi sigurmarklA á lokasekúndu leiksins. Cantona áfram hjá Man. Utd. Skrifaði undirsamning við enska félagið til þriggja ára FRANSKI knattspyrnumaðurinn Eric Cantona verður áfram í herbúðum enska meistaraliðsins Manchester United þrátt fyrir gylliboð frá ítalska félaginu Internazionale frá Mílanó. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við enska félagið í gær og sagði Martin Edwards, stjórnarformaður Un- ited, að Cantona hefði hafnað hærra tilboði frá Inter en United hafi getað boðið honum. „Ég verð áfram hér vegna þess að Manchester United er stærsta félagið í Englandi, kannski það stærsta í Evrópu eða í öllum heiminum. Ég hlakka til næstu þriggja ára,“ sagði Cantona á blaða- mannafundi í gær. „H[já Manchester United get ég gieymt öllu og við getum unnið allt. Allir hjá félaginu verðskulda það og einnig stuðningsmenn þess.“ Forráðamenn United vildu ekki gefa upp hvað Cantona fengi i laun hjá félaginu á samningstím- anum, eða hvort það er meira en hann hefur haft hjá iiðinu, en talið er að til þessa hafi hann fengið andvirði 1,5 milljóna króna á viku í laun. Cantona er í leikbanni þar til 30. september í haust — hlaut þann dóm fyrir að ráðast að áhang- anda Crystal Palace í leik í vetur. En hann var kátur á blaðamannaf undinum eftir að samning- urinn við United var undirritaður, og sagði, er hann fór að hann yrði að flýta sér því hann þyrfti að æfa vel fyrir næsta leik! 14 ára stúlka í S-Afríku féll a lyfjaprofi FJÓRTÁN ára fijálsíþróttastúlka í Suður Afriku féll á lyfjaprófi á dögunum. Fijálsiþróttasamband landsins setti hana strax i keppnisbann og hún á yfir höfði sér úrskurð um fjögurra ára keppnis- bann frá alþjóða fijálsíþróttasambandinu (IAAF). Stúlkan er yngsti fijálsíþróttamaðurinn til þessa sem stenst ekki lyfjapróf, svo vitað sé. Lyfjablanda, sem talin er geta verið banvæn, fannst i þvagsýni sem stúlkan skilaði, er hún var tekin í lyfjapróf á unglingameistaramóti Suður Afríku 7. og 8. apríl. I sýninu fannst bæði steralyf- ið nandrolone og fencamfamine, sem er örvandi lyf. Stúlkan keppti i 100 og 200 metra hlaupi, án þess að vinna til verðlauna, en hlaut brons í lang- stökki 17 ára og yngri, á áðurnefndu unglinga- meistaramóti. Steralyfið Nandrolone var um tíma gefið konum til að hefta beinþynningu á breytingaskeiðinu, en notkun þess hefur verið hætt vegna þess að í (jós kom að það orsakar aukinn hárvöxt í andliti og rödd kvennanna dýpkaði. Þegar unglingar eiga i hlut orsakar lyfið einnig að axlir breikka og mitt- ið þykknar. Talsmaður IAAF hefur greint frá því að aldur skipti ekki máli, þegar ólögleg notkun lyfja er annars vegar — þó stúlkan sé ung, hjjóti hún fjög- urra ára keppnisbann eins og hver annar, ef sekt sannast. Síðasti æfingaleikur Islendinga fyrir HM er í dag gegn Austurríki „Mætum frískir til leiks eftir góðan nætursvefn" Við erum komnir á lokasprettinn í undirbúningnum og það hef- ur verið mikil keyrsla á liðinu und- anfarna daga. Leikurinn bar þess merki," sagði Þorbergur Aðal- steinsson, landsliðsþjálfari í hand- knattleik, að loknum naumum sigri, 25:24, gegn Austurríki í Kaplakrika gærkvöldi. „Á morgun [í dag] von- umst við til þess að fólk komi á leikinn í Laugardalshöllinni til þess að við finnum að það sé stuðningur við okkur. Liðið ætlar að gefa sig af fullum krafti í leikinn," sagði landsliðsþjálfarinn. Geir Sveinsson, fyrirliði, náði sér ekki á strik í leikn- um í gærkvöldi frekar en margir aðrir enda stóð hann í eldlínunni í öllum leikjunum þremur á Bikuben mótinu í Danmörku, sem lauk á fimmtudagskvöldið. „Já, leikurinn var býsna þreyttur hjá okkur og doði í mannskapnum. Ég lofa því hins vegar að leikur okkar verður mun betri á morgun [í dag], sama hvort það verður í vöm eða sókn. Austurríkismenn eiga ekki að vera okkar hindrun undir neinum kring- umstæðum og í seinni leiknum verð- ur sigurinn ekki innsiglaður á loka- sekúndunni," sagði fyrirliðinn og bætti við: „dagurinn hefur verið eifiður. Við vöknuðum snemma í morgun og síðan varð klukkutíma seinkun á flugvélinni sem flutti okkur heim. Við rétt komumst heim til að setja hrein föt í töskurnar áður en við mættum til þessa leiks. Við eigum kannski ekki að afsaka okkur á því en svona er það nú,“ en landsliðið kom heim frá Dan- mörku síðari hluta dags í gær. „Við vorum staðir og þegar svo er ná menn ekki að vinna saman. En allt er þetta hluti af undirbún- ingum,“ sagði Jón Kristjánsson um leikinn í gærkvöldi. „En á morgun [í dag] verður þetta betra, við mætum frískir ti! leiks eftir góðan nætursvefn," sagði Jón Kristjáns- son, þegar hann gekk út í íslenska vornóttina í Hafnarfirðinum í gær- kvöldi, örþreyttur eftir álag síðast- liðinna daga. ■ Þreyttir / D4 Sigurður ræðir við Víkinga Sigurður Gunnarsson, fyrrum landsliðsmaður úr Víkingi, er í viðræðum við sitt gamla félag um að gerast næsti þjálfari 1. deildarliðs félagsins. Sigurður þjálfaði lið ÍBV á nýliðnu keppnistímabili og fóru Vestmannaeyingar upp í 1. deild á ný undir hans stjórn. Eyjamenn hafa einnig boðið Sig- urði áframhaldandi þjálfun, og hefur hann verið í viðræðum við þá, auk þess sem forráðamenn norska liðsins Bodö hafa leitað til Sigurðar um að hann taki á ný við stjóm liðsins. Hann var þar við stjórnvölinn í hitti- fyrra, en litlar líkur eru á að Sigurð- ur fari aftur utan, skv. heimildum Morgunblaðsins. HANDKNATTLEIKUR: LAUGARDALSHÖLL KOMIN í HM-BÚNINGINN / D2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.