Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 2
2 D LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Streita og heilsa TIL að ná góðum ár- angri í íþróttum er mikilvægt að temja sér hugarfar vinnandans. Landsliðsmennirnir okkar í handknattleik vita að árangur er ekki kominn undir heppni. Þeir vita að aðeins æfingar, reynsla og til- raunir færir þá að tak- markinu, sem er að sigra. Þeir sem þora að gera mistök tekst oft vel upp. Þeir eru ákveðnir í að gera bet- ur næst. Árangur íþrótta- manna getur tengst spennu og streitu. Of mikil eða of lítil spenna getur haft áhrif á árang- ur íþróttamannsins. Rannsóknir sýna að þeir íþróttamenn sem náð hafa lengst eru þeir sem lagt hafa rækt við huglægan undirbúning og náð tökum á að stjóma eigin spennustigi. í þessu sambandi er slökun áhrifarík leið. HvaA veldur streitu? Áföll og breytingar í lífi okkar geta valdið streitu, t.d. fráfall maka, skilnaður eða breytingar á vinnustað. Fjárhagsvandræði, of miklar kröfur, félagsleg einangrun, neysluvenjur og kyrrseta geta einn- ig verið streituvaldar. Hugsunar- háttur okkar og lífsviðhorf getur einnig ráðið miklu um hvernig við bregðumst við ýmsum daglegum athöfnum, s.s. að keyra, kaupa inn, borga reikninga eða að bíða í biðröð. Streituþol einstaklingsins er líka mismunandi. Stundum hefur mönnum verið skipt í tvo flokka: A- menn og B-menn. A- menn eru þeir sem eru óþolinmóðir, kappsam- ir og alltaf að flýta sér en B-menn eru þeir sem líður best í afs- löppuðu umhverfi og að vinna undir litlu álagi. Það er ekki ólík- legt að flestir þjálfarar geti geti talist Á-menn. í þessu sambandi hefur stundum verið talað um spennufíkla. Einkenni streitu Streita getur verið hvetjandi en hún getur líka verið of mikil og langvarandi. Við komumst ekki hjá streitu, hún er hluti daglegs lífs. Sé hún of mikil myndast spenna vegna líkamlegs, tilfínningalegs eða andlegs álags. Einkennin um stress eru margvísleg: Líkamleg einkenni geta m.a. ver- ið bijóstsviði, andþrengsli, sviti, höfuðverkur, vöðvabólga, maga- bólgur, skjálfti. Andleg einkenni geta verið pirr- ingur, svefntruflanir, bráðlæti, þunglyndi, kvíði, gleymska. Hegðunareinkenni geta m.a. ver- ið einangrun, ofát, lystarleysi, mikl- ar reykingar, óhófleg áfengis- neysla, verkleysi. Aðrar orsakir en streita geta að sjálfsögðu legið að baki ofangreind- um þáttum. Verði streitan of mikil dregur úr hæfni manna vegna lík- amlegrar og tilfínningalegra trufl- ana. Mikil og langvarandi spenna getur brotið niður mótstöðu líkam- ans gegn sjúkdómum. Það er athyglisvert að eftir því sem spennan eykst virðist meiri nautn fylgja spennunni. Það er ein- kennileg þversögn. Sá sem er spenntur gerir allt til að halda í spennuna. Hann notar meira kaffi og reykir meira en bæði þessi efni eru spennuvekjandi. Streita getur verið hvetjandi, segir Gunnar Einarsson í þriðju grein sinni í flokknum „Þjóð í þjálfun“ en hún getur líka verið of mikil og langvarandi. Nokkur ráð viö streitu ★ Stunda líkamsrækt. - Líkams- rækt losar um spennu í líkamanum. ★ Læra slökun - slökun er and- stæða spennu. ★ Þekkja eigin streituvalda og streitueinkenni. Gunnar Einarsson ★ Skipuleggja daglegt líf, ætla sér nægan tíma og taka fyrir fá atriði í einu. ★ Minnka koffein- og nikótín- neyslu. ★ Vera bjartsýn og hugsa jákvætt, bæta samskipti við aðra. ★ Unna sér nauðsynlegrar hvíldar - fá nægan svefn. ★ Gera lífið ánægjulegt - minnast fyrst og fremst þess sem vel hefur gengið. ★ Ákveðni í framkomu - byggja upp sjálfstraust, læra að segja nei, gera eðlilegar kröfur til annarra og þín sjálfs, standa á rétti þínum. ★ Læra að segja hvað þér fínnst í stað þess að byrgja tilfinningar inni. ★ Slaka á þínu daglega lífi, m.a. með því að vökva blómin, spila á spil, lesa góða bók, vinna í garðin- um, Ieggja kapal, hlusta á tónlist, fara í kirkju, tala við vini. Að lokum Við höfum aðeins eitt líf. Látum ekki streituna eyðileggja það. Lífíð á umfram allt að vera leikur. Það eru meiri líkur á að slökun verði eðlilegur þáttur í lífi þínu ef þú framkvæmir eitthvað sem þér fínnst skemmtilegt og veldur ekki þving- un. Landsliðið okkar á mikla mögu- leika á árangri í HM ef leikgleði er ríkjandi. Gangi þér vel að takast á við streituna. I næsta pistli verð- ur fjallað um vellíðan í vinnunni. Heimaverkefni til næsta pistils eru að taka til í bílskúrnum, geymsl- unni eða skúffunum og biðja vin þinn um að lána þér góða bók. Höfundur sijómar átakinu „Þjóð íj)jálfun“á vegum HeilsueHingar, íþrótta fyrir alla og framkvæmdanefndar HM 95. Spurt og svarað um körfuknattleik INGÓLFUR Hannes- son deildarstjóri íþróttadeildar RÚV varpaði fram nokkrum spumingum í Morg- unblaðinu á miðviku- daginn varðandi körfu- knattleikinn ásamt hugleiðingum um um- fjöllun fjölmiðla um DHL-deildina í vetur. Ætla ég að svara spurningum Ingólfs og fjalla um hugleiðingar hans. Samanburður við útlönd Ingólfur spyr hvort framfarir í körfuknattleik séu ekki eins miklar og af er látið og vill fá samanburð við aðrar þjóðir. Þetta er skrýtin spurning frá manni sem hefur atvinnu af um- fjöllun um íþróttir. Á undanförnum 7 árum hefur áhugi fyrir körfu- knattleik og fjöldi iðkenda og fé- laga sem stunda körfuknattleik margfaldast. Ástæður þessa eru nokkrar. í fyrsta lagi má nefna breytta aldursflokkaskiptingu KKÍ í yngri flokkum þar sem aðeins einn árgangur er í hvetjum flokki. Það hefur gert það að verkum að brottfall iðkenda hefur stórminnk- að. í öðru lagi stofnun 2. deildar sem leikin er svæðisskipt bæði í meistaraflokkum og yngri flokkum og öflugt útbreiðslustarf. Það hef- ur gert það að verkum að félögum sem stunda körfuknattleik og senda lið í íslandsmót hefur fjölgað úr 21 í 60 á þessum tíma. Þess má geta að 28 félög senda lið í íslandsmót HSÍ. í þriðja lagi sá áhugi sem NBA-körfuknattleikur- inn hefur vakið. Þessi aukni íjöldi iðkenda skilar sér í auknum fjölda afreksmanna og þá komum við að samanburðinum við aðrar þjóðir. Unglingalandslið karla varð árið 1991 Norðurlandameistari í körfu- knattleik og var það í fyrsta sinn sem ísland sigrar í þeirri keppni. Drengjalandsliðið komst í úrslit Evrópukeppni landsl- iða 1993 og lenti í 9. sæti. Er jjað besti árangur Islands í þeirri keppni hingað til. Unglingalandslið karla komst í undanúr- slit sama ár og er það einnig besti árangur þess. Stúlknalandslið- in hafa verið að vinna góða sigra og má þar nefna Bretlandseyja- mótið þar sem liðið stóð uppi sem sigur- vegari. Stúlknalandsl- ið og unglingalandslið kvenna náðu mjög góðum árangri á _síð- ustu Norðurlandamótum. Árið 1986 töpuðum við með 60 - 80 stiga mun fyrir Norðurlandaþjóð- unum en í dag vinnum við nokkrar þeirra. Hvað varðar karlalandsliðið þá hefur liðið verið að ná athyglis- verðum árangri. Evrópukeppni landsliða nú í maí er prófsteinninn. Af framansögðu má ljóst vera að árangur hefur náðst. Eðlilegt er að þessar miklu framfarir komi fyrst fram í yngri landsliðum okkar og skili sér svo í árangri karla- og kvennalandsliða í framtíðinni. Fé- lagsliðin hafa verið að senda yngri flokka sína í alþjóðleg mót á und- anförnum árum og hefur árangur þeirra undantekningarlítið verið frábær. Bætt umgjörð leikja Ingólfur spyr um umgjörð leikja. Honum ætti að vera fullkunnugt að umgjörð leikja hefur stórbatnað undanfarið. Nægir þar að nefna heimaleiki IR-inga þar sem um- gjörðin hefur verið til fyrirmyndar, KR-ingar hafa komið fram með nýjungar. Njarðvíkingar og Grind- víkingar létu búa til lög sem leikin voru á heimaleikjum. Víða hafa félögin tekið sig á. Umgjörðin um bikarúrslitaleikinn var ein sú glæsi- legasta sem sést hefur hér á landi. En auðvitað má alltaf bæta þessa hluti og ekki má slá slöku við. Pétur Hrafn Sigurðsson Breyting til batnaðar Ingólfur spyr um breytt keppnis- fyrirkomulag í DHL-deildinni. Fyrir síðasta keppnistímabil var fjölgað í deildinni og leika þar nú 12 lið. Að mínu mati tókst sú breyting full- komlega. Ef ekki hefði verið fjölgað hefði t.d. „spútnik“-lið ÍR-inga ekki leikið í DHL-deildinni og getum við Ingólfur væntanlega verið sammála um að sjónarsviptir hefði verið að þeim. Stækkun úrslitakeppninnar tókst einnig vel. Við fengum spenn- andi leiki á öllum stigum úrslita- keppninnar. * Urslitaleikirnir um Is- landsmeistaratitilinn í körfuknattleik vom veisla fyrir Suðurnesja- menn, segir Pétur Hrafn Signrðsson en hafa ef til vill farið fram hjá Reykvíkingnum Ingólfí Hannessyni. Kostnaður áhorfenda Ingólfur spyr um kostnað áhorf- enda við að sækja leiki. Auðvitað eykst sá kostnaður með fjölgun leikja en benda má á að félög hafa ekki hækkað aðgöngumiðaverð undanfarin 4 ár. Enn fremur hefur áhorfendum fjölgað á leikjum í körfuboltanum. Umfjöllun fjölmiðla Ingólfur spyr af hveiju úrslita- keppnin í körfuknattleik hafí ekki vakið eins mikla athygli og í fyrra og hvemig standi á því að úrslita- keppnin í handknattleik veki svo mikla athygli í ár. Hann gefur til kynna að samningur HSÍ við RÚV hafi skipt þar sköpum. Þetta er al- rangt hjá Ingólfi og gerir í raun lítið úr öðmm fjölmiðlum. Úrslitakeppnin í handknattleik tókst mjög vel og naut mikillar at- hygli fjölmiðla og ber að óska hand- boltamönnum til hamingju með frá- bærlega vel heppnaða úrslita- keppni. Meginástæðan var árangur KA sem kom á óvart og vann bæði Stjörnuna og Víking í þriðja leik (leikjum sem RÚV sýndi ekki beint). Síðan tók við æsispennandi viður- eign Vals og KA. Þarna var um að ræða nýtt félag í úrslitum og vekur það ávallt mikla athygli. Eg held ég geti nánast fullyrt að ef Víking-' ur hefði verið í úrslitum í stað KA hefði keppnin ekki vakið eins mikla athygli. Sama gerðist í úrslita- keppni KKÍ í fyrra þegar Grindvík- ingar léku til úrslita í fyrsta sinn og úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu sekúndu lokaleiksins. Þá vakti keppnin gríðarlega athygli. í ár léku sömu lið til úrslita og í fyrra og hefur það auðvitað sitt að segja varðandi umfjöllunina., Leikirnir vom auðvitað veisla fyrir Suður- nesjamenn, en hafa ef til vill farið fram hjá Reykvíkingnum Ingólfi Hannessyni. KKÍ samdi á síðasta ári við Stöð 2 um útsendingar frá leikjum í körfuknattleik. Menn voru mjög tvístígandi í þessu máli, enda hafði KKÍ átt mjög gott samstarf við RÚV um margra ára skeið. í stuttu máli þá stóð Stöð 2 við öll atriði samningsins upp á punkt og prik. Alls sendi Stöð 2 út 16 leiki beint í vetur og var með þátt á sunnudög- um um íslenska körfuboltann. Bylgjan lýsti í beinni útsendingu umferðum sem fram fóru á sunnu- dögum og nokkrum umferðum sem fram fóru á fimmtudögum. Það er nýlunda að deildarkeppninni í körfuknattleik sé lýst beint í út- varpi og vöktu þær útsendingar mikil og góð viðbrögð, enda körfu- knattleikurinn að stórum hluta landsbyggðaríþrótt og því erfitt fyr- ir fjölda áhangenda að fylgja liðum sínum í útileiki. Aldrei hefur verið meiri umfjöllun um körfuknattleik í ljósvakamiðlum en á síðastliðnu keppnistímabili. Seint á síðasta vetri sömdu KKI og RÚV um út- sendingarétt frá körfuboltanum og gott samstarf hefur tekist milli þessara aðila. Þess ber að geta að RÚV stóð fullkomlega við þennan samning, að venju. Hvað framtíðin ber í skauti sér verður tíminn að leiða í ljós. Það er von mín að áfram- hald verði á góðu samstarfi körfu- knattleikshreyfíngarinnar og fjöl- miðla. Höfundur er framkvæmdastjóri Körfuknattleikssamhands íslands. BRE Yfirtil ,þín, Olafur! INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, brá á leik í gær, er hún afhenti Ólafi B. Schram, formanni Handknatt- leikssambands íslands, Laugar- dalshöllina formlega til afnota meðan á HM stendur. Sagðist taka sér fjölmiðlamenn til fyrir- myndar, og sagði: „Yfir til þín, Ólafur“ um leið og hún kastaði knetti til formannsins, sem greip hann auðvitað af öryggi eins og sönnum handboltamanni sæmir. Á efri myndinni má sjá að Höllin hefur breyst mikið — hefur verið máluð hátt og lágt, nýir stólar eru komnir í stað þeirra gömlu á áhorfendasvæðum og nýr dúk- ur á keppnisgólfið, þar sem að- eins eru merktar handboltalínur. Laug endan BORGARSTJÓRINN íReykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, af- henti Handknattleikssambandi íslands endurbætta Laugardals- höll til afnota fram yfir HM, við formlega athöfn í Höllinni í gær. Ingibjörg Sólrún sagði að erfitt mál hafi nú fengið farsælan endi og nú væri Laugardalshöllin kom- in í glæsilegan búning og tilbúin að taka við stórmóti eins og HM. Borgarstjórinn sagði að ákveðið hefði verið að ráðast í viðbygg- ingu við austurgafl Laugardalshallar vegna HM 9. október og var þá undir- ritaður samningur milli Reykjavíkur- borgar og ÍSÍ. „Reykjavík hefur verið höfuðstaður íþróttanna í landinu og þannig á það að vera áfram,“ sagði borgarstjórinn. Áætlaður kostnaður við nýbygging- una er 90 milljónir og greiðir Iþrótta- samband íslands 40 milljónir af þeirri upphæð. Viðbyggingin er 617 fermetr- ar og rúmar um 1.500 áhorfendur. Borgartak hf. sá um jarðvinnu og lóð- arfrágan en ístak hf. um bygging-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.