Morgunblaðið - 30.04.1995, Side 1

Morgunblaðið - 30.04.1995, Side 1
Morgunblaðið/Sveinn Guðjónsson í IÐRUM tl sunnuqagur 30. APRIL 1995 SUNNUPAGUR 3M**iittttMttftift BLAÐ SJÁ NÆSTU SÍÐU „Trúið mér, yðar hótignir, að þessi lönd eru svo góð og gjöful, einkum ó þessari eyju Espanola, að enginn gæti lýst þeim né trúað þessu ón þess að sjó þau,“ skrifar Kristófer Kólumbus til spænsku konungshjón- anna Ferdinands og Isabellu, hinn 16. desember árið 1492. Sveinn Guóiónsson er á sama máli um gæði og fegurð þessa lands, nú fimm hundruð árum síðar, eftir að hafa ferðast um þann hluta eyjunnar sem tilheyrir lýðveldinu Dóminikana í Karíbahafi. TlL eru staðir í heiminum, ® þar sem bergmál lið- inna alda glymur við hvert fótmál. Staðir, sem eru svo nátengdir örlögum mann- kynsins og framvindu sög- unnar, að þar verður ekki skilið á milli. Þegar ég mókti í sólinni á Playa Dorada, hinni „gullnu strönd“ við bæinn Puerto Plata, á karabísku eyjunni Hispani- ola, fannst mér ég heyra áraglamrið frá skipsbátum Santa Mariu og „hálfvegis vakandi, hálfvegis eins og í draumi, heyrði ég þungann í aldanna sígandi straumi,“ eins og Jón Helgason orðar það í kvæði sínu IÁrnasafni. Hinn 9. desember 1492, um tveimur mánuðum eftir að Kólumbus steig fyrst á land í nýja heiminum, kom hann auga á eyjuna, sem innfæddir kölluðu Bohio, sem þýðir á þeirra máli „móðirt allra landa". í leiðar- bókum aðmírálsins telur hann eyjuna afar stóra og segir meðal annars: „Gegnt mér eru nokkur engi, þau fegurstu í veröld- inni og að nokkru sambæri- leg við Kastilíu, nema þessi bera a f.“ Kólumbus varð frá sér numinn af þeirri fegurð og landgæðum sem við honum blasti og gaf hann eynni nafnið Isla Espanola, til heiðurs þeirri þjóð sem stutt hafði áform hans, eða Hi- spaniola, eins og hún er nefnd á enska tungu. Kfilumbitisar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.