Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ og allir hafa nóg að bíta og brenna. Það sem einkennir einna helst Ijúft viðmót þessa fólks er einskonar glaðvært kæru- leysi og mottóið virðist vera: „Það liggur ekkert á". Þess vegna er varhugavert að treysta þessu ágæta fólki ef tíminn skiptir máli. Hins vegar var þessi reynsla góður skóli í að „slappa af" og það vakti mig til umhugsunar að fylgj- ast með kokkinum raulandi lagstúf á meðan hann spældi eggið fyrir morgunverðinn, og ekki síður þegar afgreiðslu- stúlkan í minjagripaverslun- inni hætti í miðju kafi að fylla út Visa-kortið og fór að horfa út urn gluggann dreymin á svip. Á því augnabliki gerði ég mér grein fyrir að ég var í frii og mér lá ekkert á, frek- ar en henni. Fró fjalli fil f |öru Einn fyrsti könnunarleið- angurinn okkar ferðafélag- anna var á hið 800 metra háa fj'all Isabella de Torres. Sjálf- sagt hefðu fjallgöngugarpar ekki gefíð mikið fyrir þá að- ferð sem við notuðum til að komast á toppinn, en við runn- Kolumbusar um þetta í rólegheitunum með kláf. Fjallgangan hefði ella getað reynst torsótt því þéttur hitabeltisskógurinn nær upp á efstu brún. I stöðvarbygging- unni tók á móti okkur létt- sveit innfæddra eldri manna, eldhressir karlar sem léku fjöruga suðræna tónlist af fingrum fram á harmonikku og torkennileg ásláttarhljóð- færi sem minntu á olíutunnur. Ferðin upp gekk að óskum, en á fjallinu er fallegur suð- rænn garður og eftirlíking af kristslíkneskinu á Corcovado í Rio'de Janeiro. Af fjallsbrún- inni er fallegt útsýni yfir Pu- erto Plata og strandlengjuna. Fararstjóri í þessum leið- angri, auk Ingólfs Guðbrands- sonar, var stórvaxinn svert- ingi, Alexander að nafni. Fékk hann umsvifalaust viðurnefnið „hinn mikli" vegna vaxtarlags síns. Alexander mikli talaði hátt og hló mikið, svo skein í hvítar tennurnar. Eftir fjall- gönguna ókum við um bæinn Puerto Plata og þar sýndi Alexander að honum er ýmis- legt fleira til Iista lagt en að brýna raustina í hljóðnema. Hann lét sig ekki muna um að bregða sér út úr rútunni á fjölförnum gatnamótum og stjórna umferðinni og í eitt skipti, þegar rútan virtist föst á þröngum gatnamótum, voru allir viðstaddir vegfarendur komnir í umferðarstjórnina. Umferðarmenningin þarna er vitaskuld ekki upp á marga fiska á okkar mælikvarða og bifreiðakostur innfæddra samanstendur að mestu af eldgömlum, kolryðguðum bíl- -hræum, sem hanga saman af gömlum vana. í nágrenni Puerto Plata eru næststærstu ambernámur heims og að sjálfsögðu skoð- uðum við Ambersafnið í bæn- ¦ um. Amber, sem stundum er kallað raf á íslensku, er nátt- úrulegir steinar sem upphaf- lega voru trjákvoða, sem hefur ummyndast og steingerst á milljónum ára og inni í stein- unum má sjá jurta- og skor- dýraleifar. Þessarí skoðunarferð Iauk með heimsókn í rommverk- smiðju Brugal-fjölskyldunnar þar sem við þáðum góðgerðir í fljótandi foimi. Reyndar hafði fjölskyldufaðirinn, senor Paul Brugal, sem er góðvinur Ingólfs, sýnt okkur þann heið- ur að heilsa upp á okkur í upphafi fararinnar, enda átti hann líka rútuna sem við vor- um í. Að kvöldi þessa ágæta dags var haldin grillveisla á strönd- inni þar sem brugðið var á leik og dansað eftir lifandi tónlist hljómsveitar og þótti mörgum sú skemmtun takast með afbrigðum vel, enda mannskapurinn „funheitur" eftir sólbakstur dagsins og heimsóknina í Brugal-romm- verksmiðjuna. Þessi dagur sem hófst á fjallstoppi endaði því við glaum og gleði í fjöru- borðinu og þótti fara vel á því. Dagur á ströndinni Ströndin er aðeins steinsnar frá hótelþorpinu og er hægt að fá far þangað með litlum rafknúnum vögnum eða bara að ganga eftir fallegum skóg- arstíg með 18 holu golfvöll á aðra hlið og hitabeltisgróður- inn á hina. Þegar ég kom fyrst á ströndina gat ég ekki varist þeirri hugsun að líklega væri hún lítið breytt frá því Kólum- bus steig þar fyrst á land. Gróðurinn nær nánast niður í flæðar- mál og hnetutré og kókospálmar sveigjast inn • yfir mjúkan sandinn og veita skugga gegn bjartri sólinni. Það er þessi ósnortna náttúra, sem hvarvetna blasir við, sem mér finnst einna mest heillandi við land- ið og af öðrum ströndum, sem ég hef legið á, er þessi í hópi hinna bestu, og án efa sú feg- ursta. Við annan enda strandar- innar eru nokkur sölutjöld og í einu þeirra hittum við fyrir „íslandsvininn" Domingo Martinez, sem kallaður er „Picasso", enda verslar hann aðallega með málverk og er sjálfur frístundamálari. Pic- asso er að læra íslensku upp á eigin spýtur, en gat ekki gefíð sannfærandi skýringu á því hvers vegna í ósköpunum hann hafði tekið upp á þeim fjanda. Námið sðttist honum líka erfiðlega enda námsgögn af skornum skammti. Ég gaf honum nokkur íslensk tímarit og hann gaf mér leðurarm- band á móti og minntu þessi vðruskipti einna helst á það þegar Kólumbus og skipverjar hans gáfu hinum innfæddu verðlausar glerperlur, og fengu í staðinn skraut úr skíragulli. Picasso átti í einna mestum erfiðleikum með framburðinn og kallaði mig jafnan „Svæn" upp á þýð- verskan máta og festist það nafn við mig meðal ferðafé- laganna það sem eftir var far- arinnar. Einn morguninn á strönd- inni kom til mín ungur og glaðbeittur maður, innfæddur, og heilsaði kumpánlega. Hann kvaðst heita Sandi og spurði hvort ég vildi koma með sér að skoða hótel. Tilboðið kom flatt upp á mig, en þar sem ég vildi hvíla mig á sólinni sló ég til. Sandi bauðst líka til að aka mér á staðinn í hestvagni og lofaði mér rommflösku að launum fyrir ómakið. Á leið- inni spjölluðum við saman enda Sandi ágætlega mæltur á enska tungu. Ég spurði hann meðal annars hvort hann vissi af stað í nágrenninu þar sem hægt væri að hlusta á lifandi suður-ameríska dansmúsík og fá sér snúning. Hann hélt það nú og bauðst til að fara með mig á slíkan stað kvöldið eft- ir. Ég hefði ekki getað hitt á betri mann en hann í þessum erindagjörðum, sagði Sandi, • ffffl %\\\W\ 11 tó&itóJ —........ í líi' ¦ ttj' ÉhL a! .... i «-."^_ljfcS[ 9 .. ^"¦¦;.;:-^ A íslandsvinurinn Domingo Martinez, alias Picasso, í verslun sinni á strðndinni. Q Ekkiþarf flóknar teikningar eða dýr- an efnivið til að byggja í Dómini- kanska lýðveldinu. Q Engin yfirbygging á rakarastofunni, bara stóll, greiða, skæri og „gerið svo vel, næsti... ^^ Litli „fóstursonur- inn" Daniel brosir breitt framan í myndavélarnar. Q Innfæddar blómarósir í strand- partýi. #j| Höll Kólumbusar- ^* fjölskyldunnar, Alcázar í Santo Domingo. Q Húsakosturer víða hrörlegur því hann væri sérfræðingur í salsa-dansi og merenque, sem er þjóðardan^innfæddra. A hótelinu tók á móti mér maður á miðjum aldri, af ensku bergi brotinn. Andlit hans benti til að hann hefði lifað viðburðaríku skemmt- analífi og daufa rommangan lagði að vitum mér þegar hann heilsaði. Hann sagði mér í óspurðum fréttum að hann hefði búið á eyjum Karíbahafs í rúm tuttugu ár og hvergi kunnað betur við sig en í lýð- veldinu Dóminikana. Bæði væri verðlag þar með því lægsta sem þekktist í Karíba- hafi og eins væri fólkið glað- legra og skemmtilegra en víð- ast hvar annars staðar á þess- um slóðum. Hann sagði það meðal annars stafa af spænsku menningararfleifðT inni, en þær þjóðir sem væru undir hollenskum og frönskum áhrifum væru þyngri, sein- teknari og ópersónulegri. Hann sagði mér einnig í óspurðum fréttum að hann væri maður einhleypur og Dóminikana væri gósenland fyrir piparsveina. Þótt þjóðin væri að mestu rómversk- ka- þólsk ríkti mikil glaðværð og frjálslyndi í samskiptum karla og kvenna. Ég hafði enga ástæðu til að rengja manninn í þessum efnum enda virtist hann ærlegur í alla staði og bauð af sér góðan þokka. Þegar ég kvaddi Englend- inginn komst ég að því að til- gangurinn með heimsókn minni á hótelið var að fá mig til að skipta um dvalar- stað. Þessu boði hafnaði ég, enda hæstánægður á Pu- erto Plata Village, og með því varð ég auðvitað af rommflöskunni. Fyrsta nýlendan „Þetta er svo ástúðlegt fólk," segir aðmírállinn á ein- um stað í leiðarbókum sínum, „og svo laust við ágirnd og svo fúst til alls, að égfullvissa yðar hátignir að hvergi í víðri veröld finnst betra fólk né gjöfulla land. Það elskar ná- ungann eins og sjálft sig, er öllum öðrum blíðmálla, auð- sveipt og glaðvært. Allir Morgunblaðið/Sveinn Guðjónsson Spruttu þa upp hálff- nalctir eyjaskeggjar. sem voru ao bada sig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.