Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995 B 5 Á móti kemur aó I iorugl næturlif er ekki langt undan ganga naktir eins og þeir komu í heiminn, bæði menn og konur. Ogyðar tignir mega trúa því að samskipti þeirra innbyrðis eru til fyrirmyndar og kóngurinn hefur undra- verða framkomu og er einkar háttvís. Það er unun að sjá þetta allt." Þótt Kólumbus væri yfir sig hrifinn af landkostum og íbú- um Hispaniola færði eyjan honum þó litla gæfu þegar fram í sótti. Á jólanótt 1492 fórst flaggskip hans, Santa Mar- ía, þar sem það lá við festar úti fyrir ströndinni. Kólumbus og mehn hans not- uðu viðinn úr flakinu til að byggja lítið virki, Navidad, og var það fyrsta tilraun Evrópu- manna til að stofna nýlendu vestanhafs. Kólumbus hélt síðan heim á leið og skildi eftir 39 menn í virkinu og voru þeir í góðu vinfengi við Guacanagarí kon- ung. Þegar Kólumbus hins vegar kom afttir til Navidad, 28. nóvember 1493 í annarri ferð sinni, var byggðin í rúst. Deilur og sundrung komu upp meðal Spánverjanna og fram- koma þeirra gagnvart inn- fæddum, sem sökuðu hina aðkomnu um að nauðga kon- um og stela gulli, leiddi til vopnaðrar andstöðu indíán- anna með þeim afleiðingum að Spánverjarnir voru allir drepnir. Kólumbus flutti nýlenduna vestar á nýjan stað, Santo fólkið virðist þrifalegt. Víða í ám mátti sjá fólk að baða sig og í því sambandi kemur upp í hugann atvik, sem einn ferðafélaganna kvaðst hafa upplifað í ferðinni: Hann hafði tekið bílaleigu- bíl og ekið vítt og breitt um eyjuna, einkum á fáförnum sveitavegum. Eitt sinn kom hann að á þar sem brú var í smíðum, en hafði ekki verið opnuð. Nú voru góð ráð dýr, því hann vildi ekki snúa sömu leið til baka. Hann fann því vað á ánni og ók út í, en á miðri leið lenti hann í djúpum ál þar sem bíllinn drap á sér. Spruttu þá upp allt um kring hálfnaktir eyjaskeggjar, sem voru að baða sig í ánni, og ýttu bílnum á land og gat okkar maður því haldið áfram för sinni enda bíllinn fljótur að þorna í steikjandi sólinni. Sagan er kannski eitthvað færð í stílinn, en góð engu að síður. Sjálf höfuðborgin Santo Domingo kom mér verulega á óvart. Þar er allt skógi vaxið sem og annars staðar í landinu og þótt íbúarnir séu um tvær milljónir talsins hefur maður aldrei á tilfinningunni að vera staddur í stórborg. Við gistum á góðu fimm stjörnu hóteli, Dominican Fiesta, sem eittog sér gæti hentað vel sem sum- arleyfisdvalarstaður. Hótelið er staðsett í stórum gróður- sælum garði með góðri sund- laugaraðstöðu og þar eru veit- ingahús, spilavíti, nuddstofur og skemmtistaðir. Að vísu er dálítið lengra á ströndina en á Puerto Plata Village, en á móti kemur að fjörugt nætur- Domingo, og þar reis fyrsta nýlenda Spánverja í vestur- heimi og þar stendur nú elsta höfuðborg Evrópumanna í nýja heiminum, sem er höfuð- borg lýðveldisins Dóminikana. í hSf uöborginni Frá Puerto Plata til Santo Domingo er rúmlega þriggja klukkustunda akstur í áætlun- arbíl, með viðkomu í annarri stærstu borg lándsins, Sant- iago. Leiðin er óvenju falleg og á henni sannfærðist ég endanlega um að landið er allt einn samfelldur aldingarð- ur. Meðal annars er ekið um Cibao-dalinn sem Kólumbus kallaði_ „fegursta land undir sólu". Á leiðinni gafst gott tóm til að virða fyrir sér þverskurð- inn af lifnarðarháttum, mann- lífi og landslagi eyjunnar, sem enn virðist allt ósnortið af sið- meriningunni. Húsakostur Dominikana er fremur fátæklegur og með- fram veginum mátti sjá kofa- skrifli sem við íslendingar myndum tæplega telja nothæf sem kartöflugeymslur. Þar ber einna mest á ryðguðum járn- plötum og sumir kofanna voru með stráþaki. Kosturinn er þó sá að þessi hýbýli eru hálffal- in á milli trjánna og þótt sorp- hirðu væri greinilega víða ábótavant í þorpum, er landið sjálft hreint og óspjallað og Uppdráttur frá 16. öld af Santo Domingo, sem nú er höfuðborg lýðveldisins Dominik- ana. líf stórborgarinnar er ekki langt undan. Það var vel við hæfi á föstu- daginn langa að skoða dóm- kirkju borgarinnar, sem er elsta dómkirkja í vesturheimi, vígð árið 1511. Raunar er kynnisferð um þessa borg óskadraumur allra sem áhuga hafa á sögu og menningu framandi þjóða því þarna má fikra sig upp eftir 500 ára sögusviði nýja heimsins, allt frá nýlendutímanum með Alcazar-höll Kólumbusarfjöl- skyldunnar og Ozama virkinu og fram til dagsins í dag með mannvirkinu mikla, Faro De Colon, sem reistur var á gröf Kólumbusar í tilefni 500 ára afmælis landafundanna 1992. Er þá ónefnt mannlifið á göngugötunni Calle el Conde og fjölskrúðugt nætur- og skemmtanalíf borgarinnar. Við komum meðal annars í diskötek sem staðsett er í gríð- arstórum neðanjarðarhelli. Ungmennin á staðnum, fyrir utan og innan, virtust í góðu jafnvægi, vín sást ekki á nokkrum manni og ósjálfrátt varð manni hugsað til ölvunar og barsmíða í miðborg Reykjavíkur til samanburðar. Á öðrum skemmtistað döns- uðu menn salsa og merenque undir leik hljómsveitar og það var ekki hægt annað en að hrífast með undir taktföstum slætti congatrommanna. „ Á- leiðinni til baka, með áætlunarbílnum til Puerto Plata, eignuðumst við „fóstur- barri", lítinn innfæddan dreng sem gerði víðreist um rútuna og sat lengi í kjöltu okkar. Hann bar gyllt hálsmen sem á var letrað „Daníel" og hafði mestan áhuga á myndavélun- um. Þegar hann kvaddi okkur í Santiago sagði hann á spænsku: „Adios Amerieanos" og af því má draga þá ályktun að innfæddir stimpli gjarnan hvíta menn með myndavélar sem Bandaríkjamenn. Þótti mér það dálítið miður. Verd aö lcoma allur Á þessari ferð minni um lýðveldið Dóminikana kom mér það mest á óvart hversu óspillt náttúra landsins er þrátt fyrir fimm alda áþján vestrænnar verkmenningar. Staðreyndin er sú að hernámi Spánverja fylgdi breytt land- nýting þar sem kvikbjárrækt, með þurftarfrekum grasbít- um, lagðiræktunaraðferðirog verkmenningu innfæddra nánast í rúst, en áður hafði í vesturheimi auðveldlega tekist að brauðfæða milljónatugi með aðferðum heimamanna. í því sambandi má vitna í orð Sigurðar Hjartarsonar í for- mála þýðingar sinnar á leiðar- bókum Kólumbusar en þar segir meðal annars: „Jafnvægi það sem ein- kennt hafði sambýli mannsins við náttúruna árþúsundum saman um gjörvalla Ameríku var nú rofið og hefur ekki enn tekist að endurheimta það. Með komu hvíta mannsins til álfunnar hefst þegar sú nátt- úrunauðgun er auðgunarþrá hinnar evrópsku yfirstéttar leiddi af sér og enn á sér stað víðast um álfuna með skelfi- legum afieiðingum fyrir inn- fædda. I stað félagslegrar samnýtingar á náttúrunni, þar sem einkaeign á landi og nátt- úrunni almennt var nánast óþekkt, kom einkaeign þar sem einstaklingsauðgun var aðalmarkmiðið. Og engu var eirtþarsem auðgunarfíkn ein- staklinga og ríkisvalds fór saman." Ég fékk ekki betur séð en eyjan Hispanio^a hefði sloppið að mestu við þessa náttúru- nauðgun, að minnsta kosti sá hluti hennar sem tilheyrir lýð- veldinu Dóminikana, sem kannski stafar af því að kvik- fjárrækt er ekki veigamikill þáttur í atvinnuháttum lands- manna. Hins vegar ókum við um héruð þar sem stunduð er kaffí- og tóbaksrækt og víða mátti sjá ávaxtaekrur að ógleymdum sykurreyrnum, sem enn gefur af sér aðalút- flutningsafurð landsmanna. Ferðamannaiðanður er vax- andi atvinnugrein, en þó ekki orðinn yfirþyrmandi eins og víða í sólríkum löndum og raunar með ólíkindum að hugsa til þess hvernig landið hefur sloppið við eyðileggingu í þeim efnum. Vonandi tekst Dóminikönum að halda landi sínu óspjölluðu enn um sinn, því það er eins og vin í eyði- mörk hvað þetta snertir. Sum- ir staðir hafa þannig áhrif að maður segir við sjálfan sig: „Hingað verð ég að koma aft- ur." Það er einmitt sú minning sem dvölin í Dóminikanska lýðveldinu skildi eftir sig í huga mér. Reykjavíkurmótið EJS 1995 ^ Mánudagur 1. maí kl. 20.00 ÍR - Fylkir Gervigrasi5 Laugardal Reiðskólinn Hrauni, Grímsnesi Reiðskóli fyrir 10-15 ára unglinga '95 Úlreiðar og bókleg kennsla um hesto og heslamennsku - suniiloug - guluboð - golfvöllui - minigolf - borðtennis - leikvöllur - fótboltovöllur - skemmtikvöld - grillvcislo o.li. o.fl. 9 daga nómskeio meo fullu fæði Verö kr. 25.800,- Júní Júlí Ágúst 26.-3.1 ¦<wW6fa l/lll fromholdsnemeodur • IV vonir m. hest. Bókanir i sima 562 3020 - 567 1631 Reiðskólinn Hrauni þar sem hestamennskan hefst Byggð og snjóflóð Ráðstefna um snjóflóðavarnir og mannvirkjagerð á vegum Byggingarþjónustunnar og Verkfræðingafélags íslands verður haldin í ráðstefnumiðstöðinni, Borgartúni 6, Reykjavík, fimmtudaginn 4. maí nk. frá kl. 9.00-16.45. Ráðstefnugjald með hádegisverði kr. 6.800. Skráning í síma 561 -11-11. AÐALFUNDUR ÚTFLUTNINGSRÁÐS á Hótel Sögu þriðjudaginn 2. maí 1995 kl 14.00- 17.00. Dagskráfundarins: Kl. 13.45 Skráning Kl. 14.00 Ávarp Halldór Ásgrímsson, utanrikisráðherra Kl. 14.15 Skýrsla stjórnar Páll Sigurjónsson, formaður stjórnar Útflutningsráðs íslands Kl. 14.30 Reikningar Útílutningsráðs íslands Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Kl. 14.40 Tilkynnt um skipan nýrrar stjórnar Útflutningsráðs íslands Kl. 14.50 Almennar umræður Kl. 15.00 Kaffihlé Erindi: Kl. 15.20 Erlend fjárfesting á íslandi - megin- verkefni nýrrar fjárfestingaskrifstofu Halldór Kristjánsson, skrifstofustjóri, iðnaðarráðuneytinu Kl. 15.45 Samkeppnisstaða íslands til ársins 2010 Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Verðbréfamarkaðs íslandsbanka Kl. 16.10 „The Nova Scotia Experience" Daniel G. McB Brennan, Executive Director, Nova Scotia Marketing Agency Kl. 16.40 Almennar umræður Kl. 17.00 Fundarslit Vinsamlega tilkynnid þátttöku tíl skrifstqfii Útflutningsráðs íslands í sima 551 7272 Leiðarbækur Kólumbusar, sem hér ervitnað til eru í útgáfu Máls og menningar, í þýðingu Sigurðar. Hjartarsonar. 0 UTFLUTNINGSRAÐ ÍSLANDS TRADE COUNCIL OF ICELAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.