Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
HVER VAR
ÞORÐUR GAMLI
HALTI?
Var hann lifandi persóna af holdi og blóði,
eðahugsmíð höfundar? spyr Pétur Péturs-
son og rifjar upp sögufrægan upplestur
Halldórs Laxness í Iðnó á degi verkalýðsins
fyrir 60 árum þegar skáldið hvarf frá af
fundi krata á vit kommúnista og lýsir efbir-
málunum sem urðu af þessum sökum.
AMORGUN, hinn 1. maí,
eru liðin 60 ár síðan Hall-
dór Kiljan Laxness las
sögu sína, „Þórður gamli
halti. Saga frá 9. nóvember" á sam-
komu Alþýðuflokksmanna og full-
trúaráðs verkalýðsfélaganna í
Reykjavík er haldin var að kvöldi
1. maí árið 1935 í Iðnó. Upplestur
höfundar á sögunni og tíðindi er
gerðust í sambandi við sögu þessa
urðu þá þegar umræðuefni manna,
fagnaðarefni sumum, fleinn í holdi
annarra.
Það þótti í frásögur færandi að
höfundurinn ungi, ástsæll, en um-
deildur, fékk ekki að ljúka lestri
sínum, en var stöðvaður í miðjum
klíðum af stjórnanda samkomunnar,
Jóni Axel Péturssyni, framkvæmda-
stjóra Alþýðusambands íslands. Þá
fór nú að færast fjör í leikinn og
svall mörgum móður í brjósti. Urðu
eftirmál atburða minnisstæð.
Flokkadrættir og stóryrði á báða
bóga. Margur á í hugskoti minning-
ar frá þessum dögum. Skal nú þess
freistað að festa á blað og raða
saman brotum. Hér gildir að ýmsu
það sem Freysteinn Gunnarsson
sagði í ljóði: „Ég særi mig á því,
en samt er það gaman."
Mér er þessi dagur að mörgu leyti
minnisstæður. Ég tók þá virkan þátt
í starfi ungra jafnaðarmanna, sem
svo kölluðu sig. 1. maí skipaði þá
veglegan sess í hugum okkar er
þann flokk fylltu. Var jafnvel talinn
fremri en helstu hátíðisdagar kirkju-
ársins, jól og páskar, svo ekki sé
talað um hvítasunnu. Við fórum al-
veg á mis við heilagan anda og tung-
utal, sem fylgdi þeirri hátíð. Aftur á
móti streymdu orð af vörum og
mælska ræðumanna átti sér lítil tak-
mörk á baráttudegi verkalýðsins.
Við, sem hvað áköfust vorum í
trúnni á Stórasannleik sósíalisma og
jafnaðarstefnu vorum komin á fætur
fyrir allar aldir að morgni hátíðis-
dagsins. Þustum um allar götur, fín-
kembdum hafnarsvæðið, klifruðum
um borð í skip og báta í Reykjavíkur-
höfn og seldum merki dagsins og
blað, sem kennt var við hátíðina.
Mér er nær að halda að við höfum
þá þegar klæðst bláum skyrtum,
með rauðri stjörnu á brjóst, rauðu
hálsbindi og samlitum mittisborða.
Skipuðum við okkur fremst í röð
kröfugöngunnar og héldum hátt á
loft rauðum fánum prýddum þrem
örvum, en það var baráttumerki jafn-
aðarmanna gegn fasisma.
VIÐ Iðnó. Áslaug Árnadóttir, Pétur Pétursson og Steinunn
Árnadóttir. Þau hlýddu á hinn umdeilda upplestur Halldórs
Laxness er hann las sögu sína um Þórð gamla halta 1. maí 1935.
Um þessar mundir var mjög á
dagskrá pólitískrar umræðu orð,
sem olli miklum taugatitringi í röð-
um svonefndra vinstrimanna. Það
var orðið „Samfylking". Helst mátti
heyra það hljóma af vörum komm-
únista. Höfðu þeir mörg orð og fög-
ur um nauðsyn þess að alþýða sam-
einaðist í voldugri samfylkingu gegn
breiðfylkingu borgaranna og nazist-
um og fasistum er þá létu að sér
kveða í vaxandi mæli, höfðu í hótun-
um og sýndust albúnir til hverskyns
hermdarverka.
Fögur orð kommúnista um sam-
fylkingu hljómuðu að vísu undarlega
í eyrum margra jafnaðarmanna er
störfuðu í verkalýðsfélögum. Þeim
voru í fersku minni hrópyrði komm-
únista margra um svik sósíaldemó-
krata. Manuilsky og fleiri foringjar
kommúnista á alþjóðavettvangi
höfðu ekki vandað sósíaldemókröt-
um kveðjurnar. Og innan Kommúni-
staflokks íslands voru háðar snarp-
ar deilur um hvort „heiðurssætið"
sósíaldemókratar ættu að skipa, að
vera „höfuðstoð borgarastéttarinnar
innan verkalýðshreyfingarinnar"
eða „þjóðfélagsins". Hvorugur kost-
urinn virtist góður.
Mér er í minni að við, nokkrir
félagar sem gengist höfðu fyrir
stofnun Sendisveinafélags Reykja-
víkur og þóttumst hafa „frelsað"
sendisveina úr klóm og samtökum
nazistaforingja, sættum aðkasti og
brigslyrðum úr hópi annars góðra
félaga okkar, sem skipuðu sér í rað-
ir ungra kommúnista. Stofnuðu þeir
„samfylkingarlið sendisveina",
héldu einnig úti málgagni og buðu
okkur, svonefndum jafnaðarmönn-
um_ „samfylkingu".
Á æskuheimili mínu var jafnan
fjörug pólitísk umræða. Eldri bræð-
ur mínir tóku virkan þátt í félags-
störfum verkalýðs ,og stjórnmála-
flokka. Jón Axel sat í stjórn Alþýðu-
sambandsins. Hann var elstur okkar
alsystkina. Milli okkar voru 20 ár.
Eg leit mjög upp til elsta bróður
míns og dáði hann fyrir vasklega
framgöngu í málum verkalýðs. Eg
man t.d. „Garnaslaginn", sem svo
var nefndur, deilu verkakvennafé-
lagsins við Sambandsveldið, Jón
Árnason forstj. SÍS og Jónas frá
Hriflu. Jóhanna Egilsdóttir lýsti
þætti Jóns Axels í sigri verkakvenna
í harðvítugri deilu þeirra og baráttu
gegn kauplækkunaráformum Sam-
bandsmanna. Héðinn Valdimarsson,
Olafur Friðriksson og Jón Axel réð-
ust þá til inngöngu á vinnustað
verkakvenna þar sem Sambandið
stóð fyrir verkfailsbrotum. Jóhanna
lýsti því hvernig Jóns Axel, sem var
lágvaxinn maður, en knár og fylginn
sér réðst gegn verkstjóranum, sem
stóð fyrir verkfallsbrotum, hóf hann
á loft, þótt tröllvaxinn væri og kast-
aði honum á vinnuborð í salnum.
Þakkaði Jóhanna þeim félögum og
samstöðu verkakvenna sigur í kaup-
deilunni við Sambandið.
Mér er einnig í minni atvik er
sýnir hug Jóns Axels á þessum
SIGURBJÖRN Björnsson,
verkamaður" bað Halldór
upphaflega að lesa söguna
Lótusblómið angar.
Sigurbjörn varð seinna frægur
fyrir trjárækt sína og blóm.
kreppuárum og baráttu. Morgun
einn, að lokinni orrustu er varð 9.
nóvember 1932 er verkalýður
Reykjavíkur hratt kauplækkunar-
herferð bæjarstjórnar, kom Jón
Axel af næturvakt hafnsögumanns.
Hafnarhúsið við Tryggvagötu var
þá í smíðum. Stigagangar voru lagð-
ir gúmmídúk. Afskurður varð víða
er dúkur var lagður á tröppur og
stigapalla. Við bjuggum systkinin
með móður okkar á Framnesvegi
8, rishæð. Ég vakna þá af værum
svefni um klukkan 8. Jón Axel
hrindir upp hurð að svefnherberg-
ínu. Kastar knippi af dúkræmum á
gólfið. Segir: Ég tók þetta með. Það
er gott að eiga ef á þarf að^halda
í baráttu við helv... lögregluna.
Honum voru þá enn í fersku minni
átökin miklu 9. nóvember.
Alþýðuflokksmenn og kommún-
istar höfðu allmikinn viðbúnað eftir
9. nóvember 1932. Ég minnist þess
að hafa tekið þátt í æfíngum varn-
arliðs alþýðu, sem Héðinn og Jón
Axel höfðu forgöngu um. Var æft
í Austurbæjarskólanum. Kommún-
istar æfðu varnarlið verkalýðsins.
Við Þorsteinn Gíslason málara-
meistari minnumst þess stundum
að hann æfði suma liðsmenn varn-
arliðanna í hnefaleik, eða .boxi, eins
og það hét þá. Hafði Þorsteinn á
Ieigu húsnæði í nýreistu Oddfellow-
húsi. Þar var Eggert Claessen for-
maður Vinnuveitendasambandsins
með skrifstofu sína. Þótti Claessen
það furðulegt að mæta á göngum
hússins ýmsum er hann þóttist
þekkja úr hópi helstu áflogaseggja
9. nóvemberbardagans og spurði
Þorstein um ferðir þeirra. Þorsteinn
kvaðst kenna þeim hnefaleika og
bauð Eggert Claessen að taka að
sér að kenna vinnuveitendum einn-
ig, svo jafnræði væri með sveitum
andskotaflokkanna beggja.
Skömmu síðar var Þorsteini sagt
upp húsnæðinu.
Um þessar mundir var sungið á
Alþýðusambandsþíngi ljóð við lagið
um Stenka Rasin, rússneskan kós-
akkaforingja. Þeir tóku hressilega
undir, Jón Baldvinsson og Héðinn
Valdimarsson:
Þarna stendur Stenka Rasin,
Stenka Rasin, vinur minn.
Ekkert líkur Eggert Claessen,
elsku hundakroppurinn.
En nú er mál að víkja að Þórði
gamla halta.
„Sagan af Þórði gamla halta var
sögð mér úr orustunni sem lögregl-
an í Reykjavík ásamt hvítliðum sem
svo voru nefndir sneri á hendur erf-
iðismönnum 9. nóvember 1932, þeg-
ar hinir síðarnefndu voru komnir á
vettvang að mótmæla því er bæjar-
stjórn Reykjavíkur hafði með hand-
auppréttingu samþykkt að gera þá
atvinnu- og viðurværislausa um leið
og vetur færi að. Á hátíðisdegi
verkalýðsins rúmum tveimur árum
síðar var ég til kvaddur að lesa sögu
á verkamannaskemtun. Ég valdi
þessa. Ekki stóðu nú samt meiri
verkamenn að þeirri skemtun en svo
að þegar ég var kominn út í miðja
sögu kom skemtunarstjórinn Jón
Pétursson uppá pallinn og skipaði
að hætt skyldi lestri, botnaði síðan
söguna sjálfur með nokkrum vel
völdum orðum um höfundinn og
tryggði sér um leið sérkennilegt
sæti í íslenzkri bókmenntasögu þó
í litlu væri." (H.K.L.)
Auk þessarar greinargerðar má
fá fyllri upplýsingar um atburðinn
í íslenzkum dagblöðum frá þessum
tíma. Daginn eftir upplesturinn kall-
ar Alþýðublaðið Þórð gamla halta
„lúalegt og í mesta máta ólistrænt
níð um Alþýðuflokkinn". Kristinn
Andrésson gefur í Verklýðsblaðinu
sína skýringu á þessum „atburði,
sem aldrei mun gleymast í íslenzkri
sögu". Útgöngu upplesarans, eftir
að Jón Axel Pétursson hefur stigið
upp á ræðupallinn, gripið um hand-