Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR30.APRÍL1995 7 B legginn á honum og tekið af honum orðið, er lýst á dramatískan hátt: „Halldór Kiljan Laxness gekk burt." Honum fylgdu margir út úr húsinu, fjóldi manna skipaði sér um hann og vildi fá að þrýsta hönd hans. Jón Axel Pétursson stóð eftir á ræðu- pallinum og þeytti fúkyrðum út í salinn. Nokkrir vel skólaðir liðsmenn hans klöppuðu." Halldór fékk samt að lesa sögu sína til enda, á öðrum vettvangi. Sunnudaginn 5. maí gekkst Félag róttækra háskólastúdenta fyrir op- inberri samkomu í Nýja Bíó. Eftir því sem segir í Verklýðsblaðinu dag- inn eftir hélt Kristinn Andrésson erindi um gildi atburðarins 1. maí og um „baráttu verkalýðs og menntamanna fyrir samfylkingu gegn fasisma". Svo las Halldór hina „snjöllu smásögu" sína fyrir troð- fullu húsi. Verklýðsblaðið fer ekki 5 neinar grafgötur um það, að öllum hlaut að skiljast ástæðurnar fyrir því, að broddarnir tóku orðið af höfundinum 1. maí. Ástæðan er sú, að hann vegsamar „stéttabaráttu verkalýðsins" og talar „máli sam- fylkingarinnar". Ogþað er „broddur til þeirra manna, sem vilja feiga alla raunverulega baráttu verka- lýðsins gegn auðvaldinu". Daginn eftir þennan fund birtist Þórður gamli halti í tímaritinu Rétti og kom einnig út sérprentaður. Þeg- ar Halldór hinn 7. maí sendir heftið vini sínum Jóni Helgasyni í Kaup- mannahöfn, fylgir því svofelld skýr- ing: „Nokkuð hefur verið róstusamt í héraði um skeið, hef ég aðallega grætt á því fé, en aðrir menn sorg- lega reynslu. Sendi ég þér nú litla bók þar sem aðalatriðin eru sögð í smáleturs- og neðanmálsgreinum, hefur þessi bók gert mesta lukku af öllum mínum bókum, ég skrifaði hana á nákvæmlega tveim klukku- tímum, og sama kvöldið sem hún var skrifuð var hún orðin lands- fræg, og hafði þó einginn heyrt hana til enda. Ég er nú búinn að hafa upp úr henni helmíngi meira en öllu Fótataki manna, sem er margra ára vinna. Markaðurinn er dutlúngafullur." Sagan af Þórðigamla halta verður þó að teljast á mörkum þess að vera beinlínis innlegg í stjórnmálabarátt- una. En í henni koma fram í listræn- um búningi svipuð sjónarmið og í ummælum í Verklýðsblaðinu 29. apríl 1935 í sambandi við hátíðahöld- in 1. maí. Þar telur Halldór ótilhlýði- legt, að verkamenn skuli standa sundraðir í baráttu sinni við sameig- inlegan óvin. (Peter Hallberg) Halldór Laxness hafði verið beðinn þess af fulltrúa 1. maí nefndar verka- lýðsfélaganna, Sigurbirni Björnssyni verkamanni í vinnuflokki Þorláks Ottesens, að hann læsi söguna Lótus- blómið angar, seni þá hafði birst í safninu „Fótatak manna". Hafði Halldór lofað því, að sögn Sigur- björns. Svo líður að 1. maí.^Halldór sendir þá nefndinni orð um það, að hann afturkalli loforð sitt, nema að gefnum þeim kosti að alþýðuflokks- menn gangi með kommúnistum í samfylkingar- göngu 1. m'aí. Oddur Ólafsson boðar Halldór á sinn fund og fer þess eindregið á leit við Hall- dór að hann gangi ekki á gefið lof- orð. Alþýðublaðið greinir frá samtali þeirra og leggur Oddur þann skilning í orð Halldórs að hann hyggist efna fyrra loforð sitt og lesa söguna um lótusblómið. Það varð ekki og sló nú í þá brýnu sem fræg er í bókmenntasögu vorri. Raunar virðist torskilið hve mikla ást kommúnistar lögðu á Þórð gamla halta því hann hefði trauðla þótt kórréttur lestur í Sovét. Ég játa það hinsvegar að sagan er í hávegum höfð hjá mér og geymist jafnan í minni, allt frá þeim degi er ég hlýddi á höfundinn í Iðnó og varð vitni að því er hann hvarf úr húsinu vegna afskipta Jóns Axels bróður míns. Skoðanir Þórðar gamla halta á Sovétríkjunum voru hinsveg- ar mjög nærri því sem „Ámi Straumur, hinn fúllyndi danski hænsnaræktarmaður" lýsti lífinu á þeim bæ. Halldór, sem notaði hvert tæki- færi til þess að fegra lífið í Sovét í frásögnum sínum, er hann fann Þórð að máli, upplýsir hinsvegar, í Skálda- tíma að enginn hafí sá hlutur verið so\v 'ih^Se^-^i SKÓLABRÆÐUR Dýrleifar Árnadóttur úr Menntaskólanutn á póstkorti sem þeir sendu henni frá Kaupmannahöfn. Finnur Einarsson, Hendrik J. Ottósson (Sillinn), Pálmi Hannesson, rektor en hann gekkst fyrir náðun 9. nóvembermanna, og Brynjólfur Bjarnason (Billinn). sinn eigin barm! Og einn af foringj- unum hafði snarræði til að leiða Halldór ofan af sviðinu áður en helgispjöllin voru orðin alger. Hall- dór skundaði á dyr og rakleitt á fund okkar kommúnista á Hótel Skjaldbreið og þarf ekki að lýsa móttökunum, fögnuðinum yfir að fá hann í hópinn. Halldór settist um stund hjá okkur, en hélt síðan upp í Unuhús og fylgdi honum stór hóp- ur undir byltingarsöngvum, og var veður hið fegursta, vor í lofti, og þegar kom að Unuhúsi var hrópað ferfalt húrra fyrir skáldhetjunni. Þessi atburður var útbásúnaður af okkur sem stórhneyksli, og eins og nærri má geta var fylgt fast eftir, Félag róttækra stúdenta boð- aði til fundar í Nýja-Bíó þar sem Halldór las upp hin forboðnu sögu sína, Þórð gamla halta er þegar varð fræg, en mér var falið að flytja erindi á undan og leggja út af þess- um sögulega viðburði, því regin- hneyksli að stöðva stórskáldið við flutning á listaverki eftir sig." Ég hafði lengi haft í huga að fá til liðs gamla góðkunningja og fé- laga, sem ég vissi að kynnu frásagn- ir um þessa löngu liðnu daga. Hafði svo samband yið systurnar Áslaugu og Steinunni Arnadætur. Þær fylgd- ust vel með öllu sem gerðist á vett- vangi bókmennta. Góðir vinir Er- lends í Unuhúsi og heimagangar þar. Systur Hjalta Arnasonar, sem var vinur og félagi Ásgeirs bróður míns. Svo þóttist ég vita að Guðbjörn Ingvarsson málari hefði einhvers- staðar verið nærri. Guðbjörn er gamansamur maður. Hann tók þátt í för ungra jafnaðarmanna að Laug- arvatni þegar Héraðsskólinn var í smíðum. Þá gaf Jónas frá Hriflu út ritverkið „Verkin tala". Guðbjörn spurði ráðsmanninn á Laugarvatni hvort gestirnir mættu skoða skóla- húsið. Hann kvað nei við því. „En megum við hlusta?" spurði Guð- björn þá. Svo mundi ég eftir Ægi Ólafs- syni forstjóra. Hann tók beiðni minni vel. Síðan varð það úr að haldið var á vettvang atburðanna er gerðust fyrir 60 árum. Við sömd- um við ljósmyndadeild Morgun- blaðsins að ljósmyndari kæmi á vett- vang. Skruppum í Ráðhúsið og sup- um kaffisopa meðan beðið var ljós- myndarans. Guðbjörn fór strax að minnast á Báruböllin, sem stóðu með fjöri í hans ungdæmi. Og við sáum Berriburg í anda með fiðluna SJÁ NÆSTU SÍÐU GÚSTAF Adolf Svíakóngur afhendir Halldóri Laxness Nóbelsverðlaunin... ... og hinn sami kóngur í Bæjarútgerð Reykjavíkur, þar sem Jón Axel sýnir konungi f isk því „Lífið er nú einu sinni saltfiskur". í Sovétrikjunum, sem hann gat hugs- að sér að hafa með sér þaðan heim til íslands. Yfirvöld kærðu sig heldur ekki um að þýða sögu hans um Sölku og Arnald. Kváðu þau kommúnista á borð við Arnald ekki þekkjast þar. Þórð gamla halta hefðu þeir alls ekki viljað heyra minnst á. Hann sem sat í Fríkirkj- unni hvern helgan dag og geipaði óspart um guðdóminn og geistlegrar stéttar menn. Verklýðsblaðið, Rauði fáninn og fleiri rit eyddu mörgum orðum í skrif um brottrekstur Halldórs af sviðinu í Iðnó. Kristinn Andrésson kallaði Jón Axel f asista og kvað hann best kominn í röðum þeirra. Það þótti mér mis- sagt. Jón Axel og Oddur baðstofufélagi Þórbergs stofnuðu dansklúbbinn „Carioca", öll- um ágóða af starfsemi klúbbsins var varið til þess að gefa út rit gegn fasisma og nasisma. Það hét „Ár í helvíti", endurminningar þýsks leik- ara sem setið hafði í fangabúðum nasista. Kristinn átti líka eftir að breyta um skoðun á upplestri Halldórs. í bókinni „Enginn er eyland" segir Kristinn svo frá: „Kommúnista- flokkurinn var i harðri sókn og þá framar öðru í samkeppni við Al- þýðuflokkinn. Hvor um sig safnaði liði 1. maí. Alþýðuflokkurinn hafði hátíð sína í Iðnó, kommúnistar á Hótel Skjaldbreið. Á báðum stöðum fullt hús. Þegar liðið var á samkomuna á Skjaldbreið gerðust heldur en ekki tíðindi, inn kemur Halldór Kiljan Laxness og nokkrir í fylgd með honum, allir með miklum gusti. Ein- hver hleypur upp á ræðupallinn með yfirþyrmandi boðskap en vekur jafnt undrun sem hneyksli. Undanfarinn var, að Halldór hafði, mörgum okk- ar til lítils fagnaðar, tekið að sér að lesa upp sögu eftir sig á maíhá- tíð „kratanna". En þetta lítt afsak- anlega uppátæki hans hafði heldur en ekki snúizt í hendi. Sagan reynd- ist vera á þá lund að leiðtogar Al- þýðuflokksins litu réttilega á hana sem gagngera árás á sig og því sárara að notaður var til slíkrar árásar sjálfur 1. maí, fagnaðarsam- koma þeirra þajin dag. Líti hver í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.