Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ Unuhús. Ægir Ólafsson, Guðbjörn Ingvarsson, Áslaug Árnadóttir, Steinunn Árnadóttir fylgdu Halldóri Laxness og Erlendi í Unuhúsi að loknum lestri skáldsins á Hótel Skjaldbreið. Þar las hann sögu sína án þess að hann væri truflaður af öðru en lófataki. Aheyrendur fylgdu honum og sungu byltingarsöngva. sína og fjörið mikla spila fyrir dansi í Bárubúð. Og mundum þá einnig fundina hjá nazistum er ungir bols- atúr báðum fylkingum, kommúnist- ar og jafnaðarmenn hleyptum upp samkoma nazista. Svo héldum við út í vorkaldan sólskinsdaginn og gengum brúna að Iðnó. Þar rifjuðum við upp at- burðinn maíkvöldið mínnisstæða. Ég skýrði þeim systrum frá því að ég teldi mig muna að hafa séð í hópi áheyrenda, sem fylgdu Hall- dóri Laxness á samkomuna, Erlend í Unuhúsi, Kjartan Norðdahl, síma- mann og a.m.k. aðra þeirra systra. Við gengum vestur að Unuhúsi er við höfðum lokið heimsókn okkar að Iðnó og Hótel Skjaldbreið, þar sem Halldór hafði lesið sögu sína við mikinn fögnuð áheyrenda er fremur hefðu sagt eins og á dögum Jónasar Hallgrímssonar: Mætturn við fá meira að heyra. Steinunn Árnadóttir hafði yfir ljóð HKL um Erlend og Unuhús þegar við gengum upp þröngan troðninginn, sem liggur úr Mjóstræti að Unuhúsi. Hversvegna hefir engin heimildafmynd verið tek- in um Unuhús? Bjöggi söngvari, Kúreki norðursins, Björk og Egill hafa verið kvikmynduð í bak og fyr- ir, en engin heimildarmynd er til um sögu verkalýðsbaráttu né menning- arsöguleg bókmenntaheimild. Það heyrir þessari frásögn til að Halldór Laxness hefir jafnan tekið því ljúfmannlega þegar ég hefí leit- að upplýsinga hjá honum og sótt til hans dagskrárefni. Best þótti mér takast er ég spurði hann umMaí- stjömuna, ljóð sem birtist fyrst í róttæku blaði 1. maí. Hann sagði frá tilefninu og söng ljóðið við gam- alt dægurlag þýskt. Tæknimenn hljóðrituðu söng harrsT sem var svo fluttur að morgni 1. maí í dagskrá sem ég sá um. Fréttastofan fékk svo að útvarpa söng skáldsins í fréttatíma kvöldsins. Pjárgæslu- menn, sem greiddu bílreikninga Rík- isútvarpsins höfðu þetta til málanna að leggja: Hún var dýr þessi bílferð í Gljúfrastein. Þurftirðu að láta bíl- inn bíða? Gastu ekki pantað annan bíl til heimferðarinnar? Ég held að „Maístjarnan" kunni að vera ort með mynd þá í huga er prýðir grein þessa. Mágkona mín, Dýrleif Árnadóttir frá Skútu- stöðum, eiginkona Ásgeirs bróður míns, stendur með rauða fánann í hópi samherja. Halldór kvað: Ó hve létt er þitt skóhljóð og hve leingi ég beið þín, það er vorhret á glugga, napur vindur sem hvín, en ég veit eina stjörnu, eina stjörnu sem skín, og nú loks ertu komin, þú ert komin til mín. Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref, ég hef ekkert að bjóða, ekki öp sem ég gef, nema von mína og líf mitt hvort ég vaki eða sef, þetta eitt sem þú gafst mér það er alt sem ég hef. En í kvöld lýkur vetri sérhvers vinnandi manns, og á morgun skín maísól, það er maísólin hans, það er maísólin okkar, okkar einíngarbands, fyrir þér ber ég fána þessa framtíðarlands. Höfundur er fyrrverandi útvarpsþulur. Alec Bocill borgarstjóri Grimsby í heimsókn Grimsby verður aftur fremsta fisksölu- borgin í Bretlandi „MÉR finnst hafa orðið miklar framfarir í Reykjavík á síðustu árum og greinilegt að borgaryfir- völd hafa tekið þá stefnu að ráðast í ýmsar framkvæmdir einmitt í kreppunni til að milda áhrif hennar enda hefur atvinnuleysi hér verið mun minna en til dæmis hjá okkur í Grimsby," segir Alec Bovill, borg- arstjóri í Grimsby á Englandi, sem hér var í heimsókn á dögunum ásamt konu sinni, Frances Ann Bovill, sem einnig er borgarfulltrúi og er þetta þriðja heimsókn þeirra til Reykjavíkur. -Þið hafíð byggt Perluna, Ráðhús, hjúkrunarheimili og staðið í ann- arri félagslegri uppbyggingu sem mér fínnst mjög vel skipulögð hér og standið þið mun framar okkur í allri félagslegri þjónustu. Alec Bovill, sem er meðlimur í Verkamannaflokknum, var kjörinn í borgarstjórn árið 1968 og pólitísk- ur leiðtogi borgarfulltrúa frá árinu 1979 en var í fyrra valinn borgar- stjóri. Hann hefur Iengst af verið á sjónum, bæði fískiskipum og far- skipum og unnið við járnbrautirnar en fór á eftirlaun í fyrra. -Heim- sókn mín hefur fyrst og fremst þann tilgang að kynnast því sem helst er að gerast hjá Reykjavíkur- borg og kanna hvort og hvernig auka megi samskipti milli borg- anna, segir Alec Bovill ennfremur. Þorskastríðið er löngu gleymt og grafið nema fyrir sögubækur og Grimsby og Reykjavík sem byggja mikið á atvinnu kringum fisk eiga margt sameiginlegt. Við erum að endurnýjá fískmarkað okkar og vona ég að hann taki til starfa á næsta ári. Þar með hefur Grimsby aftur tækifæri til að verða fremst fiskvinnslu- og fisksöluborga eins og borgin var á árum áður. Alec Bovill segir að fiskmarkað- ur Grimsby hafi ekki staðið undir nýjustu kröfum um meðferð mat- Minningar- tónleikar á Sauðárkróki TÓNLEIKAR verða haldnir í Sauð- árkrókskirkju mánudaginn 1. maí klukkan 17. Sönghópurinn „Rómantíka" flytur lög eftir Eyþór Stefánsson, tónskáld á Sauðár- króki. Tónleikarnir eru haldnir til minn- ingar um dóttur Eyþórs, Guðrúnu Eyþórsdóttur, organista. Undirleik- ari er sr. Gunnar Björnsson, stjórn- andi frú Ágústa Ágústsdóttir. Auk sönghópsins kemur fram Björgvin Þórðarson, tenór. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA AÐALFUNDUR Aðalfundur Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga verður haldinn fimmtudaginn 4. maí 1995 kl. 16.00. Fundarstaður: Þingholt, Hótel Holti. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Dr. Björn Dagbjartsson, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar íslands, flytur erindi: Er reynsla og þekking í sjávarútvegi góð útflutningsvara fyrir íslendinga? Mætið stundvíslega! Stjórn FVH. Morgunblaðið/Kristinn HJÓNIN Frances Ann og Alec Bovill hafa um árabil setið í borgarstjórn Grimsby og er hann nú borgarstjóri. væla og því hafí verið nauðsynlegt að endurnýja hann algjörlega. Helmingur kostnaðar við endurnýj- unina er fjármagnaður með fjár- magni frá Evrópusambandinu, 35% frá fískiðnaðinum og borgin fjár- magnar 15%. -Nálægt helmingur vinnuaflsins í Grimsby tengist fisk- vinnslu og sölu og öðrum matvæla- iðnaði og því er mikilvægt fyrir okkur að sinna þessum atvinnuveg- um vel. Þá tekur ferðaþjónustan um 6% vinnuaflsins og þar tel ég vera ákveðinn vaxtarbrodd sem við þurfum að sinna og hef ég kynnt mér hvað Reykjavíkurborg er að gera í ferðamálum. Grimsby er að sameinast nágrannabænum Clee- horps en þangað hafa ferðamenn mikið sótt í orlof og afþreyingu og með sameiningunni eykst íbúatalan úr 93 þúsund í um 160 þúsund. Hvað sækja ferðamenn til Grimsby? -I Grimsby og Cleethorps er að fínna það sem hinn venjulegi ferða- maður sækist eftir, strönd, skemmtanir, söfn, verslanir og slíkt og til okkar sækja bæði innlendir og erlendir ferðamenn. Algengasta leið ferðamannsins hefur kannski verið London-York-Edinborg en við teljum okkur geta boðið ýmislegt líka og héðan eru ágætar flugsam- göngur við London og allar helstu borgir í Evrópu og lestarferð til London tekur tæpa þrjá tíma. Ég þykist líka vita að það er hagstæð- ara að versla hjá okkur en í stærri borgum! segir Alec Bovill og telur að íslendingar hafi ýmislegt að sækja til Grimsby en þar búa all- margir íslendingar sem m.a. starfa við fisksölu. Alec Bovill er mikill áhugamaður um sjómennsku og slysavarnir og heimsótti m.a. Slysavarnafélag ís- lands. -Við höfum þá venju að hver borgarstjóri stendur fyrir fjár- öflun fyrir eitthvert líknarmálefni og skipuleggjum við þá einhverja atburði eða uppákomur í því skyni eina dagstund. Þetta hefur kannski gefíð 5 til 6 þúsund pund. Ég tók upp fjáröflun fyrir björgunarbáti og tókst okkur að fá um 20 þúsund pund (um tvær milljónir íslenskra króna). -Það hefur verið mjög ánægjulegt að koma hingað enn á ný og kynna sér blómlega starfsemi borgarinnar - ekki síst á sviði heil- brigðis- og félagsmála og njóta sömu gestrisni og í fyrri heimsókn- um og vona ég að borgir okkar geti áfram átt ánægjuleg sam- skipti og skipst á góðum hugmynd- um til uppbyggingar í atvinnumál- um, segir Alec Bovill að lokum. Kaffisala Kristni- boðsfélags kvenna ARLEG kaffisala Kristniboðsfé- lags kvenna í Reykjavík verður mánudaginn 1. maí í Kristniboðs- salnum á Háaleitisbraut 58, 3. hæð, frá kl. 14 til 19 síðdegis. Samband íslenskra kristni- boðsfélaga rekur umfangsmikið kristniboðsstarf í Eþíópíu og Kenýju og starfar fjöldi íslendinga á þess vegum. Sótt hefur verið fram á nýjum starfssvæðum og afskekktum meðal frumstæðra þjóðflokka þar sem mikil áhersla er Iögð á uppbyggingu heilsugæslu og skólastarfs. Samhliða er unnið að áframhaldandi uppbyggingu alhliða safnaðarstarfs en gríðar- legur vöxtur hefur orðið innan lút- hersku kirkjunnar bæði í Eþíópíu og Kenýju. Kaffihlaðborð kristniboðsfélags kvenna býður upp á góðar veiting- ar við allra hæfi og rennur ágóði kaffisölunnar til kristniboðsins. Uppskeruhátíð Dans- skóla Hermanns Ragnars UPPSKERUHATÍÐ Dansskóla Hermanns Ragnars verður haldin mánudaginn 1. maí á Hótel íslandi og hefst kl. 14. Hátíðin hefst á nemendasýningu sem allir nemendur skólans taka þátt í en í kjölfar hennar fylgir inn- anskólakeppni DHR. Vegleg verð- laun verða í boði, m^a. verður Her- mannsbikarinn veittur því pari sem hefur hæst samanlögð stig úr standard og suður-amerískum dönsum. Silfurskórnir verða nú afhentir í þriðja sinn en þeir eru afhentir þeirri dömu og þeim herra sem þykja hafa fallegasta fótaburðinn. Silfurskórnir eru listasmíð Sigurðar Steinþórssonar í Gulli og silfri og erú gefnir af Hermanni Ragnari Stefánssyni og frú Unni Arngríms- dóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.