Morgunblaðið - 30.04.1995, Síða 10

Morgunblaðið - 30.04.1995, Síða 10
10 B SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ SNEMMA skipaði Bob Dyl- an sér í flokk helstu tón- listarmanna rokksins og í dag eru menn almenn sammála um að hann sé áhrifa- mesti tónlistarmaður bandarískrar rokksögu, þó lengi vel hafi mein- ingar verið deildar þar um. Dylan hefur reyndar ekki gefið út plötu með nýrri tónlist í fimm ár, en hann gefur samt út og fyrir skemmstu komu frá höndum tveir diskar, annar með órafmögnuðum útgáfum á gömlum lögum og hinn svonefndur margmiðlunardiskur fyrir tölvur. Rádgáta Allt frá því smáborgarinn Robert Zimmerman breyttist í bóheminn Bob Dylarí'hefur Dylan verið ráð- gáta. Enginn frýr honum hæfileika, sem sannast hafa hvað eftir annað á þeim áratugum sem hann hefur fengist við tónlist, en margir vilja meina að hann sé ekki með öllum mjalla. Fyrstu árin, sem einmitt eru rakin að nokkru á margmiðlunar- disknum, var Dylan í hópi vinstri sinnaðra þjóðlagasöngvara í Green- wich Village. Það sem greindi hann helst frá þeim var ómstríð rödd hans og yfirburða lagasmiðar. Segja má að hann hafi skapað nýjan per- sónuleika þegar þangað var komið, einskonar vasaútgáfu af Woody Guthrie, Nestor bandarískra þjóð- lagasöngvara, sem söng eins og Guthrie, talaði eins og Guthrie, klæddist eins og Guthrie og samdi lög í anda Guthries. Til að gefa nýju persónunni meira vægi laug hann því svo til að hann hefði flakk- að um þver Bandaríkin með Guthrie. Fyrsta platan, sem hét einfaldlega Bob Dylan, seldist ekki ýkja vel, en önnur platan öllu betur og sú þriðja, sem var uppfull af beinskeyttum mótmælasöngvum, sló rækilega í gegn. Um þetta leyti reis frægðar- sól Dylans hátt meðal frjálslyndra menntamanna, en hann rakst illa í flokki, fannst félagar sínir ein- strengingslegir og skoðanir þeirra barnalegar. A endanum sagði hann skilið við rómantískan sósíalisma og hellti sér út í súrrealískar vangavelt- ur, en eftir sátu forðum vopnabræð- ur með sárt ennið, þeirra á meðal Joan Baez, sem hefur víst ekki fyrir- Bob Dylan bindur ekki bagga stna sömu hnút- um og samferöamenn- imir og befnr ekki gert síðan hann sté fram í sviðsljósið í Greenwich Village í New York fyrir rnmum 35 árum. Árni Matthí- asson segir hér frá nýjustu ntgáfum Dyl- ans, önnur skref aftur til fortíðar gefið Dylan enn. Stéininn tók úr þegar hann birtist á Newport-þjóð- lagahátíðinni með rokksveit sér til halds og trausts og áhorfendur á þeirri hátíð tóku honum svo illa að hann fékk ekki lokið við tónleikana og hrökklaðist af sviðinu undir púi og hæðnishrópum. í kjölfarið heyrð- ust háværar raddir um að Dylan hefði svikið verkalýðinn og gengið auðvaldinu á hönd í von um skjót- fenginn gróða. Metsala lagsins Like a Rolling Stone varð ekki til að draga úr þeirri gagnrýni, en Dylan virtist kæra sig kollóttan. Hann hafði mótað nýjan tónlistarstíl, eins konar súrrealískt þjóðlagarokk, sem átti eftir að hafa mikil áhrif á aðra tónlistarmenn, þar á meðal Bítlana og Rolling Stones, svo einhveijir séu nefndir, og plötur hans frá þessum tíma, Highway 61 Revisited og Blonde on Blonde, eru taldar með helstu meistaraverkum rokksins vestan Atlantsála. Fjölmargar slefnubreylingar Síðan hafa á fjórða tug breiðskíf- ur bæst í hópinn og stefnubreyting- arnar verið fjölmargar. Hvað eftir annað hefur Dylan komið aðdáend- um sínum úr jafnvægi með óvæntri kúvendingu og plötur hans hafa ýmist verið lofaðar sem meistara- verk eða lastaðar sem hrákasmíð. Tvennum sögum fer líka af tón- leikahaldi hans, ýmist finnst við- stöddum sem hann sé að afskræma og nauðga helgum texta, eða þeir falla í stafi yfir tilfinninganæminu og dýptinni í túlkuninni. Gott dæmi eru deildar meiningar eftir tónleika Dylans á Listahátíð fyrir fimm árum, þar sem hann fór á kostum með hljómsveit sinni. Gítarleikari þeirrar sveitar sagði í viðtali fyrir skemmstu að sveitin hafi aldrei vitað hvaða lag hann myndi taka næst og því hafi hún þurft að hafa á hraðbergi allt það sem hann hefði samið, sem er allnokkuð því breið- skífurnar eru á fimmta tug. Annað nefndi hann og það var að ef eitt- hvert lag tókst sérdeilis vel, þá var eins víst að það yrði ekki leikið á næstu nokkrum tónleikum; nokkuð sem rennir stoðum undir þá tilgátu að bestu lög Dylans á áttunda og níunda áratugnum hafi aldrei kom- ið út, heldur verið söltuð. Listahátíðartónleikarnir voru lið- ur í tónleikaferð Dylans um heims- byggðina, sem gárungarnir kalla ferðina endalausu og hefur staðið með litlum hléum undanfarin ár. Sjálfur segir hann reyndar að hann vilji helst standa á sviði, hann hafi litla nautn af því að vera að semja lög og æfa án þess að hafa hópa áheyrenda fyrir framan sig. Það er kannski skýring á því hvers vegna ekki hafa komið út með honum nein ný lög í á sjötta ár, því þó tvær breiðskífur hafi komið út fram að því að Unplugged-platan kemur út, þá voru á þeim gömul uppáhaldslög eftir ýmsa. Syngjandi skáld Í ljósi sögunnar er kannski sér- kennilegt að gefa út plötu með Bob Dylan órafmögnuðum, enda má segja að hann sé höfundur syngjandi skálds nútímans; flytj- anda sem syngur eigin ljóð við eigin lög einn með kassagitar eða píanó. Unplugged-röðin hefur þó reynst bráðvel við að koma tónlist- armönnum aftur á sporið og aftur inn á sölulista, og illar tungur segja að það vaki einmitt fyrir Dylan og útgáfu hans. Að samsæ- riskenningum slepptum hafa margir Unplugged-þættirnir verið afbragðs skemmtun og sumir lista- mannanna staðið sig frábærlega, til að mynda eru eftirminnilegir þættir Kurts Cobains sáluga í Nir- vana og Bjarkar Guðmundsdóttur og nú síðast sýndi Sjónvarpið frá- bæran þátt með Neil Young. Dylan fer nokkuð aðra leið en Young; hann er með fjögurra manna hljómsveit með sér, að mati gagn- rýnanda rokktímaritsins Mojo bestu hljómsveit sem hann hefur leikið með í áratugi. Lögin eru öll gamlar lummur, þar á meðal ein sem aldrei gefur komið út á Dylan- plötu, en var tíðum sungin á tón- leikum í lok sjöunda áratugarins. Upphafslag plötunnar, Tombstone Blues, minnir skemmtilega á gamla tíð, því það var einmitt á plötunni þegar Dylan setti í sam- band, af fyrstu rafmögnuðu plöt- unni hans, Highway 61 Revisited, sem gengur aftur á margmiðlunar- disk með Dylan sem kom út fyrir skemmstu. Margmidlun og lónlisl Margmiðlun hefur ekki náð þeim vinsældum sem tölvusalar hafa vonast eftir. Þó tæknin sé heillandi og hagræðið dyljist engum hefur gengið illa að nýta formið á áhuga- verðan og gagnlegan hátt. Þegar upplýsingar eru annars vegar blas- ir við hve miklu auðveldara er að vera með tuttugu binda alfræðibók á einum geisladisk og geta Ieitað textann uppi á nokkrum sekúndum, aukinheldur sem myndskreyting er iðulega meiri og jafnvel settar inn hreyfimyndir. Skýring á því hve margmiðlun hefur í raun verið lengi að ná fót- festu felst líklega að hluta í því að kynslóðir sem hafa treyst á bókina til að leita sér að fróðleik og skemmtun hafa átt erfitt með að tileinka sér nýjan hugsunarhátt. Þannig voru fjölmargar fyrstu út- gáfur tölvugeisladiska (og eru reyndar margar enn) einfaldlega myndskreyttar bækur og möguleik- ar tækninnar ekki nýttir. Ung- menni dagsins í dag líta hinsvegar bókina öðrum augum; þau eru vön

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.