Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR30.APRÍL1995 B 11 að sækja sér fróðleik og skemmtun í kvikmyndir, myndbönd og tölvu- leiki og lestur er á hröðu undan- haldi. I stað bókarinnar kemur töl- van og margmiðlunin, sem felur meira í sér en bara lestur, því myndir og hljóð/tónar koma inn- takinu til skila. Tónlistarmenn hafa verið mis- fljótir að nýta sér margmiðlun, sem hlýtur þó að verða keppinautur tónlistarútgáfu þegar fram líður. Fáeinir diskar hafa þó komið út, misspennandi og flestir reyndar afskaplega leiðinlegir. Af merkari útgáfum má nefna tölvugeisladiska tónlistarmannsins -Todds Rund- grens sem var með fyrstu tónlistar- mönnum til að gefa út slíkan disk og fór þá leið að gefa kaupandanum kost á að breyta tónlistinni að vild, tónlistinni er skipt í örsmáar ein- ingar sem eigandinn getur raðað upp á hvern þann hátt sem honum þykir bestur, aukinheldur sem hann getur sett saman eigin myndband. Dylan-diskurinn er öllu hefðbundn- ari og frekar hugsaður sem gagna- banki, en sem gagnvirkur; þ.e. á honum má fínna allmikið af upplýs- ingum en notandinn getur engu breytt og ekkert búið til sjálfur. Metsala CD-ROM diskurinn með Dylan heitir Highway 61 Interactive, gagnvirkur þjóðvegur 61, og vísar í lag hans um þjóðveg 61 meðal annars. Að sögn fóru 20.000 vinnu- stundir í að setja saman Dylan- diskinn, á meðan Unplugged-disk- urinn sem nefndur er hér fyrir ofan var tekinn upp á tvennum tónleik- um, fimmtudags- og föstudags- kvöld og svo fóru einhverjir tímar í að hljóðblanda og búa undir út- gáfu. Það kom því útgefanda þægi- lega á óvart þegar CD-ROM diskur- inn tók að seljast í bííförmum; hef- ur reyndar þegar slegið sölumet slíkra diska og fyrsta mánuðinn seldist diskurinn í ríflega 50.000 eintökum. Diskurinn er sambland upplýs- inga og leiks, því það þarf vissa hugkvæmni til að fá allt það út úr honum sem fáanlegt er, en þeir sem sitja við fá eitthvað fyrir sinn snúð, því á disknum eru viðtöl við tónlist- armenn, textar allra laga sem Dyl- an hefur gefið út, myndbandsbút- ar, brot úr kvikmyndum, áður óút- gefin lög og teikningar Dylans, sem hefur mjög sótt í sig veðrið í málar- alist, myndbönd, myndskeið úr hljóðverum, bútur úr kvikmyndinni Eat the Document, þar sem meðal annars má sjá þá Dylan og John Lennon spjalla, myndir úr fjöl- skyldualbúminu, og Jimi Hendrix bregður meira að segja fyrir þar sem hann flytur Like a Rolling Stone á tónleikum í Monterey, svo eitthvað sé talið. Meðal þess sem skreytir diskinn er rafmögnuð út- gáfa af House of the Rising Sun, sem ekki hefur áður komið út, sem leika má í hvaða geislaspilara sem er. Herf I lil f ramtiöar Frank Zappa orti eitt sinn háðs- ádeilu á Bob Dylan, þar sem hann sat á lagernum hjá pabba og orti lög um það hve erfitt væri að vera fátækur. Dylan sigraðist snemma á þeirri fígúru sem Robert Zimmer- man bjó til fyrir aldarfjórðungi og hefur margsannað sig sem merkur skapandi listamaður, þó ekki hafi hann alltaf notið almannahylli. Það er að vissu leyti eftirtektarvert að það þyrfti tónlistarmann á sextugs- aldri til að hleypa lífi í útgáfu á tónlist á tölvugeisladiskum; sér- staklega þar sem hann hefur alla tíð haldið sig við einföld hljóðfæri, gítar, bassa, trommur og einföld hljómborð. Bob Dylan hefur ein- mitt náð að gæða einfaldleikann lífi; á bak við torskildar og tormelt- ar hendingar er einfaldur sannleik- ur, hvort sem sungið er gegn stríði, menningarhroka, nauðhyggju stjórnmálamanna eða bara einfald- lega um ástina. Dylan lærði eflaust hverju á að sleppa af kynnum sín- um af svartri gospeltónlist og blús, sem reyndar má sjá bregða fyrir á tölvugeisladisknum, meðal annars með broti úr einu besta lagi sem hann samdi á síðasta áratug, Blind Willie McTell. Á gagnvirkri sögu Dylans á sjöunda áratugnum, má sjá að hann er fráleitt búinn að syngja sitt síðasta þegar tíundi áratugur aldarinnar er hálfnaður, líkt og Unplugged-plata hans sann- ar að gamlar Dylan-lummur eru betri en margar nýjar. H HeitgalvaniseraOar þakskrufur gæðaskrufur Bgum fyrirliggjandi mikið urval af heit- og rafgalvaniseruðum skrúf um, ryðfríum skrúfum og álskrúfum í öllum stærðum. Einnig sjálf borandi skrúf ur og plasthettur ímörgumlitum. Þetta eru viðurkenndar þýskar og franskar bakskrúfur. Afgreiðum sérpantanir með stuttum fyrirvara. Er leka- vandamál? Bgum fyrírliggjandi allar gerðir af söðulskinnum f yrir báru og trapisu í öllum litum. Stöðvar leka og bætir festu pakefnisins RAÐSTEFNA UM STARFSÞJALFUN OG ENDURMENNTUN þar sem hleypt verður af stokkunum á íslandi Leonardó áætlun Evrópusambandsins um samstarf á sviði starfsmenntunar á framhaldsskóla- og háskólastigi og á sviði endur- og símenntunar í atvinnulifinu. 11. maí 1995 á Grand Hótel Reykjavík 10:00 Opnunarávörp frá fulltrúum menntamálaráðuneytis og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins 10:30 Kynning á helstu tegundum verkefna og meginniðurstöðum úr þeim áætlunum sem sameinast undir hatti Leonardó áætlunarinnar: FORCE - Samstarf á sviði endurmenntunar og starfsþjálfunar í atvinnulífinu John Moore, FORCE skrifstofan á írlandi PETRA - Samstarf um starfsmenntun á framhaldsskólastigi Lise Fogh, PETRA skhfstofan I Danmórku COMETT - Samstarf háskóla og atvinnulífs um starfsþjálfun og tæknimenntun Hellen M. Gunnarsdóttir, Háskóla íslands 12:00 Hádegisverður „----- 1 3:30 Kynning á Leonardó áætlun Evrópusambandsins: Flokkur I og III sem sótt er um beint til viðkomandi landsskrifstofa; samstarfsverkefni á framhaldsskólastigi Tim Mawson, framkvæmdastjóm Evrópusambandsins DG XXII Flokkur II og III sem sótt er um beint til iramkvæmdastjórnarinnar; samstarfsverkefni á háskólastigi Steve Bainbridge, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins DG XXII 1 5:30 Kynning á starfsemi landsskrifstofu Leonardó á íslandi; skipulagi, þjónustu og ferli við umsóknir sem sendar eru beint til skrifstofunnar Ágúst H. Ingþórsson, Rannsóknaþjónustu Háskólans 1 6:00 Kynning á Samstarfsnefnd atvinnulífs og skóla og hlutverki hennar í framkvæmd Leonardó Sigmundur Guðþjarnason, stjórnarformaður Sammenntar 16:15 Umræður um möguleg íslensk verkefni innan Leonardó áætlunarinnar 17:00 Mótttaka á Grand Hótel Reykjavík í boði menntamálaráðuneytis og landsskrifstofu Leonardó á íslandi. Ráðstefnustjóri verður Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu Pátttaka er ókeypis og öllum opin meðan húsrúm leyfir. Einungis þeim sem skrá sig fyrirfram verður tryggð þátttaka. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Rannsóknaþjónustu Háskólans s. 569 4900 í sfðasta lagi 8. maí. Rannsóknaþjónusta Háskólans Tæknigarði, Dunhaga 5, 107 Reykjavík. Simi 569 4900 Fax 569 4905 Tölvupóstur: ahi@rhi.hi.is *T*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.