Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 30. APRÍL1995 MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR i Með blóm íhaga Gárur eftir Eltnu Pálmadóttur SÆL ER sú ein þjóð sem ekki veit hvað ráðherr- arnir heita. Þessi spekiorð heim- spekingsins kínverska Lao Tse, höfundar bókarinnar um Veginn sem Halldór Laxness kom ís- lendingum upp á að meta, skut- ust fram í heilabúið í háloftunum á leið heim um síðustu helgi. Á þeirri stundu vissi maður ekkert hvað ráðherramir hétu. Niðri á jörðinni átti það auðvit- að eftir að koma í ljós. Olli raun- ar síður en svo vonbrigðum. Þarna var þá kominn eini mögu- leikinn á nægilega sterkri stjórn, til að geta haldið áfram stöðugleikanum og því upp- byggingarstarfi sem unnið hef- ur verið á undanförnum fjórum árum við erfiðar aðstæður. Stjórn með nægilega ríflegan þingmeirihluta til að geta staðið föstum fótum, án þess að láta hóta sér eða ýta sér til. Allir kannast orðið í fréttunum við orðið að „íhuga", að þessi eða hinn þingmaðurinn sé að „íhuga" að vera á móti eða kveðja, sem fréttamenn eru farnir að nota óspart í staðinn fyrir hina gömlu skýru sögn að hóta. Hlustendur eiga að lesa í málið. I síðustu kosningabaráttu setti að manni andstyggilegan ugg við að horfa upp á það hve Byggðastofnun rifjaði upp ljóðið hans Kristjáns J. Gunnarssonar, undir heitinu: einstakir og einmálefna hags- munahópar hrintu fast, án þess að láta sér detta í hug að líta til hægri eða vinstri. Það var áberandi í þetta sinn og góð aðvörun fyrir þá, sem nú eru að taka við einstökum mála- flokkum, og þurfa að standast það að láta hrinda sér fram og aftur af frekjuhundunum, án tillits til þeirra minna freku, og án þess að líta til þess sem best sé fyrir heildina. Ekki laust við að á fyrsta degi væru mættir á vettvang slíkir hrindarar, kannski til að prófa hversu fast- ur fyrir viðkomandi sé. Eins og frekir strákar gera stundum á barnaleikvöllunum við þá nýju. Þetta virkar ekki mjög geðslega á okkur áhorfendur. Svo fór maður að glugga í hina lofandi stefnuyfirlýsingu. Ég verð að viðurkenna að ekki ent- ist mér örendið í einni lotu í þá lesningu alla. Stöðvaðist þó við setninguna „Starfsemi og skipu- lag Byggðastofnunar, Atvinnu- leysistryggingasjóðs og atvinn- uráðgjafa verður tekið til endur- skoðunar í því skyni að þessir aðilar geti í sameiningu stuðlað að sókn og uppbyggingu at- vinnulífsins um allt land." Hvað tákar þetta, að efla eigi aftur þessar stofnanir sem reyndust svo illa og komu fjármálum fyrri ára á kaldan klaka? Það þarf þó ekki að vera. Stikkorðið Núllpukturínn Líkt er himnaríki byggðastofnun lánar áhættupundin skuldunautum með frjálsræði viljans til að tapa. við uppgjörið hringlar í holdlausum kjúkum skiptaráðandans þegar hann slær striki undir reikninginn vandalaust að skilja milli sauðanna og hafranna þegar fyrir liggur óskeikull úrskurður endurskoðandans um tvöfeldni bókhaldsins og jákvæða eða neikvæða eiginfjárstöðu. en hvað um alla þessa sem eru á núllpunktinum? Heilinn vinnur stundum eftir hinum dularfyllstu leiðum. Og auðvitað er langt seilst að fara að gera himnaríki ábyrgt fyrir nefndum áheitalista og björgunar- aðgerðum í fjármálum þjóðar. Þar stendur þó eitthvað um að efla jákvæð áhrif trúarlífs með þjóðinni, ekki síst í tilefni þess að um næstu aldamót verða 1.000 ár liðin frá kristnitöku. Hvernig það verður gert er svo sem annað framkvæmda- atriði. „In god we trust", stendur á bandaríska dollaranum síðan í lok borgarastyrjaldarinnar í þvísa landi. Þá birtist setningin um að leggja allt í guðs hendur fyrst á tveggja senta peningnum samkvæmt ákvörðun stjórnvalda. Abraham Lincoln lagði áherslu á þetta, svo og allir aðrir forsetar Bandaríkjanna, sem á eftir hafa komið. Háðfuglinn Mark* Twain tók málið til skoðunar og sagði: Alltaf hljómar þetta jafnvel: In god we trust! Eg held ekki að það mundi hljóma nokkuð betur þó það væri satt. Hvern sem maður vill nú setja á sitt traust, þá mundu öll þessi frómu áform, sem við erum nú að halda út í, ekkert hljóma betur þótt þau verði öll sömun dagsönn. Maður trúir bara á betri tíð og blóm í haga, langa sumardaga. Og gott lengur. Farið er að birta eftir langan og strangan vetur. Alltaf verður maður samt dulítið hissa við að koma heim á þessum árstíma, beint frá appelsínum og sítrónum á trjánum og sér að ekki eitt strá er farið að grænka hér á okkar kæra landi. Það kippir manni þá bara niður á jörðina og minnir á hvar við erum á jarðarkringlunni, í landi þar sem varla er hægt að ætlast til að drjúpi smér af hverju strái, hvaða óskalista sem við gerum. VERALDARVAFSTUR / // Ingólfurfyrstur hingab? Fjarskoðunarfyrirtæki eftir Einar Þorsteinn SÍÐAN bókin Psychic Discoveries Behind the Iron Curtain (Yfirskil- vitlegar uppgötvanir bak við járn- tjaldið) kom út árið 1970 hefur mörgum verið ljóst, að hernaðar- veldið Sovétríkin var fyrir löngu farið að nota dulrænu deildina til þess að vinna kalda stríðið eða jafnvel þriðju heimsstyrjöldina. BÓKIN var álíka hnekkir fyrir bandarísku hernaðarmaskín- una og fyrsti Spútnik Rússanna árið 1957. Peningum var strax aus- ið með hraða vestra í alls konar ^^^^^^^^^ dularrannsóknir, en auðvitað leyni- lega fyrst í stað. í dag eru til nokkur fyrirtæki innan Bandaríkjanna, þar sem fólk sem tók þátt í þessum fystu dulhernað- artilraunum og afl- aði sér reynslu á þessu sviði, býður upp á þjónustu, sem nefnist Fjar- skoðun (Remote viewing eða RV). Þjónustan er mjög dýr enda er hún mannskapskrefjandi og viðskipta- vinurinn, sem oftar en ekki er opin- ber aðiii eða stórfyrirtæki, getur á móti verið viss um algera þag- mælsku. Fjarskoðun felst í því að nokkrir vel þjálfaðir einstaklingar fá ákveð- ið könnunarverkefni. Þeir draga sig síðan í hlé og leita svara t.d. með ferð út úr líkamanum. Síðan gefa þeir skýrslu. Skýrslunar éru bornar saman. Stundum gefa þær tilefni til að tilraunin sé endurtekin. Ein- staklingarnir, sem fást við könnun af þessu tagi, eru ekki gæddir nein- um dulrænum eíginleikum, slíkt er einmitt verra fyrir árangurinn. Þeir verða hins vegar að gangast undir stranga þjálfun. Þeir verða líka að lifa órugíuðu lífi og vera heilsteypt- ir að öllu leyti. Að auki geta þeir aðilar með illt í hyggju ekki náð neinum árangri á þessu sviði. Þetta eru upplýsingar, sem hjálpa eða eru hlutlausir fólki. Fyrrverandi hershöfðingi að nafni Albert N. Stubblebine er umsjónarmaður í einu slíku fyrir- tæki: PSI-TECH. Hann fékkst til að segja frá nokkrum atriðum í starfi sínu, sem ekki snerti hag viðskiptavinanna: Fjarkönnun er óháð tíma og rúmi. Þannig er unnt að kanna nútíðaratvik, fortíðarat- vik og framtíðaratvik. Einnig er unnt að kanna staði utan jarðarinn- ar. Það eru enn ekki til varnarað- gerðir hjá þeim, sem leyna vilja einhverju, en þó segir hann að stundum verði hans fólk vart við einhvers konar vegg, sem loki fyrir könnun. Hvort það er byrjun á mótaðgerðum eða eitthvað annað veit hann ekki. Erfitt er að greina stafi, skrifuð orð eða tölur nema þeir séu mjög stórir. Leyniskýrslur í skáp er þannig ekki unnt að lesa. Það er Ingo Swann, þekktur sjá- andi sem hefur unnið prógrammið fyrir PSI-TECH, sem gerir það að verkum að eitthvað er yfirleitt að marka af því sem kannað er. Það eru 85 til 95% líkur á því að árang- ur náist. En oft þarf þá að fara aftur og aftur á sama punkt í tíma og rúmi og vinna sig í gegnum „lag eftir lag" af atburðinum. Stubblebine tekur dæmi af flug- slysi, þar sem ekki er vitað um afdrif flugvélarinnar. Hans fólk kannar málið og getur á margan hátt flýtt fyrir því að flugvélin og jafnvel þeir sem kynnu að lifa af, finnist. Ónnur dæmi sem hann má segja frá eru almenn: Þannig segir hann frá því að á plánetunni Mars eru merki um mannvirki bæði of- anjarðar en þó einkum neðanjarð- ar. Þar eru vélar í gangi. Þær vélar sem eru á yfirborðinu hreyfast yfir „jörðina". Hann veit ekki hvort þetta eru nýjar eða fornar vélar. Annað dæmi er frá stóru banda- rísku fyrirtæki, sem vildi vita hvers konar orka yrði notuð á tunglinu, þegar fyrsta geimstöðin yrði byggð þar. Svarið var færanlegt kjarn- orkuver. Fyrirtækinu líkaði ekki svarið, þar sem einu tækin af þess- ari gerð voru til í Rússlandi! En innan tveggja ára þaðan í frá opn- aðist möguleiki fyrir þá að kaupa þessi tæki frá Rússlandi, sem þeir gerðu. Enn annað dæmi var frá ágúst 1990. Könnuð voru afdrif Saddams Hussein. Hann reyndist lifa af stríð- ið og auk þess tvær líflátstilraunir. Aðeins önnur þeirra er þekkt í dag. Olíubrunnaeldarnir komu einnig fram. Fyrirtækið PSI-TECH, sem Stubblebine vinnur hjá, er nú komið í samvinnu við Rússana um þessi mál. Ráðstefna var haldin ekki fyrir löngu í Atlanta, þar sem Ed Da- mes, yfirmaður PSI-TECH og Ivan Sokolov, yfirmaður samsvarandi rússnesks einkafyrirtækis, lögðu á ráðin með samvinnu. Samningur var gerður um að vinna að upplýsinga- öflun, sem gæti hjálpað jörðinni vegna mengunar umhverfisins ekki síst í Rússlandi. — Það hljómar ekki illa út af fyrir sig. Mér býður þó í grun, að landinn muni leita svara við allt öðru t.d.: Hverjir voru raun- verulega fyrstir til sögueyjunnar og hvenær? ÞJÓÐLÍFSÞANKAR /Er hœgt ab lengja sumaribf Nokkrar hæverskar lífsreglur NÚ ERU kpsningarnar afstaðnar, fermingarnar búnar og árshátíðarn- ar allar að baki ásamt herfjötrum hins íslenska vetrar. Við taka bjartar nætur, sumar og væntanlega sól. Verslanir eru að fyllast af skjóllitlum fötum í ljósum Iitum. Sálarlíf fólks tekur breytingum í samræmi við árstímann, hinir brosmildu brosa enn breiðar og einhverjir kippir sjást stundum fara um munnvik hins al- varlega þenkjandi hluta þjóðar vorr- ar. Það fer alltaf um mig einskonar glímuskjálfti á vorin. Nú er loksin komin hin þráða tíð og þá gild- ir að vera handfljótur að njóta henn- ar svo hún renni manni ekki úr greip- ammmmmmmmmmmm um áður en við er litið. „íslenska sumarið er svo stutt," segja menn gjarnan með svo- litlum trega í rödd- inni. Einn daginn þegar ég var að eftir Guðrúnu b ^ að taka til { Guðlougsdottur garðinum mínum velti ég því fyrir mér hvernig maður gæti gert sem mest úr sumrinu. Ég setti niður fyrir mér nokkrar vinnu- reglur í því sambandi, en hvort þær henta betur fyrir konur en karla skal ósagt látið. Regla númer 1: Vera mikið úti við, líka þótt það sé rigning. Það er þó venjulega ekki frost eða snjór á sumrin og manni ætti að vera vor- kunnarlaust að vera úti, það er þá bara hægt að klæða sig ef ekki viðr- ar nægilega vel fyrir sumarfötin. Númer tvö: Vaka nokkrar sum- arnætur. Á einhvern undarlegan hátt lengir það sumarið til muna og skilur eftir hugljúfar minningar innst við hjartaræturnar. Þögnin um lágnættið er engu lík, fuglasöngur- inn yndislegur og ekki spillir ef blóm- in horfa feimnisleg til himins við fætur manns. Númer 2B: Muna að vera duglegur við alls kyns líkams- rækt - helst úti við. Ganga, synda og gera allt annað sem manni getur til hugar komið í hreyfingarskyni. Númer 3: Ef ekki kemur sól að gagni má fara í ljósalampa. Það er auðvit- að neyðarúrræði, því læknar segja að ekki sé heppilegt fyrir hin Ijósu mön íslands að taka meira en tíu tíma í ljósalömpum á ári. En eigi að síður möguleiki sem ber að hafa í huga ef örvænting er að ná tökum á fólki í alvarlegri rigningartíð. Númer 4: Kaupa sér margvísleg myndablöð með hugmyndum að nýj- um innréttingum, nýrri skipan í garðinum, nýjum fötum og sniðum og hárgreiðslum. Allt slíkt gefur Iífs- gleðinni byr undir báða vængi og maður tekur hugarflugið fyrr en varir. Öllu efni um þunglyndi, fyrir- tíðaspennu, sjúkdóma og lífsleiða skal miskunnarlaust hent ólesnu út í öskutunnu. Númer 5: Fara skal jafnaðarlega í bæinn til þess að sýna sig og sjá aðra, fara á kaffihús og gef a öndunum með bömunum. Núm- er 6: Skipuleggja skal sumarveislur með vinum og vandamönnum, a.m.k. tvær yfir sumarið, og muna að taka myndir af herlegheitunum til þess að geta yljað sér við eld minning- anna veturinn eftir jafnframt því sem eldurinn er notaður til þess að kveikja á vonartýrunni um að ein- hvern tíma komi aftur sumar. Núm- er 7: Panta sér tímanlega sumarbú- stað í sveitinni og vera duglegur að heimsækja vini og ættingja sem búa í sveit. Það er alger nauðsyn að anda að sér hinu heilnæma lofti sem svo sannarlega fyrirfinnst í miklum mæli í íslenskum sveitum. Númer 8: Ef allt þetta dugar varla skal maður panta sér far til útlanda til þess að ná sér þar í sumarauka. Það kostar auðvitað peninga en á hinn bóginn er gaman að skipta um um- hverfi og sjá eitthvað nýtt. Ef alls þessa er gætt ætti sumarið að verða langt, jafnt í upplifun sem minningu. Að endingu ætla ég svo að leyfa mér að vitna í listaskáldið góða, Jónas Hallgrímsson sem sagði eitthvað á þessa leið í Vísum íslendinga: „Og ef vér sjáum sólskinsblett í heiði, þá setjumst allir og gleðjum oss."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.