Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ . SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995 B 13 MANIULIFSSTRAUMAR UIVIHVERFISIVIAL/7/iv7y//V er heimsmyndin vid upphaf nýrrar aldarf Fólk á vergangi * ALLT FRÁ ÞVÍ sögur hófust hafa þjóðflokkar verið á flandri um heimsins lönd af ýmsum orsökum - stundum vegna skorts á jarðnæði, vegna ófriðar í heimalandinu, í leit að trúarlegu eða pólitísku frelsi eða til að tryggja af- komu sína. Aðkomufólkið lagaði sig þá oftast að lífsháttum þeirra sem fyr- ir bjuggu í landinu, en það færði líka með sér nýjar hugmyndir sem hleyptu lífí í þá menningarstrauma sem fyrir voru og það lagði til aukið vinnuafl. Þetta voru ekki nauðungarflutningar og fólkið var ekki vegalaust eða á barmi hungurdauða, eins og það sem fyllir flokka flóttafólks á okkar tímum meðal hinna vanþróuðu þjóða. Þar er hins vegar um að ræða fólk sem á engan annan kost en að fara á vergang. Sá hópur fer stækkandi og skiptir þegar tugum milljóna. Enn sem komið er telst þetta vandamál tíma- og staðbundið fyrirbæri, en ef svo fer sem horfír og ekkert verður gert til að bæta kjör hinna vanþróuðu þjóða í heimalöndum þeirra með áætlunum til framtíðar, munu þessir flokkar örvasa ráðleysingja setja svip sinn á heims- byggðina alla áður en langt um líður. essi síaukni fjöldi veglausra flóttamanna er einn augljósasti vottur þess að maðurinn, hvar sem hann er staddur í veröldinni, er ekki herra náttúrunnar eða lífríkisins á jörðinni því hörm- ungar þessa fólks sem hér um ræðir má rekja til þess hvemig komið er í heimkynnum þess - náttúruauðlindirn- ar að engu orðnar og auðnin ein allt um kring. Þessi mál hafa oft verið rædd á alþjóðlegum ráðstefnum á vegum iðnríkja heims en án þess að nokkur samstaða hafí náðst um lausn til frambúðar. Neyðarhjálp hefur orðið úrræðið en neyðarhjálp dugar því miður skammt. Hins vegar hafa þær þjóðir sem aflögufærar em til aðstoð- ar ekki lagt næga áherslu á að skil- greina upphaflegar ástæður þess að fólk tekur sig upp og heldur í örvænt- ingu út í óvissuna. Nú hallast menn æ meira að því að hjálpin eigi að vera fólgin í því að treysta innviði í heimalandi fólksins áður en til upp- lausnar og flótta kemur - þekkja merki þess og komast þannig fýrir rætur vandans. Og aðgerðum á að haga á forsendum heimamanna. Yfírgangur hinna ríku þjóða heims hefur löngum sett svip á öll sam- skipti við hinar fátæku þjóðir og sá yfirgangur birtist enn í dag í ýmsum myndum. Hann birtist einna ljósast í upphafí 16. aldar þegar þrælaflutn- ingarnir frá Afríku hófust sem stóðu allt fram á 19. öldina. Talið er að um 14 milljónir manna hafí verið fómarlömb þeirra nauðungarflutn- inga. Annars konar fólksflutningar í stómm stíl urðu um aldamótin 1800 þegar gufuskip komu til sögunnar og lénsskipulagið f Evrópu var á fal- landa fæti. Um leið losnaði um átt- hagafjötrana og fólk hélt í flokkum af stað í leit að nýjum tækifæmm til að sjá sér og sínum farborða. Þeir fólksflutningar mörkuðu viss þáttaskil um byggð og búsetu - menn efldust til dáða í víðáttu nýrra heim- kynna og náttúraauðlindir jarðar höfðu nóg að bjóða. Að því er virtist. Því miður er það svo nú þegar 21. öldin er að ganga í garð að önnur mynd blasi við heimsbyggðinni þar sem milljónir jarðarbúa em á hrakn- ingum og eiga tæpast nokkra björg. Og þetta ástand segja menn að muni versna að mun ef spáin um hækk- andi hitastig á jörðinni vegna koltví- sýringsmengunarinnar verður að vemleika. Þá muni fjöldi flóttafólks aukast um 150 milljónir. Og það verði fyrir miðja næstu öld. Hinar ytri aðstæður í heimalönd- um flóttafólksins em augljós orsök örbirgðarinnar. Það sér hinn vest- ræni heimur á sjónvarpsskjánum heima í stofunni sinni. Þar sést hvernig náttúmauðlindum hefur ver- ið gerspillt með rányrkju - sandur og auðn allt um kring og örvænting allsráðandi. En orsakanna er víða að leita. Stjórnkerfi í þessum löndum er oft með þeim hætti að spilling þrífst vel meðal ráðamanna, þegn- arnir hafa lítil sem engin áhrif á aðgerðir þeirra og vita því minna um geðþóttaáætlanir þeirra til framtíðar. Þá hefur rótgróið misrétti kynja haft hörmulegar afleiðingar sem ætti að vera öðmm þjóðum víti til varnaðar. Nú sjá menn betur en áður að breyta þarf innviðum þessara þjóðfélaga með þátttöku allra þegnanna, kvenna sem karla, svo afkomumöguleikarnir geti batnað. Nú er það líka viðurkennd stað- reynd að margt af því sem hin auð- ugu ríki hafa lagt af mörkum til að bæta ástandið meðal hinna fátæku þjóða hefur ekki komið að tilætluðum notum. Ráðist hefur verið í stórvirk- ar framkvæmdir, lagðar þráðbeinar hraðbrautir þar sem bifreiðar eru sjaldgæf sjón og byggð meiriháttar stíflumannvirki sem leggja fyrrum akurlendi undir vatn. Slíkar aðgerðir hafa jafnvel aukið fólksflóttann. Nú eru hins vegar uppi áætlanir um að veita íbúum það sem á skorti þegar þeir lögðu upp í flóttagönguna miklu - nefnilega afkomumöguleika eins og þeir eru metnir út frá forsendum heimamanna. Forgangsverkefnin verða þá að byggja upp jarðveg sem hefur glatast svo gróður komist í jafnvægi, halda uppi vatnsvernd, bæta heilsugæslu og læknishjálp, tryggja foreldmm bama lengri líf- daga, útrýma ólæsi og misrétti kynj- anna og efla almenna menntun. Slík aðstoð mundi koma þessu fólki til bjargar í nýlegu eintaki tímarits Worldw- atch-samtakanna er ýtarleg úttekt á fleiri hliðum þessa vanda sem blasir við jarðarbúum. Hér gefst ekki ráð- rúm til frekari umfjöllunar en freist- andi er að vitna í lokaorð greinarhöf- undar. Hann bendir réttilega á að slík örbirgð og úrræðaleysi eins og hijáir það fólk sem hér um ræðir sé óþekkt fyrirbæri í lýðræðisríkjum heims, þar sem ólæsi hefur verið útrýmt, ritfrelsi ríkir og fjölmiðlar eru ekki háðir stjómvöldum. Athugið: Allar innborganir kaupenda fram að afhendingu fbúða verða í vörslu viðskiptabanka okkar. Frágangur: íbúðirnar afhendast fullbúnar með eða án gólfefna, með innréttingum og tækjum, sameign fullfrágengin og lóð þökulögð. Afhending: Frá desember '95 - apríl '96. uienn um greios UiJiLuH 3ja herb. 2ja herb. Staðfestingargjald 300 þús. 300 þús. Húsbréf 4.739 þús. 4.127 þús. Samkomulag 2.251 þús. 1.923 þús. Samtals 7.290 þús. 6.350 þús. Verð: 2ja herb. fullbúin íbúð án gólfefna, verð frá kr. 6.350 þús. 3ja herb. fullbúin íbúð án gólfefna, verð frá kr. 7.290 þús við Suðurbraut 2 og 2a, Hafnarfirði, rétt við Suðurbæjarsundlaugina. Gerið verðsamanburð. Opið í dag, sunnudag, frá kl. 13-16 Reykjavíkurvegi 60. Sigurður og Júlíus hf. Viðskiptahúsinu - Reykjavíkurvegi 60 - Hafnarfirði. Símar 565-5261 og 565-0644 - Fax 555-4959. Greiðslukjör Sigurðar og Júlíusar hf. hafa alltaf verið með því besta sem þekkist. Lítið á aðstæður á byggingarstað. Hringið og fáið sendan litprentaðan bækling með frekari upplýsingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.