Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 30. APRÍL1995 MORGUNBLAÐIÐ ENN ein frá King; Bates og Leigh í „Dolores Claiborne". Enn er KING kvikmyndaður STUNDUM er eins og kvikmynduð sé ein mynd á mánuði byggð á sögu eftir færi- bandahöfundinn Step- hen King. Afköst hans eru með ólíkindum og draumaverksmiðj an virðist ráðin í að filma hvaðeina sem hann sendir frá sér, gamalt og nýtt. Rita Haywort og Shawshank-fangels- ið var varla farin að kólna í bíóunum vestra þegar næsta King- mynd var frumsýnd. Hún heitir „Dolores Claiborne". Með aðalhlutverkin fara Kathy Bates og Jennifer Jason Leigh en með önnur hlutverk fara m.a. David Strat- haim, John C. Reilly og Eric Bogosian. Leik- stjóri er Taylor Hack- ford, en hann er einnig annar framleiðenda myndarinnar. Hún segir frá blaða- konu á „Esquire" sem bregður heldur í brún þegar móðir hennar er handtekin fyrir morð. MCVIKMYNDIR Hvers vegna stuttmyndadaga? Klippt og skoríð Enn er blásið til Stuttmyndadaga í Reykjavík í þetta sinn á Hótel Borg eins og fyrst þegar þeir voru haldnir árið 1992. Dagarnir em nú haldnir í fjórða sinn og hefur svipað- ur fjöldi stuttmynda verið til sýninga á hveiju ári eða um 40 svo með þessari hátíð má gera ráð fyrir að um 160 stuttmyndir hafi verið sýndar á Stuttmyndadögum. SUTTMYNDADAGAR ’95 standa yfir frá 2. til 4. maí og verður sú nýbreytni tekin upp að auk þess sem sérstök dómnefnd velur þtjár mmmmmmmmmm bestu myndirnar munu áhorfendur fá tækifæri til að velja bestu h- a u myndina og eftir Arnald hljóta höf- indnooson undar henn. ar í verðlaun klippitíma í klippitölvu. Þijár bestu mynd- imar fá peningaverðlaun, 200.000, 100.000 og 50.000 en Reykjavíkurborg útvegar peningana sem fyrr. Að auki munu kvikmyndagerðarmenn eins og venjulega halda fyrir- lestra á Hótel Borg á meðan á Stuttmyndadögum stendur. . Þeir kvikmyndagerðar- menn Jóhann Sigmarsson og Júlíus Kemp eiga veg og vanda af Stuttmyndadögum og sögðu í samtali að til þeirra hefði verið efnt af brýnni þörf fyrir fjórum árum. „Það hefur sýnt sig að þörf kvikmynda- gerðarmanna, bæði áhuga- og atvinnumanna, fyrir vett- vang þar sem þeir gátu sýnt myndir sínar var mikil,“ sagði Júlíus Kemp. Hann sagði að áður hafí sýningarhald á stuttmyndum verið slitrótt og ekki gengið neitt sérlega vel. Stuttmyndahátíð Samtaka áhugamanna um kvikmynda- gerð hafi verið helsti vett- vangur fyrir stuttmyndir. „Maður sótti hana alltaf á Hótel Loftleiðum en hún logn- aðist útaf um það bil þegar myndböndin komu til sögunn- ar um miðjan síðasta áratug. Þegar Stuttmyndadagar voru haldnir í fyrsta skipti var vídeótökuvélin orðin almenn- ingseign og allir voru að gera rnyndir," sagði Júlíus. Þeir félagar sögðu að lík- lega hefðu Stuttmyndadagar komið á réttum tímapunkti, en það var svosem aldrei gert ráð fyrir því þegar efnt var til fyrstu Stuttmyndadaganna að þeir yrðu árlegur viðburð- ur. Einhvem veginn gekk þetta upp. Partur af skýring- FLEIRI stuttmyndir; atriði úr nokkrum nýjum myndum. unni er kannski staðsetningin en sýningarnar hafa alltaf verið á kaffihúsum í miðbæn- um, sem gefur hátíðinni ákveðinn svip. Svipaður fjöldi mynda berst Stuttmyndadögum ár hvert eða rétt um 40 myndir og sagði Júlíus að gera mætti ráð fyrir að um 10 manns kæmu nálægt hverri mynd svo aðstandendur myndanna geta verið um 400 í allt. Um efni myndanna sagði Júlíus að fólk væri yfírleitt að mynda sjálft sig í bíómynda- leik og í mörgum myndum spegluðust vinsælustu myndir kvikmyndahúsanna frá árinu á undan. Þeir Jóhann og Júlíus reikná alveg eins með að Stuttmyndadagar í Reykjavík verði áfram áriegur viðburður í borginni „svo lengi sem stuttmyndirnar eru gerðar.“ SÝND á næstunni; úr „Exotica" eftir Atom. 10.000 höfðu séð Vinda fortíðar ALLS höfðu um 10.000 manns séð Vinda for- tíðar í Stjörnubíói eftir síð- ustu helgi. Þá höfðu um 4.000 manns séð Bardagamann- inn og um 2.000 Mat, drykk, mann, konu. Næstu myndir Stjörnu- bíós eru „Little Women“ með Winona Ryder en hún bytjar 5. maí, „Exotica“ eft- ir Atom Egoyan og breski spennutryllirinn „Shallow Grave“, sem frumsýndur verður 3. júní. Þá mun Stjömubíó fljót- lega frumsýna nýja mynd John Singletons, „Higher Learning", og 21. júlí í sum- ar frumsýnir bíóið nýjustu mynd Sean Connerys, „First Knight," þar sem hann leik- ur á móti Richard Gere. MURIEL GIFTIR SIG EIN AF vinsælustu gamanmyndum Ástrala hin seinustu ár er Muriel giftir sig eða „Muriel’s Wedding". Aðalpersónan er Muri- el Heslop, feitlagin vandræðagemsa og ABBA-frík í bænum Porpoise Spit í Queensland. Hana dreymir um að gifta sig og skiptir þá engu hver gengur með henni inn kirkjugólfíð aðeins að hún fái að klæðast brúðarkjól. Hugmyndina að myndinni á leikstjórinn og handritshöf- undurinn P. J. Hogan og hann fékk hana þar sem hann sat atvinnulaus á kaffíbar gengt' brúðar- kjólaverslun þar sem konur mátuðu kjóla og breyttust á and- artaki í prinsessur. Það var sú breyt- ing sem Hogan vildi fá á tjaldið. Engir eru hrifnari af sænsku súper- sveitinni , ABBA en Ástr- * alir. Það gekk þó ekki andskota- 4 laust fyrir Hog- an að fá leyfi til að nota tón- list sveitarinnar í myndinni. Það var ekki fyrr en hann hót- aði að fljúga til Sví- þjóðar og ná fundi ABBA, sem leyfisbréfíð var sent. Myndin er vænt- anleg í Háskólabíó.. UMBREYTINGIN; Toni Collette mínus 20 kílóin sem hún hlóð á sig fyrir hlutverk Muriel. UBandaríski metsöluhöfund- urinn Michael Crichton hefur gert samning við Universal kvikmyndaverið um framhald Júragarðsins. Hann fær ákveðnar prósentur af ágóð- anum og skiptir þá engu máli hversu mikið Steven Spiel- berg notar úr nýju bókinni. ■/ þessum mánuði verður frumsýnd vestra nýjasta mynd Merchant, Ivory, Jhabvala þríeykisins (Dreggjar dagsins) sem heitir Jefferson í París og er með Nick Nolte og Greta Scacchi í aðalhlutverkum. Myndin lýsir því hvað Thom- as Jefferson var að bauka í París þau fjögur ár sem hann dvaldi þar og komst m.a. í tæri við Loðvfk 16. og Maríu Antoinette og varð ástfang- inn af þræl. Þetta er fyrsta myndin sem þríeykið gerir fyrir Disney-fyrirtækið. ■ SÁLI; Brando og Dunaway. MStórieikarinn Marlon Brando leikur sálfræðing Johnny Depps í myndinni „Don Juan DeMarco". Faye Dunaway er einnig í mynd- inni en leikstjóri er Jeremy Leven. MNýjasta mynd Patrick Swa- yze heitir Þijár óskir eða „Three Wishes", en í henni leikur hann einskonar Jack Kerouac á vegum úti. Síðast lék Swayze karl í konufötum („To Wong Foo, Thanks for Everything“) og þótti ekki fagur. „Ég var ljót kona um stund og á mig sótti þung- lyndi,“ er haft eftir honum. IBIO Stuttmyndadagar í Reykjavík verða haldnir fjórða árið í röð núna næstu daga og óraði sjálfsagt fáa fyrir því þegar þeir urðu til fyrir fjórum árum að áhug- inn og framleið’slan yrði slík að Stuttmyndadagar yrðu árlegur viðburður. Þeir hafa hlaðið talsvert utan á sig. Nú eru pen- I ingaverðlaun í boði, nú fá áhorfendor í fyrsta Skipti að velja bestu ; ! mynd auk dómnefndar, verðlaunamyndimar | þrjár eru sýndar í rík- | issjónvarpinu og sem fyrr verða fyrirlestr- í ar og umræður um bíómyndir í tengsl- um við Stutt- , myndadaga. Stuttmyndin hefur átt tals- verðu fylgi að fagna hér á landi á undan- fömum árum bæði í sjón- varpi og kvik- myndahúsum en skemmst er að minnast frábærrar stutt- myndar Ingu Lísu Middle- ton í Stjömubíói. Stutt- myndadagar eiga sinn þátt í því að vekja áhuga á stuttmyndinni og þeir mættu gjarna vera ár- legur viðburður í bíólífinu á meðan hér þrífst ís- lenskt bíó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.