Morgunblaðið - 30.04.1995, Page 16

Morgunblaðið - 30.04.1995, Page 16
16 B SUNNUDAGUR 30. APRÍL1995 MORGUNBLAÐIÐ *. DÆGURTÓNLIST ★ Hvemigfer í Dyflinnif FÓLK 1 n* mSIGTRYGGUR Baldurs- son gerði stuttan stans hér á landi fyrir skemmstu og tróð nokkrum sinnum upp sem Bogomil Font. Hann •er nú staddur í Bandaríkj- unum, þar sem hann býr og sinnir meðal annars Bandaríkjaskrifstofu Smekkleysu. Hann fæst og við hljóðfæraslátt og söng, því fregnir þaðan herma að hann sé með tvær breiðskíf- ur í takinu; aðra með ýmis- konar ásláttarhljóðum í jassumhverfi, en hina þar sem Bogomil Font syngur lög eftir Kurt Weill. Ekkert hefur verið ákveðið með útgáfu. Jupp snýr aftur ÞAÐ TELST til tíðinda að hingað er væntanlegur öðru sinni breski gítar- leikarinn og söngvarinn Mickey Jupp. Hann gerði góða ferð hingað fyrir tveimur árum, hyggur nú á aðra heim- sókn og leikur fjórum sinnum á Kaffi Reykjavík. Mickey Jupp, sem kallaður hefur verið hinn hviti Chuck Berry, er af þeim sem til þekkja talinn með helstu lagasmiðum rokktímans í Bret- landi. Lagasmíðar Jupps eru í anda rytmablúsins breska, án þess þó hann setji innblæstrinum neinar skorður, en hann er líka prýðilegur gítar- og píanóleikari og góður söngvari. Eins og áður segir kom Mickey Jupp hing- að fyrir tveimur árum eða svo og lík- aði svo vel að hann kemur aftur og leikur á Kaffi Reykjavík 4., 5., 6., og 7. maí næstkomandi. Merklsmenn Led Zepp- elin-liðar. Zeppelin heiðruð sem hann sé ánægður með og hann sé all ánægður með lögin öll, þó eflaust séu einhveijar skýringar á því hvers vegna þau hafi ekki fengið náð fyrir eyr- um þeirra sem tóku ákvörðun um framhaldið. „Líklega var of mikið í þessi lög lagt,“ segir hann, „en eftir að hafa hlustað á þau lög sem eru að keppa að þessu sinni, ég sá þau öll fyrir skemmstu, er ég á því að okkar lag sé með þeim bestu í keppninni, hvernig svo sem fer ...“ Skipulag keppninnar er breytt að þessu sinni, var reyndar líka á síðasta ári, og lönd sem lenda fyrir neðan sextánda sæti detta niður í aðra deild, enda hefur löndunum fjölgað úr hófi. „Ég er orðinn hálf hræddur um það að ég komi íslandi í annan flokk,“ segir Björgvin og hlær, en bætir svo við að hann taki þetta ekki of alvarlega. „Ég ætla bara að fara með gott fólk með mér og hafa gaman af þessu. Ég ætla ekki að vera með neinar yfirlýs- ingar, málið er að fara út með gott lag og gera sitt besta.“ Morgunblaðið/Rax Gleði Saktmóðigir. Virtur Mickey Jupp á íslandi. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir ur út platan Núna, sem á eru átta lög sem hann hef- ur sungið í forkeppninni hér á landi. Björgvin segir að hann hafi jafnan lagt áherslu á það að syngja ekki í keppninni nema lög Björgvin og songva- keppnin að útsetja það og hann tók lagið upp á írlandi með framúrskarandi tónlistar- mönnum þarlendum." Björgvin gerir meira en senda frá sér keppnislag þessa árs, því einnig kem- FRAMUNDAN er söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva; mikil skrautsýning og umdeild. íslendingar hafa ekki riðið feitum hesti frá þeirri keppni; yfírleitt siglt lygnan sjó um miðjuna, einu sinni lent á núllinu en besti árangur er fjórða sætið. Að þessu sinni fer utan sjóaður söngvari, Björgvin Halldórsson, og fyrir skemmstu kom út smáskífa með keppnislaginu ís- lenska, aukinheldur sem lög sem Björgvin hefur áður sungið í forkeppninni komu út á disk. Björgvin segir að smá- skífan sé ætluð sem kynning fyrir keppnina, og því sé það á ensku og ís- lensku, á íslensku heitir það Núna, en á ensku If It’s Gonna eftir Árna End in Matthíasson Heart- ache. Björgvin segir að upprunalega lagið hafi haft enska titilinn og hon- um hafi litist svo vel á við- lagið að hann hafi nýtt það til að semja lagið upp á nýtt með Welch og síðan hafi Jón Örn Marinósson komið til sögunnar og samið við það íslenskan texta. „Við tókum upp prufu hér heima og ákváð- um svo að fá fersk eyru til liðs við okkur; leituðum til Franks McNanlaras um Ugludjöfullinn ÞVÍ dægilega nafni Niturbasarnir heitir rokksveit að austan sem sendi frá sér sína fyrstu og líklega einu breiðskífu fyrir skemmstu. Platan heitir Ugludjöfullinn og tónlistin er kraftmikið pönk, en í kvöld heldur hljómsveitin útgáfutónleika á Egils- stöðum, sem um leið verða líklega lokatónleikarnir. Niturbasarnir eiga rætur að rekja til Menntaskólans á Egilsstöð- um. Unnsteinn Guðjónsson gítarleik- ari sveitarinnar segir að þeir félagar hafi stofnað Basana til að hrella skólafélaga sína, með tónlist, textum og sviðsframkomu, en hann segir að þeir hafi allir haft dálæti á pönki. „Við höfðum ekkert hugleitt að gefa út plötu, en þegar félagar okk- ar í Döðlum gáfu út sína gleðiskífu sáum við að þetta var ekkert mál og þeir liðsinntu okkur við útgáf- una,“ segir Unnsteinn. „Þessi diskur er aðallega hugsaður til að gera upp þetta tímabil, fyrsti og síðasti diskur Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Pönk Niturbasi. Niturbasanna,“ segirUnnsteinn, „og tónleikarnir á Egisstöðum verða í senn lokatónleikar og útgáfutónleik- ar, þó við eigum eflaust eftir að spila saman okkur til gamans í góðra vina hópi.“ MENN DEILA um flest en allir eru þó sammála um að mesta rokksveit sögunnar hafi verið Led Zeppelin. Það er því vel við hæfi að gefa út safnskífu þar sem ýmsir ólíkir listamenn spreyta sig á Zeppelin-lögum. Safnplötur sem gefnar eru til heiðurs hinum og þessum hafa verið eins og mý á mykjuskán undanfarin misseri og margar ekki á setj- andi. Það er þó mál þeirra sem ■ um hafa fjallað að Zepplin- skífan sem hér er gerð að umtalsefni sé afskaplega vel heppnuð, þó ekki séu allir á eitt sáttir um meðhöndlun laganna. Lög á plötunni, sem heitir Encomium, eiga meðal ann- arra 4 Non Blondes, Hootie and the Blowfish, sem fer stórum á vinsældalistum vest- an hafs um þessar mundir, Stone Temple Pilots, Duran Duran, Sheyl Crow, Blind Melon, Helmet og Rollins Band og Tori Amos flytur lagið Down By the Seaside með Robert Plant. METIMAÐUR ROKKSVEITIN geðþekka Saktmóðigur séndir frá sér um þessar mundir diskinn Ég á mér líf. Sveitin hefur þó lítinn tíma til tónleika- halds sem stendur, en hygg- ur á hervirki í sumarbyijun. Saktmóðigur á rætur í Mennaskólnaum á Laugarvatni, en er löngu flutt á mölina. Nokkrar mannabreytingar hafa orðið í sveitinni á líftíma hennar, en hún er nú fullskipuð og til alls líkleg. Saktmóðugir segjast hafa tekið plötuna upp í janúar og unnið hana „ógeðslega lengi“, eins og Karl Óttar Pétursson söngvari sveitar- innar orðar það. „Við lágum mikið yfir spilamennskunni og lögðum líka vinnu í hljóð- blöndun. Við náum því þó líklega ekki að vera fáguð poppsveit," segir hann og hlær, „en við erum að reyna að vera agaðri.“ Saktmóðigur hefur ekki leikið mikið á tónleikum und- afarið, enda segir Karl að það sé meirá en segja það; fjórir liðsmanna séu að ljúka háskólanámi, en viljinn sé fyrir hendi. „Gleðin heldur Sakmóðigi gangandi," segir Karl, „gleð- in við að spila og við vildum gera miklu meira af því. Drifkrafturinn er sá sami og áður, en metnaðurinn er meiri.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.