Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 18
J J Opið. Þrffótur af myndavél er parna til samanburðar. Þar nkir slík dauða- kyrrð aö þaö lætur ngan ósnorlinn. -o *o \ YJABAKKAJÖKULL er austasti skriðjökullinn sem gengur norður úr Vatnajökli. Hinir jöklarnir, tveir talsins, eru Brúarjökull og Dyngjujökull. Eyjabakkajökull er þeirra minnstur og kemur hann úr Djöflaskarði, sem er slakki austan við svokallaða Breiðu- bungu. Jökullinn hefur skriðið fram á aura þar sem er að finna grunn lón. Framundan honum var eitt sinn graslendi sem fór illa í hlaupi í jöklinum árið 1890. í bókinni „Landið þitt" er því lýst þannig að jökullinn hafi vafið graslendið sem framundan honum var „upp í mikla torfustranga en þrýsti því sem fjær var upp í fellingar og sjást þess enn merki. Er auk þess getið tveggja annarra hlaupa í jöklinum, árin 1931 og 1938, en þrátt fyrir það umrót sem þeim fylgdi hafi jökull- inn hörfað til baka um 1300 metra frá mörkum sín- um í hlaupinu 1890. Eyjabakkajökull er, eins og svo margt í íslenskri náttúru, ekki allur þar sem hann er séður. Leyndardómar hans eru ef til vill margvíslegir, en sem títt er, af- hjúpast leyndardómar náttúrunn- ar hver af öðrum þótt trúlega sé enn verið að taka af toppnum á ísjakanum. Einn af leyndardómum Eyja- bakkajökuls afhjúpaðist fyrir fá- einum árum. Öllu nær er kannski að segja að jökullinn hafi afhjúp- að hann sjálfur. En þannig mun það hafa verið, að gangnamenn sem voru að líta eftir fé við jökul- sporðinn sáu hvar á féll úr jöklin- um. Var að sjá að hún kæmi út úr allnokkrum helli. Ekki reynd- ist unnt að kanna málið, en það 'beið betri tíma. I ljós kom að þarna var gríðar- mikill íshellir í jöklinum. Enginn veit hversu langur hann er, enginn hve lengi hann hefur verið til. Hann heitir ekkert og sárafáir vita um hann, auk þess að það er afar erfitt að komast að honum og þegar gengt er í hann þurfa menn iðulega að grafa sig inn í hann. Þá er eins gott að vita hverju leitað er að og hvar eigi að leita. Það er aðeins hægt að fara í hellinn að vetrarlagi og fram á vorið, því að sumarlagi rennur um hann fyrrgreind jökulkvísl. Á öðrum tímum aðeins silfurtær lindá sem þó er talsvert vatns- mikil. Enginn veit hvaðan hún kemur og hún hverfur éins og dögg fyrir sólu inn í jökulinn. Dauðakyrrð Átta manna hópur ferðamanna úr röðum Ferðaklúbbsins 4x4 nýtti sér blíðviðrið um síðustu helgi og hélt inn á Eyjabakkajök- ul í því skyni að kanna hellinn. Einn í hópnum yar Ólafur H. Guðgeirsson sem var að skoða undrið í fyrsta sinn. Aðeins einn í hópnum hafði áður komið í hell- inn. Hópurinn fór fyrst Gæsa- vatnaleið og þaðan upp á Trölla- dyngju, meðfram norðurjaðri Vatnajökuls yfir Vesturöræfin uns komið var að Snæfelli. Þar er skáli þar sem hópurinn gisti. Þaðan eru aðeins fáir kílómetrar að jaðri Eyjabakkajökuls. í fðrum Eyfabakkaiðkuls. „Svelgurinn", iurðulegt árrot í íshellinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.