Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 19
+ LJ L S Morgunblaðið/Ólafur H. Guðgeirsson. Hellismenn, f.v.: Þorvarður Hfaltí Magnússon, Elvar Rúnarsson, Friðrik Nalldórs- son, JEvar Gíslason, fjlafur H. Guðgeirsson, Gunnar Guðiðnsson, Guðni Ingi- marsson og Guðný Benediktsdóttir. „Það er ekkert grín að komast að hellinum, ekki á færi nema vanra fjallamanna sem eru vel búnir. Þá var hellirinn ekki sjáanlegur þegar að var komið. Við höfðum lóranpunkt á honum, en þurftum ekki að grafa okkur inn í hann þar sem aðrir höfðu farið í hellinn helgina áður. Það er nokkuð furðulegt að bera saman innganginn, sem þarf allt að því að skríða inn í, og hellinn sjálfan sem er ótrúleg náttúru- smíð. Þvílíkar hvelfingar og því- líkir salir með endalausum ís- myndunum. Það var mögnuð upplifun að koma þarna inn. Sérstaklega þegar komið var inn Leiðangursmenn búast til inngöngu. Kyndlar tendraðir. {furðuveröldlökulsins. fyrir svelginn sem þarna er. Þar fyrir innan ríkir slík dauðakyrrð að það lætur engan ósnortinn," segir Ólafur. Ólafur er hugsi er hann renn- ir augunum yfir myndir sem hann tók í hellinum. Hann talar um að það hafi verið kynlegt að þrátt fyrir að hópurinn hafi upp- lifað nánast ógnarlega þögn, þá hafi verið rennandi og drjúpandi vátn um allan helli. Þau hljóð hafi einfaldlega runnið saman við þögnina. Það hafi einnig ver- ið undarleg tilfinning að hugsa sér að fyrir ofan höfuð manna hafi verið 100 metra þykkur jökulmassi! Hann segir einnig að það hafi vakið undrun þeirra félaga að isinn þarna í iðrum jökulsins hafi verið tær. Svo tær, að er menn lögðu lugtir að ísveggnum hafi ljósið horfið inn í sortann í stað þess að endurk- astast til baka. Hverful veröld Hópurinn fór 3-400 metra inn í jökulinn. Kom þá að fyrmefndri á sem þarna rennur, blátær lindá, þvert yfir slóðina. Einn í hópnum óð reyndar yfir, en hópurinn hafði ekki búnað til að halda lengra og því var það látið gott heita sem að framan er lýst. Það kemur fram á máli Ólafs H. Guðgeirssonar að hann sjái ekki ævintýrahellinn í Eyja- bakkajökli verða að ferðamanna- paradís þótt vissulega væri gam- an ef sem flestir gætu séð þessi náttúruundur. Hann minnir á að erfitt sé að komast að hellinum og könnunarleiðangur íiðurjarðar áþess- um slóðum sé árs- tíðarbundinn og í hond fer sá tími að þessi hellir verður ekki kannaður. Svo má ekki gleyma, að hellir- inn er í skriðjökli, en þeir eru í eðli sínu á hreyfingu. Það sem er í dag kann að vera horfið á morgun. Allt er breytingum háð og það hafa íslendingar séð, að fátt á það til að breytast með stórbrotnari hætti heldur en ein- mitt skriðjöklarnir. Á þessari stundu veit því enginn hvort hellirinn verður óbreyttur næsta vetur. Hann gæti allt eins verið gerbreyttur. Jafnvel horfinn. Enginn veit hversu langur hann er, orj hve lengi verið til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.