Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 30. APRÍL1995 MORGU NELAÐIÐ I NORRÆNA RÁÐHERRANEFNDIN Norrœna ráðherranefndin er samstarfsvettvangur ríkisstjórna norrænu ríkjanna. Skrifstofa nefndarinnar, sem staðsett er í Kaupmannahöfn, auglýsir nú eftirfarandi stöður lausar til umsóknar: Fjórar stöður deildarsérfræðinga: Deiidarsérfræðingar sjá um að fylgja eftir ákvörð- unum ráðherra, embættismanna og annarra opinber- ra samstarfsaðila á sínu sviði. Menning, menntamál og rannsóknarstörf - Deildarsérfræðingur - æðri menntun og rannsóknir Verkefnin á þessu sviði tengjast norrænni stefnu á rannsóknasviði og samstarfi háskóia um æðri mennt- un. Starfið felst m.a. í samskiptum aðila á Norður- löndum og á alþjóðavettvangi, upplýsingastarfi, fyrir- lestrahaldi og almennum fundaundirbúningi í sam- starfi við annað starfsfólk skrifstofunnar. Ráðningartími hefst 1. október 1995. Umhverfismál, viðskipta- og iðnaðarmál - Deildarsérfræðingur - umhverfismál Deildarsérfræðingur framfylgir og þróar norræna stefnu í umhverfismálum í samstarfi við önnur svið svo og grannsvæði Norðurlanda. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. - Deildarsérfræðingur - viðskipta- og efnahgsmál Samstarfið á þessu sviði snýst um almenna efnahags- Stefnu, atvinnumál, samkeppnisstöðu, mál sem tengjast ESB/EES og öðru alþjóðastarfi auk samstarfs við grannsvæði Norðurlanda. Ráðningartími hefst eftir nánara samakomulagi. - Deildarsérfræðingur - orkumál og iðnaður Auk iðnaðar og orkumála nær starfssvið deildarsér- fræðingsins til húsnæðis- og skipulagsmála. Orku- og iðnaðarsamstarfið beinist að almennum norrænum stefnumálum, alþjóðlegu samstarfi, orkusparnaði, rannsóknum og tækniþróun, eftirliti, stöðlun o.s.frv. Á húsnæðis- og skipulagssviði er sjónum beint að félagslegum þætti húsnæðismálastefnu, stöðlun og gæðakröfum, auk vistfræðilegs tillits í húsabygg- ingum. Á öllum ofangreindum sviðum er samstarfið við grannsvæði Norðurlanda í brennidepli. Ráðningartími hefst í síðasta lagi 1. ágúst 1995. Deildarsérfræðingur á sviði upplýsingatækni Deildarsérfræðingurinn er staðsettur í fjármála- og rekstrardeild þar sem hann ber einn ábyrgð á rekstri og þjónustu við 100 einkatölvur (PC) með MS- Office, þrjár móðurtölvur með Unix stýrikerfi ásamt Oracle gagnagrunni, DEC-Pathworks 5.1, Scanjour, Formula (fjárlagagerð, launaútreikningar og annað starfsmannahald), X-400 og Internet. Deildarsérfræðingurinn annast innkaup á tölvum og hugbúnaði og þróar stefnu skrifstofunnar í upplýsingatækni. Umsækjandi þarf að hafa tilhlýði- lega menntun og a.m.k. 5 ára starfsreynslu í svipuðu starfi. Ráðningartími hefst eftir nánara samkomulagi. Deildarsérfræðingur - upplýsingadeild (upplýsingafulltrúi) Deildarsérfræðingurinn annast alla þætti upp- lýsingastarfseminnar, þ.ám. að skrifa frétta- tilkynningar, undirbúa eigin ávörp og annarra svo og texta til prentunar. Þá sér deildarsérfræðingurinn um skipulagningu blaðamannaferða og ráðstefnu- hald auk annarra upplýsingaverkefna. Það telst til tekna ef umsækjandi hefur góð tengsl við frétta- menn á Norðurlöndum. Umsækjandi þarf að geta sýnt fram á starfsreynslu sem fréttamaður eða upplýsingafulltrúi og mennt- un þar að lútandi. Ráðningartími hefst eftir nánara samkomulagi. Fulltrúi (ritari) á skrifstofii atvinnumála, félags- og heilbrigðismála Fuiltrúinn annast m.a. almenn skrifstofustörf á hinum ýmsu sviðum skrifstofunnar. Reynsla af tölvum og enskukunnátta er forsenda fyrir ráðningu. Ráðningartíminn hefst 1. ágúst 1995. Upplýsingar um allar stöður Ráðningin er tímabundin til fjögurra ára. Umsækjendur þurfa að hafa góða fræðilega menntun og margra ára starfsreynslu hjá hinu opinbera eða í einkageiranum. Góð dönsku-, norsku-, eða sænskukunnátta er forsenda fyrir ráðningu. Þekking á öðrum tungumálum er æskileg. Skrifstofa norrænu ráðherra- nefndarinnar vill stuðla að jafnri skiptingu starfsfólks eftir þjóðerni og kyni og hvetur því jafnt karla sem konur til að sækja um. Opinberir starfsmenn eiga rétt á orlofi sem ráðningartímabilinu nemur. Nánari upplýsingar um stöðurnar og umsóknareyðublöð fást eingöngu með því að skrifa til: Nordisk Ministerrád, Postbox 3035, DK-1021 Kobenhavn K. Bréfsími 00 45 33 96 02 02 eða 00 45 33 96 02 16. Þar eru gefin upp nöfn á fólki, sem getur sagt nánar frá hverju starfi fyrir sig. Umsóknarfrestur um allar stöðurnar rennur út 17. maí 1995. NÁMSAÐSTOÐ á lokasprettinum fyrir vorprófin • réttindakennarar • flestar greinar • öll skólastig Innritun í síma 79233 frá kl. 16.30 til 18.30 virka daga Nemenddþjónustan sf. VILTU KYNNAST JÓGA ? Námskeið íKripalujóga Kripalujóga stuðlar að m.a.: • Auka andlegan og líkamlegan styrk. • Ná betri árangri í námi og starfi. • Losna undan streitu og áhyggjum. Næsta námskeið: Byrjendanámskeið 2. maí-30. mal þriðjd./rimmtud. kl. 16.30-18.00 8 skipti. Uppl. og skráning hjá jógastöðinni YOQA STUDIO, Bæjarhrauni 22, Hafnarfirði, sími 651441 milli kl. 10-12 og 18-20 alla virka daga, einnig sfmsvari. Tjaldvagnasýning um helgina Kynnum í fyrsta skipti á íslandi CHEROKEE tjaldvagna í dag og á morgun (1. mai). 'HEROKEE tjaldvagnamir eru nælon-saumaðir úr þykkum, sterkum dúk, einangraðir að innan, sérstyrktir fyrir islenskar aðstæður. CHEROKEE tjaldvagnarnir eru á kynningarveröi til 15. maí. Sendum myndalista um land a\\t. Suðurlandsbraut 20A, Slmi 588-4050 Tjaldvagnar Positive Action krem Kr. 1300,- Positive Action dag- og næturkrem í einu. Náttúrulegri næringu er þrýst ofan í húðlögin. 25% aukning á raka eftir aðeins eina notkun. Fæst í betri snyrtiyöruverslunum og apótekum REYKVI Kl NGAR! NÚ ER KOMINN TÍMI NAGLADEKKIN AF FYRIR SUMARDEKKIN SUMARDEKKIN Á GATNAMÁLASTJÓRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.